Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Kauphöllin kynnti í gær tíu tillögur sínar um hvernig auka mætti virkni og gagnsemi íslensks verðbréfa- markaðar. Markmið tillagnanna er tvíþætt, annars vegar að auðvelda fyrirtækjum leiðina á markað og veru á markaði og hins vegar að auka áhuga fjárfesta á verðbréfa- markaði. Tillögurnar eru afrakstur um hálfs árs samvinnu við aðila markaðarins. Tímasettar aðgerðir fylgja tillög- unum tíu og á aðgerðunum öllum að vera lokið fyrir 30. september 2015. Kauphallir á Norðurlöndunum hafa undanfarið ár birt skýrslur um nauðsynlegar umbætur á umgjörð verðbréfamarkaðar í heimalandinu. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar telur tillögurnar sam- anlagðar geta breytt mjög miklu. „Tillögur um rýmkaðar fjárfesting- arheimildir lífeyrissjóðanna, rýmk- un undanþágna vegna lýsinga og auknar heimildir lífeyrissjóðanna til verðbréfalána eru þær breyting- ar sem gætu vegið hvað þyngst,“ sagði hann í samtali við Morgun- blaðið. „Endamarkmiðið er tilraun til að gjörbreyta möguleikum fyrirtækja til að ná sér í fjármagn á markaði, sérstaklega lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Hliðarverkun af þessu væri auknir fjárfestingarkostir fyr- ir fjárfesta. Í ljósi reynslu annarra þjóða ættu tillögurnar að hafa já- kvæð áhrif á hagvöxt, atvinnusköp- un og lífskjör, auk lækkaðs við- skiptakostnaðar.“ Gætu fjárfest fyrir milljarða Aðspurður um hugsanlegar skattaívilnanir vegna hlutabréfa- kaupa svarar Páll: „Ef við lítum til reynslunnar af þeim almenna skatt- afslætti sem var hér við lýði á tí- unda áratugnum og fram á þessa öld til þess að byggja upp Kauphöll- ina, held ég að þessi tillaga feli í sér mikla möguleika. Jafnvel þó að fjár- festingar hvers og eins einstaklings væru mjög litlar, eins og 150 til 200 þúsund. Þegar fjárfestingarnar safnast saman, gæti verið um tölu- verðar fjárhæðir að ræða.“ Bendir hann á að yfir tólf ára tímabil, þegar veittur var skattaf- sláttur vegna hlutabréfakaupa, hafi almenningur fjárfest sem nemur 60 milljörðum króna að núvirði. Þessi staðreynd gefi vísbendingu um mögulegt umfang fjárfestinga, verði tillagan að veruleika. Telur Páll að ef svo yrði, gætu fjárfest- ingar einstaklinga yfir nokkurra ára tímabil numið nokkrum millj- örðum króna. Að sögn Páls eru töluverðir möguleikar fólgnir í skattaívilnun- um vegna fjárfestinga almennings. Hröð uppbygging Kauphallarinnar sé dæmi um slíka möguleika. „Árið 1991 kom fyrsta fyrirtækið inn á markaðinn. Árið 2000 voru þau orð- in 75. Það er ótrúlegur vöxtur, eig- inlega kraftaverki líkast. Ég tel að skattafslátturinn, sem hvatti til þátttöku einstaklinga í fjárfesting- um, hafi átt hlut að máli.“ Segir hann fjárfestingar almennings geta verið mikið hreyfiafl. Hann vonar að sjóðum verði gert heimilt að nýta sér ívilnunina, til að dreifa áhættu. Vill skattafslátt vegna hlutabréfa  Kauphöllin styð- ur ívilnanir vegna hlutabréfakaupa Aðgerðir til að auðvelda fyrirtækjum leiðina á markað og veru á markaði Aðgerðir til að auka áhuga fjárfesta á verð- bréfamarkaði Rýmka undanþágu frá birtingu lýsinga1. Rýmka heimildir um umsjón með töku til viðskipta og gerð lýsinga2. Stytta ferli við töku til viðskipta3. Auknar heimildir lífeyris - og verðbréfasjóða til verðbréfalána7. Staðlaðir skilmálar skuldabréfa4. Styrkja verðmyndun á skuldabréfamarkaði þegar mikil óvissa er til staðar8. Auka fræðslu til markaðsaðila5. Rýmka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á MTF9. Auka gagnsæi varðandi túlkun Kauphallarinnar á eigin reglum og viðurlagabeitingum6. Skattafrádráttur fyrir einstaklinga til hlutabréfakaupa10. 70% 30% 20%50% 60% 60% 40% Allt að 70% afsláttur Leikföng Mikið úrval af jólagjöfum Jólasveinar velkomnir 6.-16. nóvember Lagersala Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 Opnunartími: Virka daga 10:00-20:00, helgar 10:00-18:00 www.krumma.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.