Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Það er alvarlegur hlutur að deila
svona starfsstéttar sé komin á þenn-
an stað og það eru mér töluverð von-
brigði. En það kemur mér ekki á
óvart að læknar grípi til þessa réttar
eftir svona langa samningalotu. Það
þarf í raun enginn að vera hissa á
þeirri niðurstöðu þegar horft er til at-
kvæðalotunnar um verkfallsboðun. Af
þeim þúsund sem greiddu þar at-
kvæði voru einugis fimmtán sem
lögðust gegn verkfalli,“ segir Kristján
Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Hann telur að það sé rétt mat hjá
þeim sem segja að langt sé á milli
deiluaðila. „Miðað við þær upplýsing-
ar sem ég hef ber töluvert á milli,“
segir Kristján.
Bíða eftir niðurstöðu
Fjölmargar ályktanir hafa komið
fram þar sem kjarabarátta lækna er
studd. Í gær sendi félag hjúkrunar-
fræðinga frá sér tilkynningu þar sem
talað er um mikilvægi þess að gera
laun heilbrigðisstarfsmanna sam-
keppnishæf við það sem gerist er-
lendis. Rætt hefur verið um ótta á at-
gervisflótta úr læknastéttinni.
Þorbjörn Jónsson, formaður
læknafélagsins, segir að læknar hugi
að því að starfa utan Íslands. „Ég veit
að einhverjir læknar sem eru búsettir
hér eru að bíða eftir niðurstöðu úr
kjarasamningnum. Svo verðum við að
fá þá lækna heim sem hafa lært er-
lendis. Þeir bíða líka eftir niðurstöð-
unni,“ segir Þorbjörn.
Aðspurður segir hann að atgervis-
flóttinn eigi sér nokkurra ára sögu en
nú sé mælirinn fullur. „Það eru komin
þessi göt víða í kerfið. Eins og í heilsu-
gæslunni í Reykjavík og á lands-
byggðinni. Margir staðir eru ein-
göngu reknir með því að fá
verktakalækna. Heimilislæknar hafa
alltaf verið tilbúinir að flytja út á land
til lengri tíma. Núna er kannski einn
verktakalæknir úti á landi í stað
tveggja eða þriggja. Svo þekkja allir
vandræðin á Landspítalanum. Það
þekkja allir vandann á krabbameins-
deildinni, en svo hefur líka verið mikil
upplausn á myndgreiningardeildinni.
Svo eru einnig deildir skurðlækninga
þar sem staðan er tæp. Við teljum að
úr þessu muni ekki rætast nema með
góðum kjarasamningi,“ segir Þor-
björn.
Hann segir að erfitt sé að meta það
hvort verkfallallsaðgerðir muni
standa lengi yfir. Þó sé ljóst að langt
sé á milli deiluaðila. „Við erum alveg
búin undir að þetta verði langvarandi
deila. Verkfallsboðunin er til sjö
vikna,“ segir Þorbjörn.
Búin undir langa deilu
Verkfallsboðun kemur ráðherra ekki á óvart Læknar bíða niðurstöðu áður en þeir ákveða búsetu
Víða göt í kerfinu Atgervisflóttinn á sér nokkurra ára sögu en nú er mælirinn fullur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Biðröð Langar biðraðir mynduðust á læknavaktinni í Kópavogi og á bráða-
móttöku Landspítalans í Fossvogi eftir að verkfallsaðgerðir hófust.
Hvernig leggst læknaverkfallið í þig? Illa.
Af hverju? Af því að mér finnst þetta bara hræðilegt. Mér
finnst að við þurfum að efla heilbrigðisþjónustuna á ný,
þetta gengur ekki svona.
Læknafélagið birti bréf í blöðunum í dag þar sem það biður
um skilning og stuðning … Já, ég styð þetta heilshugar.
Finnst þér að læknar eigi að fá hækkanir umfram það sem
samið var um á almennum vinnumarkaði? Já, ég held að þeir
séu bara eftirá. Við þurfum að hafa góða heilbrigðisþjónustu hérna.
Klara Jónsdóttir, eigandi í ferðaþjónustu
Hvernig leggst læknaverkfallið í fólk?
Hvað finnst þér um læknaverkfallið? Erfitt að segja. Ég hef
ákveðinn skilning á því.
Læknafélagið birti bréf í dag og bað um skilning og stuðn-
ing, hefur þú samúð með málstað lækna? Já, ég skil þetta.
Finnst þér að læknar ættu að fá hækkanir umfram þau 2,8%
sem samið var um á almennum vinnumarkaði? Já, ekki
spurning. Þetta er þrátt fyrir allt ein mikilvægasta stétt
samfélagsins. Ef við verðum ekki við einhverjum af þessum
kröfum þá munu þeir leita annað; til útlanda. Við erum í gríðarlegri sam-
keppni við ýmsa aðra en bara íslenska sjúklinga.
Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur
Landhelgisgæslan birti í gær á
heimasíðu sinni og sendi fjölmiðlum
samninga og farmbréf sem gerð voru
um gjafir Norðmanna til Íslendinga,
sem innihéldu meðal annars hríð-
skotabyssur. Þar má sjá magn, verð-
mat og almenna skilmála.
Fyrsta gjöfin barst 2011 vegna
ferðar Landhelgisgæslunnar á vara-
sama staði í Miðjarðarhafi. Þá feng-
ust 50 MP5-hríðskotabyssur að gjöf.
Verðmatið var 2.500 norskar krónur
stykkið en engar greiðslur hafa farið
fram né reikningur verið sendur. Í
júní 2013 færði norski herinn Gæsl-
unni 50 hjálma, 50 vesti og 10 MP3-
hríðskotabyssur. Verðmatið var tvær
norskar krónur og hafa engar
greiðslur verið inntar af hendi né
reikningur sendur. Ekki var gert sér-
stakt samkomulag en farmbréfið ligg-
ur fyrir. Í febrúar 2014 komu til
landsins 250 MP5-hríðskotabyssur,
en af þeim voru 150 stykki ætluð rík-
islögreglustjóra samkvæmt beiðni
hans til norskra yfirvalda. 100 byssur
voru ætlaðar til endurnýjunar og við-
halds fyrir Gæsluna. Verðmatið var
2.500 norskar krónur stykkið en eng-
ar greiðslur hafa farið fram né reikn-
ingur verið sendur.
Nauðsynlegar ráðstafanir
Í frétt frá LHG kemur fram að
þetta teljist eðlileg framkvæmd og
nauðsynlegar ráðstafanir til að við-
halda lágmarksöryggisbúnaði og í
fullu samræmi við gildandi lög, reglu-
gerðir og verklagsreglur sem gilda
um vopnaeign og vopnaburð Land-
helgisgæslunnar. Feli þetta því ekki í
sér stefnubreytingu. laufey@mbl.is
Þrjár gjafir frá Noregi
Landhelgisgæslan birtir samninga og farmbréf Norð-
menn hafa ekki sent reikninga og engar greiðslur farið fram
Oft haft milligöngu
» Í gegnum árin hefur Gæslan
haft milligöngu um öflun tækja
og búnaðar frá hernaðar-
yfirvöldum fyrir ýmsar stofn-
anir, þar sem hún er tengiliður
við hernaðaryfirvöld víða.
» Má þar nefna veðurratsjár,
aðflugsbúnað og flugvallar-
tæki, segir í frétt LHG.
Hvað finnst þér um læknaverkfallið? Mér finnst það ömurlegt.
Af hverju? Af því að ég þarf að fara til læknis.
Og kemst ekki? Nei. Tefst örugglega.
Læknafélagið skrifaði bréf í blöðin í dag þar sem það biður um
skilning og stuðning, styður þú lækna í baráttu þeirra? Ef þeir
þurfa hærri laun, þá örugglega, en ég veit það ekki alveg. Það
þarf að sinna þessu.
Finnst þér að læknar ættu að fá hækkanir umfram það sem
samið var um á almennum vinnumarkaði, 2,8%? Nei.
Af hverju ekki? Þeir eru bara á nógu háum launum.
Sveinn Húni Vignisson nemi
Hvað finnst þér um læknaverkfallið? Mér finnst það ekki gott.
Af hverju ekki? Við þurfum náttúrlega á heilbrigðiskerfinu að
halda. Það mætti borga þeim hærri laun. Ég er sammála því.
Finnst þér að þeir ættu að fá hækkanir umfram það sem samið
var um á almennum vinnumarkaði? Já.
Af hverju? Þeir gegna mikilvægum störfum. Mjög mikil-
vægum.
Þannig að þú hefur skilning á málstað þeirra? Já, algjörlega.
Hjörtur Ragnarsson, sjómaður
Næsti kjarafundur verður haldinn á miðvikudag.
Þorbjörn er hins vegar ekkert sérstaklega bjart-
sýnn á jákvæða niðurstöðu úr honum. Eftir samn-
ingafundinn í gær var haldinn samstöðufundur. Á
hann komu að sögn Þorbjörns um eitt hundrað
læknar en að auki fylgdust um þrjú hundruð
manns með í gegnum vefútsendingu.
„Þar skynjaði maður mikla samstöðu meðal
fólks. Ég hef aldrei áður orðið var við slíka þátt-
töku og samstöðu á meðal lækna,“ segir Þor-
björn.
Mikil samstaða meðal lækna
EKKI BJARTSÝNN FYRIR FUND Á MIÐVIKUDAG
Þorbjörn
Jónsson
Hvað finnst þér um læknaverkfallið? Mér finnst það bara
hræðilega sorglegt. Að þetta sé að gerast í dag, að læknar
séu að fara í verkfall. Að þeir þurfi að grípa til þessara að-
gerða.
Læknafélagið birti bréf í dag þar sem það biður um skilning
almennings og stuðning, hefurðu samúð með málstað
lækna? Já, maðurinn minn er læknir þannig að ég hef mjög
mikla samúð með læknum. Þetta er ekki gott ástand.
Finnst þér að læknar ættu að fá hækkanir umfram það sem samið var um á al-
mennum vinnumarkaði, þ.e.a.s. 2,8%? Já.
Af hverju? Af því að þetta er mikið nám á bak við þetta starf og mikil vinna.
Mikil ábyrgð og ef við berum okkur saman við önnur lönd sjáum við að þetta
er ekki alveg í lagi.
Ína V. Pétursdóttir, í fæðingarorlofi
Solund Verft AS Norway
will be in Reykjavík 30th and 31th of October
looking for workers
Electro Mechanic, piping/hydraulic, welder.
For other company also Building engineer and plumber.
Contact information: Mr. Eide at post@solundverft.no
MVH
Svein-Tore Eide
Daglig leiar Solund Verft AS
Telefonr.+47 91651051
Telefaks. +47 57787200
svein-tore@solundverft.no
Iðnaðarmenn
óskast
www.solundverft.no