Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 29
hún hafði mikla ánægju af að fylgjast með Fomúlu 1 kappakstr- inum í sjónvarpinu og setti ekki fyrir sig að útsendingar voru oft að næturlagi. Sagt er að menn geti ekki valið sér foreldra en eitthvert val geta menn oftast haft um tengdafor- eldrana. Þó að tengdaforeldrar mínir hafi ekki ráðið núverandi ráðahag mínum er ljóst að ég hefði ekki getað óskað mér betri tengdafor- eldra en þeirra Bryndísar og Gissurar. Það er með söknuði sem ég nú kveð kæra tengdamóður mína og þakka henni fyrir ánægjulega samfylgd og stuðning á lífsins leið. Auk dágóðra birgða af húfum og vettlingum sem hún prjónaði fyrir mig get ég fram- vegis yljað mér við góðar minn- ingar um einstaka konu og sterka ættmóður. Bragi Ragnarsson. Fyrstu sjö ár ævi minnar ólst ég upp í sama húsi og amma Bryndís. Þar mynduðust þau nánu og góðu tengsl sem ég átti alla tíð við hana. Búseta mín er- lendis í þrjá áratugi skyggði aldr- ei á það góða samband og stuðlaði kannski á sinn hátt að því að ég hef alltaf passað vel upp á að hitta á hana þegar ég hef verið hér heima. Að heimsækja ömmu var aldrei neitt skylduverk, því það var ein- staklega gaman að tala við hana um daginn og veginn. Hún var góður vinur og félagi sem gat gef- ið manni vel valin ráð í dagsins amstri. Amma varði miklum tíma með mér í æsku. Hún lagði mér lífs- reglurnar eftir því sem ég hafði aldur og þroska til. Hún kenndi mér að vera duglegur og nýta þann tíma vel sem okkur er gef- inn. Hafa gaman af viðfangsefnum líðandi stundar, ekki hugsa of mikið um það sem verður. Fara vel með peninga og ekki láta þá skipta of miklu máli. Ekki hugsa um hvað aðrir geti gert fyrir mig heldur hvað ég get sjálfur lagt af mörkum. Fyrirgefa og vera nýti- legur þátttakandi í samfélaginu. Hún brýndi fyrir mér að detta ekki í sjálfsvorkunn þótt á móti blési. Í hennar augum var það ekki góð latína að kveinka sér. Hún opnaði augu mín fyrir því að vera sjálfstæður og ekki upp á aðra kominn. Frelsið til að ráða sér sjálf var henni dýrmætt. Orð ömmu náðu til mín vegna þess að hún var jarðbundin, sann- gjörn og átti auðvelt með að koma því til skila sem hún vildi segja. Hún var með stórt hjarta, alltaf tilbúin til að gefa af sér til ann- arra. Eitt af því sem amma minnti mig reglulega á var að láta ekki amstur og annríki hafa yfirhönd- ina, heldur leyfa sér að njóta lífs- ins. Hún var hörkudugleg og hafði alltaf eitthvað fyrir stafni, en samt átti hún allan tíma heimsins fyrir aðra. Hún var með afbrigðum lífs- glöð og fyrir vikið hlakkaði ég allt- af til að hitta hana. Amma kvartaði aldrei, sá alltaf vonina og hugsaði í lausnum. Mik- ið var á hana lagt síðustu árin, þegar hún sá á eftir tveimur börn- um sínum láta í minnipokann fyrir krabbameini. Sjálf greindist hún svo með krabbamein sem lagði hana að velli. Það var sárt að kveðja hana, en huggunin lifir í minningunni um einstaka konu. Ég er afskaplega þakklátur fyrir veganestið sem hún miðlaði mér á lífsleiðinni af miklum kærleika. Amma var fyrirmynd sem mun ætíð búa innra með mér. Kristinn Már Gunnarsson.  Fleiri minningargreinar um Bryndísi Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. hitta aftur afa, Adda frænda og alla þá sem þú elskaðir og eru farnir. Anna Rún, Margrét Ýr og Ásta. Elsku amma okkar við mun- um sakna þín sárt. Það var alltaf svo gott að koma til þín, eiga þar afdrep ef eitthvað var eða bara koma í heimsókn. Sérstaklega var gaman þegar við komumst á „kaffihúsið“ og gátum hitt þig og hinar stelpurnar í fjölskyldunni. Þú varst alltaf svo glöð að fá alla í heimsókn og að geta fylgst með okkur öllum. Ef eitthvað var að varst þú fyrsta manneskjan til að hringja og kanna hvað væri. Þú hafðir svo mikinn áhuga á því að vera inni í öllu sem á daga okkar dreif þrátt fyrir að við byggjum ekki nálægt þér og gætum ekki komið í heimsókn eins oft og við vildum. Alltaf sast þú við hannyrðir og er ógrynni til af flíkum, teppum og öðrum munum sem þú hefur gert og gefið okkur í fjölskyld- unni. Okkar teppi munum við varðveita alla tíð og fara vel með þrátt fyrir að þú hafir alltaf sagt að það yrði sko að nota þau. Fal- legu peysurnar sem þú prjónaðir á börnin okkar og gafst þeim þegar þau voru nýfædd voru ótrúleg listaverk og börnin okk- ar svo falleg í þeim. Skírnarkjóll- inn sem börnin okkar voru skírð í var prjónaður af þér og er fal- legasti skírnarkjóll sem við höf- um séð og við erum stoltar af því að fjölskyldan skuli eiga hann. Leiðir ykkar afa skildi allt of snemma og við trúum því að það hafi verið miklir gleðifundir þeg- ar þið hittust á ný. Takk fyrir allt elsku amma okkar. Bjarney og Harpa.  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Emils- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 ✝ Þórdís Sól-mundardóttir fæddist í Borg- arnesi 19. sept. 1927. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 4. nóv. 2014. Móðir Þórdísar var Steinunn Magnúsdóttir, hús- freyja á Fossi í Staðarsveit, f. 19. september 1902, d. 3. desember 1991. Foreldrar Steinunnar voru Þórdís Sigurðardóttir og Magn- ús Ikaboðsson. Faðir Þórdísar var Sólmundur Sigurðsson frá Smiðjuhólsveggjum í Álftanes- hreppi, f. 2. júlí 1899, d. 24. júní 1985. Foreldrar hans voru Er- lendína Erlendsdóttir, f. í Hömr- um í Hraunhreppi 13. júlí 1870, og Sigurður Otúelsson, f. í Naut- hólum í Álftaneshreppi 31. ágúst 1869. Sólmundur var skrif- stofumaður hjá Kaupfélagi Borgfirðinga til ársins 1955. Fluttu þau þá að Hlíðartungu í Ölfusi og bjuggu til ársins 1971. Hættu þá búskap og fluttu til Reykjavíkur. Þau eignuðust fimm börn: Kára, Þórdísi, Elínu, dísi, f. 7. jan. 1969. Maki: Símon Ingvar Tómasson. Börn: Magn- ús Bjarki, Eyþór og Sólmundur Ingi, b) Unni Maríu, f. 2. mars 1973. Maki: Ólafur Gunnar Sæv- arsson. Börn: Alexander Ingi, Sóldís Perla og Sævar Karl, og c) Harald Hrannar, f. 30. maí 1980. Börn: Rökkvi Þór og Svava Lind. Dóttir Sigurbjargar er Harpa Melsteð, f. 21. jan. 1975. Maki: Birgir Örn Birg- isson. Börn: Thelma Melsteð og Kári Melsteð. 2) Guðrún Adda, f. 28. feb. 1948. Maki: Sigurjón Sigurðsson, f. 13. mars 1947. Þau eiga þrjú börn: a) Maríus, f. 1. júlí 1970. Maki: Halldóra Skúladóttir. Börn: Elísabet Ósk, Áslaug Adda, Rebekka Rut og Eyrún Inga, b) Sigurð, f. 28. maí 1971. Maki: Ása Hólmarsdóttir. Börn: Halldór Logi, Arnór Hugi, Sigurjón Hrafn og Hrefna Rún, og c) Jónellu, f. 13. feb. 1974. Börn: Kristján Pálmi og Brimrún Eir. 3) Steinunn Þór- dís, svæfingahjúkrunarfr., f. 16. apríl 1957. Maki: Finnbogi Hannesson, f. 31. maí 1955. Þau eiga fjögur börn: a) Hannes, f. 24. maí 1980. Maki: Nanna Jóns- dóttir. Börn: Finnbogi Ýmir og Laufey Helga, b) Hauk Þór, f. 2. ágúst 1984, 3) Helga Mar, f. 20. mars 1987, og d) Heklu Mjöll, f. 15. feb. 1997. Útför Þórdísar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 14. nóv- ember 2014, kl. 15. Sigurð sem er látinn og Magnús. Þórdís stundaði nám í Barnaskóla Borgarness og Reykholtsskóla í Borgarfirði. Þórdís var 19 ára þegar hún flutti á Akranes og giftist Maríusi Theodór Arthúrs- syni vöru- bifreiðastjóra, f. á Akranesi 30. ágúst 1924. For- eldrar hans voru Arthúr Eyjólfs- son, f. í Hábæ Akranesi 14. jan. 1900, d. 1. nóv. 1978. Hann var sjómaður, síðar flokksstjóri hjá Vegagerðinni, og Guðrún Jóns- dóttir húsfreyja, f. í Hafnarfirði 2. mars 1891, d. 12. apríl 1981. Þau voru búsett á Akranesi til ársins 1966. Fluttu þá til Reykja- víkur. Maríus og Þórdís voru bú- sett á Akranesi til ársins 1968. Fluttu þá í Kópavog og ráku þar fiskverslun til ársins 1995 er þau hættu störfum. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Sólmundur Þormar, framhaldsskólakennari, f. 12. feb. 1947. Maki: Sigurbjörg Þor- varðardóttir, f. 9. mars 1951. Sólmundur á þrjú börn: a) Þór- Nú kveð ég kæra móður. Móð- ir mín, fædd og uppalin í Borg- arnesi, kynntist föður mínum, ættuðum af Akranesi, 19 ára gömul og flytur þangað. Margs er að minnast frá uppeldi mínu á Akranesi, þar sem foreldrar mín- ir byggðu upp með myndarbrag húsið Háholt 35. Ekki var slegið slöku við uppbyggingu þessa tveggja hæða húss. Þau ár sem tók að byggja húsið vorum við til húsa hjá ömmu og afa í föðurætt þremur húsaröðum neðar í göt- unni. Móðir mín var mikill dugn- aðarforkur, ákveðin og lét ekki segja sér fyrir verkum ef hún var búin að ákveða sjálf hvernig hlut- irnir áttu að vera. Hún var hugs- unarsöm, allt handverk var henni létt, hvort sem það var að prjóna eða sauma föt á okkur systkinin. Þau eru mörg verkin eftir hana, útsaumaðar myndir, keramik og postulínsmálað skraut og leirtau. Hún tók þátt í mörgum listnám- skeiðum til að bæta við þekkingu sína. Í bernsku minni þegar fé vant- aði, t.d. við húsbygginguna á Akranesi, vann móðir mín árlega við síldarsöltun á haustin, og var ráðskona mörg sumur hjá Vega- gerðinni, þar sem faðir minn og afi unnu víða um Borgarfjörð. Þótti mér skemmtilegur tími að vera með þeim í þessari vinnu. Móðir mín rak vefnaðarvöru- verslun á Akranesi í tvö ár. For- eldrar mínir fluttu í Kópavog 1968 og settu þar upp fiskversl- un. Þar vann hún alla tíð við hlið pabba. Móðir mín var hamhleypa til vinnu og kom fyrir að hún mis- steig sig, braut bein eða tognaði þegar mikið lá við. Þegar veislur voru haldnar í fjölskyldunni var hún manna fyrst að bjóða sig fram til aðstoðar. Þegar ég var að mála mín húsnæði var hún mætt í málningargallanum. Móðir mín lagðist inn á sjúkrastofnun fyrir þremur árum, þá 84 ára og orðin mjög veikburða af sínum sjúk- dómi. Hafði hún aldrei fyrr á sinni lífsleið lagst inn á stofnun. Ég þakka móður minni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu, og læt fylgja kvæði eftir afa minn Sólmund Sigurðsson, föður hennar. Það er sannleikssaga um sína ævidaga veit fár hvert farið ber, en þegar þyngist krafa þá er gott að hafa ljós að lýsa sér. Sólmundur Þormar Maríusson. Elsku mamma mín hefur nú fengið hvíldina eftir löng og erfið veikindi, hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ þann 4. nóv- ember sl. en þar hafði hún notið umönnunar góðs starfsfólks sl. 3 ár sem hugsaði vel um hana og færi ég því mínar bestu þakkir fyrir. Söknuðurinn er sár þó svo ég viti að hún hafi verið hvíldinni fegin og erfitt var að horfa upp á hana hverfa smám saman inn í eitthvað sem okkur er hulið og vita í raun ekki um líðan hennar eða hugsanir þar sem Alzheim- ers-sjúkdómurinn tók smátt og smátt yfir alla getu og hæfileika þessarar fallegu, góðu og hressu konu og ekki vantaði hæfileikana því allt lék í höndum hennar, saumur hvers konar, prjón, mál- un og hvað sem var. Mamma hafði yndi af ferðalög- um hvers konar og voru þau pabbi samhent í því ásamt spila- mennsku og dansi en oft tóku þau sporið á stofugólfinu. Eljan og þrekið í pabba að hafa mömmu heima fyrstu árin í sjúkdómnum var ótrúleg en að lokum varð hann að láta hana frá sér þó það væri honum ekki ljúft en hann var hjá henni hvern dag þar til yf- ir lauk. Eftirfarandi ljóð sendi ég mömmu sen lýsir best tilfinning- um mínum og hugsunum. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Megi elsku mamma mín hvíla í friði. Þín dóttir, Guðrún Adda. Ég man hvað mér þótti alltaf gaman að koma í heimsókn til Dísu ömmu og Malla afa því þar var alltaf hægt að finna sér eitt- hvað að gera og svo fékk ég alltaf eitthvað gott að borða, alls konar kökur og kex og svo var yfirleitt appelsín að drekka með. Amma átti fullt af allskonar skartgrip- um í skartgripaskríni sem hún geymdi inni í svefnherbergi og ég man hvað mér þótti alltaf gaman þegar ég var lítil að leika mér með þá og máta, klæða mig í hæ- laskóna hennar og labba um íbúð- ina og sýna ömmu og afa hvað ég var fín. Einnig gat ég hangið lengi fyrir framan spegilinn inni á baði og dundað mér við að reyna að setja rúllurnar hennar ömmu í hárið, sem ég náði reyndar aldrei almennilega tökum á. Amma var mikil spilamanneskja sem spilaði bæði bridds og félagsvist og fór ég oft með að spila vist eða bingó. Mér þótti alltaf svo gaman að fara með ömmu og afa í útilegur í gamla húsbílnum og þá svaf afi alltaf uppi en ég fékk að sofa niðri hjá ömmu í hlýjunni. Amma var alltaf svo dugleg að prjóna, sauma og föndra og oftar en ekki sat hún í stólnum sínum við sjón- varpið og dundaði sér við prjóna- skap eða annað og í dag finnst mér ómetanlegt að eiga hlutina sem hún bjó til handa mér. Amma var yndisleg kona sem var mér alltaf svo góð á meðan heilsan var í lagi og kveð ég með söknuð í hjarta. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín Hekla Mjöll. Þórdís Sólmundardóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, ÓLÖF ÞÓRHALLSDÓTTIR, lést á kvennadeild Landspítalans 21A þann 7. nóvember sl. Jarðsungið verður frá Hóladómkirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 14 og jarðsett verður í Hofstaðakirkjugarði. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Líf – Styrktarfélag. . Jóhannes Hjálmarsson, Elín Karlsdóttir, Hafsteinn Þór Auðunsson, Valdimar Ingi Auðunsson, Signý Eva Auðunsdóttir, Elín Dögg Jóhannesdóttir, Hansína Elíasdóttir, systkin og fjölskyldur. Ástkær móðir, tengdamóðir, systir og amma, RÓSA JÓNASDÓTTIR, Noachsgatan 14 B, Eskilstuna, Svíþjóð, lést í Eskilstuna 31. október. Útför hennar fer fram í kyrrþey. . Guðrún Björnsdóttir, Torbjörn Boberg, Ingi Björnsson, Annika Lindau Björnsson, Eysteinn Jónasson, Erla Björk Jónasdóttir, Sigrún Huld Jónasdóttir, André Visser og barnabörnin. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur, mágkonu og frænku, SIGRÚNAR BIRNU HELGADÓTTUR, Leirubakka 8, Reykjavík. . Kristín Berg Bergvinsdóttir, Alexandra, Lea og Kristófer, Helgi Bergvinsson, Linda Björgvinsdóttir, Brynjar, Róbert, Bergvin og Viktor, systkini og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa okkar, JÓHANNESAR SIGURÐSSONAR. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem styrktu rannsóknarsjóð Sunnu Valdísar afastelpu og til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir 2N sem hugsaði svo vel um Jóhannes. Vilborg Fríður Björgvinsdóttir, Björgvin Hólm Jóhannesson, Bjarni S. Jóhannesson, Björg Dagmar Jóhannesson, Bjarki Þór Jóhannesson, Steingerður Kristjánsdóttir, Sigurður H. Jóhannesson, Ragnheiður Erla Hjaltadóttir, Jóhannes B. Jóhannesson, Glicia Gomes. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR, Nökkvavogi 25, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 2. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gústaf Þór Tryggvason, Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir, Derrick John Moore, Berglind Björk Jónasdóttir, Jón Haukur Jensson, Hjördís Rut Jónasdóttir, Hallur Mar Elíson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.