Morgunblaðið - 28.10.2014, Síða 34

Morgunblaðið - 28.10.2014, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 María Sigurðardóttir er svæfinga- og gjörgæslulæknir áLandspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi og hefur unniðþar síðan 1992. Hún lauk námi í svæfingalæknisfræði frá Svíþjóð 1990. Hún vann einnig við afleysingar við Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað 1994-2008 og frá 2009 hefur hún reglulega far- ið til Svíþjóðar og unnið á sjúkrahúsi þar. En hver eru áhugamál Maríu? „Ég fer reglulega í líkamsrækt og hef gaman af útivist og að ganga á fjöll. Ég fór m.a. á Lómagnúp og það var frekar erfið ferð því við fórum upp vestanmegin, en þar þarf að fara upp bratt gil. Ég læt síðan fjallgöngurnar vera á vet- urna en tek í staðinn á móti slösuðu fjallgöngufólki í vinnunni. Reyndar stunda ég einnig skíði og tel mig vera nokkuð seiga á svigskíðunum. Svo gutla ég aðeins í golfi.“ María hlaut viðurkenningu árið 1993 frá Slysavarnafélagi Reykjavíkur þegar hún bjargaði dreng frá drukknun í Sundlaug Kópavogs. Hún fékk einnig viðurkenningu fyrir björgunarafrek vegna slyss sem varð um borð í Hoffelli 2010 á Fáskrúðsfirði. Eiginmaður Maríu er Ríkarður Sigfússon, sérfræðingur í bækl- unarskurðlækningum. Synir þeirra eru Ríkarður, f. 1977, og Fann- ar, f. 1982, og barnabörnin eru orðin fjögur. María ætlar að eyða afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. María Sigurðardóttir er sextug í dag Svæfingalæknirinn „Þetta er krefjandi og skemmtilegt starf.“ Dugleg í ræktinni og seig á skíðunum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Breiðdalsvík Þórdís Karen fæddist 14. mars kl. 03.00. Hún vó 4.150 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Lilja Björk Bjarkadóttir og Bjarki Svavarsson. Nýir borgarar Reykjanesbær Fjölnir Hólmsteinn fæddist 6. september kl. 3.40. Hann vó 3.790 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Eyrún Ósk Guð- mundsdóttir og Steinar Guðni Baldvinsson. K ári Kristján fæddist í Vestmannaeyjum 28.10. 1984 og ólst þar upp. Hann var í Barna- skólanum í Vest- mannaeyjum og Framhaldsskólanum þar, lauk stúdentsprófi þaðan 2003 og hefur stundað nám í íþróttafræðum við HR í tvö ár. Kári Kristján hefur fengist við hin ýmsu störf frá yngri árum, hóf að vinna í saltfiskvinnslu hjá Valda í Kinn í Eyjum er hann var á fjórtánda árinu, vann síðan í fiskvinnslu hjá Ís- félaginu, við löndun á fiski, var í slátturgenginu hjá Sigga Valló, var sundlaugavörður um skeið, tók síld- arvaktir, tjargaði stafkirkjuna og var tvö sumur til sjós á Dala-Rafni VE 508. Kári Kristján æfði og keppti í handbolta og knattspyrnu, fyrst með Þór og síðan með yngri flokkum ÍBV, lék með meistaraflokki ÍBV í hand- bolta 1999-2004, lék með Haukum í Hafnarfirði 2005-2009, var atvinnu- Kári Kristján Kristjánsson handboltakempa og þjálfari – 30 ára Morgunblaðið/Ómar Handboltakempan Hér er línumaðurinn knái kominn í skotfæri í landsleik við Austurríki nú á dögunum. Afar fyndinn eyjapeyi Í sumardressinu Klara passar að Kristján Kári, litli bróðir, standi kyrr. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Skjáhanskar Villidýr á verði tiger.is · facebook.com/tigericeland S: 528 8200 Spjallað í skítakulda Prjónavettlingar með sérstakt leiðandi efni á þumli, vísifingri og löngutöng sem virkar á snertiskjái, svo þú getir sent sms og snapptjött og allt hitt. Sjö útgáfur, 600 kr. parið. Sendum í póstkröfu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.