Morgunblaðið - 17.10.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 17.10.2014, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 ✝ Elísabet Pét-ursdóttir fædd- ist 22. júlí 1922. Hún lést 11. októ- ber 2014. Elísabet fæddist og ólst upp í Hnífs- dal. Foreldrar hennar voru Pétur Níelsson frá Hnífs- dal, f. 1860, d. 1954, og seinni kona hans Þor- varðína Kolbeinsdóttir frá Unaðsdal, f. 1891, d. 1940. Al- bróðir Elísabetar var Pétur Elí- as Pétursson, f. 11. mars 1921, d. 2. ágúst 1993. Pétur Níelsson átti sex börn með fyrri konu sinni. Hinn 4. nóvember 1944 gift- ist Elísabet Jóhannesi Helga Jónssyni frá Lækjartungu á Þingeyri, f. 17. nóvember 1918, d. 21. apríl 2006. Foreldrar hans voru Guðrún Gísladóttir frá Seldal, f. 1883, d. 1946, og Jón Guðmundur Jóhannsson frá Hrauni í Keldudal, f. 1883, d. 1954. Börn þeirra Elísabetar og Jóhannesar eru: 1) Gylfi Níels, f. 1945, kvæntur Hrefnu Sylvíu Einarsdóttur, börn þeirra eru Jóhanna Guðný og Arnar Ingi. 2) Guðrún Jóna, f. 1947, gift Guðjóni Jóhanni Jenssyni, börn þeirra eru a) Óskar Helgi, kvæntur Ragnheiði Krist- insdóttur, synir þeirra eru Dag- ur, Hrafnkell og Freyr, b) Jó- hannes Helgi, sambýliskona hans er Tinna Hrafnsdóttir og er sonur þeirra Egill, með fyrri konu sinni Lísu Ólafsdóttur á hann synina Kára og Sindra, c) Elísabet, sambýlis- maður Logi Huldar Gunnlaugsson og eiga þau soninn Daða. 3) Anna, f. 1950, gift Ara Hjörvar, dætur þeirra eru a) Sjöfn Marta, gift Stefáni Rósinkrans Kjartanssyni, börn þeirra eru Ari Fannar, Iðunn Hlíf og Álfheiður Rósa, b) Anna Björk, sambýlismaður Heiðar Feykir Tómasson, börn þeirra eru Aron Feykir og Andrea Rós. 4) Pétur Þorvarður, f. 1951, kvæntur Kolbrúnu Bessa- dóttur, dætur þeirra eru a) Erla Andrea, gift Atla Steini Árna- syni, börn þeirra eru Pétur Steinn, Sigrún Tinna og Árni Rafn, b) Elísabet Pétursdóttir, eiginmaður hennar er Sig- urbjörn Óskarsson, synir þeirra eru Kjartan Bessi og Baldur. 5) Sigríður Jóhanna, f. 1958, fyrri eiginmaður hennar var Vidar Øverland, dóttir þeirra er Iren Andrea, seinni eiginmaður Sig- ríðar er Hans Christian Waack, sonur þeirra er Carl Christian. Elísabet útskrifaðist frá Hús- mæðraskólanum á Ísafirði 1942. Hún vann ýmis störf, lengst af sem húsmóðir í Reykjavík en frá árinu 1973 vann hún við ræstingar hjá Samvinnutrygg- ingum í Reykjavík þar til hún lét af störfum vegna aldurs árið 1992. Útför Elísabetar fer fram í Háteigskirkju í dag, 17. október 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku amma Beta er látin. Ekki hvarflaði að mér þegar við mamma heimsóttum hana á Landakot miðvikudaginn áður en hún kvaddi þennan heim að það yrði okkar síðasti fundur. Hún sagði okkur að hún væri ákveðin í að fara heim um helgina. Hún stóð við það. Þetta lýsti henni mjög vel, hún var mjög ákveðin og viljasterk kona sem fékk nán- ast alltaf sínu framgengt. Um- fram allt mun ég þó minnast ömmu sem einstaklega fallegrar og góðrar konu sem vildi öllum vel. Ömmu fannst fátt skemmti- legra en að spila og ég og Arnar bróðir reyndum að heimsækja hana a.m.k. einu sinni í viku og þá var alltaf spilaður manni. Amma hafði í seinni tíð minni orku og hún var oft þreytt enda komin yf- ir nírætt en aldrei var hún of þreytt til að spila. Það var ótrú- lega gaman að spila við ömmu og höfðum við alltaf jafngaman af því að fylgjast með henni svindla, sem hún gerði blákalt í hverju spili. Núna eru þau bæði farin amma og afi, eflaust kampakát að spila á nýjum stað. Hjá okkur verður lífið hins vegar aldrei það sama án þeirra. Elsku amma, ég sakna þín ótrúlega mikið. Þið afi munuð alltaf skipa stóran sess hjarta mínu og minning um ykkur mun lifa með mér um ókomna tíð. Jóhanna Guðný. Elsku amma Beta, dagurinn sem þú kvaddir okkur og þennan heim var bæði bjartur og fagur eins og þú. Þrátt fyrir söknuð og að tár streymi fram þegar minn- ingarnar hellast yfir okkur vitum við að þú ert komin þangað sem þú varst tilbúin að fara, í faðminn til afa. Annað eins hörkutól og dugnaðarfork er erfitt að finna, aldrei kvart né kvein bara taka því sem að höndum bar og gera það besta úr stöðunni hverju sinni, þetta eru eiginleikar sem ekki eru öllum gefnir. Brosið þitt bjarta og hjartahlýjan sem skein frá þér allt fram á síðasta dag mun ylja okkur um ókomna tíð. Elsku amma, takk fyrir allt og hvíldu í friði. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Erla og Elísabet. Amma okkar hefur kvatt þennan heim og er komin til afa Jóa eins og hún þráði svo heitt. Það er sárt að kveðja og minning- arnar um þessa heiðurskonu eru óendanlegar. Við systur teljum okkur hafa átt allra bestu ömmu í öllum heiminum og börnin okkar og makar eru okkur sammála. Amma hafði alltaf tíma fyrir okk- ur öll, hvort sem það var að passa okkur og síðar börnin okkar, hjálpa til við prjónaskap, spila eða bara að spjalla yfir kruðeríi í eldhúsinu og rifja upp gamlar minningar. Amma Beta var fyrst og fremst mamma og amma sem unni sínum nánustu afar heitt og lét það óspart í ljós. Við yl minninganna og söknuð í hjarta kveðjum við okkar ást- kæru ömmu Betu og förum með bænina sem hún fór alltaf með fyrir okkur þegar við gistum hjá henni og afa Jóa. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Sjöfn, Anna Björk, Ari Fannar, Iðunn Hlíf, Álfheiður Rósa, Aron Feykir og Andrea Rós. Elísabet Pétursdóttir ✝ Samúel ÞórSamúelsson fæddist á Ísafirði 17. maí 1943. Hann lést á heimili sínu, Laugarbrekku 19, Húsavík, 3. október 2014. Foreldrar hans voru Samúel Jón Guðmundsson, f. 11.11. 1910, d. 27.12. 1971, og Þórunn Ásgeirsdóttir, f. 8.5. 1919, d. 27.8. 2000. Systkini Samúels eru: Ásgeir, f. 1938; Guðrún, f. 1939; Guð- mundína, f. 1940, d. 2002; Reyn- ir, f. 1949; Sigríður, f. 1952; drengur, f. 1954, d. 1954. Samúel kvæntist Ólöfu Krist- mundsdóttur 31. desember 1966 á Akranesi. Ólöf er dóttir Krist- eru a) Snæfríður Arnardóttir, f. 1993. b) Brynjar Örn, f. 1997. c) Sigþór Orri, f. 2004. 3) Sigrún Jóna, f. 11.3. 1972, Sigrún gift- ist Sveini Aðalsteinssyni, þau skildu. Þeirra börn eru a) Sam- úel Jón, f. 1990, sambýliskona hans er Elísa Rún Gunn- arsdóttir og barn þeirra er Júl- ía Fanney, f. 2010. b) Anna Guð- rún, f. 1991. Samúel ólst upp á Ísafirði til þrettán ára aldurs og fluttist þá með fjölskyldu sinni á Akranes. Hann stundaði nám á Ísafirði og svo Akranesi en þaðan lá leiðin í Iðnskólann að læra húsasmíði og vann hann við smíðar með hléum ásamt sjó- mennsku alla sína tíð. Samúel og Ólöf bjuggu fyrst þrjú ár á Akranesi og svo einn vetur í Mývatnssveit og þaðan fluttu þau til Þorlákshafnar þar sem þau bjuggu til 1978 þegar þau fluttu til Húsavíkur og hafa átt heima þar síðan. Útför Samúels Þórs fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 17. október 2014, kl. 14. mundar Breiðfjörð Bjarnasonar og Kristínar Bjarn- eyjar Ólafsdóttur, þau eru bæði látin. Börn Samúels og Ólafar eru: 1) Ólaf- ur Einar, f. 4.9. 1966, Ólafur kvæntist Guðnýju Steingrímsdóttir, þau skildu. Þeirra börn: Steingrímur Þór, f. 1986. Sævar, f. 1989, sambýliskona Patrycja Koz- lowska. Einar Óli, f. 1993. Sam- býliskona Ólafs er Laufey Marta Einarsdóttir, börn henn- ar eru Thelma Björk, f. 1990, Andri Dan, f. 1992, og Dagný Anna, f. 1999. 2) Berglind, f. 19.7. 1969. Hún er gift Erni Loga Hákonarsyni, börn þeirra Elsku pabbi, þetta eru þung og erfið spor að kveðja þig í dag. Það er svo margt sem ég á þér að þakka, minningarnar eru svo margar og erfitt að koma þeim á blað. Hann kenndi mér svo margt sem varð gott veganesti út í lífið. Hann var alltaf að, hafði svo gam- an af að læra eitthvað nýtt, finna upp á einhverju nýju og útfæra hluti, hvort sem það voru litlir hlutir eða stórir. Ég á svo margar góðar minningar um hann, ferða- lög, að fá að hjálpa til við að byggja húsið okkar á Höfða- brekkunni. Þó svo ég væri bara átta ára fannst mér ég alltaf svo dugleg því hann fann þau verk- efni sem hann vissi að ég réði við, endalausar bílferðir um bæinn og sveitir og svo oft lengri ferðir. Að fara með þér á sjóinn á Sportfisk sem þið Óli gerðuð, á sjóstöng og svo seinna meir á færi á Skussa, bátnum þínum, að taka á móti þér á bryggjunni og fylgja þér þegar þú fórst á sjó á Kolbeinsey og Júlla. Ég man eftir því þegar ég beið spennt eftir að fá þig heim eftir langan tíma á sjónum, að allt í einu birtist einhver maður sem ég þekkti ekki og tók mig í fangið og ég grét og vildi ekki tala við þig, ekki fyrr en þú fórst og rak- aðir skeggið af þér, þá þekkti ég pabba minn. Þegar ég var sex ára og þið Óli voruð að ná í bát í Reykjavík. Þú lofaðir að kaupa kerru fyrir dúkkuna mína en hún komst ekki á leiðarenda þar sem hún datt í sjóinn við bryggjuna í Reykjavík. Ári seinna, þegar við vorum með fullt af frændfólki okkar hér á Húsavíkurbryggju, datt Óli bróð- ir í sjóinn við bryggjuna. Meðan ömmurnar og frænkurnar tóku andköf og var mjög brugðið beið ég spennt eftir því að honum væri kippt upp aftur og spurði hann hvort hann hefði séð kerruna mína! Ekki löngu seinna fékk ég nýja kerru. Pabbi var mikill dýra- vinur og hafði unun af því að snú- ast í kringum þau. Hann hafði gaman af að fara aftur í hesta- mennsku í seinni tíð og stoltur var hann af Lúkasi sínum og Perlu sinni sem fæddist fyrir rúmu ári. Pabbi var mjög stríðinn og eigum við margar sögur til að rifja upp. Pabbi var mjög hjarta- hlýr og reyndist mér svo vel, ekki síður eftir að ég varð fullorðin, ég gat alltaf leitað til hans og átti hjá honum öruggt skjól. Hann hefur alltaf reynst börn- unum mínum vel og alltaf gefið sér tíma til að eyða með þeim. Hann var mjög barngóður og elskaði að hafa afabörnin og litlu langafastelpuna sína Júlíu Fann- eyju í kringum sig og gaf þeim alltaf tíma. Hann var ótrúlegur að tileinka sér allt sem tengdist tölvum og í seinni tíð fylgdist hann vel með okkur og sínum vin- um á Facebook, hafði gaman af að setja inn myndir og mynd- bönd. Að koma til ykkar mömmu var alltaf gott, þið hafið alltaf haldið svo vel utan um hópinn ykkar og samgangur alltaf verið mikill, alltaf beið kaffi og með því eða matur og ykkar góði faðmur. Við höldum því áfram og pössum vel upp á mömmu og hvert annað. Ég er rík af minningum um þig, góðum ráðum og hjartahlýjum faðmlögum sem ég á alltaf eftir að geyma. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Ég elska þig og á eftir að sakna þín endalaust. Takk fyrir allt og allt elsku pabbi minn. Þín Sigrún Jóna. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Við verðum þér ævinlega þakklát fyrir að hafa gefið okkur svo mikið af þínum dýrmæta tíma. Skarðið sem þú skildir eftir verður vandfyllt. Þú kvaddir okk- ur alltof fljótt. Eftir stöndum við með margar góðar minningar sem við eigum oft eftir að rifja upp. „Það skall á okkur með látum“ sagðir þú og varst að vitna í veðr- ið og að haustið væri komið. Ekki grunaði okkur að þetta væri þinn síðasti dagur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Minning þín er ljós í lífi okkar. Berglind, Logi og börn. Þú, elsku afi, fórst svo snögg- lega frá okkur, að kveðja þig er svo erfitt. Þú varst okkur öllum svo mikils virði. Það eru ótal minningar sem rifjast upp þegar horft er til baka. Það sem við brölluðum margt saman. Þú vild- ir alltaf allt fyrir okkur gera og stóðst við bakið á okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Eitt af því skemmtilegra sem þú gerðir var að stríða okkur. Þú gerðir í því að hrekkja og stríða og fannst þér áramótin með skemmtilegustu dögum ársins því þá áttir þú alltaf fullt af inni- sprengjum til að hrekkja okkur. Hvernig verða næstu jól og ára- mót án þín? Hver á að hrekkja okkur? Hver á að mæta með bindið sem spilar jólalag? Næstu jól verða svo sannarlega skrítin. Á svona tímapunkti áttar maður sig á hversu góða fjölskyldu mað- ur á, betri fjölskyldu er ekki hægt að hugsa sér. Fyrir þér var fjöl- skyldan það mikilvægasta í heim- inum og það er mikið þér að þakka hversu samheldin fjöl- skyldan okkar er í dag. Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. (Hannes Hafstein) Við munum aldrei gleyma þér elsku afi, takk fyrir allt. Þín afa- börn, Steingrímur Þór, Sævar, Einar Óli, Snæfríður, Brynjar Örn, Sigþór Orri, Samúel Jón, Anna Guðrún og Júlía Fanney. Samúel Þór Samúelsson ✝ Ólöf EmmaKristjánsdóttir, húsmóðir, kölluð Olla, fæddist á Ísa- firði 13. apríl 1928. Hún lést á dval- arheimilinu Grund við Hringbraut í Reykjavík 11. októ- ber 2014. Foreldrar henn- ar voru Kristján Gíslason sjómaður, f. 11. nóvember 1887, d. 20. maí 1963, og Margrét Jóhanna Magn- úsdóttir húsmóðir, f. 1. júní 1899, d. 1. maí 1979. Systkini hennar: Þór Hjálmarsson Hanson, f. 1. febrúar 1960, d. 24. maí 2002, og Kristján Pétur Hjálmarsson, f. 2. september 1967. Barnabörn Ólafar eru þrettán alls, en Elín Rut Kristinsdóttir lést í bílslysi í Bandaríkjunum 2002 ásamt föð- ur sínum, Kristni Þór. Barna- barnabörn Ólafar eru nú orðin tíu talsins. Ólöf vann mörg ár hjá Landssíma Íslands. Árin 1979- 2009 var Ólöf búsett í Mesa, Ari- zona í Bandaríkjunum ásamt yngsta syni sínum og eiginmanni John Wheeler verkfræðingi. Árið 2009 flutti Ólöf aftur heim til Ís- lands og bjó fyrst um sinn hjá dóttur sinni Margréti en síðan á dvalarheimilinu Felli og loks á Grund. Útför Ólafar Emmu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, 17. október 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Magnús, f. 1918, d. 2004; Sveinbjörn, f. 1920, d. 1981; Þóra Kristín, f. 1922, d. 2012; Hjörtur, f. 1925, d. 1992; Svein- björg f 1927, d 2010; Svava Sigríður, f. 1929, d. 2001, og Guðmundur Ágúst, f. 1935, d. 2006. Ólöf átti fimm börn: Ingvar Grétar Ingvarsson, f. 15. október 1948, Helgi Pálmason, f. 24. febrúar 1954, Margrét Jóhanna Pálma- dóttir, f. 28. apríl 1956, Kristinn Elsku Olla amma kom til okk- ar frá Bandaríkjunum vorið 2009. Hún bjó hjá okkur fyrstu mán- uðina á Grenimelnum og naut þess að sitja í garðinum og spjalla um Ísafjörð og gömlu dagana á Sólgötunni. Hún kenndi okkur að njóta augnabliksins og hlakkaði til þess að eiga stundir með okkur á Mokka við ilmandi súkkulaði og vöfflur. Elsku amma, ísferðir í sólarlagi við Gróttu og á Ægisíðunni gáfu þér mótív í huganum þar sem þú mál- aðir síðustu myndirnar þínar eft- ir að pensillinn féll þér úr hendi. Hafið orkaði á þig eins og vítam- ín og þá talaðir þú um pabba þinn og sjómennskuna. Í messum í Landakoti og á tónleikum hjá Maríusi í Hallgrímskirkju og í Hörpu lifðir þú þig inn í tónlist- ina og ófeimin léstu tárin falla í hrifningu og stolti yfir kórunum hennar mömmu. Þér fylgdi svo mikil blíða og ást og við fundum að þú hefðir hvergi viljað vera annars staðar en með Möggu þinni. Þú varst búin að bíða lengi eftir þessum samverustundum með henni og öllum börnunum og barnabörn- unum þínum á Íslandi. Þú sakn- aðir alltaf Ellu og Kidda og spurðir mikið um þau. Við mun- um lengi minnast hátíðanna með þér og þó sérstaklega 85 ára af- mælisveislunnar þar sem þú varst í faðmi fjölskyldunnar. Mikið voru allir góðir við þig á dvalarheimilunum, fyrst á Felli og svo á Grund. Þegar við heim- sóttum þig þangað vorum við svo stolt af þér fyrir það hve jákvæð og góð þú varst við starfsfólkið og alltaf þakklát, þrátt fyrir veik- indin. Fallegur svipur á starfs- fólkinu, útlendu sem innlendu, hvatti þig til jákvæðra athuga- semda og blíð orð þín kölluðu fram það besta í umhverfi þínu. Þú varst svo þolinmóð elsku amma og tókst alltaf eftir því ef einhverjum leið illa. Þá gafstu kraft og styrk með hvetjandi orð- um. Hjartans Olla amma okkar, við erum ævinlega þakklát fyrir þær stundir sem við fengum að eiga með þér síðastliðin ár. Þegar við heimsóttum þig í Ameríku, stundirnar á Grenimel þegar við fengum fótanuddið góða og þú sagðir skemmtilegar sögur í leið- inni. Þú varst alltaf tilbúin að syngja með okkur og varst ekki lengi að fylla okkur af ást og gleði. Við munum alltaf muna eft- ir þér og þeirri bæn sem þú kenndir okkur. Himneski faðir, þú ert ljósið eina, nú hvílist ég í heilaga ljósinu þínu. Himneski faðir, þú ert lífið eina, nú dvel ég hér í lífsmættinum þínum. Sigríður Soffía, Matthildur Guðrún og Kristján Helgi. Ólöf Emma Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.