Morgunblaðið - 28.10.2014, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 2014
Og svo vorum við saman í Re-
bekkustúkunni Bergþóru í mörg
ár. Við fylgdumst að á svo mörg-
um sviðum. Vorum t.d. yfirleitt á
sömu hárgreiðslustofunni.
Hún Dinna vinkona mín var
algjör hetja. Við hvert áfall og
hverja meðferð reis hún upp aft-
ur eins og drottning. Jafn glæsi-
leg og fyrr. Alltaf jafn jákvæð og
glöð. Ég vonaði að það yrði eins
núna. En sú varð ekki raunin því
miður. Það var svo margt sem
við áttum eftir að spjalla um. Nú
verður enginn sem hringir og
segir „þú sem allt manst“ og
ekki hægt að hringja og segja
„hvernig hefur þú það í dag dar-
ling?“ Ég mun sakna hennar
Dinnu svo lengi sem ég lifi.
Við Bjössi sendum fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur.
Svana Runólfsdóttir.
Elskuleg vinkona mín til
margra margra ára er látin, eftir
hetjulega baráttu við vágestinn,
krabbamein. Hún Kristín var
einstök kona og mannbætandi
að vera nálægt henni. Hún hugs-
aði ætíð um fólkið í kringum sig
og þá ekki síst um börn sín,
tengdabörn og barnabörn – en
hún hafði líka óendanlegan tíma
fyrir vinina og var ég ekki nein
undantekning þar. Hún dreif
mig t.d. með sér í „Mekka-Spa“
eftir að ég veiktist með blóð-
tappa í heila – mætti þar með
mér þrisvar í viku, sem hjálpaði
mér að ná heilsu – dásamleg.
Þau Kristján hugsuðu vel um
okkur Kela í hans veikindum en
svona var Kristín – einstök, já
einstök kona, óeigingjörn og
alltaf til staðar fyrir aðra.
Vinskapur okkar hjóna hefur
varað síðan 1957. Leiðir okkar
lágu saman á menntaskólaárun-
um, við stelpurnar í Kvennó og
þeir í Versló-klíkunni. Við urð-
um ævilangir vinir, brúðkaup,
barneignir, íbúðarbrask – allt á
sömu árunum. Svo bjuggum við í
nokkur ár í Goðheimum – á móti
hvert öðru – þá var farið í morg-
unkaffi eftir húsverkin. Svo fór-
um við saman í nokkur ár í leik-
fimi hjá Báru eins og allar hinar
konurnar gerðu. Yndislegir
tímar. Kristín og Kristján fluttu
svo í Seljugerði og við á Otrateig
– en þá var bara stundum tekinn
leigubíll á milli í morgunkaffi
(ekki segja frá). Við vorum vin-
konur.
Svo flugu börnin úr hreiðrinu
og þá kom hið ljúfa líf, „okkar
tími í ferðalög“. Sumarbústað-
arferðir og jú Kristín mín –
Grímseyjarferð til vina okkar
þar, því gleymum við aldrei.
Manstu? Enginn bryggja og
steinarnir allir í þara, við skrið-
um í land. Dásamlegar minn-
ingar, til Dadda og Birnu með
Gunna Palla og Fríðu frá Ástr-
alíu.
Ógleymanlegt. Ástralía stend-
ur upp úr okkar ferðum en okk-
ar ógleymanlega „heimsreisa“
var farin árið 1991, vel skipulögð
af Kristjáni og Kela. Sú ferð var
teiknuð upp til að heimsækja
Gunna Palla og Fríðu, skóla-
félaga úr „klíkunni“ en þau
höfðu flust til Perth með börn
sín tvö. Víða var komið við í
ferðinni, sem spannaði á annan
mánuð. Fídjíeyjar um miðnættið
á sundlaugarbarmi í handklæð-
um, skellihlæjandi. Þetta var
ljúft líf.
Ekki var siglingin til Svarta-
hafsins síðri, stemningin er við
sigldum gegnum Bosporus-
sundið – allir á þilfar, Asía ann-
ars vegar og Evrópa hins vegar.
Lengi má telja en nú er best að
hætta, elsku vinkona. Þetta eru
allt perlur í minningasjóði mín-
um. Ég lærði svo margt af þér,
m.a. að setja okkar ferðalög í
myndum upp í sögu, en þau al-
búm ylja mér í dag.
Elsku vinkona, þú varst snill-
ingur. Ég veit að Keli tekur vel
á móti þér, takk fyrir allt og allt.
Guð gefi fólkinu þínu sem þú
elskaðir styrk á erfiðum tíma.
Hugur minn, elsku fjölskylda, er
hjá ykkur.
Þín vinkona,
Þorbjörg Jónsdóttir
(Tobbý).
Hún heilsaði mér falleg og
brosandi og kynnti sig. Ég er
Kristín, mamma hennar Mar-
grétar Völu. Síðan eru liðin um
40 ár. Allar götur síðan hef ég
fengið fallega brosið hennar og
faðmlag í hvert sinn sem við
hittumst. Hún sýndi mér og
mínum einlægan áhuga.
Þegar ég kom í Seljugerðið,
ung með hugmyndir að fatnaði,
búin að kaupa efnið og teikna
flíkina þá vissi Kristín sem var
að ég myndi aldrei klára mig af
því að sauma flíkina. Hún tók
upp saumavélina sína og sagðist
ætla að leiðbeina mér. Auðvitað
saumaði hún flíkina, spjallaði við
mig á meðan og lét mig halda að
ég hefði gert þetta allt saman.
Kristín var mikill fagurkeri, allt-
af fallega klædd og með gott
auga fyrir hönnun.
Fyrir mér voru Kristín og
Kristján sem eitt, fyrirmyndar-
foreldrar, miklir vinir barna
sinna og fjölskyldna þeirra.
Missir þeirra allra er mikill.
Okkur Jónasi þykir leitt að
geta ekki fylgt Kristínu. Við
sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur til Kristjáns, Mar-
grétar, Tómasar, Hildar og fjöl-
skyldunnar allrar. Minningin
lifir um góða og einlæga konu.
Hanna Lára Helgadóttir.
Látin er elskuleg frænka mín
og vinkona, Kristín Möller, og
mig langar til að kveðja hana
með nokkrum minningarbrotum.
Aðeins sjö til átta ára gamlar
byrjuðum við að skrifast á, vor-
um bréfavinkonur og þannig var
lagður grunnur að vináttu sem
haldið hefur síðan og sem ég
þakka af alhug. Öll mín bréf mín
til hennar byrjuðu á orðunum
„Elsku Dinna mín“, en það var
hún kölluð heima hjá mér, og
hún svaraði á sama hátt. Hún
átti heima í Stykkishólmi, ég á
Suðureyri í Tálknafirði, pabbi
minn og mamma hennar voru
systkini. Á Suðureyri bjó líka
Gróa, amma okkar beggja,
ásamt þremur börnum sínum og
þangað komu margir til sum-
ardvalar. Ein þeirra var elsku
Magga frænka sem kom þangað
með börnin sín, Dinnu og Willa.
Þar voru bara tvö heimili, þ.e.
foreldra minna og svo ömmu.
Samt var alltaf nóg að gera,
bæði við leik og störf.
Það var t.d. mjög gaman fyrir
okkur stelpurnar að vera uppi á
háalofti í ömmuhúsi í herbergi
Frænku, með stórum staf því
flest öll systkinabörn hennar
nefndu hana aldrei annað. Í
geymslurými þarna uppi var
margt að skoða, allskonar fatn-
aður, pils og kjólar, að ógleymd-
um skóm með háum hælum og
reimum upp á ökklann.
Í Hólminn fékk ég að fara
þrettán ára gömul. Þegar til
þangað kom stóð Dinna þar á
hafnarbakkanum til að taka á
móti mér. Ég man hana enn þar,
unga stúlku, glæsilega sem hún
var alltaf síðan hvað sem ár-
unum leið. Dvölin heima hjá
henni var ljúf og ánægjuleg, ég
kynntist föður hennar, þeim
mætamanni og líka Agnari bróð-
ur hennar og hans fjölskyldu.
Hún spilaði á gítarinn sinn og
við sungum saman, fórum í bíó
sem var nýtt fyrir mér, hittum
vinkonur hennar og fórum á úti-
skemmtun á Búðum, að mig
minnir.
Skólaárin liðu með bréfa-
skriftum og nokkrum endur-
fundum, t.d. á móti UMFÍ á
Þingvöllum 1957, heimsókn
hennar til okkar fyrir vestan,
Dinna og Dóra vinkona hennar á
ævintýraferðalagi um Vestfirði.
Eftir að fjölskylda hennar
flutti til Reykjavíkur naut ég
þess að mega koma og gista og
fékk þar ýmsa aðstoð, t.d. á gift-
ingardaginn okkar Páls við að
búast brúðarskartinu.
Seinna annaðist Dinna tvö
barna okkar á heimili þeirra
Kristjáns, í sængurlegu hjá mér
og svo sjúkrahúslegu síðar.
Ógleymdar eru góðar stundir
á heimili hennar, á ættarmótum
á Suðureyri og svo einstaka
samkomur er Suðureyrarfrænk-
ur ásamt ásamt mágkonum og
dætrum hittast, þökk sé yngri
frænkum okkar sem efna til
þess.
Ég sé fyrir mér útsýnið úr
glugganum í herberginu hennar
frænku á háa loftinu, þar sem
við stóðum oft og horfðum til
hafsins.
Þetta litla ljóð finnst mér falla
vel inn í þá mynd.
Vestrið allt í leiftri – og loga – og
glóð.
Léttur bjarmi á haffleti, –
sólsetursljóð.
Með fagra mynd í huga ég friðar öllu
bið,
fel mig síðan draumi þar sem austrið
blasir við,
– því til morgunroðans vil ég vakna.
(Jakobína Johnson.)
Við kveðjum nú Kristínu
Möller með virðingu og þökk.
Veri hún Guði falin.
Kæra fjölskylda, Kristján og
þið öll. Innilega samhryggjumst
við ykkur og biðjum Guð að vera
með ykkur öllum.
Kristín Lára Þórarinsdóttir
og fjölskylda.
Lítt vér vitum er ævin hefst
hvar lífsins leiðin liggur
né hvert lífsins elfa okkur flytur.
Að njóta þess á langri ævi
með góðu fólki að ganga
er gæfa.
Þannig var samleið okkar Ragnheiðar
með Kristínu og Kristjáni
frá unga aldri.
Nú er hún Kristín okkar kvödd í bili.
Ragnheiður mín mun taka vel á móti
henni.
Kristján minn,
vitund sem elskar og dáir hið góða
mun ætíð í sálu okkar búa.
(GHG)
Þinn vinur,
Guðmundur H. Garðarsson.
Kristín Möller
✝ Stefán JónSnæbjörnsson
fæddist í Reykja-
vík 16. febrúar
1937. Hann lést á
líknardeild LSH
20. október 2014.
Foreldrar hans
voru hjónin Anna
Sigurveig Frið-
riksdóttir, f. 1898
á Grund, Keldu-
neshr., S-Þing., d.
1978, og Snæbjörn G. Jónsson,
skipstjóri og húsgagnasmiður,
f. 1893 í Sauðeyjum á Breiða-
firði, d. 1962.
Bróðir Stefáns er Snæbjörn
Þór, f. 1935. Uppeldisbróðir
hans er Þorvaldur Rafn Vals-
son, f. 1947.
Stefán kvæntist 1967 Krist-
jönu Aðalsteinsdóttur, f. 27.
mars 1943, þau skildu. For-
eldrar hennar voru hjónin Sig-
ríður Þorláksdóttir, f. 1921 í
Bolungarvík, og Aðalsteinn
Tryggvason rafvirkjameistari,
f. 1913 í Reykjavík, d. 1995.
Systkini Kristjönu: Þor-
steinn, f. 1945, Tryggvi, f.
1948, Sólveig, f. 1955, og Mál-
fríður, f. 1960.
Börn Stefáns og Kristjönu:
1) Anna Katrín, f. 1967. Fyrrv.
sambýlismaður Franklín Krist-
inn Steiner, f. 1947, d. 2013.
Sonur þeirra Abraham Joab, f.
sig gildandi í félagsmálum og
var kjörinn formaður í FHI,
Félagi húsgagna- og innan-
hússarkitekta. Þá var hann
kosinn formaður í félaginu
Listiðn. Í þessum félögum vann
hann brautryðjendastarf, fékk
iðnrekendur til samstarfs og
stóð fyrir fjölmörgum sýn-
ingum heima og erlendis. Stef-
án var hvatamaður að stofnun
Form Island sem hafði á
stefnuskrá sinni að kynna ís-
lenska hönnun hér heima og
erlendis. Þessu fylgdi Stefán
eftir með sýningahaldi og fyr-
irlestrum. Komst hann í góð
kynni við hönnuði vítt um lönd
sem greiddu í framhaldinu
götu íslenskrar hönnunar.
Hann var valinn fulltrúi Ís-
lands í Scandinavian Design
Council um tíu ára skeið. Þá
var hann kallaður til setu í
dómnefndum um val verð-
launahafa á Norðurlöndum.
Stefán var ritfær. Auk þess að
skrifa fastar greinar um hönn-
un í Morgunblaðið var hann
beðinn að fjalla um íslenska
hönnun í ítalska tímaritinu
INTERNI svo og hið finnska
tímarit Form Function Fin-
land. Hann var skipaður for-
maður undirbúningsnefndar
um stofnun hönnunarsafns og
naut þess að sjá því verki lok-
ið. Var hann stjórnarformaður
safnsins um margra ára skeið.
Síðustu ár starfsævinnar var
Stefán fulltrúi í mennta-
málaráðuneytinu.
Stefán verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag, 28.
október 2014, kl. 15.
1994. 2) Að-
alsteinn, f. 1970,
sambýliskona hans
Rannveig Krist-
jánsdóttir, f. 1971,
þau skildu. Barn
þeirra Askur Þór,
f. 2004. 3) Snæ-
björn Þór, f. 1974.
K.h. Róshildur
Jónsdóttir, f. 1972.
Börn þeirra: Jó-
hanna Rún, f.
2004, og Jón Aðalsteinn, f.
2007. Sonur Kristjönu og
stjúpsonur Stefáns er Ragnar
Sverrisson, f. 1961. Fyrrv.
sambýliskona Ragnheiður
Sigurðardóttir, f. 1961. Börn
þeirra: Sigurður Óli, f. 1987,
og Kristjana Katla, f. 1988.
Sambýlismaður hennar er Leif-
ur Hjörleifsson, f. 1986. Sonur
þeirra: Hjörleifur Karl, f. 2014.
Ragnar kvæntist Josephine
Wawira Wanjiru, f. 1981 í
Kenía, þau skildu.
Stefán lærði húsgagnasmíði
hjá föður sínum og lauk
sveinsprófi. Nam síðan innan-
hússarkitektúr og hönnun og
lauk prófi frá Hönnunarhá-
skólanum í Ósló 1965. Heim-
kominn opnaði hann eigin
teiknistofu og varð störfum
hlaðinn. Eftir hann liggja fjöl-
mörg verk sem halda munu
nafni hans á lofti. Stefán gerði
Kynni okkar hjónanna við
Stefán Snæbjörnsson höfðu
staðið í rúman áratug eða frá
því yngstu börnin okkar, Rós-
hildur og Snæbjörn, kynntust.
Við þáðum höfðingleg heimboð
af honum auk þess að hitta hann
reglulega í afmælum barna-
barnanna og í öðrum fjölskyldu-
boðum. Það var gaman að
spjalla við Stefán. Rólegt fas og
kímni einkenndu viðmót hans.
Hann var listrænn listunnandi
og fagurkeri. Hann unni mynd-
list, ritlist, tónlist, byggingarlist
og hönnun sem varð ævistarf
hans og áhugamál allt til enda.
Lagði hann mikið af mörkum
um langa hríð á þeim vettvangi
og það löngu áður en orðið
hönnun var búið til. Smekkvísi
hans og væntumþykja sýndi sig
meðal annars í vel völdum gjöf-
um til barnanna sem ýmist voru
munir sem hann sjálfur hafði
hannað eða skapandi leikföng,
litir og penslar. Einnig við feng-
um að njóta gjafa frá honum
sem hann laumaði stundum með
jólakortunum sem voru í sjálfum
sér listaverk með einstaklega
fallegri rithönd hans og oftast
með mynd eftir hann sjálfan.
Það er eftirsjá okkur öllum í
manni sem átti svo margt ógert
á sviði myndsköpunar þegar
sjúkdómurinn tók frá honum
starfsþróttinn. Mest er þó eft-
irsjáin í föður og afa sem svo
skyndilega hefur verið í burtu
tekinn. Við kveðjum Stefán með
virðingu og þökk og biðjum hon-
um og öllu hans fólki blessunar
Guðs.
Margrét Sigtryggsdóttir og
Jón Aðalsteinn Baldvinsson.
Góður og kær vinur okkar
hjóna, Stefán Snæbjörnsson,
innanhúsarkitekt og hönnuður,
er fallinn frá. Við Stefán kynnt-
umst ungir að árum. Starf í
samtökum ungra sjálfstæðis-
manna leiddi okkur saman. Við
komum úr ólíkum áttum, ég úr
háskólanum og hann úr Iðnskól-
anum í Reykjavík þar sem hann
stundaði nám í húsgagnasmíði.
Að því námi loknu hélt hann til
Noregs þar sem hann lauk námi
í innanhússarkitektúr og hönn-
un.
Okkur Stefáni varð fljótt vel
til vina. Hann var vel máli far-
inn, skarpgreindur með frábæra
kímnigáfu. Hann var söngmaður
góður og söng í Pólýfónkórnun á
fyrstu árum kórsins. Hann hafði
góða leikhæfileika og var frábær
eftirherma.
Þegar Stefán kom heim frá
námi hóf hann störf í sínu fagi,
rak lengi teiknistofu og vann
ýmis hönnunarstörf. Eftir heim-
komuna tókum við að nýju upp
vináttusambandið, hittumst oft
og brölluðum margt eins og vin-
ir gera. Í áratugi hittumst við
ávallt á Þorláksmessukvöld en
þá kom Stefán heim til okkar
Sonju. Tónlist var mikið áhuga-
mál Stefáns, einkum óperutón-
list og ljóðasöngur, og eyddum
við oft löngum stundum að
hlusta saman á tónlist. Hann
beitti sér fyrir því ásamt fleirum
að tónlist Kristins Hallssonar
var safnað saman og gefin út í
veglegri útgáfu.
Stefán kvæntist Kristjönu
Aðalsteinsdóttur, mætri og
góðri konu, og eignuðust þau
þrjú börn en fyrir átti Kristjana
einn son. Þau byggðu sér hús í
Garðabænum. Þau skildu en
héldu ávallt góðu sambandi og
sýndu hvort öðru vinskap. Á
þessum árum keyptum við sam-
an land við Apavatn og fórum
þangað margar fjölskylduferðir
og gistum þá í tjöldum. Seinna
seldum við landið.
Hann var forystumaður á
sviði hönnunar á Íslandi. Var
formaður í félaginu Listiðn og
aðalhvatamaður að stofnun
Form Ísland en það félag var
stofnað sem vettvangur til að
kynna íslenska hönnun heima og
erlendis. Hann undirbjó og setti
upp margar sýningar víða um
heim. Hann var skipaður for-
maður nefndar til að stofnsetja
hönnunarsafn á Íslandi og var
fyrsti stjórnarformaður safnsins.
Þar rættist gamall draumur
hans.
Þótt félagsmálastörf tækju
mikinn tíma frá Stefáni var
hann umfram allt mikill lista-
maður. Hann hafði ofursmekk á
listmunum og mjög næmt auga
fyrir formum og fegurð. Á
seinni árum tók hann að mála
vatnslitamyndir og sýndi þar
ótrúlega hæfni og smekk. En
öðru fremur var Stefán góður
drengur og tryggur vinur.
Fyrir nokkrum vikum hittum
við Sonja Stefán á veitingahúsi.
Hann hafði þá ekki verið greind-
ur með það krabbamein sem
gekk frá honum á stuttum tíma.
Hann hafði þó látið verulega
á sjá. Í miðri máltíð sagði hann:
„Kæru vinir, ég á ekki eftir að
heimsækja ykkur aftur á Þor-
láksmessu.“ Hann virtist vita að
hverju stefndi. Þetta voru okkur
síðustu samverustundir. Okkur
var brugðið þegar við sáum
hann hverfa á braut. Við áttum
nokkur símtöl eftir þetta og
þ.á m. daginn sem við fórum til
Flórída þar sem við erum nú
stödd og getum því ekki fylgt
honum síðasta spölinn. Við send-
um fjölskyldunni okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Stefáns er
sárt saknað.
Sonja og Birgir Ísl.
Gunnarsson.
Mér finnst eins og við Stefán
höfum aldrei orðið viðskila í þau
56 eða 58 ár sem við höfum
þekkst, nema svona sem svarar
faðmlengd. Við kynntumst þeg-
ar báðir voru í námi í húsgagna-
smíði, hvor hjá sínum meistara,
hann hjá föður sínum Snæbirni
G. Jónssyni en ég hjá Hjálmari
Þorsteinssyni. Við höfum alla tíð
átt mjög mikið saman að sælda
og aldrei hefur borið skugga á
vináttu okkar. Við kynntumst
mjög náið þegar við áttum þess
kost að fara vítt og breitt um
Bandaríkin árið 1960 í boði þar-
lendra stjórnvalda, ásamt þrem-
ur öðrum ungum mönnum. Þessi
ferð varð þess valdandi að við
Stefán tókum báðir þá ákvörðun
að fara utan til náms. Um þetta
höfðum við þó ekkert samráð
heldur fór hann til Noregs en ég
til Danmerkur. Eftir heimkomu
beggja starfaði hann um skeið
hjá Skarphéðni Jóhannssyni
arkitekt en stofnaði síðan eigin
teiknistofu og fékk brátt næg
verkefni. Atvikin höguðu því
svo, að við Stefán unnum saman
um tíma á teiknistofu Skarphéð-
ins. Stefán var ljúfur félagi,
skemmtilegur og hnyttinn. Við
áttum vel skap saman og mér
fannst sérlega gott að starfa
með honum. Hann var smekk-
legur hönnuður með mikla fag-
þekkingu. Hlutir sem hann hef-
ur hannað eru með því besta í
íslenskri hönnun, bæði húsgögn
en líka lampar. Það kom
snemma í ljós að Stefán var
mjög gefinn fyrir félagsstörf.
Stefán Jón
Snæbjörnsson
Útfararþjónusta
Hafnarfjarðar
Sími: 565-9775
www.uth.is. uth@simnet.is.
Við sjáum um alla þætti útfararinnar.
Seljum kistur,krossa og duftker hvert
á land sem er.
Persónuleg þjónusta.
Stapahrauni 5 Hafnarfirði.