Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 15

Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 Síðumúla 12 | 108 Reykjavík | Sími 510 5520 | kjaran@kjaran.is | kjaran.is Fjögur ár í röð hefur Konica Minolta hlotið útnefninguna „BLI A3 MFP Line of the Year“ sem veitt eru bestu fjölnotatækjum heims, fyrst allra framleiðenda. Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. Kynntu þér PRENTUMSJÓN hjá Kjaran, aðgangstýrð prentumhverfi, þjónustusamninga og rekstrarleigu. Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. KONICA MINOLTA Verðlaunuð fjölnotatæki OKTÓBERTILBOÐ 100 þúsund króna verðlækkun á bizhub A3 fjölnotatækjum Ljósmynd/Myndabanki FAO Fiskeldi í Kína Fiskeldi jókst að meðaltali um 6,2% á ári frá 2000-12. Stöðugur vöxtur hefur einkennt fiskframleiðslu síðustu fimm ára- tugina, þar sem áhersla hefur verið á framleiðslu fisks til manneldis. Fiskneysla eykst frá ári til árs og er ástæða aukinnar fiskneyslu rakin til bættra geymsluaðferða sem gera það að verkum að hægt er að dreifa ferskum fiski á stærra svæði en áð- ur hefur verið hægt, segir á heima- síðu Matís. Framleiðsla á fiski til manneldis hefur aukist um að meðaltali 3,2% á ári síðustu áratugina á sama tíma og fólksfjölgun hefur numið 1,9%. Neysla á fiski eykst líka stöðugt. Árið 1960 var meðalneysla 9,9 kg á ári en árið 2012 hafði fiskneysla tvöfaldast og meðalneysla nam 19,2 kg á heimsvísu. Fimmtán lönd bera uppi 92,7% af fiskframleiðslu Fiskeldi hefur vaxið að meðaltali um 6,2% á ári frá 2000 til 2012 eða frá því að vera 32,4 milljónir tonna í 66,6 milljónir tonna. Einungis 15 lönd bera uppi 92,7% af fiskfram- leiðslu í heiminum. Stærstu fram- leiðendur eru Kína og Indland auk þess sem Brasilía og Víetnam hafa sótt í sig veðrið. Þessi mikla aukn- ing í eldi hefur skapað milljónir starfa og 2012 störfuðu 4,4% allra þeirra sem vinna innan landbún- aðar í heiminum við fiskeldi, 90% starfsmanna í fiskvinnslum í heim- inum eru konur. FAO telur að sjávarútvegur og fiskeldi sjái um 10-12% af heimsbyggðinni fyrir lífsviðurværi. Kína er langstærsti fiskútflytjandinn í heiminum í dag og þriðji stærsti innflytjandinn á eftir Bandaríkjunum og Japan. Evrópusambandið er hins vegar stærsti markaðurinn fyrir inn- fluttan fisk og vörur tengdar sjávarútvegi, að því er Matís grein- ir frá. Samkvæmt FAO starfa 14 milljónir manna í Kína í fiskiðnaði, en það nemur 25% af öllum þeim sem starfa í greininni á heimsvísu. Fiskneysla eykst í heiminum  Mikil aukning í eldi  Kína stærsti útflytjandi og þriðji stærsti innflytjandi Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins hefur ákveðið að taka úr sölu viskílíkjörinn Fireball Cinnamon vegna gruns um að í honum sé of hátt gildi própýlenglýkóls. Þeir viðskiptavinir sem hafa umrædda vöru- tegund undir hönd- um geta snúið sér til næstu Vínbúðar og fengið vöruna endurgreidda. ÁTVR barst um helgina tilkynn- ing frá finnsku áfengiseinkasölunni Alko þar sem fram kemur að við hefðbundið eftirlit hafi mælst of hátt gildi própýlenglýkóls í um- ræddri vörutegund. Í tilkynning- unni segir jafnframt að varan sé ekki hættuleg neytendum. Af þessum sökum var ákveðið að taka Fireball Cinnamon úr sölu í Vínbúðunum, að minnsta kosti tímabundið, á meðan verið er að kanna hvort varan inniheldur óleyfilegt magn af própýlenglýkóli. ÁTVR tekur Fireball Cinnamon úr sölu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 24 ára karlmann í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa í maí og júní 2013, í gegnum sam- skiptamiðlana Facebook og Skype og með smá- skilaboðum, áreitt 14 ára stúlku. Þá var honum gert að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í miskabætur. Í ákæru segir að maðurinn hafi rætt við stúlkuna á kynferðislegan hátt og beðið hana um að hitta sig í því skyni að hafa við hana kynferð- ismök. Þá sýndi hann henni kynfæri sín og fékk hana til að bera brjóst- in, hvort tveggja í gegnum vef- myndavél. Maðurinn játaði brot sitt en með því rauf hann skilorð ákærufrest- unar sem hann fékk í maí 2011 fyrir að hafa samræði við barn yngra en 15 ára. Þrátt fyrir skilorðsrof ákvað ríkissaksóknari að gefa ekki út ákæru vegna þess brots. Áreitti táning gegn- um samskiptamiðla Nú er unnið að lokafrágangi við endurnýjaða gönguleið og hjólastíg frá Starhaga í Vesturbæ að Einars- nesi í Skerjafirði. Nýi hjólastígur- inn er upplýstur og tengir hjóla- stíginn á Ægisíðu við hjólastíg í Skerjafirði. Hinum megin við Suðurgötu hef- ur einnig verið lagður hjólastígur frá Þorragötu að Bauganesi. Á þeim kafla stendur einnig til að leggja göngustíg en hann verður ekki kláraður í þessum áfanga. Við Einarsnes standa síðan yfir fram- kvæmdir við endurnýjun lagna og göngustígs að Bauganesi. Gönguleiðin frá Starhaga að Ein- arsnesi hefur einnig verið end- urnýjuð með steyptri gangstétt. Nýr stígur frá Star- haga í Skerjafjörð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.