Morgunblaðið - 28.10.2014, Síða 35
maður í handbolta með Zürich 2009-
2010, lék með Wetzlar í Þýskalandi
2010-2013 og með Silkiborg í Dan-
mörku frá 2013 til 2014. Hann leikur
nú með meistaraflokki Vals og þjálfar
yngri flokka félagsins.
Kári Kristján varð Íslands- og
deildarmeistari með Haukum 2008 og
2009, varð Evrópumeistari með ís-
lenska unglingalandsliðinu yngri en
18 ára í Slóvakíu 2003 og var kjörinn
besti línumaður Íslandsmótsins 2009.
Hann hefur leikið 83 leiki með A-
landsliði Íslands og tekið þátt í öllum
stórmótum liðsins frá 2011, Evr-
ópumóti, Heimsmeistaramóti og á Ól-
ympíuleikunum í London 2012.
Vinir Ketils Bónda
Kári Kristján hefur fyrst og fremst
áhuga á lífinu og tilverunni eins og
aðrir Eyjamenn: „Ég er meðlimur og
gjaldkeri í bræðrafélaginu Vinir Ket-
ils Bónda (allt með stórum stöfum).
Þetta merkisfélag er orðið 16 ára og
lætur ekkert á sjá. Helstu verkefni
þess eru að auðga andann með
mannamótum líkt og aðalfundi fé-
lagsins, vorfögnuði, haustfögnuði og
okkar eigin litlu jólum, að því
ógleymdu að taka saman, sjá um út-
gáfu á og dreifa Þroskaheftinu fyrir
hverja Þjóðhátíð. Auk þess hefur fé-
lagið staðið fyrir „Reimleikunum“
sem haldnir eru til heiðurs Sigurði
Reimarssyni, fyrrverandi brennu-
kóngi. Þar etjum við kappi við hin
ýmsu félagasamtök í hinum og þess-
um, ótilgreindum en óhefðbundnum
keppnisgreinum.
Auk þess hef ég áhuga á tónlist. Ég
er söngvari í hljómsveitinni Últra-
Magnús (saman í einu orði). Gústaf
bróðir spilar á bassa, Andri Húgó
Runólfsson á gítar og Friðberg Egill
Sigurðsson á trommur. Við höfum
spilað í þrjú til fjögur ár, aðallega fyr-
ir okkar sjálfa, en höfum þó einu sinni
komið fram óopinberlega í Bjarma-
hlíð í Eyjum við gífurleg fagn-
aðarlæti.
Hljómsveitin kemur saman á vorin
og spilar fram á haust en þá leggst
hún í dvala yfir vetrartímann. Við
stefnum á að fara aftur á kreik með
hækkandi sól og treystum svo bara á
umboðsmanninn, Jón Helga Gíslason.
Að öðru leyti hef ég svo áhuga á
forréttum, aðalréttum og eftirréttum
í öllum þeim mismunandi gervum
sem þeir birtast.“
Fjölskylda
Eiginkona Kára Kristjáns er Krist-
jana Ingibergsdóttir, f. 18.4. 1984, ís-
lenskufræðingur. Foreldrar: hennar
eru Ingibergur Einarsson, f. 9.2.
1955, rekstrarstjóri flugvallarins í
Vestmannaeyjum, og Sigríður Krist-
ín Finnbogadóttir, f. 16.12. 1955,
þjónustufulltrúi í Vestmannaeyjum.
Börn Kára Kristjáns og Kristjönu
eru Klara Káradóttir, f. 5.3. 2008, og
Kristján Kári Kárason, f. 28.2. 2012.
Systkini eru Aðalheiður Kristjáns-
dóttir, f. 11.9. 1973, snyrti- og förð-
unarfræðingur, búsett í Kópavogi;
Jóna Dís Kristjánsdóttir, f. 17.5. 1976,
starfsmaður hjá Aðföngum, búsett í
Reykjavík; María Ýr Kristjánsdóttir,
f. 5.1. 1981, starfsmaður hjá Hóteli
Vestmannaeyja, búsett í Eyjum, og
Gústaf Kristjánsson, f. 31.8. 1983, sjó-
maður, búsettur í Eyjum.
Foreldrar Kristjáns Kára eru
Kristján Birgisson, f. 20.5. 1952, vél-
stjóri og sjómaður, og María Gúst-
afsdóttir, f. 7.2. 1953, húsfreyja. Þau
eru búsett í Vestmannaeyjum.
Úr frændgarði Kára Kristjáns Kristjánssonar
Kári Kristján
Kristjánsson
Sólveig Hróbjartsdóttir
b., húsfr. og verkakona í
Hellisholti
Hjörtur Hjartarson
b. í Hellisholti í Eyjum
Aðalheiður Hjartardóttir
húsfreyja í Eyjum
Gústaf Sigurjónsson
vörubílstjóri og verkstj.
í Eyjum
María Gústafsdóttir
húsfreyja í Eyjum
Guðrún Pálsdóttir
húsfr. í Eyjum
Sigurjón Eiríksson
verkam. í Eyjum
Margrét Jónsdóttir
verkak. í Eyjum
Kristján Einarsson
sjóm. og netagerðarm.
í Eyjum
Jóna Kristjánsdóttir
húsfr. í Eyjum og síðar í
Hafnarfirði
Kári Sigurðsson
vélstjóri og sjóm. í Eyjum og síðar í
Hafnarfirði
Kristján Birgisson
vélstjóri og sjómaður í
Eyjum
Aðalheiður Árnadóttir
verslunarm. í Eyjum
Sigurður Sigurjónsson
vélstjóri og sjóm. í Eyjum
Á brúðkaupsdaginn Kári Kristján
og Kristjana.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Páll fæddist að Ásum í Skaft-ártungu 28.10. 1919, sonurSveins Sveinssonar, bónda á
Fossi í Mýrdal, og k.h., Jóhönnu
Margrétar Sigurðardóttur. Meðal
systkina Sveins voru Gísli alþing-
isforseti. Sigríður, amma Sveins, var
dóttir Sveins Pálssonar náttúru-
fræðings í Vík og Þórunnar Bjarna-
dóttur, landlæknis Pálssonar, en
móðir Þórunnar var Rannveig
Skúladóttir landfógeta Magn-
ússonar.
Páll lauk búfræðiprófi frá Hólum,
stundaði framhaldsnám í Minnesota
og Utah og lauk kandidatsprófi í
beitarhagafræðum 1948.
Að loknu búfræðiprófi var Páll að-
stoðarmaður Gunnlaugs Krist-
mundssonar, fyrsta sandgræðslu-
stjórans, og síðan Runólfs, bróður
síns, sem tók við starfinu 1947, en
sonur hans er Sveinn landgræðslu-
stjóri. Runólfur lést af slysförum
1954. Páll varð þá sandgræðslustjóri
og síðan landgræðslustjóri 1965 og
gegndi starfinu til dauðadags.
Páll var hugsjónamaður, búmaður
og eljusamur, skapfastur en hjarta-
hlýr og bóngóður. Í embættistíð
hans var vörn snúið í sókn í land-
græðslumálum. Hann vann að upp-
byggingu á Grunnarsholtsbúinu,
hafði samvinnu við bændur um upp-
græðslu sanda og hóf notkun flug-
véla við fræ- og áburðardreifingu.
Vart var stingandi strá í Gunn-
arsholti er þeir bræður, Runólfur og
Páll, hófu þar ræktun og uppbygg-
inu árið 1947. Þeir breyttu þar ör-
foka hraunbreiðum og svörtum
söndum í iðgræn tún og langstærsta
holdanauta- og fjárbú sem nokkurn
tíma hefur verið starfrækt á Íslandi.
Þá vann Páll í samvinnu við bænd-
ur að uppgræðslu á Skógarsandi,
Sólheimasandi og víða í Austur-
Skaftafellssýslu. Hann hóf einnig
notkun flugvéla við dreifingu fræs
og áburðar í góðri samvinnu við flug-
menn sem gáfu vinnu sína við þessi
störf. Þegar landgræðsluvélin, Dou-
glas DC 3, var tekin í notkun, 1973,
þótti því við hæfi að hún bæri nafn
hans.
Páll lést 14.7. 1972.
Merkir Íslendingar
Páll
Sveinsson
90 ára
Eyjólfur Davíðsson
85 ára
Ágústa Haraldsdóttir
Bryndís A Sigurðardóttir
Guðmundur L.
Guðmundsson
Hafsteinn Sveinsson
Jófríður Vigfúsdóttir
Marta Kristín
Stefánsdóttir
Ólafur Á Sigurðsson
Sigurður Jónsson
80 ára
Bryndís Gunnarsdóttir
Edda Ágústsdóttir
Hrefna Haraldsdóttir
Hrönn Guðmundsdóttir
Sigurður Jónsson
Stefanía Guðmundsdóttir
Stefán Björnsson
75 ára
Einar B. Guðjónsson
Jón Magnús Magnússon
Sigurður Indriði Vatnsdal
Valur Þóroddsson
70 ára
Jón Geirharðsson
Reynir Sigurðsson
Stefán Egilsson
60 ára
Grazyna Radecka
Guðmundur Þór Björnsson
Magnús Einar Svavarsson
María Sigurðardóttir
Valdís Skúladóttir
Vigfús Gunnar Helgason
50 ára
Ásdís Þórðardóttir
Ásta Sigríður H Knútsdóttir
Hildur Hilmarsdóttir
Jóhannes G. Erlingsson
Ludger Zeevaert
Máni Sigfússon
Sigrún Vala Björnsdóttir
Steinn Ármann Magnússon
Unnur Björk Gunnarsdóttir
40 ára
Ari Auðunn Sigurjónsson
Guðlaug Norðdahl
Elliðadóttir
Gunnar Ellertsson
Jóhanna Rós N.
Guðmundsdóttir
Jóna Bergþóra
Sigurðardóttir
Karen Rúnarsdóttir
Oskars Karklis
Þórir Skarphéðinsson
30 ára
Alfreð Már Alfreðsson
Aneta Stepnicka
Axel Steingrímsson
Ármann Pétur Ævarsson
Birna Björgvinsdóttir
Branislav Lupták
Dafna Israel
Daníel Jónsson
Friðrik Lárusson
Haukur Eiríksson
Hjördís Ósk
Phea Haraldsdóttir
Kári Kristján Kristjánsson
Logi Már Sveinarsson
Magnús Þór Ágústsson
Neetu Kumari
Govindankutty
Selma Sigurðardóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Logi ólst upp á
Akureyri, býr þar og starf-
ar nú hjá Decromal-
álþynnuverksmiðjunni á
Akureyri.
Maki: Gunnhildur Rögn-
valdsdóttir, f. 1973, snyrti-
fræðingur.
Börn: Rebekka Jenný, f.
1997; Jónína Pernille, f.
2006, og Rögnvaldur Már,
f. 2009.
Foreldrar: Margrét Kjart-
ansdóttir, f. 1964, og
Sveinar Þórsson, f. 1960.
Logi Már
Sveinarsson
30 ára Alfreð ólst upp í
Kópavogi og býr þar, er
tölvunarfræðingur frá HR
og starfar sem hugbún-
aðarfræðingur hjá Ad-
vania.
Maki: Kristjana Ósk
Sturludóttir, f. 1984,
íþróttafræðingur við LSH.
Dóttir: Alexandra Karen,
f. 2013.
Foreldrar: Alfred Georg
Matthíasson, f. 1957, og
Sigrún Hrafnhildur Helga-
dóttir, f. 1959.
Alfreð Már
Alfreðsson
30 ára Birna ólst upp á
Akureyri, býr þar, er
naglafræðingur og stund-
ar nám í líftækni við HA.
Maki: Valdimar Ósk-
arsson, f. 1977, sím-
smiður.
Stjúpbörn: Olga María, f.
2005, Rakel Eva, f. 2007,
og Elísa Lind, f. 2010.
Foreldrar: Kristbjörg
Jörgensdóttir, f. 1958, að-
stoðarmaður tannlæknis,
og Björgvin Jónsson, f.
1959, vélvirki.
Birna
Björgvinsdóttir
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is