Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014 Brad Pitt leikur skrið-drekaforingjann Don„Wardaddy“ Collier,liðsforingja sem stýrir Sherman-skriðdrekanum Fury og harðskeyttri áhöfn hans í kvik- mynd sem gerist á lokametrum síðari heimsstyrjaldarinnar, í apríl 1945. Áhöfn skriðdrekans hefur barist saman allt frá því bandamenn réð- ust inn í Norður-Afríku 1942 þann- ig að fráfall eins áhafnarmeðlims skömmu áður en myndin hefst er þeim skiljanlega mikið áfall. Í stað- inn fá þeir skrifstofublók, ungan dreng sem hefur aldrei komið inn í skriðdreka, hvað þá drepið nasista, nokkuð sem harðjaxlarnir undir stjórn Brads Pitts hafa gert saman í mörg ár. Ekki hreinræktuð strákamynd Á yfirborðinu virðist myndin vera hreinræktuð „strákamynd“, lifaðir hermenn á leið gegnum Þriðja ríkið á skriðdrekanum sínum. Myndin býður þó upp á töluvert meiri dýpt en við fyrstu sýn, því stöku sinnum í myndinni fer Brad Pitt afsíðis, þar sem enginn sér hann nema mynda- vélin, og sýnir greinilega að hann er að brotna niður undan álagi við það að halda sér, en aðallega áhöfn Fury, á lífi gegnum það helvíti sem stríðið var. Ungur, óreyndur og óspjallaður strákur í áhöfninni hans er ekki til að bæta úr því. Viðbjóðurinn er vissulega á stundum mikill en aldrei svo mikill að manni þyki hann ótrú- verðugur. Myndin hefur verið borin saman við Saving Private Ryan, að því leyti að hún sýnir, svo ekki verður um villst, að stríð er helvíti. Ég leyfi mér meira að segja að ganga svo langt að segja að Fury sé einhver rosalegasta seinnastríðsmynd síðan Saving Pri- vate Ryan var gerð 1998. Skriðdrekahernaður virðist ekki ólíkur kafbátahernaði. Áhöfn skrið- drekans hefur nánast enga mögu- leika á að fylgjast með umhverfi sínu nema gegnum örlitla glugga. Til að vinna bug á þessu þarf skriðdreka- foringinn að reka höfuðið út um „topplúguna“ á skriðdrekanum og Háskólabíó, Smárabíó og Laugarásbíó Fury bbbbn Leikstjóri: David Ayer Aðalleikarar: Brad Pitt, Shia LaBeouf, Logan Lerman, Michael Peña, John Bernthal, Jason Isaacs. GUNNAR DOFRI ÓLAFSSON KVIKMYND Á skriðdreka í Þriðja ríkinuKvikmyndirbíóhúsanna Sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Borgríki eftir Ólaf de Fleur Jóhannesson. Lögreglumaðurinn Hannes ræðst gegn glæpasamtökum og spilltum yfirmanni fíkniefnadeildar. Mbl. bbbbn Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 20.00, 22.10, 23.10 Háskólabíó 20.00, 22.10 Laugarásbíó 17.50, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00 Borgríki 2 16 Metacritic 64/100 IMDB 8,3/10 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 Smárabíó 17.00 LÚX, 17.00, 20.00, 20.00 LÚX, 22.45, 22.45 LÚX Háskólabíó 21.00 Laugarásbíó 19.00, 22.00 Fury 16 Staurblankur kvikmyndahandritshöfundur, sem hefur vart komið orði á blað eftir að hafa unnið til Óskarsverðlauna, fer að kenna handritaskrif í háskóla. Þar kynnist hann lífsglaðri konu sem heillar hann upp úr skónum. Bönnuð innan 7 ára. IMDB 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 17.40, 20.00, 20.00, 22.20, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 20.20, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00 The Rewrite Gone Girl 16 Mbl. bbbbn Metacritic 79/100 IMDB 8,6/10 Smárabíó 16.45, 20.00, 22.30 Háskólabíó 17.45, 21.00 Laugarásbíó 22.00 Borgarbíó Akureyri 22.00 The Judge Eftirsóttur lögfræðingur, þekktur fyrir að verja hvítflibbaglæpamenn, snýr aftur til heimabæjarins til að vera viðstaddur útför móður sinnar. Dvölin verður lengri en til stóð því að faðir hans er ákærður fyrir manndráp. Bönnuð innan 7 ára. IMDB 7,8/10 Metacritic 48/100 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 18.00, 21.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 22.20 Sambíóin Akureyri 22.20 Dracula Untold 16 Þegar Vlad Tepes kemst að því að kraftur hans og hug- rekki nægir ekki til að vernda fjölskyldu hans fyrir grimm- um óvinum ákveður hann að leita á forboðnar slóðir eftir styrk sem dugar. IMDB 7,1/10 Sambíóin Egilshöll 22.00 Laugarásbíó 20.00 Borgarbíó Akureyri 18.00 Annabelle 16 John Form hefur fundið full- komna gjöf handa ófrískri eiginkonu sinni, Miu – fallega og sjaldgæfa gamla dúkku í fallegum hvítum brúðarkjól. En gleði Miu vegna Annabelle endist ekki lengi. IMDB 6,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 22.40 Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day IMDB 4,7/10 Rotten Tomatoes 59/100 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00 Sambíóin Akureyri 18.00 Sambíóin Keflavík 18.00 Hemma Háskólabíó 18.00, 20.00 The Equalizer 12 Fyrrverandi leynilögreglu- maður sviðsetur andlát sitt til að lifa rólegu lífi í Boston. Þegar hann hittir stúlku sem er undir hælnum á ill- skeyttum rússneskum glæpamönnum verður hann að koma henni til bjargar. IMDB 7,9/10 Metacritic 48/100 Háskólabíó 22.10 A Walk Among the Tombstones 16 Matthew Scudder er fyrrver- andi lögga og einkaspæjari. Tilveran er býsna róleg þar til eiturlyfjasali ræður hann til að komast að því hverjir myrtu eiginkonu hans. Mbl. bbbnn Metacritic 51/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 17.40 Afinn Eftirlaunaaldurinn blasir við Guðjóni á sama tíma og erfiðleikar koma upp í hjóna- bandinu og við undirbúning brúðkaups dóttur hans. Mbl. bbbmn Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00 Sambíóin Akureyri 20.00 The Hundred-Foot Journey Indversk fjölskylda opnar veitingastað í Suður- Frakklandi. Keppinautarnir eru lítt hrifnir og hefst at- burðarás og barátta sem þróast í óvænta átt. Bönnuð innan 7 ára. Metacritic 55/100 IMDB 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00 Boyhood Metacritic 100/100 IMDB 8,7/10 Háskólabíó 17.30 The Maze Runner 12 Metacritic 58/100 IMDB 7,9/10 Smárabíó 17.30, 20.00 If I Stay 12 Metacritic 47/100 IMDB 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 París norðursins Mbl. bbbnn IMDB 7,4/10 Háskólabíó 17.45 Kassatröllin Mbl. bbbnn IMDB 7,2/10 Metacritic 63/100 Sambíóin Álfabakka 17.50 ísl., 22.20 Sambíóin Keflavík 17.50 3D ísl. Smárabíó 15.30 3D ísl., 17.45 ísl. Laugarásbíó 17.00 ísl. Smáheimar: Dalur týndu mauranna Smárabíó 15.30 ísl. Töfrahúsið Kettlingur á vergangi kemst í kynni við gamlan töframann. Með íslensku tali. Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Akureyri 18.00 Turist 12 Mbl. bbbbn Bíó Paradís 17.30, 20.00, 22.15 20.000 Days on Earth Bíó Paradís 18.00, 20.00, 22.00 Leviathan Bíó Paradís 17.00 The Tribe 16 Bíó Paradís 20.00, 22.30 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.