Morgunblaðið - 17.10.2014, Side 28

Morgunblaðið - 17.10.2014, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 ✝ Ólafur Jón-asson fæddist í Hátúni, Seylu- hreppi í Skagafirði, 15. mars 1926. Hann lést á Dval- arheimilinu Grund 5. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson, f. 1891, í Keflavík í Hegranesi, d. 1939, og Steinunn Sigurjónsdóttir, f. 1891 í Gröf, Staðarhreppi, d. 1981. Bræður Ólafs sem nú eru látnir voru Sigurjón, f.1915, d.1993, Gunn- laugur, f. 1917, d. 2009, Hallur, f. 1918, d. 2011, Jónas, f. 1919, d.1984, Sigurður, f. 1921, d. 1921, Sigurður, f. 1923, d. 1978, og Bjarni, f. 1927, d. 1928. Eft- irlifandi systkini Ólafs eru Guð- rún, f. 1927, og Bjarni, f. 1929. Ólafur starfaði ungur sem bifreiðastjóri á Akureyri en fluttist til Reykjavíkur 1954 þar sem hann starfaði á Sendibíla- stöð Reykjavíkur. Stundaði bú- skap í Norðlingaholti í Reykja- vík og starfaði sem vaktmaður Steinunn Fjóla, f. 1957, gift Guðmundi Þór Guðmundssyni, f. 1957. Börn þeirra eru Sæunn Lilja, f. 1987, látin 1987. Stein- unn Ósk, f. 1990, og Birgir Þór, f. 1991. 3) Guðrún Katrín, f. 1959 gift Pétri Arnari Ein- arssyni, þau skildu. Börn: Ólaf- ur Þór, f. 1984, sonur Péturs Þórs Magnússonar, f. 1957, d. 1987. Dóttir Ólafs Þórs er Ka- milla Katrín, f. 2012, barns- móðir Þórdís Lind Leiva, f. 1986, Einar Orri, f. 1991, og Jó- hann Pétur f. 1995. 4) Berglind Eva, f. 1970 gift Ólafi Ágústi Gíslasyni, f. 1967. Börn þeirra eru Hjördís Eva, f. 1996, Eyþór Ólafur, f. 2004, og Kristófer Fannar, f. 2008. Fóstursonur Berglindar úr fyrri sambúð Ólafs er Hrólfur, f. 1991, og sambýliskona hans er Hrefna Hrund Ólafsdóttir, f. 1990. 5) Björgvin Gunnar, f. 1977, móðir hans er Þórey Ólafsdóttir f. 1931. Sambýliskona hans er Sigríður Erla Jónsdóttir, f. 1981. Börn þeirra eru Maríanna Þórey, f. 2007, og Elísabet Tinna, f. 2010. Minningarathöfn um Ólaf var haldin í Háteigskirkju 16. októ- ber 2014. Hann verður jarð- sunginn frá Glaumbæjarkirkju í dag, 17. október 2014, kl. 14. á Landspítalanum frá árinu 1980. Árið 1955 kvæntist Ólafur Sæunni Gunnþór- unni Guðmunds- dóttur, f. 15. júní 1933, frá Króki í Grafningi. Þau skildu. Foreldrar Sæunnar voru Guð- mundur Jóhann- esson, f. 1897, frá Eyvík í Grímsnesi, bóndi í Króki, og Guðrún Sæmunds- dóttir, f. 1904 í Reykjavík. Börn Ólafs og Sæunnar eru: 1) Jóhanna Laufey, f. 1956. Sambýlismaður hennar Halldór Gústafsson, slitu samvistum. Börn þeirra eru Halldór Ólafur, f. 1979, sambýliskona hans er Eydís Björk Benediktsdóttir og börn þeirra eru Ólafur Ísar, f. 2003, Jónas Baltasar, f. 2010, og Jónas Elvar f. 1990, og sam- býliskona hans er Steinunn Edda Steingrímsdóttir. Síðari sambýlismaður Jóhönnu er Björn Karl Þórðarson. Þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Gunnlaugur Jóhann, f. 1997. 2) Jæja kæri afi, nú sit ég og horfi á Blönduhlíðarfjöllin og velti því fyrir mér hvernig ég get kvatt þig á sem bestan máta og farið yfir allt það fallega og góða sem við gerðum saman. Mín fyrsta minning um þig er síðan ég var alger stubbur og vissi að það mátti alltaf bóka að í brjóst- vasanum á skyrtunni væri nammi. Þetta vissum við öll barnabörnin og gengum að þessu vísu. Svona eftir á að hyggja var þetta nú ekkert girnilegasta nammi í heimi – búið að vera vaf- ið inn í kaffifilter kannski viku í vasanum – en samt var það alveg hrikalega spennandi og gott. Uppvaxtarár mín með þér voru svo góð. Þegar ég var ungur og þú komst norður í Miklagarð fór- um við oft á Lödunni yfir í Hátún að kíkja á Gulla og Línu, fórum í fjárhúsin og enduðum iðulega á að fara niður á eylendi þar sem ég keyrði og þú skoðaðir stóðið. Síðan fluttist ég til Reykjavíkur og þar brölluðum við mikið sam- an. Ég hljóp iðulega til þín og við fórum saman upp í Hátún í hest- húsin, skelltum okkur svo í sund í Laugardalslaugina og alltaf ís á eftir. Í vor tók ég þá ákvörðun að eyða sem mestum tíma með þér og það gleður mig núna. Ég kom til þín á Grund, þar sátum við og ræddum sveitina og gamla tíma saman, fórum á rúnt- inn og kíktum í kaffi til frænd- fólks eða upp í kirkjugarð og margar ferðir fórum við norður í Skagafjörð þar sem þinn hugur dvaldi iðulega. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þín, yndislega sveitin mín, heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga. Blessuð sértu, sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. (Sigurður Jónsson) Mér detta í hug margar skondnar sögur af þér sem ég hef upplifað. Ein var þegar ég sat með þér í nýja Subaru-bíln- um sem þú varst nýbúinn að kaupa. Það kom alltaf hljóðmerki eftir smátíma ef þú hafðir gleymt að spenna beltið á þig og það var einmitt á miðri Miklubrautinni, um klukkan fimm í mestu um- ferðinni, að hann byrjar og þú snöggstoppar og segir: „Byrjar hann að flauta, blessaður.“ Ég lak ofan í sætið þar sem allir keyrðu flautandi framhjá. Það eru svona sögur sem fá mig til að brosa í gegnum tárin, kæri afi. Það verður skrítið að hafa þig ekki við hliðina á mér í kirkjunni, syngjandi alla sálmana fullum hálsi. Það er heiður að hafa fengið að alast upp í kringum annan eins höfðingja og gæðablóð og þig, minning þín verður alltaf í hávegum höfð í mínu brjósti. Hvíldu í friði. Þinn afastrákur, Birgir Þór Guðmundsson, Stóru-Seylu. Óli afi, mikið er skrítið að skrifa minningargrein um þig. Það er erfitt að trúa að þú sért farinn enda alltaf verið stór part- ur af mínu lífi. Það er löng rit- gerð sem ég gæti skrifað þér til minningar. Ef ég á að draga eitt fram sem á að lýsa þér þá er það að þú varst fyrst og fremst góður maður, góður og umhyggjusam- ur við alla sem ég þekki. Þér þótti vænt um fólkið þitt og náungann, sveitina þína og dýr- in. Þér fannst flest fallegt og átt- ir óvenjuauðvelt með að sjá það jákvæða og góða í öllu. Þú varst áhugasamur um fólk og málefni, greiðvikinn og máttir ekkert aumt sjá. Það er fyrst og fremst þín mannlega hlið sem við hin höfum reynt að tileinka okkur og læra af. Við brölluðum mikið saman, sérstaklega þegar ég var barn og unglingur. Ég skottaðist á eftir þér heilu sumrin í Hátúni í Reykjavík í kringum búskapinn og síðar hjá frændfólki þínu í Skagafirði fyrir þína tilstuðlan. Blessunarlega er maður aðeins hálfur malbiksdrengur fyrir vik- ið. Á námsárunum var Hörgshlíð mitt annað heimili, þar sem ég lærði við stofugluggann og naut návistar þinnar. Þú ert einn af þeim sem hafa mótað mig hvað mest í lífinu og fyrir það er ég þakklátur. Þinn mesti gleðigjafi var fólk- ið þitt. Þú varst stoltur af börn- unum þínum og þeirra börnum og fylgdist alla tíð náið með hverjum og einum. Við erum far- sæl fjölskylda og þú átt stóran þátt í því beint og óbeint. For- eldrar þínir og systkini voru þér ávallt ofarlega í huga ásamt þeirra niðjum. Þú varst stór- frændi margra og áttir gott sam- band við fólkið þitt í Skagafirði. Þú varst mikill Íslendingur og Skagfirðingur. Fátt fannst þér stórkostlegra en Skagafjörður- inn að sumri og þá sérstaklega Hátún í Skagafirði sem var þér svo kært alla tíð. Þú sagðir við mig nú síðast um daginn að þér fyndist þú fyrst vera kominn heim þegar þú kæmir í Skaga- fjörðinn. Það er vel við hæfi að þar munu bein þín hvíla. Ferðalaginu kveiðstu ekki og ég trúi að þú sért sáttur hinum megin. Þar eru fagnaðarfundir. Blessi þig afi minn og þakka þér fyrir samferðina. Halldór Ólafur Halldórsson. Trúin var ljósgjafi og leiðarsteinn þinn, lífsvonin opnar þér guðshimin sinn. Vertu því sæll, er á vinar þíns fund víkurðu á ný, eftir skilnað um stund. (M.R.) Þegar geislar októbersólar- innar tóku að lækka á lofti og krónur blómanna að sölna kvaddi Ólafur Jónasson, föður- bróðir minn, þetta jarðneska líf og fór yfir í Sumarlandið. Fyrstu minningar mínar um Óla frænda eru þegar ég var barn á Skörðu- gili. Við pabbi í fjósinu að morgni til og hann birtist sem storm- sveipur, en þann vetur held ég að hann hafi verið ráðsmaður hjá mömmu sinni í Hátúni. Eitthvað líkaði honum okki það sem pabbi hafði sagt eða gert, en ekki var það erft. Síðan liðu nokkur ár og þú komst víða við. Amma Steinunn flutti til Reykjavíkur í kjallarann á Amtmannsstíg 5 til Ástu og Jónasar. Árið 1954 fór ég til Reykjavíkur í skóla og var hjá ömmu, en þá var Óli kominn til Reykjavíkur og farinn að vinna þar, þá enn ógiftur og borðaði hjá ömmu. Hann var mér alltaf mjög góður, eins og reyndar öll systkini pabba í Reykjavík. Það var oft mikið fjör í kjall- aranum á þessum árum. Alls konar minningar rifjast upp nú við fráfall Óla. Skautaferðir í tunglsljósi á Tjörninni í Reykja- vík, hann að stríða mér og ég að borga fyrir mig, amma að skamma okkur o.s.frv., og seinna við Óli norður í Skagafirði að reka hrossastóð til sumardvalar í vesturfjöllin með pabba, Gulla og fleirum eina ógleymanlega júní- nótt. Um klukkan fjögur eða fimm að morgni vorum við stödd á Staðaröxlinni á heimleið og horfðum á sólina dansa á haffletinum og rísa síðan úr sæ og ekki skemmdu eyjarnar á firðinum, Drangey, Málmey og Þórðarhöfði. Þvílík fegurð. Síðan eru liðin nær 60 ár, en þau eru nú sem örskotsstund. Þó að mesti hluti ævistarfs hans hafi verið sunnanlands leitaði hann á seinni árum mikið til æskustöðv- anna, enda fæddur í einu feg- ursta héraði landsins, Skagafirði, og þar valdi hann sér næturstað. Á samkomu á hinum forna þingstað Litla-Garði í Hegranesi kom fyrir margt löngu ungur og hvatlegur maður í ræðustól og hóf upp raust sína á þessum orð- um: „Félagar góðir, menn og meyjar, hann er fallegur í dag, Skagafjörðurinn okkar.“ Þessi orð hefði Óli vel getað sagt. Börnum hans og allri stórfjöl- skyldunni votta ég samúð mína. Hafðu mínar þakkir fyrir allt og allt. Góða ferð Óli minn. U. Eygló Sigurjónsdóttir. Mikill manna- og dýravinur, Ólafur Jónasson, er fallinn frá. Óli bóndi eins og við vinkonurnar kölluðum hann okkar á milli í daglegu tali var bóndasonur að norðan, fæddur og uppalinn í Hátúni í Skagafirði. Við kynntumst þessum góða og blíða manni snemma á lífsleið- inni eða þegar dætur hans fjórar og við stelpurnar urðum vinkon- ur um 1970. Ólafur og Sæunn bjuggu á þessum árum í Stóra- gerði í Reykjavík og við stelp- urnar ekki fjarri. Samgangur okkar við þessa yndislegu fjöl- skyldu í Stóragerðinu var dag- legur og alltaf var glatt á hjalla. Alltaf tók Óli glaðlega á móti okkur og bauð okkur velkomnar þegar heimilið þeirra Sæunnar fylltist af stelpulátum. Eftir því sem við eldumst gerum við okk- ur betur grein fyrir því hvað hann var nærgætinn við okkur. Auður: „Man enn þann dag í dag hvað mér fannst kjúkling- urinn hennar Sæunnar góður. Á þessum árum var sjaldgæft að fá kjúkling í matinn heima fyrir. Auðsótt var fyrir Óla að hafa kjúkling í matinn svona hvunn- dags enda með kjúklingabú við bæjardyr Reykjavíkur upp við Rauðavatn.“ Gunna: „Einstakt var hvernig hann kynnti okkur borgarstelp- unum fyrir víddum og dýpt sveitamenningar. Ósjaldan leyfði hann okkur öllum (Hönnu, Stein- unni, Kötu, Möttu, Möggu, Ástu, Gunnu og Auði) að þvælast með sér á Landrovernum fram og til baka austur fyrir fjall, hann þá að vinna við búskapinn í Jórvík og aldrei skammaði hann okkur fyrir prakkarastrikin, alltaf sama æðruleysið hjá elsku Óla.“ Matta: „Einu sinni sem oftar fórum við austur fyrir fjall með Óla bónda og á Hellisheiðinni var blindaþoka þannig að ekki sást á milli stika. Við stelpurnar sátum aftur í Landrovernum og skyndi- lega stoppaði Óli og sagði: stelp- ur, það hefur bíll farið út af, sitj- ið kyrrar. Hann vippaði sér út og bauð fram hjálp sína. Svo sagði hann við bílstjórann: við þurfum fleiri hendur, maðurinn varð hálfhissa þegar hann opnaði aft- urhurðina á Landrovernum og út stukku 8 stelpur. Bílstjórinn fór að hlæja og við hjálpuðum að ýta bílnum aftur upp á veginn, þá varð Óla að orði: það vantar sko ekki maltið í ykkur, stelpur.“ Ásta: „Ólafur var mannasætt- ir og sá alltaf jákvæðar hliðar í fari fólks.“ Magga: „Ógleymanlegar eru allar ferðirnar sem við vinkon- unar fórum með honum bæði upp í Jórvík og sumarhúsið þeirra á Nesjavöllum, þetta voru dýrmætir og góðir tímar sem ylja okkur og kæta þegar við rifj- um þá upp.“ Í Miklagarði, húsinu sem hann byggði í sveitinni sinni í Skaga- firði, höfum við heimsótt fjöl- skylduna og átt með henni góðar stundir. Góður maður er genginn sem hafði mótandi áhrif á okkur allar í æsku. Blessuð sé minning hans. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur, Matthildur Ágústsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Ástríð- ur Sveinsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og Auður Rafnsdóttir. Fallinn er frá fjölskylduvinur, Ólafur Jónasson frá Hátúni í Skagafirði. Það voru forréttindi að kynnast manni eins og Óla, eins og hann var oftast kallaður. Umhverfi hans mótaðist af léttleika og glaðværð þótt verk- efnin væru stundum erfið í amstri dagsins. Vandamál voru ekki efst í huga Óla, alla vega fór það þá ekki hátt, aðeins sagt „hvíindis klemma er þetta“ eða „óhnétis klemma er þetta“ þegar hlutirnir gengu ekki upp sem skyldi, viðbrögð sem fleiri mættu taka sér til eftirbreytni. Óli var mikill áhugamaður um búskap og búrekstur sem hann stundaði með Sigurði bróður sín- um eftir að hafa hætt sendibíla- akstri hér í borginni. Búið, sem var við borgarmörkin, nefndu þeir bræður Hátún eins og æskuheimilið fyrir norðan, enda hugurinn ávallt á þeim slóðum sem og við fjárbú bróður þeirra Jónasar á Nesjum. Þeir voru ávallt hressir bræðurnir Óli og Jónas þegar þeir komu í sveitina við Þingvallavatn til hinna ýmsu verka tengdra búskapnum á Nesjum og víðar á svæðinu eða til smölunar á fótfráum geitum sem Óli átti um tíma. Stundum þurfti að gera út marga leið- angra til að ná geitunum í hús fyrir veturkomu og það leiddist Óla ekki, naut þess að vera á svæðinu í þessu brasi með okkur heimamönnum. Oft var glatt á hjalla á skag- firska vísu eftir amstur dagsins eystra og þá gjarnan tekið lagið eða í spil og spjallað um verk dagsins og það sem framundan væri að morgni, skipulagið ávallt gott og hnitmiðað. Á fallegum vordögum við tærbláma vatnsins með undirleik fyrstu vorfuglanna tóku þeir bræður gjarnan lagið á hlaðinu á Nesjum ásamt góðum söngmönnum og vinum úr Þing- vallasveit, t.d. ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Þetta voru skemmtilegar sam- verustundir í sveitinni fögru með glaðværum mönnum úr Skaga- firði, Grafningi og Þingvallasveit. Einnig voru oft með þeim bræðrum í för aldurshöfðingj- arnir Vigfús og Guðjón úr Skagafirði og ekki minnkaði rök- ræðan um pólitík og búskapinn þegar Sigurður bóndi á Villinga- vatni var einnig með í hópnum. Glettinn og hress vinahópur sem Óli naut sín í. Óla og hinna fræknu sam- ferðakappa minnist ég og fjöl- skyldan mín með virðingu og þökk fyrir góðar og eftirminni- legar samverustundir sem tæki margar síður að skrifa tæmandi ávarp um. Þær síður bíða betri tíma. Guð verndi minningu Ólafs Jónassonar og skemmtilegra samferðamanna. Innilegar sam- úðarkveðjur sendum við fjöl- skyldu hans og vinum. Fyrir hönd fjölskyldunnar frá Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson. Ólafur Jónasson ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR frá Brekkum í Mýrdal, sem lést mánudaginn 6. október, verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal laugardaginn 18. október kl. 14.00. Auðbert Vigfússon, Anna Pálsdóttir, Hróbjartur Vigfússon, Sigríður Einarsdóttir, Steinþór Vigfússon, Margrét Harðardóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR STRANDBERG frá Hellum, Landsveit, áður til heimilis að Melgerði 32, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 10. október. Útför Guðrúnar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 24. október og hefst kl. 13.00. Auður F. Strandberg, Magnús F. Strandberg, Ingibjörg Bragadóttir, Birgir F. Strandberg, Sveinbjörn F. Strandberg, Kristín Jónsdóttir, Agnar F. Strandberg, Brynja Stefnisdóttir, börn og barnabörn. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN INGVARSDÓTTIR, Hagamel 22, Reykjavík, lést mánudaginn 29. september síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ingvar Þór Bjarnason, Guðlaugur Hanneson, Krista Hannesdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur bróðir okkar, frændi og vinur, ÁSGEIR JÓELSSON, Sunnubraut 14, Reykjanesbæ, andaðist á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum mánudaginn 13. október. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 23. október kl. 13.00. Hjartanlegar þakkir til starfsfólks Garðvangs og Nesvalla fyrir frábæra umönnun. Inga Jóelsdóttir, Jóel Bachmann Jóelsson og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.