Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Í tilefni þess að Sveinn Einarsson
leikstjóri og fyrrverandi leik-
hússtjóri varð áttræður fyrr á
þessu ári hefur Árni Krist-
jánsson, leikstjóri og leikritahöf-
undur, sett saman einleik honum
til heiðurs sem hann flytur sjálf-
ur í Þjóðleikhúskjallaranum í
kvöld kl. 20. „Einleikurinn heitir
Narfi og er leikrænn fyrirlestur
um Narfa eftir Sigurð Pétursson
sem oft hefur verið talið fyrsta
alvöru leikskáld Íslendinga,“ seg-
ir í tilkynningu. Aðgangur er
ókeypis.
Leikið til heiðurs
Sveini Einarssyni
Sveinn
Einarsson
Árni
Kristjánsson
Íslenski dansflokkurinn frum-flutti síðastliðna helgi tvöverk á Nýja sviði Borgarleik-húsins. Brian Gerke samdi
fyrra verkið, Meadow, en hann er
einn af dönsurum flokksins. Brian
dansaði þó ekki í verkinu. Sviðs-
myndin var minimalísk, svart tjald
sem rammaði inn sviðið og gólf-
dúkur sem minnti helst á blómahaf í
draumsýn. Dúkurinn, lýsingin og
tónlistin mynduðu ævintýralega
stemningu sem setti tón verksins. Í
sýningarskrá segir að Brian sæki
innblástur til æskuslóða sinna í
Montana, þar sem leynist fjölskrúð-
ugt dýralíf. Þessi náttúrutenging
var sérstaklega áberandi í upphafi,
þar sem hreyfingar dansaranna
voru nokkuð dýrslegar. Vel útfærð-
ur sóló Höllu Þórðardóttur undir-
strikaði þessa náttúrutengingu þar
sem fattur líkami og langir útlim-
irnir sköpuðu hugmynd um frum-
stæða veru.
Þegar líða tók á verkið tóku lík-
amarnir að réttast upp, fettan hvarf
og meira sást af sporum sem eiga
ætt sína að rekja til klassísks dans.
Verurnar á sviðinu höfðu breyst í
nýjar verur. Þessi breyting hreyfi-
formsins var nokkuð ruglandi, sömu
dansararnir virtust eiga að leika
fleiri en eitt hlutverk. Báðir stílarnir
voru þó áhugaverðir og mikið var
um vel gerðar samsetningar, en það
má segja að það hafi aðeins vantað
upp á dýptina í heildarútfærslu
verksins. Það voru þó margar fal-
legar senur í verkinu sem vöktu
lófaklapp viðstaddra og má þar
nefna fyrsta sóló Katrínar Á. John-
son, enda gaman að sjá hana dansa
með flokknum eftir nokkurra ára
hlé. Tónlist verksins var vel valin og
ýtti hún undir súrrealíska stemn-
ingu þessa brenglaða ævintýralands
sem minnti helst á söguna um Lísu í
Undralandi.
Eftir hlé var verkið EMO1994
sett á svið. Höfundur verksins, Ole
Martin Meland, er ungur norskur
dansari og danshöfundur. Lýsing
var mikilvægur þáttur verksins, en
önnur hlið sviðsins var fyllt með
ljóskösturum. Auk þess var nokkuð
unnið með myrkur. Í upphafi verks
voru dansararnir klæddir svörtum
kuflum, með svartar derhúfur á
höfði og svört sólgleraugu. Það var
ekki auðséð hvort það væru konur
eða karlar inni í hoppandi kuflunum.
Það eina sem skipti máli var töff-
araskapurinn sem var settur fram á
kímilegan hátt. Tónlistin gerði mik-
ið til þess að ýta undir klisjuna sem
fór í raun algjörlega yfir strikið en
varð þannig heillandi á kómískan
hátt. Húmor var rauði þráðurinn í
verkinu, en þrátt fyrir það var al-
varlegur undirtónn sem gerði dans-
smíðina enn áhugaverðari. Verkið
var vel upp byggt, ólíkir kaflar
tvinnuðust saman á einstakan hátt,
þar sem hljóðmyndin spilaði stórt
hlutverk. Það tók dálítinn tíma að
koma sér inn í verkið sem hefði því
jafnvel mátt vera ögn lengra.
Það var mikil stemning í salnum á
frumsýningarkvöldinu og mikið
klappað, jafnvel inni í miðjum verk-
unum. Það passaði mjög vel að sýna
þessi verk á sama kvöldinu, en bæði
höfðu þau létt yfirbragð og kröfðust
mikils líkamlegs krafts frá döns-
urunum sem stóðu sig afar vel.
Morgunblaðið/Golli
Klappað „Það var mikil stemning í salnum á frumsýningarkvöldinu og mikið klappað, jafnvel inni í miðjum verk-
unum,“ segir í gagnrýni um sýningu Íslenska dansflokksins, Emotional. Hér sjást dansarar æfa verkið Meadow.
Stemning í salnum
Borgarleikhúsið
Emotional bbbmn
Frumflutningur Íslenska dansflokksins
á tveimur verkum undir forskriftinni
Emotional.
Meadow eftir Brian Gerke. Ljósahönn-
un: Jóhann Bjarni Pálmason. Hönnun
sviðsmyndar: Brian Gerke. Bún-
ingahönnun: Agnieszka Baranowska.
Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon,
Cameron Corbett, Einar Nikkerud, Halla
Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir,
Katrín Á. Johnson og Unnur Elísabet
Gunnarsdóttir.
EMO1994 eftir Ole Martin Meland.
Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason
og Ole Martin Meland. Hönnun sviðs-
myndar: Ole Martin Meland. Bún-
ingahönnun: Agnieszka Baranowska.
Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon, Bri-
an Gerke, Brynja Jónsdóttir, Cameron
Corbett, Einar Nikkerud, Gerður Guð-
jónsdóttir, Halla Þórðardóttir, Hjördís
Lilja Örnólfsdóttir, Magnea Ýr Gylfa-
dóttir og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir.
Frumsýning á Nýja sviði Borgarleik-
hússins 25. október 2014.
MARGRÉT
ÁSKELSDÓTTIR
DANS
SCREEN- OG
RÚLLUGARDÍNUR
Henta vel þar sem sól er mikil
en þú vilt samt geta séð út
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Meira úrval
Meiri gæði
Íslensk
framleiðsla
eftir máli
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
Lína Langsokkur –★★★★ – S.J. fbl.
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k.
Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas.
Fös 7/11 kl. 18:00 Aukas. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k.
Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 13:00
Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 16:00
Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Lau 27/12 kl. 13:00
Sun 9/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Sun 28/12 kl. 13:00
Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k.
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Bláskjár (Litla sviðið)
Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 11/11 kl. 20:00 Aukas. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k.
Sýningin 11. nóvember. verður textuð á ensku.
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Mið 29/10 kl. 20:00 Aukas. Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Sun 16/11 kl. 20:00 aukas.
Fim 30/10 kl. 20:00 15.k. Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Fim 20/11 kl. 20:00 aukas.
Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Fös 21/11 kl. 20:00 24.k.
Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Lau 22/11 kl. 20:00 25.k.
Sun 2/11 kl. 20:00 Aukas. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Sun 23/11 kl. 20:00 aukas.
Mið 5/11 kl. 20:00 Aukas. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Lau 29/11 kl. 20:00 26.k.
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Gaukar (Nýja sviðið)
Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Sun 9/11 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00
Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Sun 30/11 kl. 20:00
Fim 6/11 kl. 20:00 13.k. Fim 20/11 kl. 20:00
Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur
Beint í æð (Stóra sviðið)
Mið 29/10 kl. 20:00 Forsýning Fim 13/11 kl. 20:00 7.k. Lau 22/11 kl. 20:00 14.k.
Fim 30/10 kl. 20:00 Forsýning Fös 14/11 kl. 20:00 8.k. Sun 23/11 kl. 20:00 15.k.
Fös 31/10 kl. 20:00
Frumsýning
Lau 15/11 kl. 20:00 9.k. Fim 27/11 kl. 20:00 16.k.
Lau 1/11 kl. 20:00 2.k. Sun 16/11 kl. 20:00 10.k. Fös 28/11 kl. 20:00 17.k.
Sun 2/11 kl. 20:00 3.k. Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Lau 29/11 kl. 20:00 18.k.
Þri 4/11 kl. 20:00 4.k. Mið 19/11 kl. 20:00 11.k. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k.
Mið 5/11 kl. 20:00 5.k. Fim 20/11 kl. 20:00 12.k.
Fim 6/11 kl. 20:00 6.k. Fös 21/11 kl. 20:00 13.k.
Forsala í fullum gangi - Frumsýning 31. október
★★★★ – SGV, MblHamlet –
Róðarí (Aðalsalur)
Fim 30/10 kl. 20:00
Útlenski drengurinn (Aðalsalur)
Sun 16/11 kl. 15:00 Lau 22/11 kl. 14:00 Fim 4/12 kl. 20:00
Fös 21/11 kl. 20:00 Sun 30/11 kl. 20:00
GOOD/BYE + this is it (Aðalsalur)
Fim 6/11 kl. 20:00 Sun 9/11 kl. 20:00
Lífið (Aðalsalur)
Sun 2/11 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00
Lau 8/11 kl. 14:00 Lau 15/11 kl. 14:00
Coming Up (Aðalsalur)
Lau 15/11 kl. 20:00 Sun 23/11 kl. 20:00
Útgáfutónleikar Siggu Eyrúnar (Aðalsalur)
Lau 22/11 kl. 20:00
Strengir (8 ólík rými Tjarnarbíós)
Fös 31/10 kl. 19:00 Lau 1/11 kl. 19:00
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is