Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 ✝ Anna JóhannaZimsen fæddist í Reykjavík 7. júní 1932. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík miðvikudaginn 5. nóvember 2014. Foreldrar Jó- hönnu voru Knud Zimsen, verkfræð- ingur og borg- arstjóri, f. 17. ágúst 1875, d. 15. apríl 1953 og Anna Sesselja Ein- arsdóttir Zimsen, húsmóðir, f. 5. september 1893, d. 17. sept- ember 1979. Bróðir Jóhönnu var Knútur Hafsteinn Zimsen, f. 9. febrúar 1931, d. 17. júní 1956, sonur hans er Knud Kristján Zimsen, f. 22. júní 1955. Hálf- systir þeirra (samfeðra) var Ingibjörg Zimsen Topsöe- Jensen, f. 16. júní 1904, d. 17. ágúst 1979. Jóhanna giftist, 16. mars 1955, Hilmari Bergmann Þór- hallssyni, framkvæmdastjóra, f. 9. desember 1928, d. 10. apríl 2009. Foreldrar hans voru Þór- 1986, maki hennar er Ragnar Björgvinsson og eiga þau tvö börn, d) Hendrikka Ólöf, f. 1989, e) Friðrik Hilmar, f. 1992, sam- býliskona hans er Herbjörg Andrésdóttir og f) Ingibjörg Lóreley, f. 1996. 5) Ingibjörg, f. 5. október 1963, maki hennar er Arild Melberg, f. 1962, börn þeirra eru: a) Eiríkur f. 1988 og b) Rannveig, f. 1989, maki henn- ar er Karl Tjøstheim Larsen. Jóhanna gekk í Miðbæjarskól- ann og lauk síðan verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands. Eft- ir það stundaði hún nám við hús- mæðraskóla í Silkeborg í Dan- mörku einn vetur. Jóhanna var heimavinnandi meðan börnin voru ung og síðan dagmamma í nokkur ár. Eftir það starfaði hún hjá Passamyndum á Hlemmi það sem eftir var starfs- ævinnar. Jóhanna var félagi í KFUK (Kristilegu félagi ungra kvenna) og Kristniboðsfélagi kvenna í Reykjavík og tók virk- an þátt í félagsstarfi þeirra. Hún tók einnig virkan þátt í upp- byggingu sumarstarfs KFUK í Vindáshlíð frá upphafi, og sat í stjórn þess í 32 ár. Síðustu fimm árin bjó Jóhanna á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut í Reykjavík. Útför Jóhönnu verður gerð frá Áskirkju í dag, 14. nóvember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. hallur Einarsson trésmiður og Jó- hanna Magn- úsdóttir Bergmann húsmóðir. Börn Jó- hönnu og Hilmars eru: 1) Anna Jó- hanna, f. 27. janúar 1956, börn hennar eru: a) Anna Elísa Gunnarsdóttir, f. 1989, maki hennar er Arnór Heið- arsson og b) Hafsteinn Ingi Gunnarsson, f. 1992. 2) Haf- steinn Zimsen, f. 26. janúar 1957. 3) Einar Kristján, f. 15. október 1959, maki Ragnhildur Gunnarsdóttir, f. 1963, börn þeirra eru: a) Anna Lilja, f. 1987, maki hennar er Kristinn Þór Schram Reed og eiga þau eitt barn, b) Hilmar f. 1989 og c) Gunnhildur f. 1996. 4) Friðrik, f. 30. júní 1961, börn hans eru: a) Sveinn Einar, f. 1982, maki hans er Anita Stokka Zimsen og eiga þau tvö börn, b) Sigríður Ásta, f. 1984, sambýlismaður hennar er Arnþór Magnússon og eiga þau tvö börn, c) Jóhanna María, f. Í dag kveð ég kæra tengdamóð- ur mína, Jóhönnu Zimsen eða Sísí eins og hún var alltaf kölluð. Ég hafði séð hana í starfi KFUM og K og Kristniboðssambandsins, en kynntist henni ekki fyrr en Einar, sonur hennar, kynnti mig fyrir mömmu sinni. Ég var hálffeimin því ég vissi að hún var dóttir Knuds Zimsen, fyrrverandi borg- arstjóra. En þá mætti mér þessi fallega kona með sitt glaðlega við- mót og hlýju og sagði: „Það var gott að þið funduð hvort annað.“ Við Sísí náðum fljótt vel saman. Hún var félagslynd og það var gaman að spjalla við hana. Hún unni náttúrunni, var mikil blóma- kona og hafði yndi af margs konar ræktun og lét sér annt um fuglana í garðinum. En hún var líka ákveð- in og vildi hafa hlutina á sinn hátt. Það var gott að koma inn á Kleifarveg enda stóðu þau alltaf saman Sísí og Hilmar. Margar perlur klassískrar tónlistar hljóm- uðu oft í stofunni eða að tengda- pabbi sat við píanóið og spilaði og söng. Þau áttu sama lífsviðhorf sem þau vildu miðla til annarra, trúna á Jesú Krist. Starf Kristni- boðssambandsins var þeim báðum kært og studdu þau það af hjarta. Sísí tók virkan þátt í starfi Kristni- boðsfélags kvenna og talaði hún oft um hvað henni þótti vænt um það samfélag. Starf sumarbúð- anna í Vindáshlíð var henni einnig kært enda sat hún lengi í stjórn þeirra. Sísí var mjög barngóð og barnabörnin glöddu hana mikið og löðuðust að henni. Börnunum okk- ar fannst alltaf gott að koma til afa og ömmu. Ömmu sem hafði ein- staklega stórt og gott faðmlag, sem las mikið fyrir þau, tók þátt í leikjum þeirra og sykraði pönnu- kökurnar sérstaklega vel. Þegar þau voru lítil dvöldum við stund- um ásamt afa og ömmu í sumar- bústaðnum í Borgarfirði og þaðan eiga börnin einnig góðar minning- ar um þau. Þegar tengdapabbi veiktist af Alzheimerssjúkdómnum tókst Sísí á við það verkefni að hugsa um hann. Smátt og smátt setti sjúkdómurinn mark sitt á hann og voru það mikil og erfið reynsluár. Eftir að hann dó hrakaði heilsu hennar fljótt og flutti hún á Grund tæplega 7 mánuðum seinna. Þar var vel hugsað um hana í þau fimm ár sem hún átti heima þar og erum við innilega þakklát því góða fólki sem þar starfar. Þegar við heim- sóttum hana þangað var hún alltaf svo þakklát og það þurfti lítið til að gleðja hana. Styrkur hennar var í trúnni á Jesú frelsara sinn og kunni hún ritningarversin sín allt til enda. Hún fór oft með Sálm 23: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Sísí reyndist mér yndisleg tengdamamma og góð vinkona. Ég kveð hana með þakklæti og gleði yfir því að hún er komin heim í himininn. Ragnhildur Gunnarsdóttir. Elsku Jóhanna eða Sísí, eins og við kölluðum hana, hefur kvatt þennan heim og er komin til Drottins sem hún fylgdi allt sitt líf. Þótt minnið hafi daprast kunni hún kristilegu söngvana utan að og tók undir þegar sungið var úr söngbók Kristniboðssambands- ins, jafnvel rétt áður en hún kvaddi þennan heim reyndi hún að taka undir en var of máttvana. Henni þótti alltaf gaman þegar ég leit til hennar og vildi helst ekki að ég færi. Hún naut þess að fara aðeins út að ganga þegar hún hafði heilsu til, jafnvel að kaupa ís. Sísí elskaði barnabörnin sín. Þegar við komum í heimsókn fór hún strax að leika við þau og lesa fyrir þau. Þegar við bjuggum er- lendis las hún sögur á kassettur og sendi út. Börnin báðu oft um að fá að hlusta á Sísí ömmu, og var þá kassettan sett í tækið og hlustuðu börnin mjög spennt. Það var alltaf tekið vel á móti okkur þegar við komum á Kleifa- veginn. Var hún alltaf eitthvað að sinna heimilinu enda var það fal- legt. Meðan Sísí bjó heima voru áramótin haldin hjá henni. Það var sett upp dagskrá. Spiluðu börnin á píanó, flautu, fiðlu og harmonikku enda flest í tónlistarskóla. Einnig voru lesnar sögur, spilað á spil og ýmislegt fleira. Sísí naut þess að hlusta og mátti sjá ánægjusvipinn í andliti hennar. Hún elskaði mús- ík og bað krakkana oft að spila á píanóið þegar þau komu. Sísí og fjölskylda áttu sumarbú- stað í Hvítársíðu rétt fyrir ofan Húsafell. Þangað var alltaf gaman að koma. Naut Sísí þess að hafa börnin í kringum sig. Voru búnar til kökur úr sandi og drullu og þær skreyttar með blómum. Buðu börnin henni í kaffi og naut hún þess að taka þátt í leiknum með þeim. Hún naut þess að vera í Bjarkargili eins og þau nefndu sumarbústaðinn. Hún elskaði að hlusta á fuglasönginn og skoða trén og þessa fallegu náttúru sem sveitin hafði upp á að bjóða. Við eigum margar minningar um þig, elsku Sísí mín. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Elsku systkini og barnabörn, ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Megi Drottinn Guð styrkja ykkur og umvefja ykkur kærleika sínum. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. (121. Davíðssálmur) Kær kveðja Ólöf Petrína Alfreðsdóttir. Fallegt ljós hefur yfirgefið þennan heim. Amma mín var dásamleg kona. Hún dreifði elsku og hlýju hvert sem hún fór og hún sparaði aldrei hrósið. Nú er hún á himnum hjá afa, umvafin engla- dufti og brosandi svo það glitra stjörnur í augunum. Ég á margar minningar um hana ömmu mína og þótt það sé erfitt að horfa á eft- ir henni er ég svo þakklát Guði fyrir að hafa tekið hana til sín. Líf- ið hennar hér var búið. Nú á hún eilífðina eftir. Ég man eins og það hafi verið í gær þegar ég fékk að gista hjá þeim á Kleifarveginum í fyrsta skipti. Afi Hilmar kenndi mér að flétta jólapoka úr fallegum pappír og amma Sísí klóraði mér á bakinu þangað til ég sofnaði. Það var allt- af svo gaman að koma í heimsókn til þeirra. Húsið var stútfullt af leyndardómum og við frænkurnar eyddum mörgum stundum í að leita að földum dyrum sem myndu leiða okkur yfir til Narníu. Eða jafnvel dýrmætum fjársjóði eða gömlu korti sem myndi leiða okk- ur á vit ævintýranna. Amma var með einstaklega mjúkar hendur og mér leið alltaf svo vel þegar hún tók mínar hend- ur í sínar og sagði mér hvað sér þætti vænt um mig. Þegar ég heimsótti hana á dvalarheimilið í síðasta sinn tók hún mínar hendur í sínar og horfði djúpt í augun mín með tárin í augum sínum. Mér hlýnaði svo í hjartanu því ég vissi hvað hún var að reyna að segja mér þótt hún gæti ekki tjáð það með orðum. Hendurnar hennar voru yndislega mjúkar, alveg eins og þegar ég var lítil. Ég er svo þakklát fyrir að hún lifði nógu lengi til þess að sjá og knúsa litla drenginn minn. Hún hafði svo gaman af krökkum og ég man hvað hún ljómaði þegar við heimsóttum hana og hún fékk að halda á syni mínum. Það var eins og ég væri að gefa henni gjöf. Hún elskaði súkkulaði og las Harry Potter eins og ekkert væri. Hún hafði áhuga á öllu sem við barnabörnin höfðum fyrir stafni og hún elskaði að heyra okkur syngja, spila á hljóðfæri eða hlusta á okkur blaðra um dramatík ung- lingsáranna. Hún endurnýjaði ökuskírteinið sitt á gamalsaldri, fékk sér bíl og fór að keyra. Hún var hugrökk og svo einstaklega dugleg. Ég sakna þess að pússa silfrið hennar fyrir jólin og trítla um gólfin á gamlárskvöld. Ég sakna þess að koma í heimsókn til hennar, hlæja með henni, sitja umvafin í faðminum hennar. Hún var falleg sál og ég sakna hennar í allri sinni dýrð. Hún mundi ekki mikið undir það síðasta og hugurinn var ýmist þokukenndur eða horfinn aftur til æskuáranna. En það sem hún sagði nokkrum dögum áður en hún dó mun ávallt lifa í minning- unni, þótt ég hafi ekki verið þar sjálf til þess að heyra það. For- eldrar mínir voru hjá henni og skyndilega horfir hún á þau og segir: „Já, ég held ég fari bara að drífa mig. Það er verið að bíða eft- ir mér.“ Pabbi minn horfir undr- andi á hana og spyr: „Nú? Hvert þarftu að drífa þig?“ Hún hikaði ekki þegar hún svaraði: „Í fótspor Hilmars.“ Ég fór að gráta þegar þau sögðu mér þessa dýrmætu sögu. Ást þeirra er svo falleg og ég sé þau fyrir mér, haldast í hendur, sitjandi á skýhnoðrum þar sem allt er gott. Anna Lilja Einarsdóttir. Það eru ekki margir sem skrifa minningargreinar um dagmömm- una sína, en hún Sísí var svo miklu meira en dagmamman mín. Ég var svo heppin að vera fyrsta dag- mömmubarnið sem Sísí tók að sér. Mamma hefur sagt mér að ég hafi verið hamingjusöm á Kleifarveg- inum frá fyrstu stundu sem þriggja mánaða kríli og fyrstu minningar mínar snúast um að vilja ekki fara heim þaðan þegar foreldrar mínir komu að sækja mig. Manngæskan og umhyggja Sísíar og allrar fjölskyldunnar var þvílík að ég taldi mig hluta af fjöl- skyldunni frá fyrstu stundu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að fara ekki á leikskóla held- ur var í gæslu á Kleifarveginum þar til ég fór í skóla og ég fékk að koma þangað í hádegismat við og við eftir að skólaganga hófst. Sísí kenndi mér ótal margt, svo sem þolinmæði og umburðarlyndi og gæsku gagnvart náunganum. Ég lærði líka að lesa hjá Sísí, við eld- húsborðið. Hún sat á móti mér og las og fylgdi eftir með fingrinum og ég lærði að lesa á meðan. Enn þann dag í dag les ég álíka hratt á hvolfi og rétt. Þegar ég var orðin sæmilega læs fékk ég aðgang að Ævintýra- og Fimm-bókunum í kjallaranum og Sísí spurði reglu- lega út í söguþráðinn svo að hún væri viss um að ég hefði raunveru- lega lesið bækurnar. Heimilið var mjög trúrækið og í gegnum þau hjónin og börn þeirra kynntist ég starfi KFUM og KFUK og sum- arbúðunum í Vindáshlíð og fór einnig með þeim í sunnudagaskóla og sumarbústaðaferðir í Bjarkar- gil. Það má með sanni segja að ég hafi grætt aukaömmu og -afa í þeim heiðurshjónum Sísí og Hilm- ari, því við héldum ennþá sam- bandi þegar ég eltist. Mér var tek- ið með kostum og kynjum þegar ég kom í heimsókn og aðfanga- dagsheimsóknin var í sérstöku uppáhaldi. Þegar Sísí hætti barna- gæslu fór hún að vinna fyrir for- eldra mína í Passamyndum á Hlemmi. Skyndilega varð miklu skemmtilegra að skipta um strætó og ef Sísí var að vinna þá lentum við iðulega á spjalli og missti ég oft af nokkrum vögnum áður en ég kom mér af stað á áfangastað. Hún mætti á tónleika og aðrar uppákomur hjá mér í sambandi við tónlistarnám eða íþróttaiðkun, í ferminguna mína, stúdentsveisl- una og brúðkaupið og ég vildi ekki hafa það á annan hátt. Ég get með sanni sagt að kynnin af minni ynd- islegu Sísí hafi gert mig að betri manneskju og hún gerði heiminn að betri stað. Elsku Anna, Gilli, Einar, Frið- rik og Ingibjörg, ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Sísíar. Hólmfríður Kristjánsdóttir. Oft er sem forsjónin ráði hvern- ig lífið spinnur sinn örlagaþráð og það átti svo sannarlega við um kynni okkar við Sísí, Hilmar og börnin 5, þau Önnu, Hafstein, Ein- ar, Friðrik og Ingibjörgu. Það var að vorlagi 1973 að okk- ur fæddist frumburðurinn, Hólm- fríður, og þá, eins og í dag, voru foreldrar önnum kafnir við dags- ins amstur og ekki hlaupið að því að koma þriggja mánaða korna- barni í pössun. En forsjónin lagði okkur lið því eftir að hafa árangurslaust knúið dyra á ýmsum stöðum, fréttum við af Sísí á Kleifarveginum sem væri að velta fyrir sér að gerast dag- mamma. Við mættum með barnið og þá hófust kynni sem vörðu í áratugi. Sísí og fjölskylda tóku barninu opnum örmum og Hólmfríður var himinsæl með vistina. Þarna eign- aðist hún sitt annað heimili og naut, líkt og aðrir sem þar dvöldu, ástúðar og reglusemi. Sem einlægir KFUM/K-fé- lagar sótti fjölskyldan að Kleifar- vegi samkomur og þegar snótin Hólmfríður óx úr grasi fylgdi hún gjarnan með krökkunum í barna- messuna á sunnudögum. Á sumrin var svo hlutast til um dvöl í Vindáshlíð eða henni boðið með fjölskyldunni í bústaðinn í Hvítársíðunni. Alltaf var hún vel- komin og naut þeirrar hógværðar og gæsku sem einkenndi þeirra viðmót. Þegar við svo, 3 árum seinna, eignuðumst drenginn Guðna Dag var hann jafn velkominn í vistina á Kleifarvegi og naut ekki síðri al- úðar en systirin. Þar skildi helst á milli að hann fór í Vatnaskóg í stað Vindáshlíðar á sumrin. Þegar börnin uxu úr grasi og vistinni lauk voru þau ávallt velkomin á Kleifarveginn. En sagan er ekki öll því er fram liðu stundir fréttum við að Sísí hygðist hætta sem dagmamma. Við brugðumst skjótt við og eftir nokkrar fortölur fékkst Sísí til starfa í hálfa stöðu hjá fyrirtæki okkar „Passamyndum á Hlemmi“. Þar stóð hún vaktina á móti Nönnu Þorleifsdóttur næstu 19 árin eða allt fram til ársins 2001. Við starfslok beið Sísíar stærra og erfiðara verkefni. Hilmar Þór- hallsson, eiginmaður hennar og lífsförunautur, var þá þegar farinn að glíma við heilsubrest sem á ör- fáum árum dró hann til dauða. Sjálf fór Sísí ekki varhluta af veik- indum því nokkrum árum eftir lát Hilmars var hún sjálf komin með ólæknandi sjúkdóm. Við ferðalok er okkur efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina og við vottum afkomendum Sísíar og Hilmars okkar dýpstu samúð. Sigríður Árnadóttir og Kristján Pétur. Ekki er ætlun mín að rekja ævi- feril Sísíar, til þess eru aðrir fær- ari, heldur aðeins draga fram fá- ein persónuleg minningabrot: Það er fimmtudagskvöld og saumafundur í Unglingadeild KFUK. Nálin mín, nálin mín, æ, hvað þú ert nett og fín. Augað þitt, yndið mitt, aldrei get ég hitt. Glaðvær söngurinn berst úr KFUK-herberginu um alla ganga gamla félagshússins við Amt- mannsstíg. Á fundinum kynna sveitastjórar basar KFUK og hvetja til þátttöku. Strax þá fórum við Sísí að krunka saman og ákváðum að hittast heima hjá henni og sauma dúkkuföt. Báðar höfðum við safnað efnisbútum og nú var tekið til við hugmyndaríka hönnun og sauma. Þetta voru gleðistundir, við töluðum hvor upp í aðra og hlógum mikið meðan saumavélarnar voru knúnar af kappi. Þegar nær dró basar voru afurðirnar saumaðar á spjöld og pakkað í sellófan. Ævinlega færði elskuleg mamma Sísíar okkur hressingu. Eitt sinn þegar hún kom með krásirnar lágum við stöllur í hláturskasti. Spurði hún þá glaðlega hvað væri svona fynd- ið, hvort hún mætti ekki vera með? Við Sísí litum spyrjandi hvor á aðra og urðum hálfvandræðaleg- ar að játa að við vissum eiginlega ekki sjálfar að hverju við vorum að hlæja! Það var bara svo gaman að vera saman. Fjölmargar ógleym- anlegar stundir áttum við líka í Vindáshlíð, auk þess sem við nokkrar stofnuðum lífseigan saumaklúbb. Sísí átti sæti í Hlíð- arstjórn um árabil. Sísí gekk í Verslunarskóla Ís- lands, var þar í efri bekkjum um það leyti sem ég hóf nám. Mál- fundahefð var mikil og hávaðafjör þegar tekist var á. Einhverju sinni voru trúmál og tilvist Guðs á dag- skrá. Sísí fór fyrir trúmönnum, en andmælandi var viðurkenndur mælskumaður. Eftir rökræður á báða bóga lauk hann máli sínu með fjálglegri tilvitnun í orð efa- semdamanns: „Það er enginn Guð til!“ Þá steig mín kona í pontu með opna Biblíu og las af sannfæring- arkrafti: „Heimskinginn segir í hjarta sínu: Enginn Guð, Davíðs- sálmur 53, 2.“ Salurinn sprakk úr hlátri. Gælunöfn voru vinsæl, okkar voru Sísí og Systa. Við vorum trúnaðarvinkonur og báðar hrepptum við draumaprinsinn okkar, hún sinn Hilmar og ég minn Gísla, giftumst um svipað leyti og eignuðumst frumburði okkar með tveggja vikna millibili. Skömmu síðar urðum við ná- grannar í Laugarnesi og ókum saman barnavögnum um hverfið. Vináttuböndin héldu þó höf og lönd aðskildu er við hjónin vorum við kristniboðsstörf í Konsó og það var þéttsetið á Kleifarvegin- um þegar fjölskyldurnar nutu endurfunda, enda höfðu báðar margfaldast. Sísí og Hilmar voru samhent og KFUM, KFUK og kristniboðið áttu hug og hönd þeirra. Sísí sat í stjórn Kristni- boðsfélags kvenna um tíma. Á þeim vettvangi áttum við dýrmætt samfélag. Síðustu árin dvaldi Sísí á Grund við mikla vanheilsu. Mín skelegga vinkona sem lærði að þekkja frels- arann Jesúm Krist frá barnæsku var trú játningu sinni allt til enda. Henni var orðið tregt um tal en hélt sínu bjarta brosi og síðustu orð hennar í mín eyru nú fyrir stuttu voru: „Guð er svo góður.“ Þakklát kveð ég kæra vinkonu og biðjum við hjónin börnum hennar og fjölskyldu Guðs bless- unar. Katrín Þ. Guðlaugsdóttir. Mig langar að minnast Jóhönnu með nokkrum orðum. Ég man eft- ir henni og Hilmari sem ungur drengur í sunnudagaskóla enda alinn upp í kristilegu félögunum þar sem þau voru bæði mjög virk sem sjálfboðaliðar. Þau voru hluti af þeirri kynslóð sem upplifði vakningu almennu mótanna í Hraungerði, á Akranesi og í Vatnaskógi. Seinna tengdust fjöl- skyldur okkar þegar sonur þeirra Einar og Ragnhildur systir mín gengu að eiga hvort annað. Eftir það hittumst við stundum í fjöl- skylduboðum. Jóhanna fann sér starfsvettvang m.a. í Kristniboðs- félagi kvenna og sat þar um tíma í stjórn. Hún vann að framgangi málefnisins af heilum huga og elju með fúsar hendur og hjarta sem þjónaði Drottni af gleði. Hún var einn af ótalmörgum og dýrmætum fyrirbiðjendum starfsins. Fyrir það skal þakka nú þegar hún hef- ur kvatt og haldið til sinna him- nesku heimkynna. Drottinn blessi ástvini alla og minningu Jóhönnu Zimsen. Ragnar Gunnarsson. Anna Jóhanna Zimsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.