Morgunblaðið - 17.10.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.10.2014, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2014 ✝ Jónína Sigríð-ur Sigfúsdótt- ir var fædd í Vallaneshjáleigu í Vallahreppi 24. maí 1930. Hún lést föstudaginn 10. október 2014. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Guðmundsdóttir og Sigfús Jóhann- esson, en þau bjuggu lengst af í Vallaneshjá- leigu í Vallahreppi og þar ólst Sigga eins og hún var alltaf kölluð upp. Sigga var yngst sjö systkina en auk hennar komust aðeins þrjú til fullorð- insára. Elstur var Benedikt, f. 1920, d. 1997, bóndi í Bein- árgerði, þá Guðmundur, f. 1921, d. 1978, bjó í Vík í Mýr- dal, og Sigrún, f. 1922, d. Úr Vallaneshjáleigu fór Sigga á Eiða þar sem hún vann lengi í eldhúsinu í Al- þýðuskólanum og á Hótel Eddu á sumrin. Einnig vann hún við ýmis störf eins og skúringar, í sláturhúsi og í skóverksmiðju svo eitthvað sé nefnt. Árið 1981 flutti hún í húsið sitt á Brávöllum 2 þar sem hún bjó þar til í síðasta mánuði. Eftir að hún flutti á Egilsstaði vann hún einn vetur í mötuneyti ME og eftir það á næturvöktum á Vonarlandi þar til hún fór á eftirlaun árið 2000. Sigga hafði gaman af því að lesa bækur og var alltaf með bók við höndina. Hún spilaði mikið á spil og hafði gaman af því að ferðast í góðra vina hópi. Hún hafði mjög sterka réttlætiskennd og tók málstað minnimáttar. Hún var líka mjög frændrækin og fylgdist vel með sínu fólki, nær sem fjær. Útför Siggu fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 17. október 2014, kl. 14. 1986, húsfreyja á Jaðri, Vallahreppi. Sigga stundaði nám í farskóla og fór einn vetur í Hússtjórnarskól- ann á Hallorms- stað. Hún giftist Ingólfi Njálssyni árið 1956 og bjuggu þau í Vallaneshjáleigu. Þau slitu samvistir árið 1963. Eignuðust þau sam- an einn son, Sigfús Þór Ing- ólfsson, f. 1956. Hann er kvæntur Gyðu Árnýju Helga- dóttur og eiga þau dæturnar Sigríði Klöru og Auði Helgu. Fyrir átti Gyða soninn Brynjar Atla sem leit á Siggu sem ömmu sína. Sigga átti 4 barnabarnabörn sem hún hélt mikið uppá. Elsku mamma Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. Sá einn er skáld, sem skilur fuglamál, og skærast hljómar það í barnsins sál. Hann saurgar aldrei söngsins helgu vé. Hann syngur líf í smiðjumó og tré. Sá einn er skáld, sem skilur það og fann, að skaparinn á leikföng eins og hann og safnar þeim í gamalt gullaskrín og gleður með þeim litlu börnin sín. Sá einn er skáld, sem elskar jörð og sól, þótt eigi hvorki björg né húsaskjól. Hann veit, að lífið sjálft er guðagjöf, og gæti búið einn við nyrstu höf. Sá einn er skáld, sem þögull getur þráð og þakkað guði augnabliksins náð. (Davíð Stefánsson) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn Sigfús. Elsku Sigga amma okkar, þá er komið að kveðjustund. Það er erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur hjá okkur. Þú hélst því statt og stöðugt fram að þú værir ekkert gömul. Það var alveg sama hvað við systkinin stækk- uðum og urðum eldri, aldrei varðst þú gömul og það var með brosglampa í augum sem þú skammaðir okkur fyrir að kalla þig „ömmu gömlu“. Þú varst alltaf svo dugleg að bralla eitthvað með okkur krökk- unum. Í Bjarnardalnum fékkst þú þér sæti á gula aflanga stein- inum og tókst tímann á úrið þitt á meðan við hlupum hringinn á göngustígnum. Oft gistum við hjá þér um áramót og þá drifum við okkur út í gönguferð á nýárs- dagsmorgun til að leita að flugeldaprikum því það þótti okk- ur vera mikill fjársjóður. Þér þótti alveg sjálfsagt mál að fara með okkur í þessar fjársjóðsleit- ir. Þegar við gistum hjá þér feng- um við sko fullan skammt af ömmudekri og fengum algjörlega að ráða matseðlinum. Fiskibollur úr dós og keypt hrásalat var allt- af efst á óskalistanum og síðan komu pylsur. Í eftirmat voru svo skrúfur með paprikubragði. Á þessu klikkaðir þú aldrei. Við gripum mjög oft í spil með þér enda kenndir þú okkur mörg spil. Fyrst spiluðum við þjóf og þegar við urðum eldri fórum við að spila rommý og borðvist. Þú varst mjög lunkin að spila og við þurftum að hafa okkur öll við til að ná að sigra þig. Það hafðist stundum. Stundum voru þessar skemmtilegu spilastundir okkar truflaðar þegar dekurkötturinn þinn hann Perlusnúður varð af- brýðisamur og kom og hlammaði sér ofan á spilin á borðinu. Þá var ekkert annað í boði en að taka smáhlé frá spilunum og klappa greyinu. Þú hugsaðir svo vel um Perlusnúð og þegar hann kom heim með vini sína var þeim ekki vísað á dyr. Þú passaðir vel upp á ýmis verk eftir okkur krakkana og lumaðir á fyrstu teikningunum og ýmsum myndum eftir okkur sem þú varst dugleg að draga fram og sýna okkur. Þú hélst upp á flest ef ekki öll jólakortin sem við föndruðum handa þér í gegn- um tíðina. Þú varst alltaf mjög gjafmild og það var ekkert til sparað í jólagjafakaupum handa okkur. Frá þér fengum við marg- ar gersemar, bæði sem við tengj- um barnæskunni og sem nýtast okkur enn þann dag í dag. Þú fékkst líka mikið af jólagjöfum sjálf og þótti okkur krökkunum það ekki mjög sniðugt þegar þú fékkst fleiri jólagjafir en við. Oft komu bækur upp úr þessum pökkum því þú hafðir svo gaman af því að lesa, og þú hafðir sér- staka tækni við bókalesturinn. Þú byrjaðir oft á endinum og last svo restina af bókinni, tækni sem nafna þín erfði að einhverju leyti. Þú hélst svo mikið upp á börn- in okkar, barnabarnabörnin þín, prjónaðir heil ósköp á þau og spurðir um þau á hverjum ein- asta degi. Þú hafðir myndirnar af þeim alltaf nærri þér. Elsku amma, hjá þér var alltaf hægt að fá gott og þétt faðmlag og það er ákaflega skrítið að hugsa til þess að nú verða þau ekki fleiri. Við þökkum þér kær- lega fyrir allar ljúfu samveru- stundirnar okkar, fyrir allar sam- ræðurnar og öll spilin sem við gripum í. Þú munt alltaf eiga þinn stað í hjörtum okkar. Ömmukrakkarnir þínir, Brynjar Atli, Sigríður Klara og Auður Helga. Elsku frænka, þú varst mér svo kær og góð. Ég minnist þess með bros á vör þegar við spiluð- um saman. Þú hafðir endalausa þolinmæði og varst í raun sú eina sem nennti að spila við mig. Það verður skrítið að koma í Beinár- gerði og heyra ykkur ömmu ekki lengur spjalla í símann. Það leið ekki sá dagur að þið amma töl- uðuð ekki saman í það minnsta einu sinni á dag. Ég átti það til að laumast í símann þegar ég heyrði hringt og til þess að hrekkja þig, ég var svo viss um að þetta værir þú. Þó að ég væri með þessa hrekki þá reiddistu mér aldrei heldur hafðir bara gaman af. Þegar ég var í Beinárgerði og þú komst í heimsókn leit ég alltaf inn til þín áður en ég fór að sofa og spjallaði við þig um daginn og veginn. Já, við áttum margar góðar stundir saman og ég mun varðveita þær minningar að ei- lífu. Sigga, þú varst einstök og ég er svo heppin að hafa getað kallað þig Siggu frænku. Þín frænka, Lea Birna. Í dag verður Jónína Sigríður Sigfúsdóttir frá Vallaneshjáleigu borin til grafar frá Egilsstaða- kirkju. Sigríður frænka var afa- systir mín og mikill vinur okkar allra. Hún hafði lengi átt við al- varleg veikindi að stríða, illvígan sjúkdóm sem smátt og smátt vann á þreki og lífskrafti hennar. Hún vildi aldrei mikið ræða um þennan óvin sinn og alls ekki neitt undir það síðasta. Hún vildi miklu frekar ræða um líðan ann- arra. Í sumar gat engum dulist að endalokin voru ekki langt undan. Kallið kom svo fyrir viku. Sigríð- ur Sigfúsdóttir hafði til að bera mikinn og margslunginn pesónu- leika. Hún var skarpgreind, glað- sinna og félagslynd. Sigríður var bókhneigð og hefði viljað ganga til mennta en efni og aðstæður þess tíma komu í veg fyrir að svo mætti verða. Þrátt fyrir það var Sigga frænka einhver menntað- asta manneskja sem ég hef kynnst. Próf segja ekki allt. Sig- ríður Sigfúsdóttir var skapmikil og skoðanaföst eins og hún átti kyn til. Ef henni mislíkaði fór það ekki fram hjá neinum; augun urðu hvöss sem tinna og svipur- inn stór. Hún kunni líka að beita fyrir sig orði svo sveið undan. Sigríður lá heldur ekki á skoð- unum sínum ef svo bar undir og fór þar ekki í manngreinarálit. Í hennar huga voru allir menn jafnir. Sigríður var ættrækin manneskja og fjölskyldan var henni afar mikilvæg. Ég var bara barn að aldri þegar ég skynjaði miklu frekar en skildi alltumlykj- andi ást hennar og umhyggju. Ég man ég gat varla beðið eftir því að hún kæmi til okkar í Beinár- gerði. Hún var svo skemmtileg og allt varð svo öruggt og gott þegar hún birtist. Reyndar var það nú svo að Sigríður og Sigfús sonur hennar voru og eru og verða alltaf hluti af Beinárgerðis- fjölskyldunni. En þó frænka bæri alltaf með sér birtu og gleði þá átti hún sínar sorgir sem hún tókst á við með einstökum þroska og skynsemi. Hún bognaði en brotnaði aldrei. Hennar innviðir voru ekki úr neinu pjátri. Sigríð- ur og systkini hennar höfðu öll í fari sínu eiginleika sem gerði þau stór í þrasi og þrautum hvers- dagsins. Þetta var veganesti for- eldra þeirra. Umburðarlyndi og kærleikur megnaði að snúa ósigri í sigur. Sigríður Sigfúsdóttir var ótvíræður sigurvegari, verðlaun- in eru virðing og þakklæti allra þeirra sem kynntust henni. Sigríður og Sigfús sonur henn- ar byggðu sér hús á Brávöllum 2 á Egilsstöðum. Þar með hafði langþráður draumur um eigið heimili ræst. Sigfús bjó þar þó ekki lengi því ástin knúði dyra, úti stóð Gyða Helgadóttir. Brá- vellirnir urðu því að mestu hús Siggu frænku og þar leið henni vel. Hún þurfti hvorki pluss né prjál til að laða að sér fólk og því var afar gestkvæmt í litla húsinu. Með tilkomu „Gyðu minnar“ stækkaði hennar litla fjölskylda; fyrst börnin og svo barnabörnin. Fúsi, Gyða og börnin voru björt- ustu ljósin í lífi frænku, allt hafði að lokum farið á besta veg. Elsku Fúsi, Gyða, börnin ykk- ar og þeirra fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll og veiti ykkur styrk í sorginni. Stefanía Ósk og fjölskylda og systkinin frá Beinárgerði og fjölskyldur þeirra. Elsku Sigga frænka. Nú ertu farin á vit nýrra ævintýra, en hvert sem þú ferð vitum við að þú munt bera áfram með þér gleði þína, góðu nærveru og styrk. Við vorum svo lánsamar að fá að kynnast þér vel, þú varst afasyst- ir okkar en varst okkur jafnkær sem amma. Það var gaman að tala við þig sem barn því að þú talaðir jafnt við alla, unga sem aldna og af sömu virðingunni. Þú hlustaðir á það sem við höfðum að segja, naust þess að spjalla og hlóst mikið að því sem við sögð- um og svo snérir þú þér að ein- hverjum fullorðnum og hrósaðir okkur með því að segja að „krakkar í dag hafa svo margt skemmtilegt að segja“. Þú varst listakona í samskiptum og við vorum svo heppnar að fá að njóta þess. Samverustundirnar voru margar og oft margir saman komnir í Beinárgerði, þar var slegið á létta strengi, hlegið, rök- rætt um allt á milli himins og jarðar. Það var líka alltaf tími til að taka í spil, þá spiluðum við rommí og kasínu, borðuðum vöfflur við kertaljós á meðan það rökkvaði fyrir utan. Þessar stundir varð- veitum við sem gull í minningum okkar. Og þú sagðir okkur sögur, nér- ir saman höndunum, hlóst þegar við horfðum undrandi á þig á meðan þú sagðir okkur frá löngu horfnum tíma og fólki, sögur sem þú sjálf hafðir heyrt frá annarri kynslóð sem lifði á undan þér og svo þínar eigin sögur frá uppeld- isárum ykkar afa í heiðarbýlum og hjáleigum. Eitt var víst, þú lást ekki á skoðunum þínum og varst ekki feimin við að segja hlutina eins og þeir voru og komu þér fyrir sjónir. En þó að þú segðir okkur gamlar sögur varstu samt ekki föst í gömlum tíma, aldeilis ekki, þú varst mikil nútímakona og sjálfstæð. Þú varst okkur mikil fyrirmynd og stóðst styrkum fótum í mótvindi lífsins, áttir góðan hóp vina og ættingja, hafðir alltaf nægan tíma og mikið að gefa. Heimilið þitt stóð okkur ávallt opið, það var svo notalegt að koma í heimsókn og fá sér kaffi og spjalla. Við höfðum alltaf jafn gaman af því að koma til þín, þeg- ar við vorum börn og núna eftir að við urðum fullorðnar og kom- um til þín með litlu börnin okkar. Það var hægt að ræða alla hluti og gat þá umræðan oft verið fjöl- breytt og skopleg, eins og þegar við ræddum barnanöfn, og þú sagðir okkur að þú hefði verið bú- in að ákveða það löngu áður en Fúsi fæddist að barnið þitt skyldi heita eftir föður þínum. „En Sigga, hvað ef Fúsi hefði verið stelpa?“„Hún hefði að sjálfsögðu verið skírð Sigfúsína,“ svaraðir þú þá og hlóst. Við eigum um þig margar góð- ar minningar, öll þín góðvild og góðar stundir þegar pabbi okkar, sem var bróðursonur þinn, bjó hjá þér og við hlupum um heim- ilið þitt eins og það væri okkar eigið heimili, fórum í göngutúra með þér og sátum hjá þér á með- an þú prjónaðir sokka og ræddir við okkur. Okkar langar að segja takk, Sigga frænka, fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, við skulum varðveita það og koma því áfram til komandi kynslóða. Þín verður sárt saknað, hvíl í friði, kæra frænka. Fúsa, Gyðu, Siggu Klöru, Auði Helgu og fjölskyldum viljum við senda innilegar samúðarkveðjur. Þínar frænkur, Ingibjörg Helga, Benedikta og Jóna Sigurbjörg. Margs er að minnast er ég kveð Sigríði Sigfúsdóttur frá Vallaneshjáleigu á Héraði. Ég var níu ára er ég fór í sveit til hennar og dvaldi því hjá henn- ar heiðursforeldrum Guðbjörgu og Sigfúsi sem ég reyndar fór að kalla ömmu og afa. Sigríður var gift Ingólfi Njálssyni og áttu þau soninn Sigfús. Fúsi eins og hann var kallaður varð eins og litli bróðir minn, rauðhærður fallegur strákur. Ég átti að passa hann og vinna létt störf, t.d. sækja kýrnar o.fl. Sigga var harðdugleg og alltaf var hún með gott skap og hlát- urmild þótt lífið væri henni oft erfitt. Eftir baðið á laugardagskvöld- um, fengum við Fúsi að hlusta á lögin í útvarpinu og stundum tók Sigga dansspor með okkur á eld- húsgólfinu. Sigga átti bróður er Benedikt hét og bjó í Beinár- gerði, hann og afi Sigfús voru miklir hestamenn og áttu þeir bræður fallega gæðinga. Bene- dikt og Helga kona hans áttu myndarlegan barnahóp og komu þau elstu stundum ríðandi yfir í Vallarneshjáleigu og þá var glatt á hjalla og fékk ég alltaf að vera með. Þegar ég kom í sveitina fannst mér að það væri alltaf sunnu- dagsmatur, sagði ég foreldrum mínum það, enda kom ég rjóð og sælleg úr sveitinni á haustin. Það var hugsað vel um mig og það var góður skóli að vera í sveit hjá góðu fólki, ég var þar í þrjú sum- ur. Árin líða og hver gengur sína leið en árin mín í Vallaneshjá- leigu eru alltaf geymd í mínu hjarta. Við Sigga héldum alltaf sambandi enda móðir mín Guð- rún og Sigga alltaf vinkonur og hittust oft. Síðasta ferð mín með elsku Siggu var á afmælisdaginn minn er ég var fyrir austan með dótt- ursyni mínum sjö ára er við mamma og hann fórum og sótt- um Siggu og keyrðum inn á Skriðuklaustur í kaffi. Það var ógleymanlegur dagur. Nú er elsku Sigga mín farin í lengra ferðalag. Ég mun sakna hennar er ég kem til Austur- lands. Elsku Fúsi og fjölskylda, Birna í Beinárgerði og systkini. Ég og móðir mín Guðrún vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Í sjóði minninganna geymast góð- ar stundir. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Guðný Steinunn Guðjónsdóttir. Elsku Sigga, það er sárt að sitja hér og skrifa til þín hinstu kveðju. Tárin fljóta en á sama tíma er hjartað fullt af þakklæti fyrir að hafa átt þig að sem vin- konu öll þessi ár. Við Sigga unn- um saman á Eiðum á okkar yngri árum og ég var ekki búin að þekkja hana lengi þegar ég fann hvað hún var hjartahlý og ynd- isleg manneskja og við tengd- umst strax sterkum vináttubönd- um. Sigga var meira en vinkona, hún var góð fyrirmynd, haldin sterkri réttlætiskennd og hef ég sjaldan hitt manneskju sem var jafn fordómalaus og þess vegna fannst mér að hún hefði aðra sýn á lífið og tilveruna en við hin og margir hefðu mátt margt af henni læra. Sigga var kona með hjarta úr gulli, það var hennar fyrsta hugsun að gera öðrum gott og hlúa að og létta öðrum lífs- gönguna. Ég hef oft hugsað að ef allir væru eins og hún hvað heim- urinn væri betri og kærleiksrík- ari. Alltaf áttum ég og synir mínir athvarf hjá henni þegar við kom- um austur, heimili hennar stóð opið fyrir okkur og við vorum umvafin ást og hlýju. Sigga var okkur einstaklega kær, og þökk- um við henni af öllu hjarta fyrir það sem skiptir okkur öll svo miklu máli í lífinu, ómælda um- hyggju og yndislega vináttu. Þegar minn tími kemur, mín kæra, hittumst við í Blómabrekk- unni og tínum saman vönd af blá- klukkum eins og við gerðum á ár- um áður, sem er einkennisblóm okkar Austfirðinga, því allar eig- um við það sameiginlegt að eiga rætur í austfirskri mold, eða eins og hann Pálmi okkar syngur svo fallega: „Þegar lýkur jarðlífsgöngunni aftur hittumst við í Blómabrekk- unni.“ Elsku Sigga, mikið verður lífið tómlegt án þín, en samveru- stundir okkar í gegnum árin verða dýrmætar perlur á bandi minninganna sem ég mun geyma í huga mínum og hjarta. Nú þeg- ar þú hverfur inn í sólarlagið ei- lífa, elskuleg, bið ég almættið að vefja þig örmum sínum um leið og ég þakka af öllu hjarta ára- langa tryggð og vináttu. Megi hið eilífa ljós lýsa þér veginn til Sum- arlandsins. Minninguna um þig ég á í hjarta mér ég alltaf hana geymi hún aldrei frá mér fer ég veit þú vinan kæra í góðum höndum ert og frelsarinn þér fylgir fótmál hvert. (Gylfi Ægisson) Elsku Fúsa og fjölskyldu og öllum sem syrgja Siggu votta ég mína dýpstu samúð og ég kveð elsku Siggu mína sem ég mun aldrei, aldrei gleyma. Margrét Geirs. Jónína Sigríður Sigfúsdóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát okkar ástkæru systur, mágkonu og frænku, DÓRU ÁSTVALDSDÓTTUR (Stellu), sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 1. október. Sérstakar þakkir viljum við færa öllum þeim sem veittu Stellu stuðning í veikindum hennar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sólveig Ástvaldsdóttir, Jóhannes Ástvaldsson, Ásta G. Thorarensen, Ásta Ástvaldsóttir, Gunnar M. Guðmannsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.