Morgunblaðið - 28.10.2014, Síða 1

Morgunblaðið - 28.10.2014, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. O K T Ó B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  252. tölublað  102. árgangur  EIN AF BESTU MYNDLISTAR- SÝNINGUM ÁRSINS EINKALEIGA Á NÝJUM BÍLUM FÓR Í PÍLAGRÍMS- GÖNGU OG KOM BREYTT TIL BAKA BÍLAR GEKK EIN 900 KÍLÓMETRA 10STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR 41 Viðar Guðjónsson Kristján Johannessen Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans og læknavaktinni í Kópavogi þar sem neyðarþjónustu var sinnt vegna verkfallsaðgerða lækna. Lágmarksstarfsemi var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgar- svæðinu og víða á landsbyggðinni, sem og á kvenna- og barnadeild og á rannsóknarsviði Landspítala (LSH). Löng bið var eftir þjónustu og álag á þeim læknum sem sinntu starfseminni mikið. „Það er talsvert álag og við erum í svolitlum vand- ræðum. Það liggja margir á gangi og við höfum illa undan með flæðið,“ segir Svanur Sigurbjörns- son, læknir á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi, sem stýrði vakt í gær. Kjarafundur var haldinn síðdegis í gær en lítið þokaðist í átt til sátta. „Þetta var klukkutíma fundur og á honum voru viss tæknileg atriði samningsins rædd en við komumst þó ekkert lengra með neinar launa- kröfur svo þetta var árangurs- laust,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Lækna- félags Íslands. Fyrsta lið verkfallsaðgerða lýkur á miðnætti og þá munu læknar á heilsugæslum og deildum LSH taka til starfa að nýju. Á morgun hefja læknar á lyflækningasviði spítalans og á Sjúkrahúsinu á Akureyri verk- fallsaðgerðir. Álag og bið eftir þjónustu  „Í svolitlum vandræðum,“ sagði læknir á bráðamóttöku Landspítalans Morgunblaðið/Árni Sæberg Læknavaktin í Kópavogi Mikill erill var á læknavaktinni í Kópavogi og náði röð þeirra sem þurftu á læknisþjónustu að halda langt út fyrir biðstofuna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjarafundur Læknar funduðu árangurslaust hjá ríkissáttasemjara í gær. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórn- arformaður Fjármálaeftirlitsins (FME), hagnaðist um liðlega 830 milljónir króna þegar gengið var frá sölu á Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn í lok árs 2013. Félag í hennar eigu fór með 22% eignarhlut í Heddu eignarhalds- félagi. Það félag átti 66% hlut í P/F Magn og 25% hlut í Skeljungi. Samtals nam hagnaður Heddu af sölu á hlutunum 3,8 milljörðum ár- ið 2013. Ekki náðist í Höllu við vinnslu fréttarinnar en hún hefur neitað að hafa átt hlut í Skeljungi eða tengd- um félögum. Halla Sigrún varð stjórnarformaður FME í desem- ber 2013. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eignaðist Halla hlut í Heddu þegar hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem áttu þá P/F Magn og Skeljung á Íslandi, seldu 66% hlut í félaginu. Ásamt Höllu keyptu Einar Örn Ólafsson, þáver- andi forstjóri Skeljungs, og Kári Þór Guðjónsson, ráðgjafi og fyrr- verandi samstarfsfélagi Höllu og Einars í fyrirtækjaráðgjöf Íslands- banka, 22% hlut hvor um sig í fé- laginu. Við kaupin eignuðust þau meirihluta í P/F Magn. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Kári Þór hins vegar ekki geta tjáð sig um hvenær og með hvaða hætti hann hefði eignast hlut í Heddu. Svanhildur og Guðmundur keyptu P/F Magn af þrotabúi Fons vorið 2009 og nam kaupverðið að- eins á þriðja hundrað milljónum, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Var félagið selt, ásamt Skeljungi, fyrir átta milljarða í árslok 2013. » 18 Fékk nærri milljarð á Skeljungssölu  Stjórnarformaður FME með 22% í félagi sem átti hlut í P/F Magn og Skeljungi Viðskipti með olíufélög » Svanhildur og Guðmundur keyptu Skeljung af Glitni og Ís- landsbanka árið 2008 og 2010. Keyptu P/F Magn af þrotabúi Fons vorið 2009. » Seldu 66% hlut í færeysku olíufélagi til Höllu Sigrúnar, Ein- ars Arnar og Kára Þórs 2011. » Þau þrjú högnuðust um sam- tals 2,5 milljarða við sölu félag- anna.  Stykkishólmur vinnur að því að verða burðar- plastpokalaus. Í stað burðarpoka úr plasti er boðið upp á poka úr maís í verslunum. Fleiri verslanir á landinu bjóða upp á plastpoka úr maís. Þeir eru gerðir úr maíssterkju og matarolíu svo úr verður sterkt efni með stuttan líftíma sem hefur það framyfir plastpoka að brotna niður í náttúrunni á nokkrum vikum á með- an það tekur plastpokann nokkur hundruð ár að brotna niður. »4 Burðarpokar úr maís í verslunum  Fyrrverandi sparisjóðsstjóri og stjórnar- formaður Byrs þurfa að greiða Íslandsbanka um milljarð króna í skaðabætur fall- ist Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu sem bankinn hefur gert á hendur þeim. Krafan varðar lán sem Byr veitti Exeter Holdings árið 2008. Tví- menningarnir voru dæmdir fyrir umboðssvik vegna lánsins. »12 Íslandsbanki krefst milljarðs í bætur „Er verkfallið okkar kannski kær- komin búbót fyrir sveitarfélögin í lok fjárhagsárs?“ spyr Sigrún Grendal Jóhannsdóttir, formaður Félags tón- listarskólakennara, FT, en félags- menn hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. Fundur félagsins og samninganefndar sveit- arfélaganna í gær bar engan árangur. Félagið er eitt aðildarfélaga Kenn- arasambands Íslands og fer fram á sömu hækkanir og félagsmenn ann- arra félaga sambandsins hafa fengið á undanförnum mánuðum. Formaður samninganefndar sveitarfélaganna segir ljóst að engar slíkar hækkanir verði nema FT sé reiðubúið til svip- aðrar endurskoðunar og einföldunar á kjarasamningum og vinnuumhverfi og gerðar hafa verið á samningum Félags grunnskólakennara. Í síðustu viku skrifaði Félag ís- lenskra hljómlistarmanna, FÍH, und- ir nýjan kjarasamning við sveitar- félögin og kjósa félagsmenn nú um hann. Þessi tvö félög, FT og FÍH, voru áður í samfloti í samningagerð sinni við Samband íslenskra sveitar- félaga en leiðir hefur skilið. Formað- ur FT segir áherslur félaganna ólíkar og stjórn FT var sökuð um að reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu FÍH um nýja samninginn. » 12 Sveitar- félögin vilja breytingar  Árangurslaus fundur í deilu tónlist- arskólakennara „Ég er ekki að huga að lagasetn- ingu. Ég treysti því að menn nái samningum,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra aðspurður hvort til greina komi að setja lög á verkfall lækna. Hann segir að ekkert slíkt hafi verið rætt. „Ég mun beita mér með því að tala menn til sátta og hvetja til þess að samnings- aðilar nái samkomulagi. Það eru þau tæki og tól sem ég hef,“ segir Kristján. Ekki hugað að lagasetningu HEILBRIGÐISRÁÐHERRA MBúin undir langa deilu »6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.