Morgunblaðið - 28.10.2014, Síða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Varla telst annað vera við hæfi
en að svara merkismanninum Hall-
dóri Þorsteinssyni, fyrrverandi
skólastjóra Málaskóla Halldórs, er
nýlega átti grein um trúmál í
blaðinu, nema með álíka langri fyr-
irsögn. Hans fyrirsögn var að vísu í
spurnarformi og sýnu svartsýnni
en sú sem hér er ofanrituð en ugg-
laust jafn framandi flestum les-
endum Morgunblaðsins. Það er
jafnan kristileg umræða um trú-
mál, þá sjaldan þau
ber á góma, á síðum
þessa helsta dagblaðs
þjóðarinnar, þótt
flestum skoðunum
virðist vera gert jafn
hátt undir höfði, sam-
anber hálf-múslimska
grein Halldórs.
Hann segir: „Stofn-
un Ísraels 1948 hlýtur
að flestra skynsamra
manna dómi að flokk-
ast undir meiriháttar
mistök mannkynssög-
unnar. Það var í einu orði sagt
einna líkast því að varpa púðurt-
unnu inn fyrir landamæri sjálfra
Arabaríkjanna.“ (Fjölmörg orð að
vísu.) „Sjálfra Arabaríkjanna“? Nú
er rétt að halda niðri í sér and-
anum og telja upp að tíu í hug-
anum, eins og gagnmerk mann-
eskja orðaði það svo oft í eina tíð.
Það var jú fulltrúi okkar Íslend-
inga á þingi Sameinuðu þjóðanna
þá, Thor Thors, er með framgöngu
sinni og elju gerði þetta mögulegt,
enda litu bæði Bretar og Banda-
ríkjamenn mildilega til þessarar
sögulegu þróunar heimsmálanna.
Ólíkt Arabaríkjunum mörgum
hverjum sem þegar í stað réðust á
„guðs útvöldu þjóð“ er svo kaus að
kalla sig. Ömurlegt ástand í alla
staði að búa við fyrir venjulega Ísr-
aela áratugum saman og óyndislegt
virðist að vera talin „útvalin þjóð“
samkvæmt riti því er telst ámóta
áreiðanlegt og Kóraninn (sic).
Betur líst mörgum á hinar fjórar
lífsreglur Tolteka – er kváðu hafa
lifað þar sem nú er syðsti hluti
Mexíkó ef ég man rétt.
Útrýmt af Spánverjum
segir ein sagan, sjúk-
dómum önnur. En
skyldu allar sögur
vera sannar eða um-
mæli merkisfólks alltaf
vera rétt höfð eftir?
Efasemdasinna mun
aldrei skorta andlegt
fóður – en ætli þeir séu
samt öfundsverðir?
Við Halldór báðir og
allt annað fólk ættum
að umgangast trú-
málin af varúð og forðast einhæf
sjónarmið. Halldór mætti alveg
sleppa upprifjunum úr gömlum
greinum sínum, hann á ekki sálu
sína einn og sjálfur. Hann er ná-
kvæmlega jafn fastur og við hin öll
í hinu leynda lögmáli – þótt hvert
og eitt okkar ráði eigin ákvörð-
unum á sérhverju gefnu augnabliki
í eilífðinni.
Við erum alltaf að skapa eigin
örlög „líf eftir líf eftir líf“ þótt okk-
ur sé hlíft við dagvitund um fyrri
lífsskeið. Allt kvað þó vitað og rit-
að; hver hugsun, hvert orð, hver
gerð. Sameiginlega undirvitundin
okkar innst inni, samviskan sem
ávallt ætti að fylgja, er með okkur
öllum og fylgist með.
Eftir Pál Pálmar Daníelsson
»Efasemdasinna mun
aldrei skorta and-
legt fóður – en ætli þeir
séu samt öfundsverðir?
Páll Pálmar Daníelsson
Höfundur er leigubílstjóri.
Tortíming á sér
ekki stað í eilífðinni
Spurningin sem fyr-
irsögn þessarar grein-
ar vekur er: „Hversu
mikilvæg er andlega
þjálfunin, t.d. miðað
við líkamlega þjálfun
keppnisfólks?“ Ég vildi
að ég gæti komið með
afgerandi svar við
þessari spurningu en
svarið er að það er afar
mismunandi milli ein-
staklinga, bæði hvað
varðar hvernig andlega þjálfunin fer
fram og hvaða þætti hennar á að
leggja áherslu á. Þjálfunaraðferðir
milli aldurshópa eru einnig mismun-
andi, sumir kjósa að spjalla í ein-
rúmi en aðrir vilja bara hlusta á
einn fyrirlestur. En af hverju ættu
keppnismenn í íþróttum að spjalla
við ráðgjafa í íþróttasálfræði?
Ástæðurnar eru meðal annars þess-
ar:
– Ná aukinni stjórn á kvíða og
stressi
– Bæta undirbúning fyrir mót
– Ná slökun fyrir mót og eftir mót
– Viðhalda áhugahvöt
– Bæta sjálfstal
– Hjálpa til við
markmiðasetningu
– Auka ánægju og
gleði þjálfunarinnar
– Bæta samskipti
milli liðsfélaga og þjálf-
ara
– Ná og halda ein-
beitingu bæði á æfing-
um og í mótum
– Bæta ímynd-
unarþjálfun (visualiza-
tion)
– Auka sjálfstraust
– Auka væntingar til
árangurs í mótum
– Minnka andlega þreytu
Hugsanlegt er að sumir keppnis-
menn líti á það sem veikleikamerki
að viðurkenna að þeir finni fyrir
stressi, kvíða, neikvæði, þunglyndi,
reiði, vonbrigðum o.fl. Þetta eru að
sjálfsögðu fullkomlega eðlilegar til-
finningar sem allir íþróttamenn
þurfa að kljást við, spurningin er
einungis hvort keppnisfólkið takist á
við þessar tilfinningar á skynsaman
eða óskynsaman hátt. Meðal frægra
íþróttamanna sem hafa notað að-
ferðir íþróttasálfræðinnar eru þeir
Michael Jordan og Tiger Woods,
þeir sóttust eftir því að vera sem
andlega sterkastir þegar þeir
kepptu en ekki síður til að bæta
hugarfarið á æfingum. Nú myndu
margir halda að þeir væru það hæfi-
leikaríkir að þeir „þyrftu“ ekki að
spá mikið í íþróttasálfræði en stað-
reyndin er sú að íþróttasálfræðin
gerir íþróttafólki auðveldara með að
fínpússa hæfileika sína. Hver sem
er, á hvaða getustigi sem er, getur
bætt sig verulega með því að huga
að andlegu hliðinni og að mínu mati
er þessi þjálfunarþáttur gríðarlega
vanmetinn hjá íslenskum íþrótta-
félögum og von mín er sú að þau
íhugi að auka vægi íþróttasálfræði í
þjálfun.
Mikilvægi andlegrar
þjálfunar fyrir keppnisfólk
Eftir Ástvald Frí-
mann Heiðarsson »Meðal frægra
íþróttamanna sem
hafa notað aðferðir
íþróttasálfræðinnar eru
þeir Michael Jordan og
Tiger Woods.
Ástvaldur Frímann
Heiðarsson
Höfundur er íþróttafræðingur með
meistaragráðu í æfinga- og íþrótta-
sálfræði.
KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR
FYRIR HANN OG HANA
Svalaskjól
-sælureitur innan seilingar
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/