Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Veistu, að eitt sinn
varst þú aðeins draum-
ur. Fallegur draumur í
huga Guðs. Draumur
sem rættist.
Guð dreymir nefni-
lega stóra og fallega
drauma og hann hefur
háleit markmið. Hann
vill þér vel og óskar
þér gæfuríkrar fram-
tíðar. Því að í hans aug-
um ert þú ekki einhver tilviljun eða
mistök, ekki eins og slys eða ein-
hverskonar aðskotahlutur í þessum
heimi. Í hans augum ert þú óend-
anlega dýrmæt sál, eilífðar verð-
mæti.
Hefurðu gert þér grein fyrir að
það er enginn eins og þú? Þú ert und-
ursamleg sköpun Guðs. Hans sem er
kærleiksríkur andi sem elskar þig út
af lífinu. Hann sem er lífið sjálft!
Gleymdu því ekki. Hans sem klædd-
ist mannlegu holdi, kom til okkar og
sagði: ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið.
Ég lifi og þér munuð
lifa! Ég er upprisan og
lífið. Sá sem trúir á mig
mun lifa þótt hann deyi!
– Toppiði það! – Ég verð
með ykkur alla daga,
allt til enda veraldar.
Hann kallar
þig til þjónustu
Guð hefur prýtt þig
með einhverju sem eng-
inn gerir betur en þú.
Því að þér er ætlað ákveðið hlutverk í
þessari hrjáðu og köldu veröld sem
við búum í. Það að vera samferðafólki
þínu til blessunar, sjálfum þér til
heilla og Guði til dýrðar.
Hann hefur gefið þér lífið og gert
allt sem þarf svo þú komist af og fáir
lífi haldið um eilífð alla. Spáðu í það.
Hann á enga ósk heitari en að þú látir
um þig muna náunga þínum og sam-
félaginu öllu til góðs. Það eina sem
hann biður okkur um er elska hvert
annað og vera til blessunar í um-
hverfi okkar og í þessum blessaða
heimi okkar. Hann kallar okkur til að
vera hendur sínar og fætur í þessari
veröld og sjá meðbræður okkar og
systur með augnaráði frelsarans.
Það sem dregur úr okkur
Það sem dregur úr okkur er að við
erum sífellt að láta umhverfið segja
okkur hver við séum. Hættum að
bera okkur saman við náungann að
því leyti. Hættum að nota náungann,
tíðarandann og umhverfið sem mæli-
stiku á það hver við erum. Gerum
heldur Guð að þeirri mælistiku og
leitumst síðan eftir að sjá fólkið sem
á vegi okkar verður með hans aug-
um.
Pússaðu perluna þína
Í ljósi mannlegs veruleika líður
okkur nefnilega allt of oft eins og
sandkorni á strönd sem treðst undir í
átroðningi daganna. En í augum
Guðs erum við sem lítil, fögur, óend-
anlega dýrmæt perla sem enginn fær
afmáð og ekkert getur eytt. Perla
sem okkur er treyst fyrir að gæta um
stundar sakir, hlúa að og pússa þar
til ævinni lýkur.
Bæn
Ljúfi Jesús, láttu mig lífs míns alla
daga lifa þér og lofa þig ljúft í kær-
leiks aga. Amen.
Með friðar- og kærleikskveðju!
Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
» Í augum Guðs ertu
sem lítil, fögur,
óendanlega dýrmæt
perla sem enginn fær
afmáð og ekkert getur
eytt. Pússaðu perluna,
hlúðu að henni og gættu
hennar.
Höfundur er rithöfundur og áhuga-
maður um lífið.
Eilífðar verðmæti
Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is
Hljóðeinangrandi
glerveggir
Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna
þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða.
með allt fyrir bílinn
Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is
Opið
mánudaga til
fimmtudaga
8-17
föstudögum
8-15
Þarf bíllinn þinn á þjónustu að halda?564 5520
bilajoa.is
Það er að venju
margt á döfinni í
stjórnmálaumræð-
unni og hæpið að allt
varði mjög tímanlega
eða varanlega vel-
verð okkar. Af stór-
málum, sem verða út-
undan, eru óleyst
vandamál varðandi
afnám gjaldeyrishaft-
anna og aðild að
ESB. Tengt því síðarnefnda eru
þær miklu breytingar sem yrðu af
fríverslunarsvæði Evrópusam-
bandsins og Bandaríkjanna með
Sáttmálanum um viðskipti og fjár-
festingar (Transatlantic Trade and
Investment Pact – TTIP) sem
samningar hófust um árið 2013.
Markaður til þeirra þjóðra allra
tekur nær allan útflutning Íslands
á vörum og þjónustu. Auk frjálsra
viðskipta, er samningnum ætlað
tryggja stöðu erlendra fjárfesta.
Í þeim samningum vinna Banda-
ríkin að viðskiptafrelsi með land-
búnaðarvörur og sameiginleg
stefna Evrópusambandsins felur
að sjálfsögðu í sér frjáls innbyrðis
viðskipti með matvæli. Þessa
stöðu ættu Íslendingar nú að
grípa sem tækifæri til að taka fyr-
ir landbúnaðarstefnuna og það
framleiðslu- og innflutningskerfi,
sem henni þjónar við sligandi
kostnað. Breyting þýðir þó ekki að
hagsmunir bænda verði bornir
fyrir borð. Síður en svo, eins og
Benedikt Jóhannesson fjallar um í
síðustu Vísbendingu og tekið er
upp í Fréttablaðinu 23. október.
Hér er nú komin upp sama
staða og var með iðnaðinn 1970
þegar afnám verndartolla og hafta
hófst og varð bæði samtökum iðn-
aðarins og viðkomandi stjórn-
málaflokkum til ávinnings. Ein-
mitt þetta þarf að verða með
landbúnaðinn, jafnframt því að að-
lögunaráætlun sé gerð um að
þetta snerti ekki kjör starfandi
bænda. Afstaða til stuðnings um
frelsi í viðskiptum með matvæli
yrði til að vinna okkur sterkari
stöðu í Washington um þátttöku í
nýja fríverslunarsvæðinu. Þótt
samningarnir séu á
milli Bandaríkjanna
og ESB og aðrir geta
ekki komið að samn-
ingsferlinu, lá þó fyrir
að það hefði Ísland
mátt sem staðfastur
aðildarumsækjandi að
ESB. Því eins og öðr-
um hagsmunum var
fórnað við að stöðva
aðildarviðræðurnar.
Hvort EES/EFTA-
ríkjunum yrði gert
kleift, seint og um síðir, að gerast
aðilar að fullgerðum samningi, er
með öllu óvíst.
„Eftir þau ósköp sem nú hafa
yfir dunið stöndum við í sýnu lak-
ari sporum en við gerðum í upp-
hafi fullveldis árið 1920, án not-
hæfrar myntar, án eiginlegs
bankakerfis og með fjármál lands-
ins í uppnámi.“ Þetta voru orð
Jónasar H. Haralz í fyrirlestri í
Vísindafélagi Íslands vorið 2009.
Hann var eindregið þeirrar skoð-
unar að Íslandi bæri að gerast að-
ili að Evrópusambandinu og mynt-
bandalagi þess. Hann sagði þá
„…hversu oft og hversu lengi við
erum búnir að hika og bíða í þess-
um málum. Ég held satt að segja
að það sé nógu oft og nógu lengi.“
Rödd Jónasar hefur þagnað en
boðskapur hans á vissulega eins
vel við nú á tíma mikils landflótta
atgervisfólks og lækna. Sérstakt
erindi eiga orð Jónasar til Sjálf-
stæðisflokksins, en hann var um
árabil áhrifamaður um mótun
stefnu hans. En þjóðmál eru ekki
eign neins eins stjórnmálaflokks
og því ber að minna á þann mikla
þátt sem Samfylkingin/Alþýðu-
flokkurinn á í allri hinni löngu
baráttu Evrópumála.
Landbúnaðurinn
og ESB aðild
Eftir Einar
Benediktsson
Einar Benediktsson
» Af stórmálum, sem
verða útundan, eru
óleyst vandamál varð-
andi afnám gjaldeyr-
ishaftanna og aðild að
ESB.
Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Aukablað alla
þriðjudaga