Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 alltaf saman í öllu; barnauppeldi, halda utan um öll börnin í námi og starfi, bjóða í mat, halda fjöl- skyldunni saman. Dinna alltaf jafnglæsileg, enda átti hún marga fallega kjóla og skart. Ekki gleymi ég hárinu hennar fallega. Sem unglingur gleymi ég aldrei háhæluðu skónum hennar, sem ég mátti máta eins og ég vildi þegar ég var að passa börnin, og þau sofnuð. Já, ég gleymi þessu aldrei. Dinna hefur alltaf verið til staðar. Í Selju- gerðið kom ég oft með dæturnar enda stutt að fara úr Espigerð- inu. Þar var Margrét amma á neðri hæðinni og hamingjan al- gjör. Allir nutu þess að koma í heimsókn, því allt gekk svo vel og allir voru svo velkomnir. Já þar var hamingja, amma og Dinna og fjölskylda undir sama þaki í mörg ár. Fyrir- myndin hélt áfram í lífinu eftir að Margrét amma dó. Dinna hélt áfram að vera til staðar og mér finnst oft að hún hafi verið eins og stóra systir mín, sem ég leit upp til alla ævi okkar saman. Síðast þegar við töluðum í síma sagði ég henni að mér þætti und- urvænt um hana og hún sagði það sama á móti. Það er gott þegar maður hefur misst svona mikið að hafa þótt undurvænt um einhvern, já hana. Ég mun alltaf minnast hennar með kær- leika og þakklæti í huga. Hún átti stóran hlut í hjarta mínu. Ég er mjög stolt af því að fá að bera nafnið hennar. Hvíl í friði elskan mín, Guð blessi þig. Margrét Kristín Möller. Elskuleg föðursystir okkar er látin og við finnum til sorgar og saknaðar. Dinna frænka var fastur punktur í lífi okkar, traust og ávallt reiðubúin til stuðnings og góðra ráða, stöðug uppspretta gleði og hlýju. Hún passaði okk- ur á sínum tíma og við endur- guldum henni ástúðina með því að gæta hennar barna þegar þeir tímar komu. Ófá skiptin kíktum við upp til hennar í Seljugerðinu þegar við heimsótt- um Margréti ömmu sem átti skjól hjá Dinnu og Kristjáni um árabil. Öll eigum við okkar sér- stöku stundir sem við deildum með henni og minnumst nú. Gæðastundir við spjall í eldhús- inu hennar, garðinum, sumarbú- staðnum og á erlendri grundu. Glæsilegu jóla- og afmælisboðin á fallegu heimili þeirra Krist- jáns. Fallega bjarta brosið henn- ar með glit í auga sem lýsti upp tilveruna. Á dánardegi hennar rifjaði mamma upp daginn sem Dinna fæddist, hinn 4. janúar 1940, en þær deildu sama afmælisdegin- um, ellefu ár voru á milli þeirra. Sameiginlegur dagur batt þær enn sterkari vinaböndum. Hún kveður elskulega mágkonu með virðingu og kærleik. Dinna átti hamingjuríka ævi, elskuð og dáð af Kristjáni, börn- um þeirra, tengdabörnum og barnabörnum sem saman mynda samheldna og ástríka fjölskyldu. Dinna frænka var sem móðir og amma mikill foringi og fyrir- mynd afkomenda sinna og þau Kristján héldu þétt utan um þau öll. Nú að leiðarlokum þökkum við umhyggjuna og kærleikann sem hún sýndi okkur systkinum, fjölskyldum okkar og foreldrum. Við munum ávallt minnast henn- ar með virðingu og ást. Okkur hefur alltaf þótt undurvænt um þig, elsku frænka. Hvíl í friði. Margrét Kristín, Alma, Thomas, Ásta og Edda. Með virðingu og þakklæti kveð ég í dag hjartans fallegu frænku mína og nöfnu Kristínu Möller. Dinna frænka var glæsileg kona og mjög tignarleg. Ganga hennar um lífsins veg var falleg; hún hafði fallega nærveru, var umhyggjusöm og hafði yndislega útgeislun sem fór ekki framhjá neinum sem umgekkst hana. Það var alltaf gaman að koma í Seljugerðið til ömmu Margrétar því Dinna og fjölskylda komu ósjaldan að heilsa upp á okkur. Hún heilsaði alltaf innilega, var hress og glöð í bragði enda kunni hún svo vel að meta lífið og njóta þess. Því er ég líka full þakklætis fyrir að þessa ein- staka kona var á mínum lífsins vegi. Þegar ég fæddist var mér falið einstakt hlutverk, þ.e. að bera nöfn tveggja magnaðra kvenna, Leu ömmu og Dinnu frænku. Ég ber stolt nöfn þeirra og það vita þær báðar hvað mér þykir vænt um það. Það er gott að líta yfir farinn veg og ylja sér við góðar minn- ingar á þessari stundu. Mér þótti mjög mikið vænt um að Dinna og Kristján sáu sér fært að eiga með okkur yndislega stund þegar Kristín María, dótt- ir okkar Kalla, var skírð í maí 2011. Þá var Dinna á leið í með- ferð vegna veikindanna en hittist svo vel á að hún átti ekki að byrja fyrr en daginn eftir. Við áttum yndislegan dag saman með fjölskyldu og vinum og svo var skemmtilegur bónus að það bættist lítil nafna í hópinn. Mig langar að kveðja þig, fal- lega frænka mín, með einum af mínum uppáhaldssálmum sem ég syng ósjaldan fyrir ljósin mín þrjú: Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson) Ég óska þér Drottins dýrðar, ávallt Guðs blessunar og fallegr- ar heimkomu elsku Dinna. Það vitum við að í dag ríkir hátíð í himnaríki. Ég bið góðan Guð að veita fjöl- skyldunni allri styrk á erfiðum tímum. Lea Kristín Guðmundsdóttir. Þegar við fengum þær fréttir frá pabba að Dinna frænka hefði kvatt þennan heim fóru margar hugsanir í gegn um hugann. Um leið og sorgin þrengdi að rifj- uðust upp ótal góðar minningar. Við systkinin vorum svo heppin að fá að kynnast Dinnu ung og eiga með henni, Kristjáni og börnunum þeirra fjölmargar góðar stundir. Jólaboð, heim- sóknir í Seljugerðið, góðar stundir í Bakkaseli við Þing- vallavatn, á Skjaldartröð á Hellnum og svo mætti lengi telja. Þegar hugurinn reikar til baka er efst í huga sú hlýja, vin- átta og væntumþykja sem geisl- aði frá Dinnu. Fyrir þessar samverustundir erum við þakklát. Börnin okkar kynntust Dinnu líka og á hún sterkan sess í hug þeirra og hjarta. Það leynir sér ekki þegar þau tala um hana. Í þeirra huga var Þorláksmessuboðið hjá Dinnu og Kristjáni hátíðleg stund sem markaði upphaf jóla- haldsins. Heimilisbragurinn, hangikjötslyktin, félagsskapur- inn og smágjafirnar sem hún laumaði að krökkunum mynduðu ævintýralega stemningu hjá þeim. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins Guð, í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra, kom þú og ver oss hjá. (Sigurbjörn Einarsson) Kæri Kristján og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur. Guð blessi minningu Dinnu. Anna Gréta, Tómas Njáll og Gunnar Þór. Alþýðleg hefðardama er það sem upp í hugann kemur þegar við hjónin á kveðjustund hugs- um til Kristínar Möller og þökk- um fyrir að hafa fengið að njóta samvista með henni. Glæsileg og reist kona með sitt rauða hár og fallega brosið. Óumræðanlega hlý og umvefjandi gagnvart öll- um sem hún hitti, og kona sem tók á móti fólki og lífinu af for- vitni og ánægju. Í gegnum árin áttum við hjónin þess kost að ferðast með Kristínu og Krist- jáni bæði innanlands og utan, og alls staðar þar sem við komum geislaði Kristín og kom fram við fólk og aðstæður eins og ætíð væri hún á heimavelli, – og hvort sem um var að ræða ólíka menn- ingu, aldursmun eða annað kom Kristín fram við persónuna af áhuga og jafnræði. Áreynslulaus framkoma, hlýja og lífshamingja gerðu samvistir við hana jafnt þægilega og skemmtilega. Krist- ín dró að sér fólk með sjarma sínum. Og sú lífshamingja sem hún naut með Kristjáni sínum og allri fjölskyldunni var aðdáunar- verð. Af sömu reisn og æðruleysi tókst Kristín á við veikindi sín, horfði alltaf fram á veginn með tilhlökkun um það sem gera átti þegar heilsan væri betri, – golf- ferðir og ómetanlegar stundir með fallegu stórfjölskyldunni, og alltaf stutt í brosið. Á kveðju- stund getur maður ekki annað en lotið höfði af virðingu og reynt að tileinka sér lífssýn og kraft Kristínar og reynt að njóta augnabiksins sem lífið gefur manni með bros á vör, þakklæti í huga og von í hjarta. Samband Kristjáns og Kristínar var svo augljóslega byggt á trausti, gagnkvæmri virðingu og elsku að unun var á að horfa og í hug- um okkar hjóna voru þau ætíð sem eitt. Kristján, kæri vinur, við vitum að missir þinn er mikill og allrar fjölskyldunnar og biðj- um Guð að styrkja ykkur öll. Minning um stórkostlega konu lifir. Vinarkveðja, Þorbjörg og Brynj- ólfur Bjarnason. Í dag kveðjum við elskulega vinkonu okkar Krístínu Möller, eða Dinnu eins við flestar í saumaklúbbnum kölluðum hana. Samvera okkar hefur varað í rúm 50 ár og aldrei borið skugga á. Það er svo sannarlega ómet- anlegt að eiga góða vini. Við hitt- umst reglulega og fórum þá t.d. í sumarbústaði og skemmtiferðir til Kaupmannahafnar þar sem ein af okkur bjó. Að maður tali nú ekki um ferðirnar til Stykk- ishólms en þar var bernskuheim- ili Dinnu og þar lágu ræturnar og sterkar taugar flestra okkar. Við vinkonurnar reyndum að styðja hver aðra í blíðu og stríðu og ekki síst hún Dinna okkar, sem sýndi fólki áhuga og alúð og umfram allt væntumþykju. Fjölskylda hennar hefur alla tíð verið mjög samrýnd og var henni svo sannarlega allt. Kæri Kristján og fjölskylda. Megi góður Guð vera ykkur styrkur í sorginni. Else Zimsen, Kristín Gunnarsdóttir og Skúli Kr. Gíslason, María Guðmunds- dóttir og Viðar Guðjónsson. Elskuleg vinkona okkar, Krist- ín Möller, er horfin inn á þá ei- lífðarbraut sem bíður okkar allra. Þau hjónin Kristín og Kristján höfðu lengi verið góðir kunningj- ar okkar en sá kunningsskapur þróaðist smám saman upp í al- veg einstaka vináttu. Síðasta áratuginn höfum við átt ótrúlega skemmtilegar samverustundir bæði hér á landi og erlendis. Sameiginlegur golfáhugi gaf okkur gjarnan tilefni til að hitt- ast. Meira máli skipti þó að í samtölum yfir kaffibolla eða kvöldverði var réttur tónn ríkjandi, gagnkvæm vinátta og traust. Skaphöfn Kristínar einkennd- ist af jákvæðni og léttleika ásamt skemmtilegri blöndu af hörku og sveigjanleika. Skap- höfnin var svo aðlaðandi að vinir hópuðust að henni úr öllum átt- um. Þessi stóri vinahópur elsk- aði Kristínu og sóttist eftir fé- lagsskap hennar. Hún lyfti sál vina sinna með glaðlegu viðmóti og uppörvun. Sem húsmóðir var hún svo í hæsta klassa og bragð- laukar gesta hennar kættust um leið og sálarlífið. Í golfinu var Kristín sami að- laðandi félaginn og endranær en þar þurfti hún þó oft að grípa til hörkunnar við erfiðar aðstæður. Hún lét veikindi síðustu missera ekki slá sig út af laginu og kom okkur hvað eftir annað á óvart með krafti og árangri á golfvell- inum. Síðasta golfhringinn spil- uðum við um miðjan júlí síðast- liðinn á erfiðum golfvelli. Á síðustu stundu brást að við fengjum golfbíl eins og til stóð. Hún vildi samt alls ekki hætta við að spila og lauk 18 holum með glæsibrag. Í veikindunum sýndi Kristín mikinn styrk og síðustu mán- uðirnir reyndu mikið á sálar- þrekið. Allt til hins síðasta geisl- aði þó frá henni sú jákvæðni og hlýja sem einkenndu hana allt lífið. Við þökkum Kristínu vinátt- una og samfylgdina og biðjum henni Guðs blessunar. Kristjáni og fjölskyldunni sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ingibjörg (Inga) og Sveinn. Elsku Kristín eða amma Dinna eins og börnin mín kalla þig. Það er margt sem kemur í hugann enda hefur þú verið svo stór partur af öllu mínu lífi, þið mamma giftar bræðrum og bestu vinkonur alla tíð og mikill samgangur. Oft gisti ég í gegn- um árin enda við Tommi vinir, rétt ár á milli okkar og stutt á milli heimila okkar, og átti ég alltaf athvarf hjá ykkur þegar á reyndi. Aldrei dæmdir þú mig en við gátum átt samræður af for- dómaleysi og virðingu, eins og hin mamma mín. Þú hvattir mig til að læra kokkinn enda hafði áhuginn vaxið við að fá að vera við hlið þér í veislum, sem þú varst mikið með, oft vegna starfa Kristjáns og ég stoltur að fá að taka þátt í. Man svo vel þegar ég átti von á fyrsta barninu 19 ára og þú hálf abbó að mamma yrði amma á undan þér. Var ákveðið að þú yrðir amma Dinna sem þú ert enn kölluð af börnum mínum. Held að það sé þér að þakka að stórfjölskyldan hefur haldið saman, alltaf verið til staðar fyr- ir alla. Þakklæti vegna tryggðar við mömmu öll árin sem hún var veik og hvernig þið Kristján stóðuð með okkur systkinunum þegar hún dó fyrir u.þ.b. þremur árum. Alltaf var reiknað með ykkur þegar stórir atburðir voru í okkar lífi, nú síðast í brúðkaupi Kristins og Aldísar sem gladdi þau og okkur öll að skyldir hafa heilsu til að koma. Alltaf voru símtöl á afmælum okkar, svona fastur punktur. Mikill er missir Kristjáns og fjölskyldunnar en þau eru sterk að eiga hvert annað og frábært samband. Megi algóður Guð blessa þig og takk fyrir sam- fylgdina. Ragnar J. Kristinsson (Raggi). Einn sólríkan ágústdag, sum- arið 1959, var ég á göngu á Aust- urvelli með vinkonu minni. Þá tók ég eftir stúlku á mínum aldri með afskaplega fallegt rautt hár, sem kom á móti okkur. Hún var í blárri dragt. Þetta var Kristín Möller. Í mínum huga var Dinna alltaf þessi unga stúlka í bláu dragtinni. Fljótlega eftir þetta kom í ljós að ungu mennirnir sem við vorum báðar nýbúnar að kynnast voru vinir, þeir Kristján og Friðjón Björn. Svona byrjaði nú okkar vinátta. Þeir vinirnir voru ansi flottir á því og buðu okkur alltaf á laugardögum á ball í Sjálfstæðishúsinu, sem var við Austurvöll, og í mat á undan. Eftir hádegi á laugardögum var hringt og spurt „í hverju ætlar þú að vera í kvöld?“ Við áttum ekki marga ballkjóla en samt þurftum við alltaf að vera vissar um í hverju hin ætlaði að vera. Þetta voru sko alvöruballkjólar. Þetta gekk svona til áramóta. En á gamlárskvöld settu bæði ungu pörin upp hringa og fóru svo á ball í Lídó. Síðan tóku við brúðkaup, íbúðakaup og barn- eignir. Það er svo margt sem hægt er að minnast eftir öll þessi ár. Öll matarboðin og útilegurnar með krakkana. Utanlandsferðir bæði með og án barna. Við heimsótt- um þau til Flórída og þau heim- sóttu okkur til Svíþjóðar. Helg- arferðirnar með spilaklúbbnum á sveitahótel hér á landi. Og boð- in í sumarbústaðinn. Ég vann lengi á skrifstofu Fósturskóla Ís- lands og eitt árið vantaði mann- eskju í hálft starf. Mér datt strax Dinna í hug. Satt best að segja var ég svolítið kvíðin, því þetta yrði virkileg reynsla á vin- áttu okkar að vera saman alla daga. Annaðhvort yrði þetta til þess að það yrðu vinslit eða að við yrðum betri vinkonur, sem varð raunin, guði sé lof. Oft var mikið hlegið, en þessi skrifstofa var þannig að við leystum hin ólíklegustu mál. Þetta var fyrir tíma farsímanna og börn nemenda hringdu með alls konar vandamál sem við gerðum okkar besta til að leysa. Svo sem að greina í orðflokka í gegnum síma og „heldurðu að ég megi ekki fá mér franskbrauð?“ Sem við leyfðum auðvitað. En þetta var einstaklega skemmti- legur tími og varð þessi hópur sem vann í skólanum mjög sam- heldinn og hittist a.m.k. einu sinni á ári og stundum tvisvar. SJÁ SÍÐU 30 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES SIGURÐSSON forstöðumaður, sem lést föstudaginn 24. október, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 31. október kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Jóhannesar er bent á að styrkja afabarn hans, Sunnu Valdísi, og AHC samtökin kt. 590509-1590 reikn. 0322-22-1549. Vilborg Fríður Björgvinsdóttir, Björgvin H. Jóhannesson, Bjarni S. Jóhannesson, Björg Dagmar Jóhannesson, Bjarki Þór Jóhannesson, Steingerður Kristjánsdóttir, Sigurður H. Jóhannesson, Ragnheiður Erla Hjaltadóttir, Jóhannes B. Jóhannesson, Glicia Gomes, barnabörn og langafabörn. ✝ Móðir okkar og fóstra, ANNA BJÖRNSDÓTTIR, Ásabyggð 12, Akureyri, lést aðfaranótt sunnudagsins 26. október að Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Halldóra Ólafsdóttir, Sigurður Ólafsson, Anna Ingeborg Pétursdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi, sonur og tengdafaðir, INGÓLFUR SVEINSSON, Ásbúð 64, Garðabæ, lést fimmtudaginn 23. október í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 31. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu. Anna Björg Pálsdóttir, Gyða Ingólfsdóttir, Benedikt Stefánsson, Agnar Páll Ingólfsson, Hildur Baldvinsdóttir, Sigurbjörn Ingi Ingólfsson, Gyða Ingólfsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.