Morgunblaðið - 28.10.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
AF BÓKMENNTUM
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Íþessum þriðja og síðasta pistli umbækurnar sem tilnefndar eru til barna-og unglingabókamenntaverðlaunaNorðurlandaráðs 2014 er sjónum beint
að framlagi Danmerkur og Noregs. Verðlaun-
in sjálf verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í
Stokkhólmi á morgun og verður spennandi að
sjá hver hreppir hnossið.
Absúrdismi í 100 ferningum
Halli Hallo! Så er
der nye firkantede hi-
storier (Hæ! Halló! Þá
eru komnar nýjar fer-
kantaðar sögur) eftir
Louis Jensen með
myndskreytingum Lili-
an Brøgger er önnur
tveggja bóka sem Danir
tilnefna þetta árið. Hér
er á ferðinni áttunda
bók höfundar eftir sömu
grunnhugmynd, þ.e. að semja skáldskap í
1001 ferningi, en fyrsta bókin kom út árið
1992. Að sögn höfundar munu fyrstu tíu bæk-
ur hans innihalda 100 sögur hver en aðeins
verður ein saga í seinustu bókinni.
Ferningar Jensens eru misstórir, en
flestar sögurnar eru á bilinu átta til sautján
línur, eða 40 til 100 orð. Í svo knöppum texta
er ekki pláss fyrir annað en að draga upp svip-
myndir eða stemningslýsingar. Húmorinn er
fyrirferðarmikill í frásögn Jensens og verður
oft á tíðum ansi svartur. Absúrdisminn ræður
oftast ríkjum, en sem dæmi giftist sögumaður
grasstrái og dansar við túlípana. Ákveðinn
óhugnaður ræður ríkjum í fjölda sagna, eins
og t.d. þegar sögumaður heggur rófuna af
ketti sínum með exi til að sanna fyrir kærustu
sinni hve heitt hann elskar hana, til þess eins
að vera svikinn í tryggðum.
Áhrif skilnaðar
To af alting (Tvennt
af öllu) eftir Hanne
Kvist nefnist hitt fram-
lag Dana. Hér tekst höf-
undi í máli og myndum
að fjalla af miklu innsæi
og á fallegan hátt um
erfitt málefni, þ.e. skiln-
að. Í upphafi bókar til-
kynna foreldrar ungum
syni sínum að þau hygg-
ist skilja og þar af leið-
andi muni hann fram-
vegis fá tvennt af öllu. Þessar fréttir fá heim
drengins til að fjúka um koll í bókstaflegri
merkingu, því meðan foreldrarnir rífast um
það hvernig deila skuli öllum munum kemur
öflugur skýstrókur og hefur húsið á brott með
sér.
Drengurinn leggur upp í ferðalag ásamt
hundi sínum til að leita að húsinu og for-
eldrum sínum. Þeir finna ýmsa muni úr hús-
inu sem allir hafa brotnað í tvennt áður en
þeir koma að húsinu sem rifnað hefur í tvo
hluta. Þar taka foreldrar hans á móti honum
með nýjum mökum. Undir lok bókar bregður
Ofurhetjur og skilnaðarbörn
Húmor „Myndskreytingarnar eru sérlega vel unnar og undirstrika lágstemmdan húmorinn í
textanum. Farið er sparlega með litina, en þeir notaðir á áhrifaríkan hátt,“ segir um Brune.
drengurinn á það ráð að skapa sér heimili með
hundinum sem foreldrarnir lýsa sem „leik-
kofa“.
Frásagnarhátturinn er jarðbundinn og
einfaldur. Myndmálið sýnir með skýrum útlín-
um og áhrifaríkum samklippum þá upplausn
heimsins sem drengurinn upplifir. Kvist heldur
sig stöðugt við sjónarhorn barnsins og sýnir
með velheppnuðu samspili texta og myndmáls
að skilnaðurinn felur ekki í sér ávinning, eins
og fullorðna fólkið heldur stöðugt fram, heldur
tap. Höfundur skilur engu að síður eftir vonar-
neista, þar sem söguhetjunni tekst að búa til
eigin heildstæðan heim sem er aðgreindur frá
heimi hinna fullorðnu.
Stríðsátök inni á heimilinu
Skilnaður eru einnig til umfjöllunar í
norsku bókinni Krigen (Stríðið) eftir mæðg-
urnar Gro Dahle og Kaia Linnea Dahle Nyhus.
Í forgrunni sögunnar er stúlkan Inga sem verð-
ur vitni að því þegar hamingjusamt fjölskyldu-
lífið víkur fyrir átökum foreldra hennar sem
endar með skilnaði.
Inga þekkir stríð að-
eins af umfjöllun fjöl-
miðla, enda býr hún í
friðsælu landi, en hún
lýsir átökum foreldra
sinna sem stríðs-
átökum. Inga reynir að
halda andlitinu út á við
og tekur mikla ábyrgð á velferð tveggja yngri
bræðra sinna, en hún verður langþreytt á að
vera flóttamaður milli tveggja heimila. Skiln-
aðurinn hefur djúpstæð áhrif á Ingu svo litlu
munar að allt fari á versta veg.
Bókin mun vera skrifuð í nánu samstarfi
við tvær fjölskyldumiðstöðvar og byggir á orð-
um og frásögnum barna af daglegu lífi þeirra.
Höfundurinn hefur góðan hæfileika til að sjá
heiminn frá sjónarhóli barna. Dahle gerir erf-
iðar aðstæður áþreifanlegar og raunverulegar
fyrir lesandann, en stríðsmyndlíkingin undir-
strikar hversu erfið tilveran getur orðið fyrir
börn sem alast upp við mikil átök. Myndir Kaiu
Dahle Nyhus eru mjög tjáningarríkar, kraft-
miklar og mettaðar af sterkum litum. Krigen
er áhrifamikil bók sem skilur mikið eftir.
Sterk samheldni barna
Rúsínan í pylsuend-
anum er norska skáld-
sagan Brune eftir Håkon
Øvreås með mynd-
skreytingum Øyvinds
Torseter. Hér er á ferð-
inni hlý og sterk saga af
vináttu, missi og hug-
rekki. Strákurinn Rune
glímir við hrekki eldri
stráka á sama tíma og
fjölskyldan tekst á við
andlát móðurafa hans. Dálæti hans á ofur-
hetjum gefur honum þá hugmynd að dulbúast
sjálfur á nóttunni sem ofurhetjan Brune, sem
klæðist brúnum fötum og notar brúna máln-
ingu til að ná fram hefndum á hrekkju-
svínunum. Fljótlega bætast vinir hans Atle og
Åse í hópinn sem ofurhetjurnar Svartle og
Blåse sem notast við svarta og bláa málningu.
Samheldni barnanna er sterk og tekst
þeim með hugvitssömum hætti að takast á við
stóru strákana án aðstoðar fullorðna fólksins.
Bókin dansar með skemmtilegum hætti á
mörkum raunsæis, því á ofurhetjustundunum
hittir Brune iðulega nýlátinn afa sinn og fær
næði til að kveðja hann.
Myndskreytingarnar eru sérlega vel unn-
ar og undirstrika lágstemmdan húmorinn í
textanum. Umhverfi og hlutum er lýst í teikn-
ingunum af næmri tilfinningu fyrir smáat-
riðum og andlit persóna eru afar tjáningarrík.
Farið er sparlega með litina, en þeir notaðir á
áhrifaríkan hátt.
Hvað ratar hingað til lands?
Eftir því sem undirrituð kemst næst hefur
engin þeirra bóka sem tilnefndar voru til
barna- og unglingabókaverðlaunanna í fyrra
verið gefnar út hérlendis. Fróðlegt verður því
að sjá hvort einhver þeirra bóka sem til-
nefndar eru í ár rati til íslenskra lesenda. Ís-
lenskir útgefendur ættu að gefa norrænum
bókum sérstakan gaum því framboðið á hinum
Norðurlöndunum er gott og gæðin mikil auk
þess sem umfjöllunarefnin tala iðulega sterkt
til íslenskra barna.
Af þeim þrettán bókum sem tilnefndar
eru í ár myndi undirrituð vilja sjá a.m.k. fimm
þeirra koma út á íslensku. Þetta eru færeyska
barnabókin Flata kaninin (Flata kanínan) eftir
Bárð Oskarsson, finnsku ljóðmyndabókina
Råttan Bettan och masken Baudelaire. Baby-
poesi och vilda ramsor (Rottan Bettan og
maðkurinn Baudelaire. Ungbarnakveðskapur
og villtar þulur) eftir Anniku Sandelin og Kar-
oliinu Pertamo, To af alting (Tvennt af öllu),
Krigen (Stríðið) og síðast en ekki síst Brune.
»Kvist heldur sig stöðugtvið sjónarhorn barnsins og
sýnir með velheppnuðu samspili
texta og myndmáls að skilnaður-
inn felur ekki í sér ávinning, eins
og fullorðna fólkið heldur stöð-
ugt fram, heldur tap.
Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 – Þriðji hluti
Háholti 13-15 Mosfellsbæ, Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík,
s 566 6145, mosfellsbakari.is
KAHLÚAeftirréttir
Við erum stolt af starfsmönnum okkar sem
hrepptu öll verðlaunasætin í eftirréttakeppni
Kahlúa sem haldin var í maí síðastliðinn.
Við bjóðum allar þrjá vinningseftirréttina til sölu í
verslunum okkar á Háaleitisbraut 58-60, Rvk. og
Háholti 13-15, Mosfellsbæ.
Fullkominn endir á góðu kvöldi...