Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 4

Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið/Golli Maíspoki Þeir eru umhverfisvænir. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Burðarpokar úr maís eru farnir að sjást við kassana í búðum hérlendis. Þeir eru gerðir úr maíssterkju og matarolíu svo úr verður sterkt efni með stuttan líftíma sem hefur það framyfir plastpoka að brotna niður í náttúrunni á nokkrum vikum, það tekur plastpokann nokkur hundruð ár að brotna niður. Það er Íslenska gámafélagið sem flytur maíspokana inn frá Ítalíu. Um er að ræða þann poka sem reynst hefur best þar í landi, en Ítalía hefur verið plastpokalaus í tíu ár. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Ís- lenska gámafélagsins, segir pokana standast kröfurnar sem eru gerðar til burðarpoka og vel það, þeir séu ekki síðri en plastpokar í styrk. Nokkrar verslanir eru farnar að nota maíspokann, sérstaklega í þeim sveitarfélögum sem eru með þriggja tunnu flokkunarkerfi. Í september fór Umhverfishópur Stykkishólms af stað með átak í því að gera bæinn burðarplastpoka- lausan. Theódóra Matthíasdóttir, sem situr í verkefnisstjórn burð- arplastpokalauss Stykkishólms, seg- ir að nær allir verslunar- og þjónustuaðilar í bæjarfélaginu taki þátt í verkefninu. Meira að segja stórverslanir eins og Lyfja og Bónus bjóði nú upp á maísburðarpoka. Þeir eru tíu krónum dýrari í Bónus en burðarpoki úr plasti. Önnur sveitarfélög sýna áhuga „Markmiðið er að minnka plast- notkun og helst koma alveg í veg fyrir að plast sé sent í urðun héðan, það á ekki heima í urðun,“ segir Theódóra, hjá þeim sé allt rusl flokk- að og því hægt að nota maíspokana bæði í almennt sorp og undir líf- rænan úrgang. Hún segir íbúa taka mjög vel í verkefnið og að önnur sveitarfélög hafi sýnt því áhuga að fara í sams konar átak. „Í lok ársins gefum við út skýrslu um fram- kvæmd og framgang verkefnisins sem á í leiðinni að verða öðrum sveit- arfélögum til leiðbeiningar. Við sjáum hvort það er hægt að gera þetta með fræðslu og samvinnu, án þess að leggja bann á plastpoka.“ Hafnarfjarðarbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem hafa samþykkt að fara í átaksverkefni til að draga úr notkun plastpoka og einnota um- búða hjá stofnunum og íbúum bæj- arins. Bærinn ætlar að dreifa fjöl- nota innkaupapokum til allra íbúa og hefur sýnt maíspokunum áhuga. Mikið spurt um maíspokana Oddi framleiðir m.a. haldapoka og aðrar umbúðir fyrir verslanir. Sig- urður Þorvaldsson, viðskiptaþróun- arstjóri Odda, segir að enn sem komið er hafi hinir venjulegu plast- pokar yfirhöndina, einfaldlega vegna þess að þeir eru ódýrastir, en það hafi greinilega dregið úr notkun þeirra með tilkomu annarra lausna eins og pappírspoka, taupoka og ma- íspoka. Sigurður segir áhuga við- skiptavina á umhverfisvænni val- kostum alltaf að aukast og það sé heilmikið spurt um maíspokana. Dregið úr notkun burðarplastpokans  Verslanir bjóða upp á burðarpoka úr maís  Stykkishólmur ætlar að verða burðarplastpokalaus Bændamarkaðurinn Frú Lauga hóf notkun maíspoka nýverið. „Okkur fannst tímabært að leggja okkar af mörkum til að minnka plastpokanotkun. Þarna eru komnir pokar sem eru góðir staðgenglar plastpokans og jafn- framt bæði hægt að nýta undir innkaup og rusl,“ segir Arnar Bjarnason, eigandi Frú Laugu. „Við seljum þá nokkrum krón- um ódýrari en plastpokana sem við vorum með. Við bjóðum einn- ig upp á bréf- og fjölnotapoka.“ Leggja sitt af mörkum Í FRÚ LAUGU Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þær upplýsingar sem aflað hefur verið um áhrif brennisteinstvíoxíðs benda ekki til þess að gasið frá Holu- hrauni hafi langvarandi áhrif á heilsufar fólks. Þetta segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Styrkur brennisteinsgassins sem lá yfir Suð- austurlandi í fyrradag er sá lang- mesti sem mælst hefur í byggð frá því að eldgosið hófst. Enginn hafði þó leitað sér aðstoðar vegna þess á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn í gær. Að sögn Þorsteins Jóhannssonar, sérfræðings í loftmengun hjá Um- hverfisstofnun, var fyrra metið um 6.000 míkrógrömm (μg) á rúmmetra í hæstu toppunum í byggð. Topparn- ir á Höfn á Hornafirði hafa hins veg- ar farið upp í allt að 21.000 μg. Skalinn sprengdur „Þetta er eiginlega búið að sprengja skalann hjá okkur. Við ráð- leggjum fólki eindregið að halda sig innandyra og vera sem minnst á ferðinni,“ segir hann. Þegar komið er upp í gildi yfir 14.000 μg/m3 segir Þorsteinn að ástæða sé til að ráðast í aðgerðir til að hreinsa loft innandyra. Lokuð hús verji fólk fyrir um 90% af gas- inu. Þegar styrkur gassins er kom- inn upp í 20.000 μg þýði það að styrkurinn innandyra sé um 2.000 μg. Umhverfisstofnun hefur því meðal annars ráðlagt fólki að bleyta klúta í matarsódalausn og hafa skrúfað frá köldu vatni í sturtum til að reyna að hreinsa loftið. „Þetta efni skolast vel út með vatni. Allt brennisteinstvíoxíð sem er undir sturtunni leysist upp í vatninu og skolast niður. Þetta hreinsar aðal- lega í baðherbergi en gasið leitast við að jafna sig út. Þegar þú ert kominn með eitt herbergi sem er hreinna en hin þá fer gasið að leita þangað inn,“ segir Þorsteinn. Leita fjármagns og fólks Brennisteinstvíoxíð er ertandi fyr- ir augu og öndunarfæri fólks. Í miklu magni, til dæmis á gosstöðvunum sjálfum, getur gasið hreinlega kæft fólk. Þess vegna þurfa vísindamenn á vettvangi að hafa gasgrímur til taks. Styrkur gassins þyrfti hins vegar að vera mun hærri en jafnvel þeir toppar sem mældust á Höfn til að af því stafaði viðlíka hætta í byggð. Hæpið er að það geti gerst. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að helst sé litið til reynslu manna í Japan af eldvirkni sem hefur staðið yfir í sjö ár til að meta lang- tímaáhrif á heilsu fólks. Þekkt sé að þeir sem eiga við öndunarfærasjúk- dóma á borð við astma að etja verði verri en ekki sé annað að sjá en þau óþægindi hverfi þegar gasið fer. „Við höfum fullan vilja til að rann- saka þetta og reyna að læra eitthvað af þessu. Við erum að leita eftir fjár- magni og vísindamönnum til að gera það en við horfum svolítið til fram- tíðar, reynum að fylgjast með hvort þetta hafi haft einhver áhrif. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem okk- ur hefur tekist að afla á þetta ekki að hafa nein langtímaáhrif ef gasið fer aftur,“ segir hann. Mynd/Oddur Elvar Sveinsson Gas Blá móða lá yfir Höfn á Hornafirði og nærsveitum í fyrradag. Styrkur brennisteinstvíoxíðsins var sá mesti sem mælst hefur í byggð frá því að eldgosið hófst. Myndin var tekin á Nesjum og má rétt sjá móta fyrir Ketillaugafjalli. Ekki langtímaáhrif  Íbúar á Höfn hafa ekki þurft að leita læknisaðstoðar vegna brennisteinsgass  Einkenni hverfa að líkindum með gasinu Spá um dreifingu brennisteinstvíoxíðs í dag Heimild: Veðurstofa Íslands Bleika svæðið sýnir hvar líkur eru á að gas dreifist frá eldgosinu 28. október Reykjavík Stykkishólmur Blönduós Hveravellir Akureyri Egilsstaðir Höfn í Hornafirði Kirkjubæjarklaustur Húsavík Ragnar H. Hall hrl. segir að skipta- stjóra Eignamiðjunnar ehf. hafi borið að geta um það í auglýsingu í Lög- birtingablaðinu hafi hann hlutast til um að ráðstafa veðsettum eignum úr búinu. Morgunblaðið leitaði til Ragn- ars og bað hann að leggja mat á þann ágreining sem er uppi á milli Jóns Þórs Ólasonar, lögmanns Karls Steingrímssonar, og Ástráðar Har- aldssonar, skiptastjóra Eignamiðj- unnar ehf., líkt og greint var frá hér í Morgunblaðinu á laugardag. „Ég sé ekki betur en að fréttin í Morgunblaðinu sé í fullu samræmi við tilkynninguna sem skiptastjórinn fékk birta í Lögbirtingablaðinu. Við- talið við skiptastjórann ber með sér að búið var ekki eignalaust þegar skiptin byrjuðu, en sennilega hafa all- ar eignir þess sem einhverju máli skipta verið yfirveðsettar. Að því leyti sem skiptastjórinn hefur sjálfur hlutast til um að ráðstafa veðsettum eignum, þá hafa auðvitað komið greiðslur upp í veðkröfurnar sem lýst var í búið. Um það bar skiptastjór- anum að geta í auglýsingunni um skiptalokin, sbr. 2. mgr. 162. gr. laga nr. 21/1991, þar sem segir að fram skuli koma „… hvað greiddist upp í kröfur í einstökum flokkum og hverr- ar fjárhæðar þær kröfur hafi verið sem fengust að engu greiddar …“ eins og segir í lagatextanum,“ segir Ragnar. Á ekki við um öll bú Ragnar segir jafnframt: „Ef engar eignir hefðu fundist í þessu búi er vandséð hvers vegna skiptameðferð þess hefur tekið meira en fjögur ár. Það er líka svolítið sérstakt hjá skiptastjór- anum að vísa til þess að tilkynn- ingin um skipta- lok sé „stöðluð“. Það er að vísu rétt að svona líta til- kynningar út þar sem ekkert annað hefur verið gert en að lýsa eftir kröf- um og kanna eignastöðu en ekkert fundist til að greiða kröfurnar með. En það á ekki við um öll bú, sem bet- ur fer, þótt vissulega sé slíkt algengt. Tilkynningar um skiptalok verða að sjálfsögðu að innihalda upplýsingar um það sem gerðist í skiptameðferð- inni en ekki bara það hvort skipta- stjórinn greiddi út peninga til kröfu- hafanna í lokin, þegar búið var að selja eignir búsins.“ Ragnar kveðst hafa lesið yfirlýs- ingu Jóns Þórs. „Ég tel að efni hennar sé rétt hvað þessa hluti varðar. Ég veit aftur á móti ekkert um það misræmi í tölum um skuldir félagsins sem hann gerir að umtalsefni. Skiptastjóri á ekki að verja tíma og peningum í að fást við útreikning á fjárhæðum krafna ef sýnt þykir að ekkert muni fást upp í kröfurnar. Ef hann leggur veðhöfum út eignir, þá staðreynir hann að sjálf- sögðu fjárhæð þeirra krafna sem eiga að fá greiðslu út úr söluverði viðkom- andi eigna, en leggst ekki yfir út- reikning á kröfum umfram það,“ seg- ir Ragnar H. Hall. agnes@mbl.is »24 Eignir búsins lík- lega yfirveðsettar  Ragnar H. Hall hrl. segir að búið hafi sennilega ekki verið eignalaust Ragnar H. Hall Að mati Creditinfo á að tilgreina í auglýsingum um skiptalok hvað greidd- ist upp í kröfur í einstökum flokkum og hverrar fjárhæðar þær kröfur hafi verið sem fengust að engu greiddar sbr. 2. mgr. 162. gr. gjaldþrota- skiptalaga nr. 21/1991. Auglýsing um skiptalok eigi að innihalda upplýsingar um það hve mikið greiddist upp í kröfur. „Í fréttaflutningi var nýlega upplýst um auglýsingu um skiptalok í til- teknu þrotabúi þar sem efni auglýsingar var ekki í samræmi við lög, en í henni var tiltekið að engar eignir hafi verið í búinu og ekkert hafi greiðst upp í lýstar kröfur. Varhugavert er að heimfæra slíkt tilvik yfir á allar samhljóma auglýsingar um skiptalok,“ segir í svari Creditinfo. Nánar er fjallað um málið á mbl.is. baldura@mbl.is Var ekki í samræmi við lög AFSTAÐA CREDITINFO TIL AUGLÝSINGAR Í LÖGBIRTINGABLAÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.