Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 Aðalsveitakeppni framundan í Kópavogsbæ Lokakvöldið í FRESCO-impa- keppni Bridsfélags Kópavogs fór fram s.l. fimmtudag og náðu Sig- urður Jón Björgvinsson og Baldur Bjartmarsson besta skori kvöldsins með 61 impa í plús sem dugði þó ekki til verðlaunasætis samanlagt. Lokastaðan: Haraldur Ingason - Þórir Sigursteinss. 118 Ómar Óskarsson - Böðvar Magnúss. 80 Guðbrandur Sigurbergsson - Jón Alfreðsson/Friðþjófur Einarsson 65 Sig. J. Björgvinss. - Baldur Bjartmarss. 57 Sigmundur Stefáns - Hallgrímur Hallgrímss./Eyþór Hauksson 53 Aðalsveitakeppni félagsins hefst fimmtudaginn 30. okt. kl. 19 og er skráningarfrestur til kl. 16 þann dag. Spilað er í Gjábakka, Fann- borg 8, á bak við Landsbankann við Hamraborg. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Starfandi er á veg- um velferðarráðu- neytisins nefnd, sem á að undirbúa eitt niðurgreiðslu- og af- sláttarkerfi við kaup á heilbrigðisþjónustu, þar á meðal lyfjum. Í frumvarpi, sem lagt verður fram um mál- ið, verður lagt til, að undir slíkt sameig- inlegt niðurgreiðslu- og afslátt- arfyrirkomulag verði felldur kostn- aður við læknisþjónustu, lyfjakaup, rannsóknir, sjúkraþjálfun og aðra heilbrigðisþjónustu. Með annarri heilbrigðisþjónustu er meðal ann- ars átt við sjúkrahúskostnað. Nýja kerfið á m.ö.o. að ná til alls kostn- aðar við heilbrigðisþjónustu hvort sem er utan eða innan heilbrigð- isstofnana. Ætlunin er að setja þak á þátt- töku einstaklinga í kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Formaður nefndarinnar hefur látið orð falla um það, að þetta þak gæti verið 120 þús. kr. Ef meiningin er, að kaupendur heilbrigðisþjónustu verði að greiða allan kostnað við þá þjónustu utan eða innan heilbrigð- isstofnana þar til umræddu þaki er náð mundi það verða lágtekjufólki og mörgum öldruðum og öryrkjum um megn. Almenningur yrði þá að greiða fyrir sjúkrahúsvist þar til 120 þús. kr. markinu væri náð. Það gæti leitt til þess, að hinir efna- minni yrðu að neita sér um sjúkra- húsvist. Höldum í gjaldfrjálsa sjúkrahúsvist Fram til þessa hefur sjúkra- húsvist á Íslandi verið gjaldfrjáls fyrir sjúklinga. Tryggingarnar hafa greitt sjúkrahúsvistina. Allir hafa því átt kost á fullkominni sjúkra- hússmeðferð án tillits til efnahags. Þetta hefur verið aðalsmerki ís- lenska heilbrigðiskerfisins. Við verðum að halda í þetta einkenni kerfisins. Við megum ekki taka upp bandaríska kerfið, þar sem að- eins þeir efnameiri geta veitt sér fullkomna sjúkrahússmeðferð. Við eigum frekar að taka okkur hin Norðurlöndin til fyrirmyndar í þessum efnum. Það er ágætt mark- mið að setja þak á heildarkostnað sjúklinga við kaup á heilbrigð- isþjónustu en það má ekki verða á kostnað bestu kosta heilbrigð- iskerfisins svo sem þeirra að sjúk- lingar eigi kost á gjaldfrjálsri sjúkrahússmeðferð. Ef farið yrði að rukka sjúklinga fyrir sjúkrahúss- vist upp að vissu marki yrði það mikil afturför í okkar heilbrigð- iskerfi. Það yrði gerbreyting, sem mundi flytja okkar heilbrigðiskerfi marga áratugi til baka. Það verður að koma í veg fyrir, að slíkar ráða- gerðir verði að veruleika. Það verð- ur að slá skjaldborg um okkar heil- brigðiskerfi og verja það með öllum ráðum. Landspítalinn í hættu Undanfarin ár hefur mikið verið skorið niður í heilbrigðiskerfinu, bæði á Landspít- alanum og í sjúkra- stofnunum úti á landi. Þetta voru afleiðingar bankahrunsins og kreppunnar, sem fylgdi í kjölfar þess. Nú er kreppunni lokið. Hagvöxtur er þokka- legur miðað við önnur lönd í Evrópu og kaup- máttur er farinn að aukast. Atvinnuleysi hefur minnkað mikið. Það er því komið að því að rétta heilbrigðiskerfið við á ný. En ríkisstjórnin segir, að ekki séu enn til fjármunir til þess að efla heilbrigðiskerfið nægilega. Forstjóri Landspítalans segir að það vanti 2 milljarða til Landspít- alans aðeins til þess að rekstr- argrunnur spítalans sé í lagi. Spít- alinn hefur fengið fjármuni til tækjakaupa. Tækin voru úr sér gengin en það vantar fjármuni til þess að bæta kjör lækna og hjúkr- unarfólks, til viðhalds spítalans og til þess að snúa að einhverju leyti til baka hinum mikla niðurskurði á spítalanum, sem er orðinn óbæri- legur og skapar óviðunandi álag. Fjárveitingar til spítalans eru 10% minni í dag en 2008 á föstu verð- lagi. Ef litið er á rekstrargrunn spítalans kemur í ljós, að aðeins hefur aðeins verið bætt við hann 120 millj. kr. 2014 og 2015. Sömu sögu er að segja um sjúkrastofn- anir úti á landi. Þær vantar aukið fjármagn. Ljóst er samkvæmt þessu, að ekki var tímabært að leggja af auðlegðarskatt, sem gefur 10 milljarða á ári og heldur ekki ráðlegt að lækka veiðigjöld um 8,5 milljarða eins og gert var. Þessa peninga hefði þurft að nota alla í heilbrigðiskerfið. Hjúkrunarheimilin flest rekin með halla Hjúkrunarheimilin í landinu eiga við mikla fjárhagserfiðleika að stríða. Þau eru flestöll rekin með halla. Daggjöldin eru of lág og þess vegna verða hjúkrunarheimilin að spara mikið í rekstrinum. Það er ekki gott að þurfa að skera mikið niður útgjöldin, þegar sjúklingar og eldri borgarar eru annars veg- ar. Eldri borgarar eiga það inni hjá þjóðfélaginu, að búið sé vel að þeim í ellinni. Daggjöld hjúkrunarheim- ila eru 22 milljarðar. Þau þyrftu að hækka um 10% til þess að rekst- urinn verði viðunandi eða um 2,2 milljarða. Það vantar því ekki að- eins fjármuni til Landspítalans heldur einnig til hjúkrunarheim- ilanna vítt og breitt um landið. Að mínu mati á að leysa úr þessum bráðavanda heilbrigðiskerfisins áð- ur en auðlegðarskattur er afnum- inn og veiðigjöld lækkuð. Spítalavist verði áfram gjaldfrjáls Eftir Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson » Allir hafa átt kost á fullkominni sjúkra- hússmeðferð án tillits til efnahags. Höfundur er formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. Í lofi og aðdáun leyfist mér, ljúfi Hallgrímur Péturs hagur, að senda þér línu sem hér er og stundum kallast fær bragur. Þú gafst og ortir frábær ljóð og umvafðir ylkrafti góðum. Til þín vil dánum yrkja óð en efa að slíkt henti fróðum. Á þig lagði ljúfur, góður Guð lánleysi og sorg í langan tíma. Heillaríkt var því þitt heimapuð, hafið yfir þjóð þína og mína. Við þig, vinur, vil fá orð eiga, víðfeðmi, dáði Hallgrímur P. Bækur þínar ég bljúg í mig teyga og bæti í mitt heima-fréttavé. Fjögur hundruð ára árstíð þín er og í auðmýkt bless, minn kæri. Mig hvetur og um hugann fer hafsjór passíusálma og ég í læri. (JRK) Jóna Rúna Kvaran. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Ljóð um Hallgrím Pétursson Sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson Innihurðir í öllum stærðum og gerðum! Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Lei tið tilb oða hjá fag mö nnu m o kka r • Hvítar innihurðir • Spónlagðar innihurðir • Eldvarnarhurðir • Hljóðvistarhurðir • Hótelhurðir • Rennihurðir • Með og án gerefta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.