Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Mjólkurbúið Kú hefur kært Mjólk-
ursamsöluna (MS) og Kaupfélag
Skagfirðinga (KS) fyrir umfangs-
mikið ólögmætt samráð sem staðið
hefur yfir frá því MS tók til starfa
í byrjun árs 2007. Í tilkynningu frá
Kú segir að kæran sé studd marg-
víslegum gögnum sem forsvars-
menn Mjólkurbúsins hafi aflað frá
mjólkurbændum, mjólkuriðn-
aðinum, bændasamtökunum,
stjórnvöldum og samkeppnisyf-
irvöldum.
Þau sýni að MS hafi ranglega
verið skilgreind sem afurðastöð í
skilningi búvörulaga, en einungis
afurðastöðvar séu undanþegnar
ákvæðum samkeppnislaga um
bann við samkeppnishamlandi
samráði og samruna fyrirtækja.
Grípi strax til aðgerða
Samráðið er að mati forsvars-
manna og lögmanna Mjólkurbúsins
m.a. brot á 10. grein samkeppn-
islaga. Þess er krafist að Sam-
keppniseftirlitið grípi þegar í stað
til aðgerða enda sé um að ræða
samfelld brot sem staðið hafi yfir í
langan tíma og beinist að mik-
ilvægum neysluvörum almennings.
Í frétt frá Kú segir m.a.: „Til að
teljast afurðastöð í skilningi bú-
vörulaga þarf viðkomandi aðili að
taka við mjólk eða annarri búvöru
beint frá framleiðanda. Það gerir
MS ekki, heldur er það Auðhumla,
móðurfyrirtæki MS, sem annast
alla innvigtun og söfnun mjólkur
frá bændum og greiðir þeim fyrir
hana. MS hefur ekki keypt dropa
af mjólk af bændum frá því fyr-
irtækið var stofnað 2007, heldur
kaupir MS mjólkina af afurðastöð-
inni Auðhumlu.
Víðtækt samráð og samstarf MS
við KS og fleiri aðila í mjólkuriðn-
aði á undanförnum árum stríðir
því augljóslega gegn samkeppn-
islögum að mati lögmanna Mjólk-
urbúsins.“
Þar segir ennfremur að í kæru
lögmanna Mjólkurbúsins sé bent á
að einungis tveir aðilar hér á landi
geti talist afurðastöðvar í skilningi
búvörulaga, Auðhumla svf. og
Kaupfélag Skagfirðinga. Það
breyti engu þótt MS sé að 90,1% í
eigu afurðastöðvarinnar Auðhumlu,
réttindi eins lögaðila færist ekki til
annars lögaðila þótt tengdir séu.
Telja MS ekki
vera afurðastöð
Kú kærir MS og Kaupfélag
Skagfirðinga fyrir ólögmætt samráð
„Starfsmenn harma þá stefnubreyt-
ingu sem mörkuð hefur verið að
haustrall í ár sé framkvæmt af leigu-
skipum á meðan rannsóknaskip
Hafrannsóknastofnunar, sem sinnt
hafa þessu verkefni frá árinu 1996,
liggja bundin við bryggju,“ segir í
ályktun starfsmanna Hafró, en
vegna bágrar fjárhagsstöðu var
haustrallið í ár boðið út til útgerða
þar sem í boði var aflamark og hlut-
ur í aflaverðmæti sem greiðsla.
Starfsmenn benda á að þetta fyr-
irkomulag feli ekki í sér sparnað.
Andvirði aflamarks (786 þorskígild-
istonn) og afla sem ríkið lætur
tveimur útgerðum í té er um 200
milljónir. Rekstrarkostnaður vegna
úthalds rannsóknaskipanna til
verksins er á hinn bóginn áætlaður
um 25 milljónir, segir í ályktuninni.
Ekki sparnaður að fá
leiguskip í rannsóknir
B 60 W
Vinnslubreidd 550/650
Afköst 2200/2600 m2
Útskiptanlegur haus
Hægt að nota keflabursta
600-1300 sn/mín
eða diskabursta 180 sn/mín
BR 35/12 C
Vinnslubreidd
350/1400 mm/fm
Hraði á bursta
700-1500 sn/mín
BD 40/12 C
Vinnslubreidd
385/1100 mm/fm
Hraði á bursta
150 sn/mín
BR 40/10 ADV
Vinnslubreidd
400/400 mm/fm
Hraði á keflabursta
1100 sn/mín
Afkastamikil atvinnutæki fyrir
allar gerðir gólfefna
BD 50/40 RS
Vinnslubreidd
508/2200 mm/fm
Hraði á bursta
180 sn/mín
Gólfþvottavélar
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Hlýjar peysur
með rennilás
Verð kr. 15.900
Str. s-xxl
HYDRADERMIE
LIFT
Andlitslyfting
án skurðaðgerðar!
Með 6 meðferðum
í Hydradermie Lift fylgir
andlitskrem að andvirði 7.200 kr.
Skipholti 50d | 105 Reykjavík | Sími 553 5044 | gydjan@gydjan.is
Tilboðið gildir út nóvember.
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið laxdal.is/yfirhafnir
GLÆSILAEGAR
ULLARKÁPUR
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
tilbúnar í pottinn heima
Súpur í Fylgifiskum
Við seljum þrjár gerðir af súpum; austurlenska fiskisúpu, kraftmikla fiskisúpu og rjómalagaða humarsúpu.
Súpurnar eru hitaðar upp að suðu þegar heim er komið. Fiskurinn er settur hrár á hvern súpudisk og
rjúkandi súpan sér um eldunina. Humarinn þarf að snöggsteikja áður en hann er settur í humarsúpuna.
Fiskisúpur 1.590 kr/ltr
Humarsúpa 2.900 kr/ltr
Fiskur og humar seldur sér
Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30
Laugardaga frá 11.00-14.00 (Kópavogur)