Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 31
Hafði hann af þeim töluverða
ánægju og átti hann mikinn þátt
í starfsemi Félags húsgagna- og
innanhússarkitekta, bæði sem
formaður og líka stjórnarmaður.
Hann tók af fullum krafti þátt í
stofnun félagsins Listiðnar og
síðar Form Ísland, sem formað-
ur um langt árabil. Stefán hafði
mikinn faglegan metnað. Það
háði honum eins og mörgum
öðrum hve markaðurinn á Ís-
landi er smár. Útflutningur eng-
inn á húsgögnum. Stefán skrif-
aði ágætar greinar í tímaritið
Iðnaðarmál vegna inngöngu Ís-
lands í EFTA í kringum 1970.
Þetta voru þarfar og vel skrif-
aðar greinar. Hann var fullur
bjartsýni og sá fyrir sér aukinn
útflutning og marga möguleika
opnast við inngönguna. Því mið-
ur hefur raunin ekki orðið sú og
við glímum enn við sömu vanda-
mál og þá, þar ber gjaldeyrismál
hæst. Íslensk hönnun hefur
samt á þessu tímabili á ýmsan
hátt dafnað og eiga eldhugar
eins og Stefán Snæbjörnsson
sinn þátt í því. Hann var einn af
upphafsmönnum þess að koma á
fót Hönnunarsafni Íslands og
var fyrsti formaður þeirrar
stofnunar. Sá hann veg safnsins
sem allra mestan. Þessi störf
hans koma til með að halda
minningu hans á lofti um ókom-
in ár. Ég vona að Garðbæingar
sjái á sinn hátt um að heiðra
minningu Stefáns með traustum
stuðningi við safnið. Stefán
hætti að mestu rekstri eigin
teiknistofu fyrir allnokkrum ár-
um, en hóf þá störf í mennta-
málaráðuneytinu þar sem hann
lét ýmislegt gott af sér leiða í
þágu hönnunar og fagurra lista.
Síðustu ár höfum við verið í
stöðugu sambandi. Átt skemmti-
lega spjallfundi með nokkrum
góðum kollegum með jöfnu
millibili. Ég vona að hann hafi
notið þess eins og ég.
Við Brigitte sendum fjöl-
skyldu Stefáns og ástvinum inni-
legar samúðarkveðjur. Megi
minningin um góðan dreng lifa.
Pétur B. Lúthersson og
Brigitte Lúthersson-Patt.
Vináttubönd tókust með okk-
ur Stefáni fyrir réttum sex árum
þegar ég tók við starfi forstöðu-
manns Hönnunarsafns Íslands.
Þá hafði hann nýlokið störfum
þar og mér varð ljóst að honum
var í mun að við næðum saman.
Hafi hann óttast að hann myndi
missa tenginguna við Hönnunar-
safnið með komu minni, en Stef-
án hafði mörgum fremur unnið
að stofnun safnsins, þá held ég
að hann hafi fljótt fundið að við
deildum sömu hugsjón. Við
ræddum oft saman, Stefán
hringdi iðulega og vildi fylgjast
með og ræða um starfsemi
safnsins. Við ferðuðumst saman
nokkur skipti þar sem ég naut
leiðsagnar hans og frásagna.
Stefán var gagnrýninn á verk
hönnuða okkar og listamanna.
Sú gagnrýni byggði á góðri yf-
irsýn og næmni sem hann hafði
á gott handbragð og verklag.
Hann miðlaði skoðunum sínum
með sterkum rómi. Enginn
þurfti að velkjast í vafa um hvað
Stefáni fannst. Hann ritaði
fjölda greina um hönnun og
stjórnaði sýningum bæði innan-
lands og utan á íslenskri hönnun
og listhandverki. Hlutverk Stef-
áns var stórt innan raða ís-
lenskra hönnuða í félagsstörfum
þeirra og Stefán var mjög virk-
ur í framgangi þessarar stóru
greinar sem telur fjölda fag-
félaga í dag. Hann hafði góð
tengsl við erlenda kollega sína
og sat um árabil í dómnefnd
norrænu Torsten och Wanja Sö-
derbergspris þar sem hann hélt
ávallt uppi merkjum íslenskrar
hönnunar og var óþreytandi að
upplýsa norræna kollega sína
um stöðuna.
Stefán var menntaður hús-
gagna- og innanhússarkitekt frá
Ósló. Hann var ötull í sínum
verkefnum og eftir hann liggja
ýmis verkefni. Hann hannaði
meðal annars fjölda loftljósa
sem voru framleidd á Íslandi og
enn má finna í húsum, í friði fyr-
ir endurbótum og endurgerðum
á okkar tíma. Stefán var flinkur
teiknari og tók sem dæmi að sér
að teikna jólaskeiðarnar fyrir
Gull- og silfursmiðjuna Ernu á
9. áratug síðustu aldar og teikn-
aði ýmis veggspjöld fyrir hús-
gagna- og listhönnunarsýningar
sem hann vann að. Hann hann-
aði stóla, borð og önnur húsgögn
sem sjást varla í dag nema að
kunnáttufólk í íslenskri hönnun-
arsögu beri kennsl á, því lítið
hefur verið kortlagt um íslenska
hönnunarsögu í dag. Við horfum
fram á betri tíma með Hönn-
unarsafnið í því verkefni, sem
Stefán lagði svo mikla áherslu á
að fengi að komast á legg.
Við snæddum saman í sumar
og þar viðruðum við ýmsar hug-
myndir um leiðir í verkefnum
framundan eins og við gerðum
oft. Við enduðum hádegisverð-
inn í safninu. Verið var að ljós-
mynda safnmuni og flokka. Ég
fann að Stefán var sáttur þar
sem hann gekk inn í annríki
dagsins og varð vitni að því að
ýmsum verkefnum væri sinnt,
slík vinna kemur ekki almennum
safngestum fyrir sjónir. Þennan
hluta senunnar þekkti Stefán
mæta vel. Við í Hönnunarsafn-
inu munum sakna reglulegra
heimsókna Stefáns, hann kom
jafnan í aðdraganda sýninga
þegar hamagangur var mikill og
gekk í hægðum sínum við staf
eftir salnum, íbygginn á svip og
leit yfir.
Fjölskyldu Stefáns sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Ég kveð góðan félaga
og samherja. Blessuð sé minn-
ing Stefáns.
Harpa Þórsdóttir,
forstöðumaður
Hönnunarsafns Íslands.
Mætur drengur er nú horfinn
yfir móðuna miklu. Stefán Jón
Snæbjörnsson var einn af stofn-
endum Félags áhugamanna um
skjaldfræði. Arkitektinn, smið-
urinn og hönnuðurinn, Stefán
Snæbjörnsson, var öllum kost-
um búinn til að skilja þessa kon-
unglegu íþrótt, skjaldfræðina,
betur en flestir. Nú er sann-
arlega skarð fyrir skildi í þessu
fámenna félagi. Við félagar
kveðjum góðan og dyggan fé-
laga og vottum fjölskyldu Stef-
áns innilega samúð.
Fyrir hönd Hins íslenska
skjaldfræðafélags,
Halldór Baldursson.
Gunnarsstofnun á Skriðu-
klaustri hefur átt því láni að
fagna að hafa öfluga stjórnar-
menn allt frá því hún varð til ár-
ið 1997. Það er ekki síst þeim að
þakka að staðurinn er nú þjóð-
arsómi. Einn þessara stjórnar-
manna var Stefán Snæbjörns-
son, húsgagna- og
innanhúsarkitekt, sem nú hefur
kvatt þessa jarðvist. Stefán sat í
stjórn Gunnarsstofnunar frá
ársbyrjun 2000 til vors 2007,
skipaður af menntamálaráð-
herra sem fulltrúi ráðuneytisins.
Jafnframt sat hann í sérfræð-
ingahópi, ásamt Franziscu
Gunnarsdóttur og arkitektunum
Birni Kristleifssyni og Þóru
Guðmundsdóttur, hópi sem var
forstöðumanni til halds og
trausts fyrstu árin við að skipu-
leggja endurbætur á Skriðu-
klaustri og innkaup á húsbúnaði
og innréttingum.
Sérfræðiþekking Stefáns var
ómetanleg enda var hann fag-
maður fram í fingurgóma þegar
kom að því að velja viðeigandi
búnað í hús skáldsins. Þá var
gott fyrir ungan forstöðumann
að hafa styrk í stjórnarmanni og
sérfræðingi sem allir virtust
þekkja og bera virðingu fyrir,
hvort sem komið var til hús-
gagnaframleiðanda eða í verslun
með ljósabúnað. Þær voru ófáar
stundirnar sem við Stefán áttum
saman við spekúlasjónir út af
Skriðuklaustri og hann lagði svo
sannarlega sitt lóð á vogarskál-
arnar við endurreisn staðarins.
Hann var ráðagóður, traustur
og framsýnn og ekki spillti fyrir
gráglettið skopskyn sem oft
vakti hlátur á góðum stundum.
Þekking Stefáns var víðtæk og
hann var listhneigður fagurkeri
sem nýttist vel þegar stjórnar-
menn voru settir í það að velja
gesti til dvalar í gestaíbúðinni á
Klaustri.
Fyrir hönd Gunnarsstofnun-
ar, stjórnarmanna og starfsfólks
á Skriðuklaustri kveð ég Stefán
Snæbjörnsson með söknuði og
þökk fyrir frábært samstarf.
Minning um góðan dreng lifir
hjá okkur sem urðu þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast
honum. Á Skriðuklaustri sér
verka hans stað um ókomin ár. Í
anddyri Gunnarshúss tekur á
móti gestum líkan unnið í tré af
herragarði skáldsins eins og
hann átti að verða með öllum
útihúsum samkvæmt teikning-
um arkitektsins þýska. Þetta
líkan vann Stefán með sinni ein-
stöku natni og nákvæmni með
aðstoð frá syni sínum. Fjöl-
skyldu Stefáns færi ég hug-
heilar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning hans.
Skúli Björn Gunnarsson,
forstöðumaður Gunn-
arsstofnunar.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Við andlát Ingu
Rósu Þórðardóttur,
langt um aldur
fram, er ástæða til
að minnast mikilla og góðra
starfa hennar á Austurlandi. Ber
þar fyrst að nefna uppbyggingu
Svæðisútvarps Austurlands en
þar átti hún drýgstan þátt.
Svæðisútvarpið gegndi miklu
hlutverki á Austurlandi undir
hennar stjórn. Nú hafa misvitrir
menn fyrir „sunnan“ lagt það
niður, illu heilli, að sögn í sparn-
aðarskyni. Inga Rósa starfaði
mikið að ferðamálum, fyrst í stað
á Austurlandi. Að hennar frum-
kvæði hóf Ferðafélag Fljótsdals-
héraðs byggingu gistiskála á
Inga Rósa
Þórðardóttir
✝ Inga RósaÞórðardóttir
fæddist 2. desem-
ber 1954. Hún lést
16. október 2014.
Útför Ingu Rósu
fór fram 23. októ-
ber 2014.
Víknaslóðum. Þegar
hún fékk til liðs við
sig menn eins og
Þórhall Þorsteins-
son og Hermann
Eiríksson ásamt
Völundi Jóhannes-
syni og fleirum var
hafist handa af
miklum krafti;
fyrsti gistiskálinn
reis í Breiðuvík árið
1998 og síðan fylgdu
skálar í Húsavík og Loðmund-
arfirði í kjölfarið ásamt snyrting-
um og skálavarðahúsum. Um 100
gistirými eru í skálum þessum.
Víknaslóðir eru nú orðnar einar
af fjölfarnari gönguleiðum á Ís-
landi, þökk sé byggingu gistis-
kálanna. Það einstaka framtak
verður seint fullþakkað.
Austfirðingar mega vera Ingu
Rósu þakklátir fyrir veru hennar
á Austurlandi.
Samúðarkveðjur til fjölskyldu
Ingu Rósu.
Magnús í Höfn.
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
ALLAR SKREYTINGAR UNNAR
AF FAGMÖNNUM
Lokað
Skrifstofa Landssambands íslenskra útvegsmanna
verður lokuð í dag, þriðjudaginn 28. október, vegna
útfarar Kristínar Möller.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN EINAR HJARTARSON,
Læk, Ölfusi,
lést föstudaginn 24. október
á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigurhanna Gunnarsdóttir,
Elín Björg Jónsdóttir, Davíð Ó. Davíðsson,
Hjörtur Bergmann Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir,
Gunnar Hrafn Jónsson, Berglind Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGA JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á Landspítala Háskólasjúkrahúsi
laugardaginn 20. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Gunnhildur Ragnarsdóttir,
Eygló Ragnarsdóttir, Eiður Skarphéðinsson,
Guðrún Sigursteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
LÓRELEI HARALDSDÓTTIR
sjúkraliði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
að morgni fimmtudagsins 23. október.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 31. október kl. 13.00.
Haraldur Sigþórsson, Esther Hlíðar Jensen,
Inga María Árnadóttir og Sigþór Haraldsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HULDA INGIBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
laugardaginn 25. október, verður jarðsungin
frá Þorlákskirkju föstudaginn 31. október
kl. 13.30.
Sigurður Ólafsson,
Guðrún Sigríks Sigurðardóttir, Karl Sigmar Karlsson,
Margrét Sigurðardóttir, Gunnar Daníel Magnússon,
Rut Sigurðardóttir, Jón Davíð Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
MARK BELL
tónlistarmaður
andaðist miðvikudaginn 8. október.
Útför hans fer fram frá Wakefield Chapel
í Yorkshire á Englandi fimmtudaginn
30. október kl. 11.
Þökkum hlýhug og stuðning.
Adam Marksson Bell, Daníel Marksson Bell,
Móeiður Anna Sigurðardóttir,
Tony Bell, Susan Bell, Helen Bell,
Ásdís Skúladóttir,
Skúli Á. Sigurðsson,
Sigurður G. Lúðvígsson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, amma
og langamma,
NÍNA SOFFÍA HANNESDÓTTIR,
lést föstudaginn 17. október.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 30. október kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Karítas og Ljósið.
Jón Gunnarsson,
Gunnar Jónsson,
Anna Lilja Karlsdóttir, Soffía Karen Önnudóttir,
Unnur Karen Karlsdóttir, Ásgeir Ólafsson,
Stefanía Ösp Guðmundsdóttir, Einar Sigurðsson,
Matthías Árni Einarsson,
Sigríður Björg Árnadóttir,
Karl Gunnarsson.