Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 ✝ Ása Haralds-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 12. júlí 1928. Hún lést á Landakoti 4. nóvember 2014. Foreldrar henn- ar voru Haraldur Sigurðsson, ætt- aður úr Fljótshlíð- inni (frá Butru), og Kristjana Ein- arsdóttir, ættuð úr Landeyjunum (frá Búðarhóli). Hún var yngst fjögurra alsystk- ina, en hálfsystkini hennar voru átta talsins. Árið 1948 giftist hún Þráni Sigtryggssyni frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd. Foreldrar hans voru Sigtryggur Frið- riksson og Sigurbjörg Bene- diktsdóttir. Börn Ásu og Þráins eru: 1. Haraldur, f. 1949, hans kona er Guðný Gunnarsdóttir, f. 1953. Börn þeirra eru: Þrá- inn, f. 19.2. 1981, d. 2.3. 1981. Þráinn, f. 1984. Fyrir átti Har- aldur dæturnar Guðrúnu Pál- ínu, f. 1968, Ásu Sigurbjörgu, f. 1972, og Kristjönu Dröfn, f. 1974. Fyrir átti Guðný Björn Steindórsson, f. 1970, og Bryn- hildi Steindórsdóttur, f. 1974. 2. Kristjana, f. 1953. Hennar maður var Helgi Hemmert Sigurjónsson, f. 1951, d. 5.11. 2014. Börn hennar og Sveinbjörns Bjarkasonar eru Katrín Sjöfn, f. 1981, og Guðrún Lára, f. 1983. 3. Sigurbjörg, f. 1956. Hennar maður er Vignir Guðmundsson, f. 1956. Börn þeirra eru Margrét, f. 1973, og Kristjana, f. 1980. Barnabarnabörn Ásu og Þráins eru 20 talsins, það yngsta fætt 6.11. 2014. Ása ólst upp í Vest- mannaeyjum og stundaði þar verslunarstörf. Eftir að hún giftist Þráni bjuggu þau í nokk- ur ár á Akureyri en fluttu svo til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Hún stundaði verslunarstörf, fyrst í Hringveri, svo í Parísarbúðinni og síðast í Tékk-Kristal. Síðan vann hún á Landspítalanum um nokkurra ára skeið. Útför Ásu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 14. nóvember 2014, kl. 13. Það er með sorg í hjarta en þakklæti í huga sem ég rita þessi minningarorð um elsku ömmu mína. Ég fylgdi með mömmu inn í fjölskylduna, þriggja ára gömul, þegar hún hóf sambúð með syni þínum. Þú tókst mér opnum örmum og þú hefur ávallt litið á mig sem eitt af barnabörnum þínum. Þú varst alltaf svo hress og kát og stutt í húmorinn. Heimsókn- irnar á Kleppsveginn til ömmu og afa voru alltaf skemmtilegar og nú minnist ég þeirra dýrmætu stunda sem við áttum saman. Nú ertu kvödd í anda blíðum af öllum þeim sem kynntust þér, með ljúfa þökk frá liðnum tíðum, sem lengi er vert að minnst sé hér, og þó að gröfin hylji hold, þitt hrós skal vaka yfir mold. Við trúum því á himna hæðum nú hólpinn lifi andi þinn, og eigi völ á unaðsgæðum sem ekki þekkir heimurinn. Og allt sem gott hér gjörðir þú hjá guði launað verði nú. (Jón Þórðarson) Þín verður sárt saknað, elsku amma, og minningin um yndis- lega konu lifir um ókomna tíð. Ég bið góðan Guð að blessa ykkur elsku afi, pabbi, Kittý og Bogga ásamt fjölskyldum ykkar. Brynhildur. Sem barn var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa. Amma Ása átti alltaf góðar kök- ur, gos og eitthvað skemmtilegt að gera. Amma kallaði sig oft ömmu galdrakerlingu og sýndi galdra- brögð. Ég minnist ekki sérstak- lega í hverju þau fólust, en það má þó með sanni segja að amma hafi verið galdrakona en hennar galdrar voru í raun einfaldir, en með nærveru sinni, brosi og kær- leika gat hún ávallt breytt fýlu- svip í bros og gráti í hlátur. Amma var ekki að setja sig í stell- ingar til að kenna, en það er ótrú- lega mikið sem ég hef lært af henni. Á einfaldan hátt miðlaði hún kærleika og gleði. Þannig kenndi hún mér að meta lífið, líta björtum augum á framtíðina og nota það sem maður hefur til að takast á við allar aðstæður. Síðastliðin ár hefur Alzheimer- sjúkdómurinn náð taki á ömmu, en þrátt fyrir það var amma sjálfri sér lík, gat gantast og grín- ast og leikið við barnabarnabörn- in og það fengu mín börn að upp- lifa. Eftir standa minningar um bjarta og glæsilega konu og um- fram allt góða ömmu. Ég er þakklátur fyrir allt það sem amma hefur gefið mér og miðlað. Þráinn Haraldsson. Ása Haraldsdóttir Smáauglýsingar 569 1100 Bækur Bókasprengja hjá Þorvaldi í Kolaportinu laugardag og sunnudag 50% afsláttur af öllum bókum Ath! Aðeins þessa einu helgi Dýrahald Tilvalin jólagjöf French Bulldog hvolpar til sölu S. 566-8417 www.dalsmynni.is Bjóðum raðgreiðslur Visa og Master- card í allt að 36 mánuði Facebook Dalsmynni Hundagallerí ehf Hljóðfæri Klassískur gítar kr. 19.900. Full stærð, poki, auka- strengir og stillitæki. Gítarinn ehf., Stórhöfða 27, s. 552 2125. www.gitarinn.is, gitarinn@gitarinn.is Húsgögn Til sölu mjög vel með farið ítalskt sófasett frá Cassina fyrirtækinu og keypt í Casa í kringum 1977. 3 sæta sófinn er L 224xB90 xH70, 2 sæta sófinn ( ekki á mynd) L160xB82xH70, 2 stólar L85xB75 xH70, borð L150xB75xH39, 3 innskotsborð L70xB51xH55, L55xB45xH45, L50xB56xH50. Upplýsingar í síma 663 7149 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt Ódýr blekhylki og tónerar Verslun í Hagkaup, Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði Blekhylki.is, sími 517 0150 TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ Flottir dömuskór úr leðri, skinn- fóðraðir. Stakar stærðir. TILBOÐSVERÐ: 8.500 Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. BREYTINGARTILBOÐ - 20% AF DAGANA 13.-15. NÓVEMBER Teg 11001 - stærðir 80-95 C,D,E á kr. 5.800 - mínus 20% Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Tískuverslunin Smart Grímsbæ, Bústaðavegi Nýkomnir skór Sími 588 8050. - vertu vinur VANDAÐIR VETRARSKÓR Í ÚRVALI! Teg. 619413 Vandaðir dömu vetrar- skór úr leðri(nubuk), fóðraðir og á góðum sóla. Stærðir: 36-41. Verð: 19.985.- Teg. 619412 Vandaðir dömu vetrar- skór úr leðri, fóðraðir og á góðum sóla. Stærðir: 36-41. Verð: 19.985 Teg. 5528 Vandaðir dömu vetrarskór úr leðri, fóðraðir og á góðum sóla. Stærðir: 36-42. Verð: 17.785 Teg. 7294 Vandaðir dömu vetrarskór úr leðri, fóðraðir og á góðum sóla. Stærðir: 36-42. Verð: 17.785 Teg. 804 Vandaðir dömu vetrarskór úr leðri, skinnfóðraðir og á góðum sóla. Stærðir: 36-42. Verð: 15.985 Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar Kaupum bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðslu- afslátt af nýja bílnum. Sendu okkur upplýsingar í gegnum www.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Hjólbarðar Vantar tvö góð vetrardekk. Ekki nagla. Stærð 245x75x16. Sími 898 9475 Húsviðhald Húsasmiður Lærður húsasmiður / smiðir getur bætt við sig verkefnum, utan sem innanhúss. Góð þjónusta og gott verð. Áratuga reynsla. Sími 863 6095, Ioan Calin. Þjónustuauglýsingar 569 1100              Fallinn er frá góður drengur, Kári Elíasson. Kári var hávaxinn, grannur, spengilegur með karl- mannlega andlitsdrætti, hlýtt bros, yfirvegun og glaðværð í framkomu. Kára kynntist ég sem unglingur þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í golfi á golfvell- inum í Grafarholti. Hann var minn fyrsti eiginlegi golfkennari og gaf mér mörg farsæl ráð sem ég reyndar hefði mátt hafa betur Kári Elíasson ✝ Kári Elíassonfæddist 7. júní 1925. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 31. október 2014. Útför Kára fór fram frá Laugar- neskirkju 7. nóv- ember 2014. í huga við iðkun þeirrar erfiðu íþróttar. Þrátt fyrir að nemandinn hafi ekki verið efnilegur breytti það engu hjá Kára, hann var óþreytandi við kennsluna enda þol- inmæðin einstök. En Kára var fleira til lista lagt en að spila golf; sem rakari gat hann sér orð sem ein- stakur fagmaður í hæsta gæða- flokki. Átti hann stóran hóp við- skiptavina sem héldu tryggð við hann í áratugi. Að auki var hann prófdómari við útskrift hárskera við Iðnskólann. Ég sendi fjölskyldunni innileg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minningin um Kára Elíasson. Ólafur Haukur Johnson. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.