Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 10

Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g varð að kýla á þetta. Þetta hefur ver- ið draumur hjá mér í fjögur ár, frá því ég heyrði fyrst um veginn þegar vinur minn gekk hann. Mér fannst svo heillandi hugmynd að tak- ast á við svona krefjandi verkefni,“ segir Gunhildur Ólafsdóttir sem er nýlent heima á Íslandi eftir að hafa lokið pílagrímsgöngu á hinum marg- rómaða Jakobsvegi. Gunnhildur gekk 900 kílómetra á fjórum vikum, alein. „Maður er alltaf að láta hitt og þetta stoppa sig, en svo kom sá tíma- punktur sem mér fannst ég verða að fara. Mér finnst vissulega gaman að ganga en þetta er miklu meira and- legt ferðalag en gönguferð. Það er nauðsynlegt að kúpla sig út úr hvers- dagsrútínunni og fara inn í annað líf í ákveðinn tíma.“ Sérstakt andrúmsloft Hjá Gunnhildi kom ekki annað til greina en að ganga ein. „Af því ég vildi sigrast á óttanum við að takast á við þetta stóra verkefni. En það er ekki auðvelt að útskýra hvernig upp- lifun þessi ganga er, hún var öðruvísi en ég hélt, kannski af því það ríkir al- veg sérstakt andrúmsloft á veginum. Vissulega er þetta krefjandi ganga þar sem sumir dagar eru erfiðir og aðrir auðveldir, en maður kynnist mörgu á leiðinni, allskonar borgum, bæjum og landslagi og fullt af ynd- islegu fólki. Ég hélt ég myndi ganga meira ein og ég hélt líka að það væri lengra á milli borga og bæja. Maður mætir sjálfum sér á þessum vegi og ég lærði að fylgja innsæinu og hjart- anu. Þannig gerði ég þetta að minni Ég er sterkari en ég hélt að ég væri Hún fór ein í pílagrímsgöngu og kom breytt til baka. Hún segir 900 kílómetra göngu í fjórar vikur hafa verið einstaklega skemmtilega og að það að ganga eftir Jakobsveginum sé tilvalin leið til endurstillingar. Gunnhildur sigraðist á óttanum. Göngugarpur Gunnhildur við Shagún, ævaforna brú við miðbik ferðar. Elva Björk Ragnarsdóttir hjúkrunar- fræðingur sem starfar á bráða- móttökunni heldur úti skemmtilegu bloggi sem hún kallar verkefni vik- unnar. Þar er hægt að fylgjast með öllu hennar brasi, eins og hún orðar það sjálf. Hún skellir sér a.m.k. í eitt verkefni í hverri viku og deilir því með lesendum bloggsins, skref fyrir skref. Verkefnin eru misstór og af ýmsum toga, en eitt er þó alltaf á hreinu: Hún hefur gaman af þeim. Stundum gerir hún upp gamalt húsgagn, stundum föndrar hún, stundum býr hún til hár- bönd eða skart og síðast bjó hún til jólaskraut. Elvu Björk eru allir vegir færir og hún er alltaf að læra eitt- hvað nýtt, til dæmis að bora í gler, og hún bjó til forláta lampa fyrir ungl- inginn sinn úr glerflösku. Óhætt er að mæla með því fyrir áhugasama að kíkja á bloggið hennar og læra af verkefnum vikunnar. Vefsíðan www.verkefnivikunnar.blogspot.com Flott Elfa notaði BRYO-kubba með Tinnasafninu og setti í kassa með plexígleri. Fjölbreytt verkefni vikunnar Á köldum vetrardögum sem nú læða sér inn í líf okkar getur verið nota- legt að kíkja á einhverjar af þeim fjölmörgu listsýningum sem boðið er upp á út um allt land. Guðmars Guðjónssonar opnaði sýningu á myndverkum um liðna helgi í Gerðu- bergi í Breiðholti en myndefni hans er fyrst og fremst landslag en líka sveitalíf, manneskjur og mannlíf. Sum verkanna draga fram fyrirbæri og smáhluti sem fáir taka eftir í umhverfinu en verða að heillandi myndefni í verkum hans. Guðmar hefur einnig gert fjölmargar port- rettmyndir og eru nokkrar þeirra á sýningunni. Verkin á sýningunni spanna langt árabil, sum eldri önnur alveg ný. Þau eru unnin með past- elkrít en krítin er sá miðill sem Guðmar heillaðist af strax í upphafi myndlistarferils síns. Endilega... ...kíkið á sveitastemningu Sveitin Margt er þar myndrænt. Sannarlega er það kær- komið þegar gefnar eru út matarbækur sem taka mið af börnum og barna- fjölskyldum, en sú er raunin í fjórðu bókinni sem gengur undir heit- inu Af bestu lyst og kom nýlega út. Megináherslan er á spennandi mat sem er í senn góður á bragð- ið og góður fyrir heilsuna, budduna og umhverfið. Heiða Björg Hilmis- dóttir, næringar- rekstrarfræðingur og deildarstjóri eldhúsa Landspítalans, samdi uppskriftirnar í samráði við Hjartavernd, Krabba- meinsfélagið og Embætti landlæknis. Með upp- skriftunum fylgja leiðbein- ingar um hvernig megi laga þær að þörfum mjög ungra barna þegar við á. Nú getur fólk skemmt sér saman í eld- húsinu. Einfalt, hollt og ódýrt Fyrir börn og barnafjölskyldur Morgunblaðið/ÞÖK Eldamennska Börn hafa flest mjög gaman af því að stússa í eldhúsinu. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. SMÁRALIND • 2 HÆÐ • SÍMI 571 3210 Hlýir herraskór 3.995 Stærðir 40-45 6.995 Stærðir 40-46 VerðVerð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.