Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 Leikur Ísak, Kári og Álfheiður voru gestir í fermingarveislu sem haldin var í félagsheimili Orkuveitunnar í Elliðaárdal. Freistandi var að fara út að leika sér í hálffrosnum pollum. Golli Árin 1970-1980 voru vakningaskeið í Vest- ur-Evrópu og Banda- ríkjum Norður- Ameríku í kjölfar efnahagslegs upp- gangs sem gagnast hafði allvel stækkandi millistéttum eft- irstríðsáranna. Jafn- framt komu fram sterkar aðvaranir um afleiðingar ríkjandi efnahagsstefnu sem m.a. birtust sem mengun og ofnýting nátt- úrulegra auðlinda. Bækur eins og Raddir vorsins þagna og Endi- mörk vaxtarins vöktu mikla athygli og Stokkhólmsráðstefna SÞ 1972 um Umhverfi mannsins markaði þáttaskil á þeim vettvangi. Hér- lendis var áratugurinn sóknartími í náttúruvernd og Íslendingar höfðu forgöngu um verndun auðlinda sjávar með útfærslu landhelginnar. Þrátt fyrir jákvæð skref fjölgaði þó stöðugt neikvæðum teiknum um áhrif umsvifa ört stækkandi mann- kyns. Árið 1982 settu Sameinuðu þjóðirnar á fót Heimsnefnd um umhverfi og þróun til að leggja á ráð um viðbrögð. Formaður henn- ar var Gro-Harlem Brundtland fyrsti umhverfisráðherra og þá forsætisráðherra Norðmanna. Óljós forskrift um sjálfbæra þróun Brundtland-nefndin kynnti árið 1987 til- lögur sínar undir heit- inu Sameiginleg fram- tíð okkar (Our common future. Ox- ford 1987). Þrátt fyrir andmæli hafði nefndin ákveðið að takmarka ekki tillögur sínar við umhverfismál í þröngri merkingu heldur fjalla jafnframt um þróun efnahags og félagsmála á heimsvísu. Álit sitt kynnti hún til sögunnar undir heitinu sjálfbær þróun og skilgreindi þetta nýja hugtak þannig: „Mannleg starf- semi sem fullnægir þörfum sam- tímans án þess að draga úr mögu- leikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“ Með sjálfbærri þróun skyldi samkvæmt samþykkt SÞ leitast við, frá og með árinu 2000 og eftirleiðis, að ná jafnvægi milli efnahagslegra, félagslegra og umhverfislegra þátta í samfélagsþróuninni horft til langs tíma og samþætta aðgerðir að því markmiði. Nefndin fór ekki út í nákvæmar skilgreiningar á einstökum þáttum, en segir m.a. í áliti sínu að þörf geti verið á að nýta til fulls efnahagslega vaxt- armöguleika, sérstaklega til að fullnægja þörfum á vanþróuðum svæðum. (s. 44). Frjálshyggja gegn forskriftum Um það leyti sem Brundtland- skýrslan kom út hafði boðskapur frjálshyggjunnar eignast öfluga talsmenn, sem ruddu óheftri efna- hags- og fjármálastarfsemi braut- ina um veröld víða. Óheftir fjár- magnsflutningar, studdir tölvutækni, voru einn af ávöxt- unum. Nú byggir gangverk efna- hagsstarfseminnar hvarvetna á sömu meginforsendum: Kapp- hlaupi um að auka framleiðslu og neyslu, mælda í hagvexti, sem for- sendu fyrir að „hjól atvinnulífsins“ stöðvist ekki. Í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku og víðar er þessu gangverki haldið á lífi með gíf- urlegum opinberum lántökum og almannafé er dælt í fjármálastofn- anir til að forða þeim frá gjald- þroti. Hugtökin sjálfbær þróun og sjálfbærni eru í besta falli notuð sem merkingarlaus skrautyrði af talsmönnum efnahagslífsins. Kreppan 2008 hefur engu breytt um undirstöður kerfis þar sem þjóðarauður færist á æ færri hend- ur og bilið á milli þjóðfélagshópa, ofurríkra og almennings, breikkar stöðugt. Í Bandaríkjunum, sem lengst eru komin á þessari braut, er nú talað um „eina prósentið“ sem hirt hafi helminginn af efna- hagsábata síðustu áratuga. (Sjá Thomas Piketty. Capital in the 21st Century. Harvard University Press 2014.) Hagvaxtarviðmið og veldisvöxtur Flestar hagstofnanir gera ráð fyrir að þörf sé fyrir a.m.k. 2% ár- legan hagvöxt á mann í þróuðum ríkjum til að hjól efnahagslífsins snúist eðlilega og sú tala er sögð þurfa að ná 4% árlega að meðaltali út öldina til að jafna bilið milli ríkra og fátækra þjóða. Til að þetta gengi eftir þyrfti vöru- og þjónustumagn að vaxa 33-falt á heimsvísu til næstu aldamóta og framhaldið er alþekktur veldis- vöxtur. (Meinhard Miegel. Exit. Wohlstand ohne Wachstum. Berlin 2010, s. 62). Slíka framsetningu er auðvitað freistandi að afskrifa sem einberan talnaleik, ef ekki stæðu að baki stofnanir eins og Evrópu- sambandið, sem í forsendum Lissabon-sáttmálans taldi rétt að stefna að 3% hagvexti innan ESB til lengri tíma. Hagvöxtur í Kína, helsta haldreipi viðskiptaheimsins, hefur síðustu tvö árin lækkað úr 9% í 7,3% og framhald á þeirri þróun er talin boða váleg tíðindi fyrir heimsbúskapinn. Fátt sýnir betur á hvílíkum brauðfótum efna- hagskerfi heimsins stendur og engin viðleitni ráðandi afla er sýni- leg til að berja í brestina og leita nýrra leiða. Aðeins ein jörð Þær kynslóðir sem nú eru á dögum ættu að vita að mannkynið hefur aðeins eina jörð til umráða. Hugmyndir um flóttaleiðir út í geiminn til annarra hnatta geta verið skemmtileg dægrastytting en eru í reynd fjarstæða. Við deilum hér kjörum og aðstæðum með milljónum lífverutegunda sem til samans mynda það umhverfi sem við erum að umbylta og verður fá- tækara með hverju ári sem líður fyrir tilverknað mannsins. – Við aðsteðjandi vandamálum verður ekki brugðist með áframhaldandi ósjálfbærum efnahagsvexti, sem aðeins gerir illt verra. Til verður að koma sem fyrst umbreyting á mannlegu samfélagi þar sem tryggt verði jafnvægi milli efn- islegra umsvifa mannsins og þol- marka umhverfisins. Eftir Hjörleif Guttormsson » Við aðsteðjandi vandamálum verður ekki brugðist með áframhaldandi ósjálf- bærum efnahagsvexti, sem aðeins gerir illt verra. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Efnahagskerfi sem vinnur gegn sjálfbærri þróun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.