Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Brunninn Bíll sýslumannsfulltrúans stendur nú innpakkaður á lóð lögreglunnar á Akureyri. Stefán Gunnar Sveinsson Skapti Hallgrímsson Fimm manns voru handteknir í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á árásum á heimili manns á Ak- ureyri. Þrír þeirra eru enn í haldi lögreglu, og voru tveir þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald, fram til næsta miðvikudags, í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómarinn í málinu tók sér hins vegar frest til dagsins í dag í máli þriðja mannsins. Hafa þeir allir komið áður við sögu hjá lög- reglunni á Akureyri. Fórnarlamb árásarinnar er fulltrúi sýslumannsins á Akur- eyri. Er talið að um hefndarað- gerð gagnvart honum hafi verið að ræða. Munu mennirnir hafa komið grímuklæddir heim til mannsins aðfaranótt miðvikudags og ógnað hon- um. Síðar um nóttina stóð bifreið mannsins í ljós- um logum, og er talið að heimatilbúinni eld- sprengju hafi verið kastað í hana, en hún stóð mannlaus við heimili fulltrúans. Lögreglumenn úr sérsveitinni vöktuðu hús mannsins í gærdag. Málið litið mjög alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins og stýrir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, henni. Hann segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og að það sé litið mjög alvarlegum augum. Friðrik Smári segir ástæðu þess að embættið tók við rannsókninni þá að lögreglustjórinn á Ak- ureyri hafi talið sig og starfsmenn sína vanhæfa til þess að rannsaka málið, þar sem atlagan hefði beinst gegn einum starfsmanni embættisins. Friðrik Smári segir það þekkt að lögreglumenn verði fyrir áreitni í daglegum störfum sínum, en að hann muni ekki eftir því að atvik af þessu tagi hafi komið fyrir áður. Þrír menn í haldi lögreglunnar  Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudags vegna aðfarar að heimili fulltrúa sýslumannsins á Akureyri  Bifreið mannsins brennd til kaldra kola  Fólk slegið óhug vegna málsins segir sýslumaður Friðrik Smári Björgvinsson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Komdu inn úr kuldanum www.n1.is facebook.com/enneinn Hluti af öruggri vetrarumferð Gróður á um einum hektara lands brann í sinubruna í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd í gær. Mann- virki voru ekki í verulegri hættu. Slökkvilið Brunavarna Suð- urnesja var kallað út um klukkan hálfeitt í gær vegna mikils sinu- bruna í Flekkuvík. Kveikt hafði verið í hrúgu af koparleiðslum og eldurinn borist í gróður. Mikinn reyk lagði frá sinunni. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsmanns gekk vel að ráða niðurlögum elds- ins. Gamlar hleðslur hindruðu út- breiðslu eldsins og slökkviliðs- menn voru allan tímann með vind- inn í bakið. Þeir voru rúman klukkutíma á staðnum. Gömul steinsteypt hús eru á eyðibýlinu sem þarna er og fór eldur nálægt þeim en þau voru þó aldrei í verulegri hættu. Ekki er vitað hver eða hverjir kveiktu í leiðsluhrúgunni. Kveikt í leiðsluhrúgu  Einn hektari gróðurs brann á Vatnsleysuströnd Ljósmynd/Hilmar Bragi Sinubruni Slökkviliðsmenn slökkva í síðustu stráunum í Flekkuvík. Velferðarráðu- neytið hefur gengið frá trygg- ingu viðbragðs- teymis Landspít- alans vegna ebólu. Tryggingin nem- ur 38 milljónum fyrir hvern með- lim teymisins, sem nú eru 35 talsins. Hefðbundin trygging ríkisins vegna heilbrigðisstarfsmanna nemur á bilinu 11-13 milljónum króna. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarna á Landspítalanum, segir á mbl.is að þetta verði vonandi til þess að fleiri fáist í viðbragðs- teymið. Liðsmenn ebólu- teymisins tryggðir Ebólugalli Landspítalans. Bæjarráð Reykjanesbæjar sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í gær tillögu um að lækka föst laun bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanna um 5%. Ákvörðunin er liður í að- haldsaðgerðum sem undirbúnar eru í tengslum við gerð fjárhags- áætlunar fyrir næsta ár. Reykjanesbær er skuldugur, að því er fram kom í úttekt á fjárhag bæjarins. Kynnt hefur verið áætlun um að draga úr útgjöldum og auka tekjur með hækkun skatta. Unnið er samkvæmt áætlun sem nefnd er Sóknin. Bæjarfulltrúar lækka laun sín Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Flutningur byggðalínunnar lengra upp á ströndina við Jökulsárlón gekk vel, þegar loksins gafst tæki- færi til að vinna verkið. „Við fórum í þetta nauðbeygðir. Það er verulegur ágangur sjávar og sjávarkamburinn ansi stutt frá línunni, þar sem styst var,“ segir Guðlaugur Sigurgeirsson, deild- arstjóri netrekstrar hjá Lands- neti. Sjórinn hefur verið að brjóta úr sandinum framan við Jökuls- árlón á Breiðamerkursandi og nálgast raflínuna. Guðlaugur segir að landbrotið hafi verið mikið í fyrravetur. Var svo komið að að- eins ellefu metrar voru í línuna þar sem styst var. Vegna þess hvað byggðalínu kerfið er viðkvæmt var erfitt að finna hentugan tíma til að færa línuna. Mikið álag var á henni sl. vor þegar átti að hefjast handa en nú tókst að nýta „glugga“ sem myndaðist á milli viðhalds tveggja véla Fljótsdalsstöðvar. Straumur var rofinn á sunnudegi og kominn aftur á síðdegis á þriðjudegi. Línan var flutt um 20 til 100 metra á nokkur hundruð metra kafla austan við brúna á Jökulsá. Vegna rofs strandarinnar hefur lengi verið vitað að hringvegur, brú og byggðalína væru í hættu. „Það er annað og stærra mál hvernig þeir aðilar sem reka grunnnet samfélagsins, Vegagerð- in, Landsnet og ferðamála- yfirvöld, ætla að koma í veg fyrir að þessi þróun ógni svæðinu endalaust. Það þarf að hanna framtíðarlausn,“ segir Guðlaugur. Gerðar hafa verið áætlanir um færslu vegarins fjær ströndinni en þó þannig að brúin verði áfram notuð og ströndin jafn- framt varin. Byggðalínan færð frá sjó  Erfitt að finna hentugan tíma vegna álags Ljósmynd/Landsnet Voldugt Strengir hífðir upp á staurastæðu á nýjum stað. Línan var færð frá ströndinni og liggur nú nær hringvegi. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumað- ur á Akureyri, segir að starfsfólk embættisins sé slegið óhug vegna árásarinnar á heimili sam- starfsmanns þess. Vitanlega geti fólk átt von á hótunum, sér- staklega lögreglumenn, en að svona skipulögð atlaga sé gerð að heimili manns sé einsdæmi. Ásdís segir í skoðun hvort efla þurfi öryggi við heimili annarra starfsmanna embættisins. Öryggismál í skoðun SÝSLUMAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.