Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 24
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Þór
Ólasyni, lögmanni Karls Stein-
grímssonar:
„Undanfarna daga hafa hinir
ýmsu fjölmiðlar fjallað um lok á
skiptum þrotabús Eignamiðjunnar
ehf. sem var í eigu Karls Stein-
grímssonar. Hafa fjölmiðlar í um-
fjöllun sinni byggt á auglýsingu er
birtist í Lögbirtingarblaðinu, þar
sem fram kemur að engar eignir
hafi fundist í búinu og skiptum
hafi verið lokið án þess að greiðsla
fengist upp í lýstar kröfur. Þá
kemur jafnframt fram í auglýsing-
unni að lýstar kröfur í búið hafi
numið 2,46 milljörðum króna. Það
skal strax tekið fram að það er
einfaldlega rangt sem fram kemur
í hinni tilvitnuðu auglýsingu, að
engar eignir hafi fundist í þrota-
búinu. Í þrotabúi Eignamiðjunnar
ehf. var m.a. að finna fasteignir
sem seldar voru af hálfu þrotabús-
ins. Stærsta einstaka eign Eigna-
miðjunnar ehf. var fasteign að
Tryggvagötu 18 sem seld var af
hálfu þrotabúsins í desember 2011
fyrir tæpan milljarð króna. Liggur
því í raun fyrir að þrotabúið hefur
selt fasteigninir fyrir vel á annan
milljarð króna, en því samt sem
áður haldið ranglega fram í aug-
lýsingu í Lögbirtingarblaðinu að
búið hafi verið eignalaust. Þetta er
að sjálfsögðu með miklum ólík-
indum.
Hafa verður þó í huga að mikill
munur er á lýstum kröfum annars
vegar og samþykktum kröfum
hins vegar. Enda er engin trygg-
ing fyrir því að þrátt fyrir að
kröfu sé lýst í þrotabú að hún fá-
ist samþykkt að fullu eða að hluta.
Liggur raunar fyrir í máli þessu
að gríðarlega hátt hlutfall fæst
upp í lýstar kröfur ef miðað er við
þau gjaldþrotamál sem hafa komið
uppí kjölfar hruns bankakerfisins
að ekki sé að tala um hve hlut-
fallið væri hátt ef eingöngu væri
litið til samþykktra krafna. Þá er
rétt að geta þess að fjárhæð hinna
lýstu krafna er í verulegu ósam-
ræmi við ársreikning félagsins.
Í Morgunblaðinu á laugardag er
að finna ágæta umfjöllun um þetta
mál þar sem m.a. er rætt við Ást-
ráð Haraldsson hrl., sem skipaður
var skiptastjóri yfir búinu. Haft er
eftir honum að textinn, sem birtur
hafi verið í Lögbirtingarblaðinu
um skiptalokin, væri staðlaður og
byggði á 155. gr. laga um gjald-
þrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Ekki
verður séð hvernig unnt er að
komast að þeirri niðurstöðu að
ákvæði 155. gr. gjaldþrota-
skiptalaganna geti átt við í þessu
tilviki, enda á hún einvörðungu við
þegar um eignalaus eða mjög
eignalítil þrotabú er að ræða.
Þá er jafnframt haft eftir
skiptastjóranum að það sé ekki
hlutverk hans að gera grein fyrir
því opinberlega hve mikið hafi
fengist upp í hinar lýstu kröfur og
tekur hann sérstaklega fram að
honum sé hvorki skylt né heimilt
að greina frá því opinberlega sem
fer fram undir gjaldþrotaskiptum.
Hér fer skiptastjórinn hins vegar
með staðlausa stafi. Í 2. mgr. 162.
gr. tilvitnaðra laga um gjald-
þrotaskipti kemur það beinlínis
fram að í auglýsingu í
Lögbirtingablaði skuli m.a. koma
fram hvað greiddist upp í kröfur í
einstökum flokkum og hverrar
fjárhæðar þær kröfur hafi verið
sem fengust að engu greiddar. Því
liggur einfaldlega fyrir að skipta-
stjórinn hefur sent inn ranga yf-
irlýsingu um skiptalokin, sem er
til þess fallin að skaða orðspor
umbjóðanda míns í því viðkvæma
viðskiptaumhverfi sem nú er til
staðar, en umfjöllun fjölmiðla hef-
ur byggt á hinni röngu auglýsingu
skiptastjórans. Er umbjóðandi
minn að íhuga réttarstöðu sína
gagnvart skiptastjóranum í þessu
ljósi.
Er þess farið á leit við þá fjöl-
miðla er birt hafa fréttir af þessu
tilefni að birt verði leiðrétting við
þær fréttir sem birst hafa í þessu
sambandi, þar sem því hefur m.a.
verið haldið fram að milljarða
kröfur hafi verið afskrifaðar, enda
er það fjarri öllum sanni.
F.h. Karls Steingrímssonar,
Jón Þór Ólason hdl.“
Íhugar réttar-
stöðu sína
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Í maí sl. tóku gildi
ný lög um breytingu á
lögreglulögum um að-
skilnað embætta lög-
reglustjóra og sýslu-
manna samfara
fækkun lögreglu-
umdæma. Breytingin
þýðir að nú verður
einn sýslumaður á
Vestfjörðum í stað
fjögurra og einn lögreglustjóri.
Ekki er sjálfgefið að uppskipting
embættanna verði Vestfirðingum til
góðs. Uppskiptingin leiðir til veik-
ingar beggja embættanna því að
ákveðin þekking sem var á einum
stað mun skiptast á milli þeirra.
Faglegt mat í kjölfar samráðs við
sveitarfélögin virtist vera til fyr-
irmyndar
Áður en upphafleg hugmynd um
staðsetningu sýslumanns var sett
fram var leitað samráðs við öll
sveitarfélögin á Vestfjörðum með
kynningarfundum þar sem hægt
var að setja fram athugasemdir og
ábendingar.
Eftir það samráð var sett fram
hugmynd að staðsetningu embætt-
anna og það kynnt að aðalskrifstofa
sýslumanns ætti að vera í Bolung-
arvík. Að sögn ráðuneytisins voru
þær hugmyndir settar fram eftir
vandlega íhugun og á grundvelli
faglegs mats. Ekki verður annað
sagt en að það ferli hafi verið til
fyrirmyndar fyrir ráðuneytið, enda
komu þar berlega í ljós áherslur
sveitarfélaganna varðandi þjón-
ustustig og ekki var vart við mikinn
ágreining um staðsetningu þessara
embætta. Meiri áhersla var lögð á
að tryggt yrði viðunandi þjón-
ustustig með löglærðum fulltrúum
á minni skrifstofunum. En svo hef-
ur ekki verið á sunnanverðum Vest-
fjörðum um nokkurt skeið.
Horfið frá faglegu mati
Nú, eftir að sýslumaður var ráð-
inn og undirbúningur að samruna
embættanna kominn á stað, breytti
ráðherra um kúrs og lagði til að
sýslumaður Vestfjarða eigi að hafa
aðsetur á Patreksfirði – langt frá
meginþunga starfsemi embættisins
og starfsmönnum. Sú ákvörðun er
ekki byggð á því faglega mati sem
lagt var til grundvallar í vor og
vandséð á hvaða faglegu forsendum
ráðherra tekur þessa kúvendingu í
málinu.
Sem bæjarfulltrúar á
norðanverðum Vestfjörðum og
fulltrúar í stjórn Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga höfum við
áhyggjur af þessari þróun. Við telj-
um þetta óskynsamlega ráðstöfun.
Það að yfirmanni embættisins skuli
ætlað að vera staðsettur svo langt
frá meginþorra starfseminnar mun
veikja embættið. Þetta mun hafa
umtalsverðan viðbótarkostnað í för
með sér fyrir alla sem nýta sér
þjónustu sýslumanns. Ákvörðunin
er ekki í takt við það sem kynnt var
í vor og þjónustusvæðið norð-
anverðir Vestfirðir er of stórt til að
þar sé ekki sýslumaður, ekki síst
með það í huga hvernig sam-
göngum er háttað á svæðinu. Þetta
tekur ráðherra undir með því að
leggja til að hafa bæði sýslumann
og lögreglustjóra í Vestmanna-
eyjum en þar er svipaðaður fjöldi
íbúa og á norðanverðum Vest-
fjörðum og samgöngur eru síst
betri innan Vestfjarða en milli
lands og Eyja.
Jafnframt er augljóst að annað-
hvort verði talsverður flutningur á
stöðugildum frá Ísafirði og Bolung-
arvík til sunnanverðra Vestfjarða
eða að sýslumaður verður sjaldan á
Patreksfirði en oft á Ísafirði hjá
80% starfsmanna embættisins. Hið
fyrrgreinda er þvert á markmið
laganna sem kveða á um að tryggja
að ekki verði byggðarleg röskun við
breytingarnar.
Engin ástæða til að
breyta frá fyrri tillögu
Það er því engin ástæða fyrir
ráðherra að breyta því fyr-
irkomulagi sem kynnt var í vor.
Skipaður hefur verið sýslumaður
sem býr á norðanverðum Vest-
fjörðum sem hefur væntanlega gert
ráð fyrir því að hann væri að ráða
sig í embætti þar eins og hafði ver-
ið boðað. Á svæðinu er öflug sýslu-
skrifstofa sem þarf öflugan leiðtoga
sem er á staðnum. Verði það ekki
raunin eru líkur á því embættið
veikist til lengri tíma, störf hverfi
úr fjórðungnum og þjónustan við
íbúana verði verri.
Samráðið virkjað
Ljóst er að hugmyndin hefur
hrundið af stað úlfúð og átökum á
milli byggðarlaga á Vestfjörðum.
Innanríkisráðherra, sem hefur get-
ið sér gott orð fyrir að leiða mál
fram í sátt, hlýtur því að falla frá
áformunum í umræddum reglu-
gerðardrögum.
Uppbygging aðalskrifstofu sýslu-
manns á Ísafirði, efling sýslu-
skrifstofu á Patreksfirði og starfs-
stöðvanna á Hólmavík og í Bol-
ungarvík, er slík sáttaleið,
jafnframt því að vera sú skyn-
samlegasta út frá þjónustu við íbúa,
byggðalegri uppbyggingu og hag-
kvæmni í rekstri ríkisins.
Nú er lag til að ljúka málinu far-
sællega með því að taka tillit til
þeirrar miklu gagnrýni sem komið
hefur fram á tillöguna. Þannig væri
samráðið sem notað var í byrjun við
kynningu málsins virkjað að nýju.
Hringlandaháttur með aðsetur
sýslumannsins á Vestfjörðum
Eftir Daníel Jak-
obsson og Baldur
Smára Einarsson
»Uppbygging aðal-
skrifstofu sýslu-
manns á Ísafirði, efling
sýsluskrifstofu á Pat-
reksfirði og starfsstöðv-
anna á Hólmavík og í
Bolungarvík er sátta-
leið.
Daníel Jakobsson
Daníel er bæjarfulltrúi í Ísafjarð-
arbæ, Baldur Smári er formaður bæj-
arráðs Bolungarvíkur, þeir eru
stjórnarmenn í Fjórðungssambandi
Vestfjarða.
Baldur Smári Einarsson
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver
www. .is
Velkomin á nýjan vef
Bakarameistarans
Nú getur þú pantað
Tertur, Brauðmeti og bakkelsi
Veislu og fundarpakka
og margt fleira í vefverslunni okkar
. ..
. ..
. ..
Íslenskur almenn-
ingur hefur oftsinnis
lyft grettistaki með
samtakamætti sínum,
þar á meðal komið
ríkisstjórn frá völd-
um, safnað milljónum
til góðgerðarmála og
safnað fyrir tækja-
kosti í sjúkrahús
landsins. Lands-
samtök um byggingu
nýs Landspítala gætu t.m.a. sett
af stað landssöfnun þar sem hver
landsmaður legði til 1.000 kr. Ef
300.000 manns tækju þátt yrði
upphæðin þrjátíu milljónir kr. Það
er að vísu ekki há upphæð, en
væri bara byrjunin og svo kæmu
seinna aðrar fjáröflunarleiðir og
þessi samtök gætu skapað þrýst-
ing á stjórnvöld. Og það er ekki
bara lélegt húsnæði, sem læknar
okkar, hjúkrunarfólk og sjúklingar
þurfa að búa við, heldur og líka
heilsuspillandi. Svo erum við að
missa úr landi bæði lækna og
hjúkrunarfólk vegna
lélegs tækjakosts og
lágra launa. Það hafa
komið fram ýmsar
leiðir til að hefja
þessa byggingu, en
núverandi ríkisstjórn
er ekki með þessari
framkvæmd eins og
er, en við megum eng-
an tíma missa og til-
laga um sölu rík-
iseigna er svo
sannarlega fyrsta
skrefið. Nú verðum
við að finna til áhugasamt og dug-
legt fólk til að veita svona sam-
tökum forystu. Ert þú til í slag-
inn?
Væri ekki ráð að
stofna landssamtök?
Eftir Svein
Þorsteinsson
Sveinn Þorsteinsson
» Svo erum við að
missa úr landi bæði
lækna og hjúkrunarfólk
vegna lélegs tækjakosts
og lágra launa.
Höfundur er húsasmiður.