Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér þykir vænt um vini þína og veitir
þeim þá athygli sem þeir þarfnast. Slíkt vek-
ur meiri athygli á málflutningnum, en efnið
verður að vera traust.
20. apríl - 20. maí
Naut Reyndu að forðast að setja fólk upp á
stall. Tæmdu vasana áður en þú stingur í
þvottavélina. Bjartir og skínandi hlutir heilla
þig gersamlega.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Kipttu þér ekkert upp við það þótt
einhverjar breytingar verði á ferðum þínum í
dag. Haltu einbeitingunni þótt þín sé ákaft
freistað með kvöldinu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Margir bíða í ofvæni eftir því að
heyra hvað þú hefur fram að færa. Reyndu
að velja þá úr sem þurfa raunverulega á
hjálp þinni að halda.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú finnur til öryggis innst inni og er
hlýtt um hjartarætur. Leggðu staðreyndir á
borðið eins og þær blasa við þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það getur verið gagnlegt að grípa til
gamansagna þegar létta þarf andrúmsloftið.
Kennararnir læra af gáfulegum spurningum
þínum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Fjármálin þurfa aðgæslu við svo þú ætt-
ir að halda útgjöldunum niðri eins og frekast
er kostur. Náðu sambandi í gegnum tónlist,
samræður eða hvaða dægurfyrirbæri sem
er.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur svo mikla orku að þú
verður að eyða hluta hennar í líkamsæfingar.
Gefðu þér tíma til þess að kanna allar hliðar
þess vandlega áður en þú afræður nokkuð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ljónið fær útrás fyrir hæfileika
sína með svo margvíslegum hætti að ekki er
víst að því finnist það taka framförum á
neinu einu sviði. Einhver kemur í heimsókn
og fyllir bæinn birtu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er allt í lagi að vilja deila ár-
angri sínum með öðrum. Sendu hugsun þína
eins og flöskuskeyti og hún rekur á fjörur
aðila sem svarar á magnaðan máta.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þegar þig dreymir dreymirðu
stærra en nokkur annar. Mundu að sjaldan
veldur einn þá tveir deila og vertu sanngjarn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Tækjabúnaður og vélar gætu bilað í
dag. Stuttar ferðir, heimsóknir, samningar,
kaup og sala munu tryggja að þú hefur nóg
að gera.
Ég fékk skemmtilegt bréf fráIngveldi Róbertsdóttur, sem
mér finnst eiga fullt erindi í Vísna-
horn í heild sinni: „Eins og fleiri er
ég félagi á Facebook. Einn daginn
rifjaðist upp fyrir mér vísnagáta og
afbökun af henni og skrifaði ég
þetta á síðuna mína. Stuttu síðar
kom skemmtilegt svar frá Arnljóti
Sigurðssyni, þar sem hann nýtir sér
enskuna á skemmtilegan hátt;
share, like og sign out. Svona litu
samskiptin út:
Fuglinn flaug fjaðralaus,
settist á vegginn beinlaus,
þá kom maður handalaus
og skaut fuglinn bogalaus.
Fuglinn flaug með fjöður á sér,
settist á vegginn á rassinn á sér,
þá kom maður með byssu á sér
og skaut fuglinn í hausinn á sér.
Ljótur Sigur :
Fór á Facebook féslaus,
að séra á vegginn trúlaus,
setti læk vatnslaus,
signaði sig út krosslaus.“
Síðan spyr hún: hver samdi af-
bökunina?
Á sunnudaginn lét Davíð Hjálmar
Haraldsson þess getið á Leirnum að
dagur hestsins hefði verið í Rúmen-
íu í gær: Þá fæddist þessi vísa:
Óska ég þeim láns og lukku,
ljómi sól um mann og hest,
æ þeim farnist allra best.
Gott er hrossaket úr krukku.
Kristján Gaukur Kristjánsson
veltir vöngum á Leirnum:
Þeim verður ekki bæði hent og haldið
samt heims við köstum fjöreggjum á loft
og horfum á þau hirða fjármagnsvaldið
sem hefur þennan leikinn stundað oft.
Með silfurskeiðum skurnina svo brjóta
og skófla í sig blómanum með glott.
Skurnarbrota skulum við svo njóta
er skellum þeim í naglasúpupott.
Ármann Þorgrímsson segir:
„Ekki úr Holuhrauni“ – þykir aðrar
skýringar nærtækari!
Er nú fullyrt allsstaðar
orsök bláu móðunnar
sé að fylgi Framsóknar
fýkur yfir byggðirnar.
Kristján frá Gilhaga orti þessa
fallegu stöku:
Mjúkum hreinum hjúpast snjó
haustsins glaði bragur,
færir öllum frið og ró
fyrsti vetrardagur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gömul gáta, kjöt úr
krukku og naglasúpa
Í klípu
„BREYTING Á ÁÆTLUNINNI. ÞÚ NÆRÐ Í
PENINGINN – ÉG GREF HANN“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„LÁTTU EINS OG ÞÚ VITIR EKKI AÐ ÞÚ
ERT Í FALINNI MYNDAVÉL, OG ÞEGAR ÉG
BIÐ UM TÍKALL, GEFÐU MÉR ÞÚSSARA!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þessi fyrstu
hjartahlýjandi orð.
EINHVERN DAGINN
MUN ÉG FÁ ÞAÐ
SEM MÉR BER BÍÐIÐ!
ÉG VIL EITTHVAÐ SEM ER
MIKLU BETRA EN ÞAÐ
ÉG ER
KOMINN
HEIM,
HELGA
HÚRRA!
MATURINN
ER NÆSTUM
ÞVÍ TIL!
SAGÐIRÐU MÖNNUNUM AÐ
ÞÚ HEFÐIR EKKI EFNI Á
LAUNAHÆKKUNUM Í ÁR?
Árvakri allt, stundi Víkverji erhöfuð hans reis frá kodda og
byrjað var að hamra inn pistil dags-
ins, með hita, hálsbólgu og kvef.
Eru lesendur því beðnir um að
gjalda varhug við því sem hér á eftir
kemur, það er skrifað með miklu
óráði.
x x x
Það var lítið annað í boði í gær,líkt og um alla helgina, en að
liggja rúmfastur. Ekki hefði þýtt að
fá tíma hjá lækni til að fá einhver
töfralyf, þeir voru allir komnir í
verkfall, blessaðir, þjakaðir af
vinnuálagi og blankheitum. Það var
víst fátt annað í boði en auka-
skammtur af þolinmæði, panódíl,
hóstamixtúru, strepsils, heitu tei og
koníaki.
Víkverji hafði þrátt fyrir allt orku
til að teygja sig eftir Ipöddunni á
náttborðinu, til að fletta Mogga
dagsins á skjánum. Eins fróðlegur
og fjölbreyttur og Mogginn var þá
þyrmdi yfir Víkverja, og var ekki á
bætandi. Verkfall lækna og tónlist-
arkennara, kirkjan á kúpunni, gos-
mengun yfir hættumörkum, bankar
féllu á álagsprófi og pyndingar
ræddar í Norræna húsinu.
x x x
Mestu áfalli varð veikburða Vík-verji þó fyrir við lestur sak-
leysislegrar fréttar á bls. 9. Þar var
birtur listi yfir þær vörur í neyð-
arkassa sem Rauði krossinn mælti
með að væri til á hverju heimili
vegna „hugsanlegra hamfara“. List-
inn var svo langur að Víkverji hugs-
aði með sér að hann þyrfti að verða
sér úti um lítinn gám frekar en
kassa. Vonandi mun ekki koma til
hamfara með tilheyrandi rafmagns-
leysi og uppnámi en Víkverji staldr-
aði við tvær línur á listanum:
„Borðsími með snúru, ef símteng-
ing er til staðar“ og „Útvarp með
langbylgju, upptrekkt eða með raf-
hlöðum.“ Þetta er nokkuð sem Vík-
verji efast um að nokkur eigi leng-
ur, nema þá Þjóðminjasafnið!
Síðan var mælst til þess að kynna
sér staðsetningu næstu fjöldahjálp-
armiðstöðvar. Eftir nokkurra mín-
útna leit á vef Rauða krossins gafst
Víkverji upp, sendi frá sér pistilinn,
slökkti á tölvunni og dró sængina
upp fyrir haus! víkverji@mbl.is
Víkverji
Jesús Kristur er í gær og í dag hinn
sami og um aldir. (Hebreabréfið 13:8)
BELLAVISTA er eitt öflugasta fæðubótarefnið á
markaðnum fyrir sjónina. Náttúrulegir plöntukjarnar
ásamt vítamínum og steinefnum sem gegna
mikilvægu hlutverki í að viðhalda góðri og skarpri
sjón langt fram eftir aldri. Í BELLAVISTA er hátt
hlutfall af bláberjaþykkni og lúteini. BELLAVISTA er
á hagstæðu verði og er fáanlegt í flestum apótekum,
heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna.
Kynntu þér BELLAVISTA á www.gengurvel.is
Á H R I F A R Í K
LEIÐ TIL AÐ VIÐHALDA
GÓÐR I S J Ó N
Fæst í f lestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhi l lum stórmarkaðanna