Morgunblaðið - 28.10.2014, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Á fæðingardegi móður minn-
ar minnist ég hennar með meg-
ináherslu á ljóðagerð hennar.
Mamma var alla tíð hneigð til
skrifta og fékk tvítug birta smá-
sögu sína í Þjóðviljanum. Síðar
giftist hún, börnin urðu fimm en
Aðalbjörg
Jónsdóttir
✝ AðalbjörgJónsdóttir
fæddist í Gröf í
Þorskafirði 28.
október 1926.
Hún lést á Land-
spítalanum 4. jan-
úar 2014.
Útför Að-
albjargar var
gerð frá Foss-
vogskirkju 10.
janúar 2014.
þá skrifaði mamma
mest fyrir skúffuna
og hélt alla tíð dag-
bók.
Hún lærði til
sjúkraliða og ku
hafa haft köllun að
hjúkra sjúkum. Hún
sinnti áhugamáli
sínu í félagsstarfinu
í Gjábakka, lærði
þar framsögn og
ljóðagerð á nám-
skeiðinu Skapandi skrif hjá
Þórði Helgasyni dósent.
Ljóðahópurinn gaf út 11
ljóðabækur 2001-2013 og las
upp við fjöldamörg tækifæri og
líka úti á landi. Mamma hafði
mikla ánægju af. Ljóð mömmu
bera þess merki að hún ólst upp
í nánu sambandi við náttúruna:
Horfnir kaldir dimmir dagar,
dásemd vorsins blasir við.
Ljúfir vindar leika um vanga,
loks er komið sumarið.
Í einni svipan lund mín léttist,
ég lít í anda liðna tíð.
Æskusporin endurlifi
undir grænni skógarhlíð.
Fyrir vestan fjallageimur,
fjörður blárri en himinninn.
Brattar hlíðar, bjartir dagar,
binda og töfra huga minn.
Í litlum birkilundi við lækinn tæra
hafa elskendur notið sælla funda.
Við seiðandi lækjarniðinn eins og
rómantískt undirspil ástar og atlota.
Lækurinn segir ekki frá.
Hann er aðeins lítill tær lækur
sem kemur frá fjallanna fögru lindum.
Og áfram streymir ár og síð
á hafsins fund.
Í heimsins spillta veldi
þar sem harka ríkir og glæpir
og enginn sýnir miskunn eða mildi
er líf manna einskis metið.
Þá er lífið eins og blaktandi strá
þar sem hvergi finnst öryggi eða
festa
og tilveran verður grimm og grá
við göngum með kvíða í hjarta.
Samtök illra afla
sem í leyni starfa
með slóttuga foringja í fararbroddi
virðist enginn geta stöðvað.
Á himni dofnar dagsins glóð.
Daginn svæfir nóttin hljóð.
Grösin dreymir græna sæng.
Geymir fuglinn nef undir væng.
Nóttin vaktar vora jörð.
Vökvar döggin jarðarsvörð.
Mönnum svífur svefn á brá
og svífa vængjum draumsins á.
Í klettagjá undir háu fjalli
leit ég fagurt hvítt blóm er ég nefndi
rós.
Hún var svo ein og yfirgefin
í þessari skuggsælu klettagjá.
Ég mælti til hennar og sagði
Hvernig getur þú, blessað blóm,
lifað hér án birtu og sólaryls?
Mér fannst hún svara mér og segja
Víst þrái ég birtu og sólskin
en ég er í fjötrum fædd og hér verð
ég að lifa og deyja.
Þetta fallega blóm heillaði huga
minn og ég heimsótti hana oft
og við töluðum saman á okkar máli.
Veturinn kom kaldur og snjóþungur.
Er snjóa leysti að vori fór ég í
heimsókn
að heilsa upp á rósina mína.
Gjáin var dimm og drungaleg og þar
var engin rós.
Fölnuð blöð og stilkar lágu á jörðinni.
Rósin mín fagra var ekki lengur
til – hún var dáin.
Móðir var ein af hinum
styrku stoðum Íslendinga. Hún
var mannkostakona og gull af
manni.
Bjó yfir miklum andlegum
styrk og sálarró en hún missti
móður sína 10 ára og fór síðar
ekki varhluta af áföllum. Hún
horfði ætíð með sína lífsvisku
að leiðarljósi fram á veginn.
Var alla tíð stálminnug og hélt
reisn sinni eftir að Elli kerling
bankaði upp á.
Í dag hittist fjölskyldan og
heiðrar minningu mömmu er
litli bróðir Aðalbjargar Söru,
nöfnu mömmu, verður skírður.
Ég þakka elsku mömmu fyr-
ir allt, hennar er sárt saknað.
Minning hennar lifir eins og
ljós í hjörtum okkar.
Sigríður Rut
Skúladóttir.
✝ Guðríður Ás-grímsdóttir
fæddist á Vopna-
firði 21. desember
1954. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 18. októ-
ber 2014.
Foreldrar henn-
ar eru Ásgrímur
Kristjánsson, f. 8.
september 1930,
d. 1. mars 2014,
og Lára Guðnadóttir, f. 14.
mars 1935. Systkini Guðríðar
eru Guðni Ásgrímsson, f. 14.
desember 1953, Sigurður Óm-
ar Ásgrímsson, f. 29. ágúst
1960, og Ásgrímur Ásgríms-
son, f. 9. júní 1966.
Guðríður giftist Júlíusi
Gunnari Sveinbjörnssyni árið
þeirra Alexandra Ósk Freys-
dóttir, f. 17. september 2008,
og Embla Marín Freysdóttir, f.
7. september 2010.
Guðríður ólst upp á Vopna-
firði og flutti 16 ára til Hafnar
í Hornafirði og bjó þar með
Júlíusi þar til hann lést. Þá
flutti hún til Reykjavíkur og
bjó þar alla tíð. Guðríður
starfaði lengi vel í snyrti-
bransanum en hún lauk snyrti-
fræðinámi árið 1988 og starf-
aði m.a. í snyrtivöruversl-
uninni Dísellu, Clöru og
Módelsamtökunum við lit-
greiningar. Hún hafði einnig
mikinn áhuga á tísku og starf-
aði við góðan orðstír í Faco á
sínum tíma og Noa Noa. Guð-
ríður sinnti einnig ýmsum
þjónustustörfum, m.a. í Odda,
Sólbaðstofunni Sælunni, Bern-
hard og nú síðast hjá Síman-
um.
Útför Guðríðar fer fram frá
Guðríðarkirkju í dag, 28. októ-
ber 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
1970 en hann lést
af slysförum 8.
október 1975.
Guðríður hóf sam-
búð með Þóri
Bjarnasyni, f. 8.
júní 1956, árið
1976 og skildu
leiðir þeirra 1989.
Dætur Guðríðar
eru 1) Ása Lára
Þórisdóttir, f. 5.
júlí 1978, maki
Sigurður Hervinsson, f. 23.
ágúst 1971. Börn þeirra Ólöf
Erla Sigurðardóttir, f. 10. des-
ember 2004, og Gabríel Þór
Sigurðsson, f. 24. desember
2007. 2) Erla Súsanna Þór-
isdóttir, f. 17. febrúar 1982,
maki Freyr Alexandersson, f.
18. nóvember 1982. Börn
Elsku besta mamma mín,
söknuðurinn er óbærilegur,
tómleikinn sársaukafullur og
missirinn mikill. Að sama
skapi er eins og opnað hafi
verið fyrir flóðgátt góðra
minninga. Þær eru ljósið í
myrkrinu. Það er erfitt að
kveðja en ég finn fyrir miklu
þakklæti, þakklæti yfir að hafa
gengið með þér síðasta spöl-
inn, ég þakka fyrir að hafa
verið þér við hlið, haldið í
hönd þína og getað kvatt þig
með fallegum orðum og ekki
síst fengið að heyra þig segja:
ég elska þig, í hinsta sinn. Þau
orð umvefja mig og veita mér
huggun. Þú varst alltaf svo
blíð og góð og varst dugleg að
hrósa mér og setja kærleikann
í orð. Þú varst svo umvefjandi,
alltaf tilbúin að gefa faðmlag.
Ég man sérstaklega vel eftir
því sem lítil stúlka að það var
eins og jólin væru að koma í
hvert sinn sem þú komst heim
úr vinnu, svo mikil var til-
hlökkunin í hversdagsleikan-
um. Ég heyrði í þér, fann jafn-
vel góða ilminn sem barst frá
þér og svo opnaðir þú dyrnar
og ég hljóp í fangið þitt og
faðmaði þig og það var eins og
tíminn stæði í stað. Faðmur
þinn var svo hlýr og þú hafðir
svo mikla ást að gefa. Þú varst
góður hlustandi, ég leitaði til
þín með allt milli himins og
jarðar og alltaf gafst þú þér
tíma til að hlusta. Þér var
margt til lista lagt, mamma
mín gat allt. Þú varst gull-
falleg, ég man að ég gat horft
á þig tímunum saman með
aðdáunarblik í augum. Þetta
er mamma mín, hugsaði ég,
mikið á ég fallega móður. Í
gegnum tíðina höfðum við
unnið mikið saman og þá
kynntist ég fyrir alvöru
hversu mikill dugnaðarforkur
þú varst. Ég hef tamið mér
þína vinnusemi og er svo stolt
að hafa átt svona mikla
kjarnakonu að móður. Bjart-
sýni, gleði, hlýja og kærleikur
eru orð sem áttu vel við þig.
Þú tókst á við verkefni lífsins
af alúð og með bjartsýni í far-
teskinu. Þú fórst í gegnum líf-
ið brosandi og með gleði í
hjarta og gafst af þér hlýju og
kærleik til allra þeirra sem
voru svo heppnir að fá að
kynnast þér. Þú varst frábær
amma, ást þín til barna-
barnanna skein í gegn. Litlu
englarnir þínir, eins og þú
kallaðir alltaf stelpurnar mín-
ar, segja að þú sért besta vin-
kona þeirra og það varstu svo
sannarlega. Þú varst svo góð
fyrirmynd og þú hefur gefið
mér svo margt og kennt mér
enn meira. Þú varst baráttu-
kona, þögul en vitur og bjóst
yfir svo miklu æðruleysi að ég
fyllist stolti við tilhugsunina,
það var mér heiður að vera
dóttir þín. Elsku mamma mín,
ég veit að vegferð þín heldur
áfram og ég veit að þú hefur
fundið skjólsælt rjóður í skóg-
inum þar sem sólin skín skært
og fuglarnir syngja þér til
heiðurs. Þar muntu hvíla í friði
þar til vegferð þín heldur
áfram. Ég mun leita til þín og
ég veit að þú munt hlusta.
Þegar sá tími kemur munum
við hittast og takast í hendur
og faðmur þinn mun umvefja
mig sem aldrei fyrr. Ég kveð
þig að sinni með þessu ljóði:
Þú ert ljósið sem lýsir veginn,
því ég er blindur fugl,
sem finnur aðeins ást og yl frá þér,
án þín hef ég enga vængi,
án vængjanna get ég ei flogið,
flogið til þín.
(Erla Súsanna)
Elska þig mikið.
Þín ástkær dóttir,
Erla Súsanna Þórisdóttir.
Elsku besta mamma mín.
Mér finnst skrýtið að sitja hér
og skrifa minningargreinina
þína því þú ert svo ljóslifandi í
mínum augum. Því miður ertu
búin að kveðja þennan heim og
ég finn fyrir miklu þakklæti
fyrir allar minningarnar,
viskuna og kærleikann sem þú
bjóst yfir. Þú tókst á við veik-
indin með miklu æðruleysi og
sást alltaf ljósglætu þrátt fyrir
myrkrið sem lúrði yfir. Undir
lokin talaðir þú um að nú vær-
ir þú að fara í ferðalag og
ferðinni væri heitið heim. Það
er gott að vita að þú varst ekki
hrædd við dauðann og við vit-
um að það var vel tekið á móti
þér. Orð fá ekki lýst hve mikið
ég sakna þín en ég lofa að láta
söknuðinn ekki draga mig nið-
ur. Krafturinn og dugnaðurinn
sem þú bjóst yfir mun verða
mitt leiðarljós í lífinu. Við fjöl-
skyldan munum ávallt halda
minningu þinni á lofti og
heiðra hana. Ólöf Erla og
Gabríel Þór munu ávallt minn-
ast ömmu sinnar sem einstakr-
ar konu með óendanlega blítt
hjarta og breiðan faðm. Ég
kveð þig að sinni, elsku
mamma mín, og óska þér vel-
farnaðar á þessu nýja ferða-
lagi. Þangað til við hittumst
næst.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að
morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér
nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín elskandi dóttir,
Ása Lára.
Í dag kveðjum við eina úr
hópnum okkar, Guðríði Ás-
grímsdóttur eða Gauju. Hóp-
urinn varð til fyrir fimmtán
árum í afmæli þar sem einhver
varpaði fram þeirri hugmynd
hvort við konur frá Vopnafirði
eða sem höfum tengsl þangað
austur og búsettar erum á höf-
uðborgarsvæðinu ættum ekki
að hittast reglulega. Allar göt-
ur síðan hefur hópurinn hist
einu sinni mánuði. Á þessum
árum hafa einhverjar komið og
farið eins og gengur og gerist
í svona félagsskap en Gauja er
sú fyrsta sem kveður fyrir
fullt og allt.
Gauja hafði góða nærveru,
róleg og yfirveguð en undir
niðri kraumaði bullandi húmor
sem við fengum að njóta. Hún
gerði óspart grín en það var
ekki bara á kostnað annarra,
hún hafði líka sjálfsöryggi til
að gera grín að sjálfri sér.
Þegar við vinkonurnar komum
nú saman til að rifja upp
minningar um Gauju er það
fyrsta minning allra hvað okk-
ur þótti hún mikil skvísa, alltaf
vel tilhöfð og glæsileg, en
fyrst og fremst skvísa. Skipti
þá ekki máli hvort kynnin voru
frá æskuárunum á Vopnafirði
eða tilkomin seinna á lífsleið-
inni. Þrátt fyrir veikindi sem
varað hafa í nokkur ár lét hún
aldrei undan fyrir sjúkdómn-
um og hélt reisn sinni. Hún
passaði alltaf upp á útlitið og
tók þátt í lífinu til hinstu
stundar. Í okkar augum var
hún því aldrei sjúklingur,
kvartaði aldrei en ræddi af
hreinskilni um veikindin og
var raunsæ. Líf Gauju var
ekki alltaf dans á rósum en
hún mætti mótlæti af dugnaði
og æðruleysi. Mesta gæfa
hennar í lífinu voru dætur
hennar tvær, Ása Lára og
Erla Súsanna, og þeirra fjöl-
skyldur. Af þeim var hún stolt
og elskaði barnabörnin meira
en nokkuð annað.
Að leiðarlokum þökkum við
góðar samverustundir og mun-
um við sakna góðrar vinkonu
sem kvaddi of fljótt og vottum
fjölskyldu hennar okkar
dýpstu samúð.
Fyrir hönd Vopnafjarðar-
hópsins,
Kristín Björg
Hallbjörnsdóttir .
Guðríður
Ásgrímsdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HELGI GUÐMUNDUR HÓLM
verkamaður,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
20. október 2014.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
.
Fjóla Berglind Helgadóttir, Guðjón Ólafsson,
Bára Helena Helgadóttir Miller, Ron Miller,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR JÓN HJARTARSON
vörubifreiðastjóri,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 17. október
síðastliðinn. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
.
Herborg S. Ólafsdóttir,
Kristjana Ólafsdóttir, Sigurður G. Steinþórsson,
Arnar E. Ólafsson, Birna Óladóttir,
Kristín Ó. Ólafsdóttir,
Málfríður Ó. Valentine,
Ólafur Ólafsson, Anna Margrét Thoroddsen,
afabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GERÐUR KOLBEINSDÓTTIR
kennari,
Dverghólum 15, Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju fimmtudaginn
30. október kl. 11.
Jarðsett verður að Lágafelli.
.
Málfríður Kolbrún Guðnadóttir
Einar Geir Guðnason Sigríður J. W. Hansdóttir
Kolbeinn Guðnason
Guðni Björn Guðnasson
Hrafn Guðnason Helena Rut Gestsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og stuðning við
fráfall elsku móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUNNHILDAR GUNNARSDÓTTUR,
Boðaþingi 12,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólk 11-E og Karítas
fyrir yndislega umhyggju og umönnun við
elsku mömmu okkar.
Soffía Guðrún Jónasdóttir, Ágúst Sverrir Egilsson,
Gunnar Sigurðsson, Þórunn Halldóra Ólafsdóttir,
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, Eiríkur Ásmundsson,
Jón Sigurðsson, Guðbjörg Helga Hjartardóttir,
Andri Björn Sigurðsson, Gabriela Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.