Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 11
Samferða Þessir pílagrímar frá Danmörku og Ísrael gengu með Gunnhildi síðasta spölinn, hér eru þau í síðustu
brekkunni og sjá til Santiago de Compostela. F.v Kasper, Gunnhildur, Yonatan, Carsten og Oren.
Regn Á leiðinni til Finisterre skall á mikil rigning sem varði nær alla leið.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Jakobsvegur eða Vegur heilags
Jakobs er ein þekktasta pílagríma-
leið í Evrópu. Jakobs-
vegurinn endar í dóm-
kirkjunni í Santiago de
Compostela í héraðinu
Galisíu á Spáni en hefst
þar sem pílagrímurinn
leggur af stað. Á 9. öld
var álitið að líkams-
leifar Jakobs postula
hefðu fundist þar sem
nú er borgin Santiago
de Compostela og er
hún nefnd eftir Jakobi.
Fljótlega fóru trúaðir
víðsvegar að úr Evrópu að fara í
yfirbótar- og þakkargöngur til
borgarinnar og varð hún þriðji
mikilvægasti ákvörðunarstaður
kristinna pílagríma á eftir Jerúsal-
em og Róm.
Jakobsvegurinn hefur verið far-
braut manna í meira en þúsund ár
og var ein megin-píla-
grímaleið kristinna
manna á miðöldum.
Ferð um Jakobsveginn
var ein af þremur slík-
um sem veittu synda-
aflausn samkvæmt
kaþólsku kirkjunni.
Sagt er að Godescalc
eða Gottskálk biskup í
frönsku borginni Le
Puy hafi verið fyrstur
manna til að fara í
pílagrímagöngu til
Santiago árið 950. Síðustu ára-
tugina hafa tugir þúsunda krist-
inna pílagríma og annarra ferða-
manna lagt upp í för til Santiago
de Compostela.
(Af wikipedia)
Vegur heilags Jakobs
FARBRAUT MANNA Í MEIRA EN ÞÚSUND ÁR
Gunnhildur á fyrsta degi.
eigin göngu og ég náði að ganga heil-
mikið ein. Ég fékk mikið út úr því.“
Þreytandi hiti og sól
Gunnhildur veitti sér aðeins tvo
hvíldardaga á mánaðargöngunni,
hún gekk í 29 daga. „Ég gekk 20 til
30 kílómetra á dag til að byrja með
en hækkaði mig í 40 kílómetra á dag
þegar leið á ferðina. Líkamlegi hlut-
inn var mér ekki erfiður, kannski af
því ég hef gengið mikið á Íslandi.
Það eru tveir fjallgarðar á leiðinni
sem reyndust mér ekki neitt rosa-
lega erfiðir, en dagleiðirnar voru
vissulega langar og ég var oft mjög
þreytt á kvöldin í fótunum. Það sem
mér fannst erfiðast var mikill hiti
sem var í byrjun ferðar, steikjandi
sól svo maður varð miklu þreyttari.
Það er líka krefjandi andlega að vera
langa daga einn með sjálfum sér.“
Eftir að hún kom til Santiago og
hafði lagt 800 kílómetra að baki,
bætti hún við sig og gekk til Fin-
isterra og Muxia, en það eru um 90
kílómetrar.
Uppgötvaði ýmislegt
Gunnhildur gisti yfirleitt í fá-
brotnum skálum með kojum sem eru
ætlaðar pílagrímum á göngu sinni.
„Vissulega voru aðrir möguleikar,
hostel og gistihús sem kostuðu
meira, en ég vildi frekar vera í skál-
unum.“ Hún segir pílagrímsgönguna
klárlega vera það besta sem hún hafi
gert fyrir sjálfa sig. „Þessi ganga
gefur manni mikið. Þetta er hálfgert
umbreytingaferli og ég held að
breytingarnar eigi eftir að koma
fram seinna. Þetta hefur gefið mér
mikið frelsi og sýndi mér að ég gat
miklu meira en ég hélt, að ég er
sterkari og hugrakkari en ég hélt.
Maður uppgötvar ýmislegt á göng-
unni, þetta er góð leið til að endur-
stilla sig, hugsa um tilganginn með
jarðvistinni, hvaða stefnu maður ætl-
ar sér að taka í lífinu og fleira. Þetta
veitir mikla innri hvíld. Maður fer
djúpt ofan í hlutina, mér fannst hver
dagur gefa mér aukið frelsi, sem er
afskaplega dýrmætt, því í hvers-
dagslífinu er svo auðvelt að gleyma
sér í hlutum sem skipta ekki máli.
Ég uppgötvaði að maður getur upp-
fyllt drauma sína, en í gegnum tíðina
hef ég látið einhvern ótta stoppa mig
í að láta drauma rætast.“