Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 44

Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 44
ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 301. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. „Líktist myndinni af rauðref“ 2. Ekki mætt í skoðun í sex ár 3. Eina leiðin er skurðaðgerð 4. Van Gaal: Heimskulegt hjá van ... »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ólafur Elíasson myndlistarmaður stóð á sunnudag fyrir gjörningi á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn, þar sem hann lét koma fyrir tólf stórum ísklumpum sem vega hundr- uð tonna. Verkið kalla Ólafur og sam- starfsmaður hans, jarðfræðingurinn Minik Rosing, „Ice Watch“ og var ís- inn sóttur á fjörð skammt frá Nuuk í Grænlandi. Á miðvikudag verður því sem eftir er af ísnum komið fyrir á lóðum tólf skóla í borginni. Með verkinu vilja Ólafur og Rosing vekja athygli á væntanlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslags- mál en þing um málið hófst í Kaup- mannahöfn í gær. Ólafur er mikilvirkur við sýn- ingahald og má nú sjá verk hans á listkaupstefnunni FIAC í París og í Tate-safninu í Lundúnum. Ólafur bræðir ís á Ráðhústorginu  Í umfjöllun gagnrýnanda The New York Times um úrval nýrra norrænna spennusagna sem komið hafa út í Bandaríkjunum undanfarið er Arn- aldur Indriðason kallaður „drunga- prinsinn“ í hópi norrænu höfund- anna. Hann er sagður takast aftur og aftur á við missi og það að vera skil- inn eftir. Fjallað er um þýðingu á skáldsögu hans Furðuströndum og einnig vitnað í sögu Yrsu Sigurðardóttur, Auðnina, og sagt að vinna rannsóknarlög- reglumanna í norðrinu hljóti að leiða til þung- lyndis. Kallar Arnald „drungaprinsinn“ Á miðvikudag Hæg breytileg átt en austan 8-13 m/s syðst. Él á stöku stað við sjóinn, annars léttskýjað. Frost 0 til 13 stig, kaldast í innsveitum á Norðurlandi. Á fimmtudag Vaxandi austanátt með slyddu eða snjókomu á Suðausturlandi en úrkomulítið annars. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-13 m/s og léttir til á Vesturlandi. Hiti um eða yfir frostmark að deginum. VEÐUR Undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik hefst annað kvöld þegar Ísland mætir Ísrael í Laugardals- höllinni. Það er afar mik- ilvægt fyrir íslenska lands- liðið að vera með í loka- keppni EM, ekki síst þar sem því tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeist- aramótinu sem fram fer í Katar í byrjun næsta árs. Sjá nánar fréttaskýringu um keppnina. »2 Mikilvægt að komast á EM Öflugt lið San Antonio Spurs með Tim Duncan í aðalhlutverki freistar þess að verja meist- aratitilinn í NBA- deildinni í körfuknatt- leik en nýtt keppnistímabil hefst vest- anhafs í kvöld. Gunnar Val- geirsson er að hefja sinn fjórða áratug sem NBA- sérfræðingur Morgunblaðsins og spáir því að Spurs verji titilinn og Tim Duncan muni ríða hesti sínum inn í sól- setrið með meist- aratitilinn í pokanum. » 2-3 Inn í sólsetrið með meistaratitilinn í poka? „Persónulega hefur mér gengið mjög vel en það er voðalega erfitt að vera glaður yfir því þegar það gengur illa hjá liðinu,“ sagði knattspyrnumað- urinn Hjörtur Logi Valgarðsson sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Sogn- dal á sínu fyrsta tímabili í norsku úr- valsdeildinni. Aðeins einn leikmaður í allri deildinni hefur átt fleiri stoð- sendingar en hann í ár. »4 Erfitt að vera glaður þegar liðinu gengur illa ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er mjög gefandi og skemmti- legt,“ segir Ásbjörg Valgarðsdóttir, formaður Kvenfélags Rípurhrepps, elsta kvenfélags landsins, um starf- semi félagsins, sem hélt upp á 145 ára afmælið í félagsheimilinu í Hegranesi í Skagafirði um helgina. Árið 1869 sendu konur í Kven- félagi Rípurhrepps fréttatilkynn- ingu um fyrstu fundi félagsins til blaðsins Norðanfara til að upplýsa lesendur um hvað færi fram á „pilsa- fundum“ svonefndum. Á fyrsta fund- inum var hreinlæti helsta umræðu- efnið og þá var meðal annars sam- þykkt að senda hreina ull í kaup- staðinn, koma upp vefstólum á öllum bæjum og kenna fleiri konum að vefa. Á öðrum fundi var samþykkt að kenna öllum börnum að lesa og skrifa, að viðhalda íslensku þjóðerni, láta börn ekki heita óþjóðlegum nöfnum og síst tveimur eða þremur og að aðstoða við að koma upp mat- jurtagörðum á öllum bæjum. Mikil gróska Starfsemin hefur breyst frá því sem áður var. Kvenfélagskonur slógu saman afmælishátíðinni og haustfagnaði kvenfélaganna í Skagafirði, næst á dagskrá er að koma saman og búa til konfekt og laufabrauð, síðan er það jólafundur og jólaskemmtun fyrir börnin, vinnuvaka í mars með kaffihlaðborði og basar til styrktar ákveðnum líknarmálum eða öðrum aðkallandi málum, heimsóknir til aldraðra á dvalarheimilið og svo framvegis. Kvenfélög taka gjarnan að sér erfi- drykkjur, sjá um veitingar vegna ákveðinna tímamóta í sveitinni auk funda um ýmis mál. „Það er mikil gróska í félaginu,“ segir Ásbjörg. Hún minnir á að fyrir þremur árum hafi aðeins verið sjö konur í kven- félaginu, þar af fimm eldri en 70 ára. Þá hafi komið til tals að leggja það niður, en yngri konur, sem búa í Hegranesi eða tengjast því á einn eða annan hátt, hafi blásið til sóknar og nú séu 22 konur skráðar í félagið. „Ég bý til dæmis og starfa á Sauðár- króki en er frá Ási í Hegranesi,“ seg- ir leikskólakennarinn. Ásbjörg segir að starfsemi kven- félaganna ellefu í Skagafirði sé með misjöfnum hætti. Veður geti haft áhrif á starfsemina og þær hafi einu sinni þurft að fella niður fund vegna hálku. „Kvenfélag Rípurhrepps var stofnað 7. júlí 1869 en það var svo mikið að gera í sumar að við frest- uðum afmælisveislunni þar til nú,“ segir hún. Hún bætir við að gjafir hafi verið afþakkaðar en þeim sem vildu styrkja félagið hafi verið bent á bankareikning, þar sem verið væri að safna fé til líknarmála. „Við höf- um safnað yfir 125 þúsund krónum.“ „Pilsafundir“ lifa góðu lífi  Kvenfélag Rípur- hrepps 145 ára og elst kvenfélaga Morgunblaðið/Björn Björnsson Afmælishátíð Sigrún Hróbjartsdóttir heiðursfélagi og Ásbjörg Valgarðsdóttir, formaður kvenfélagsins. Fyrir um 15 árum eða árið 1999 sendi Byggðasafn Skagfirðinga spurningalista til allra kvenfélaga landsins, sem þá voru yfir 200 talsins, til að kynnast starfsemi þeirra við aldahvörf af því tilefni að þá voru 130 ár liðin frá stofnun Kvenfélags Rípurhrepps, fyrstu kvennasamtaka á landinu. Á vef Kvenfélagasambands Íslands, KÍ (kvenfelag.is), kemur fram að innan KÍ eru 18 héraðs- og svæða- sambönd með um 170 kvenfélög innan sinna raða. KÍ var stofnað 1. febrúar 1930 og 2010 var 1. febrúar útnefndur „dagur kvenfélags- konunnar“. Samkvæmt svörum í fyrrnefndri könnun var tilgangur flestra kven- félaga að vinna að ýmiskonar líknar- og framfaramálum og eru sömu markmið enn í fullu gildi, þótt ýmislegt annað hafi einnig komið til. Áherslan hefur færst meira yfir á konurnar sjálfar og að þær geri eitthvað fyrir sjálfar sig, fari í ferðalög, námskeið og standi fyrir eða sæki ýmsar skemmtanir. Styðja líknar- og framfaramál UM 170 KVENFÉLÖG Í KVENFÉLAGASAMBANDINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.