Morgunblaðið - 17.10.2014, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.10.2014, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eignabóla Lúðvík segir áhrif fólks- flutninga á íbúðaverð marktæk. Tímabilið 2004-2007 var það fyrsta þar sem fólksflutningar til landsins höfðu marktæk áhrif á húsnæðis- markaði. Þetta er niðurstaða Lúð- víks Elíassonar, hagfræðings á fjár- málastöðugleikasviði Seðlabankans. Hann hélt nýlega erindi um þróun á húsnæðismarkaði, með áherslu á tímabilið eftir 2003. Þar fjallaði hann um niðurstöður rannsóknar þar sem líkan af húsnæðismarkaðnum, sem hann og Þórarin G. Pétursson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans, mátu á árinu 2004, var uppfært og endur- metið með gögnum sem ná yfir þensluna á markaðnum 2004 til 2007 og hrunið sem fylgdi í kjölfarið. „Fólksflutningar til og frá landinu skýra stóran hluta af þeim verð- breytingum sem urðu, bæði hækkun og lækkun,“ segir Lúðvík. „Á ár- unum 2004-2010 varð mikil hreyfing á fólksflutningum til landsins og frá því, mun meiri en áður. Það reyndist hafa marktæk áhrif á íbúðaverð.“ Hann segir fólksflutninga hafa skýrt um 38,5% hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2004-2007. „Fólksflutningar til landsins skýrðu stóran hluta af eignaverðsbólunni fyrir hrun.“ Lúðvík segir fólksflutninga frá landinu að sama skapi hafa skýrt rúmlega 19% lækkun fasteignaverðs á árunum 2009-2012. Hann veltir því upp hvort fólk hafi flutt til landsins fyrir hrun til þess að byggja hús- næði. Hann bendir þó á að líkanið nái ekki að skýra hvers vegna algjört hrun hafi orðið í fjárfestingu í hús- næði árið 2009. Nærtækasta skýr- ingin sé þó að fjármögnun fjár- málakerfisins hafi nánast stöðvast við hrunið. brynja@mbl.is Fólksflutningar ollu bólumyndun  Skýrðu 38,5% hækkun íbúðaverðs málafyrirtæki sem skyldar félög til að tilgreina á vefsíðu sinni nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár á hverjum tíma. Slíkt ákvæði var sam- þykkt á Alþingi á vorþingi árið 2013 en áður var kveðið á um það í sam- bærilegu ákvæði að miða ætti við 5% eignarhlut. Í skýrslunni er nefnt að þegar bankar og önnur fjármálafyrirtæki muni huga að skráningu að nýju á hlutabréfamarkað þá eigi eftir að reynast illframkvæmanlegt að fara eftir ákvæðinu. „Sem dæmi má nefna að ekki er óalgengt að smærri hlutir í fjármálafyrirtækjum séu skráðir á safnreikninga sem ekki innihalda nöfn hluthafa. Fjármála- fyrirtæki eru ekki í aðstöðu til að kalla eftir upplýsingum um endan- legt eignarhald á slíkum safnreikn- ingum,“ segir í skýrslunni. Telur hópurinn að eðlilegra væri að horfa til evrópskra reglna þar sem miðað sé við 5% eignarhald. Nöfn aðila með minni eignarhluti eigi ekki að skipta máli út frá sjónar- hóli eftirlitsaðila eða annarra sem hafi hagsmuna að gæta. Vilja lækka gjöld í Kauphöllinni  Verðbréfahópur SFF segir gjöld hærri en í nágrannaríkjum Morgunblaðið/Þórður Kauphöll Íslands Verðbréfahópur SFF telur mikilvægt að frumvarp um að lífeyrissjóðir fái heimild til að fjárfesta á First North verði samþykkt. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Kostnaður við að eiga viðskipti í Kauphöll Íslands er mun hærri en hjá öðrum kauphöllum innan NAS- DAQ OMX samstæðunnar og á öðr- um nágrannamörkuðum. Lækka þarf því gjaldtöku Kauphallarinnar, að því er fram kemur í tillögum frá sérstökum verðbréfahópi Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um starfs- umgjörð verðbréfamarkaðar. Legg- ur hópurinn til að farið verði í sam- starf við Kauphöllina um að safna saman upplýsingum um verð hér á landi og í nágrannaríkjum í því skyni að auka samkeppnishæfni íslensks verðbréfamarkaðar. Í skýrslu hópsins er bent á að út- gefendur verðbréfa í Kauphöll Ís- lands séu einnig þeirrar skoðunar að kostnaður sé of hár. Þrátt fyrir að grunnþóknanir séu svipaðar og í ná- grannalöndunum þá er uppbygging þóknana ólík sem leiði til aukins kostnaðar íslenskra félaga. Hópur- inn telur sömuleiðis að gjaldtaka verðbréfaskráningar Íslands (VBSÍ), sem starfar innan OMX- samstæðunnar, sé of há vegna pör- unar viðskipta. Hafa þurfi í huga að þótt mikið hagræði sé fólgið í pörun viðskipta þá sé kostnaðurinn mikill og í engu samræmi við það sem gerist erlendis. Verðbréfahópur SFF var settur á fót í janúar á þessu ári. Skipaður var þriggja manna stýrihópur sem í áttu sæti Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, Tryggvi Björn Davíðs- son, framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka, og Andri Guðmunds- son, forstjóri H.F. Verðbréfa. Settar eru fram samtals 22 úrbótatillögur í skýrslu hópsins en á fundi stjórnar SFF í september sl. var ákveðið að leggja áherslu á átta tillögur sem forgangsmál. Til viðbótar við lægri gjaldtöku Kauphallarinnar þá telur hópurinn meðal annars mikilvægt að veita líf- eyrissjóðum heimild til að fjárfesta í verðbréfum á First North markaðn- um til jafns við verðbréf sem skráð eru á skipulegan markað í Kauphöll- inni. Slíkt frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi og er það skoðun hópsins að verði af samþykkt þess muni það auka viðskipti á markaði. Illframkvæmanlegt ákvæði Verðbréfahópur SFF telur einnig brýnt að rýmka ákvæði laga um fjár- Verðbréfahópur SFF » Setur fram 22 tillögur að bættri starfsumgjörð verð- bréfamarkaðar. » Lækka þurfi gjaldtöku Kaup- hallarinnar sem er hærri en í nágrannaríkjum. » Rýmka ákvæði um upplýs- ingaskyldu fjármálafyrirtækja. » Lífeyrissjóðir megi fjárfesta á First North. Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Kynntu þér úrvalið í verslunum Fjallakofans eða á vefsíðunni www.fjallakofinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.