Morgunblaðið - 28.10.2014, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Í Louvre-Lens-safninu í norðurhluta Frakklands
er verið að undirbúa mikla sýningu þar sem
fjallað er um dýr í fornegypskri menningu. Í
Egyptalandi hinu forna var náttúran höfð í há-
vegum og sterk tengsl voru á milli manna og
dýra. Sýningin verður opnuð í byrjun desember
og stendur til loka ársins. Alls verða um 430
gripir til sýnis en þeir hafa m.a. verið fengnir að
láni hjá Louvre-safninu í París og British Mus-
eum í Lundúnum. Á myndinni sjást starfsmenn
safnsins nostra við múmíu krókódíls, sem er
stærsti gripur safnsins.
Louvre-Lens-safnið í Frakklandi
AFP
Nostrað við fornan krókódíl fyrir sýningu
Uppnám varð á
frönskum twitt-
ersíðum á netinu
eftir að Fleur
Pellerin, menn-
ingarmálaráð-
herra Frakk-
lands, upplýsti í
sjónvarpsþætti á
sunnudag að hún
hefði ekki lesið
eina einustu skáldsögu undanfarin
tvö ár.
Í sjónvarpsþættinum var Pellerin
spurð hvaða skáldsögu Patricks
Modianos, nýbakaðs nóbelsskálds
Frakka, hún héldi mest upp á.
„Ég viðurkenni það fúslega að ég
hef ekki haft tíma til að lesa und-
anfarin tvö ár,“ svaraði Pellerin.
Hún var skipuð í embætti ráðherra
nýsköpunarmála þegar ný ríkis-
stjórn tók við í Frakklandi fyrir
tveimur árum en er nú ráðherra
menningarmála.
„Ég les mikið af minnisblöðum og
frumvörpum, mikið af fréttum. (…)
En ég les afar lítið.“
Á Twitter lýstu margir í kjölfarið
hneykslan á því að menningar-
málaráðherra hefði ekki lesið bæk-
ur í tvö ár og þekkti ekki verk Mod-
ianos. En ýmsir urðu einnig til að
taka upp hanskann fyrir ráð-
herrann og gagnrýna umræðuna.
Einn beinti á að ef Pellerin hefði
sagst eyða frítíma sínum í skáld-
sagnalestur hefði hún án efa verið
gagnrýnd fyrir að vinna ekki nóg.
FRAKKLAND
Hefur ekki lesið
skáldsögu í tvö ár
Fleur Pellerin
Um tvö þúsund
starfsmenn
bandaríska net-
sölufyrirtækisins
Amazon í Þýska-
landi lögðu nið-
ur störf í gær til
að mótmæla
kjörum sínum.
Verkalýðs-
félagið Verdi
segir að starfs-
menn Amazon í Leipzig, Bad
Hersfeld, Graben, Rheinberg og
Werne hafi tekið þátt í aðgerð-
unum. Alls starfa um 9.000 manns
fyrir Amazon í Þýskalandi og þeir
vilja fá laun í samræmi við launa-
kjör verslunarmanna í landinu.
Amazon segir hins vegar að
starfsmennirnir séu í raun flutn-
ingaverkamenn og fái laun í sam-
ræmi við það.
Talsmaður verkalýðsfélagsins
segir að verkfallsaðgerðunum
verði haldið áfram á morgun og
miðvikudag.
Amazon er með starfsemi í níu
borgum í Þýskalandi. Undanfarið
eitt og hálft ár hafa skæruverkföll
þar verið tíð vegna óánægju
strarfsmanna með laun sín.
ÞÝSKALAND
Starfsmenn Ama-
zon í verkfalli
Starfsmaður Ama-
zon í Leipzig.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Ekkert lát er á ókyrrð og átökum í
löndum Norður-Afríku, þannig féllu
átta herskáir íslamistar í átökum við
egypska herinn á Sínaískaga í gær.
Fyrir skömmu féllu yfir 30 egypskir
hermenn á skaganum í tilræðum ísl-
amista. Í Líbíu bendir margt til þess
að landið muni að lokum klofna í
tvennt en þar berjast nokkrir hópar
um völdin. Þingkosningar voru í
Túnis um helgina en úrslit voru ekki
kunn þegar þetta var ritað í gær.
Hitt er ljóst að bæði þar og í öðrum
arabalöndum eru vonbrigði almenn-
ings með „Arabíska vorið“ mikil.
Hvarvetna á svæðinu eru það deil-
urnar milli annars vegar hófsamra
múslíma/veraldlega sinnaðs fólks og
hins vegar ofstækisafla úr röðum ísl-
amista sem hafa grafið undan lýð-
ræðisþróuninni. Einnig hafa gömlu
valdhafarnir, ekki síst herinn í
Egyptalandi, beitt ýmsum brögðum
til að tryggja sér áframhaldandi
völd.
Arabíska vorið hófst í Túnis í árs-
byrjun 2011 er gjörspilltum einræð-
isherra, Zine el-Abidine Ben Ali, var
steypt af stóli. Hann flúði land með
digran fjársjóð í flugvél sinni og fékk
hæli í Sádi-Arabíu. En einnig í Túnis
er þreyta kjósenda og fyrirlitning í
garð stjórnmálamanna núna orðin
mikil, að sögn New York Times.
Verðlag hækkar, atvinnuleysi er enn
meira en áður og og síðan bætast við
hryðjuverk. Örvæntingin er orðin
svo mikil að margir segjast nú vona
að Ben Ali snúi heim.
„Lengi lifi Ben Ali!“
Íslamistar unnu fyrstu kosning-
arnar eftir fall Bens Alis en verald-
lega sinnaðir flokkar, sumir skipaðir
fyrrverandi embættismönnum Bens
Alis, gera sér nú vonir um sigur.
„Þetta er hræðilegt, smánarlegt,“
segir Chaima Issa, 34 ára skáldkona
og dóttir manns sem var pólitískur
fangi í tíð Bens Alis. „Þeir hagnast á
byltingunni okkar, tína nú blómin
okkar. Það voru þeir sem úthelltu
blóði okkar.“
En kjósendur sem hún ræddi við
voru reiðir og margir sögðust alls
ekki ætla að kjósa. „Lengi lifi Ben
Ali!“ sagði götusali þegar hann sá
merki flokks Issu, Þjóðlega lýðræð-
isbandalagsins.
„Lengi lifi Ben Ali!“
Vonbrigði í Túnis og sumir vilja nú fá gamla einræðisherrann heim
Stöðug átök og efnahagur í lamasessi grafa undan trúnni á stjórnmálamenn
AFP
Ófriðlegt Vopnaður lögreglumaður á verði við talningarstað í Túnisborg í
gær þegar komið var með einn atkvæðakassann af fjölmörgum.