Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 ✝ Bryndís Guð-mundsdóttir fæddist á Leys- ingjastöðum, A- Hún., 17. júlí 1925. Hún lést á líkn- ardeild LSH í Kópavogi 5. nóv- ember 2014. Foreldrar henn- ar voru Jónína Emilía Arnljóts- dóttir, f. 7. nóv- ember 1901, d. 14. febrúar 1986 og Guðmundur Andr- ésson, f. 25. desember 1891, d. 13. febrúar 1975. Bryndís átti tvo bræður, Hannes, f. 22. júlí 1930 og Jón Levý, f. 13. júní 1936, d. 20. júní 2004. Bryndís giftist, 17. júlí 1947, Gissuri Símonarsyni húsasmíðameist- ara, f. 16. september 1920, d. 21. júní 2008. Foreldrar hans voru Símon Símonarson, f. 9. apríl 1890, d. 24. ágúst 1960 og Ingibjörg Gissurardóttir, f. 30 ágúst 1888, d. 20. nóvember 1977. Börn þeirra: 1) Jónína, f. 9. janúar 1948, maki Bragi Ragnarsson. Börn þeirra: a) Finnur Tjörvi, dóttir með Tinnu Gunnlaugsdóttur er Sara Lind; b) Bryndís Ásta, maki Kolbeinn Guðmundsson, Sigurjónsson. Börn þeirra: a) Þorvaldur, sonur hans og Söndru Ingadóttur er Örn Ingi; b) Bryndís Björk, sam- býlismaður Árni Grétarsson og dóttir þeirra Ingibjörg Eva. Fyrir átti Örn Þórð Örn og Ís- leif Orra. Bryndís bjó á Akureyri til tvítugs, er hún flutti til Reykjavíkur. Hún fór á Hús- mæðraskóla og eftir það vann hún við sauma, bæði á Ak- ureyri og í Reykjavík. Bryndís og Gissur bjuggu fyrstu árin að Þorfinnsgötu 8, ásamt stór- fjölskyldu Gissurar, en for- eldrar hans byggðu það hús á kreppuárunum. 1955 fluttu þau í Bólstaðarhlíð 34, þar sem þau bjuggu upp frá því. Auk þess að sjá um heimilið og uppeldi barnanna vann Bryndís við fyrirtæki þeirra Gissurar, Gluggasmiðjuna, við innheimtu og skrifstofustörf. Þá vann hún áratugum saman fyrir Mæðra- styrksnefnd og Rauða kross- inn. Hún var virk í ýmiskonar félagsstörfum, t.d. fyrir Al- þýðuflokkinn og Eyfirðinga- félagið, þar sem hún skipu- lagði og tók þátt í bridge, spili og keppnum. Bryndís fékkst alla tíð við hannyrðir og hún hafði yndi af að ferðast og fór víða, bæði innanlands og utan ásamt manni sínum, vinum og ættingjum. Útför Bryndísar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 14. nóv- ember, kl. 15. dætur þeirra: Tinna Björk, Rakel Júlía og Jónína Kolbrún. Fyrir átti Bragi Valgerði, Ragnar, Hauk Þór og Hörð Örn. 2) Gunnar Levi, f. 24. ágúst 1949, d. 14. júlí 2010, maki Hulda Krist- insdóttir. Börn þeirra: a) Kristinn Már, maki Kirsten Gunnarsson, börn þeirra Lilja María, Max Jóhannes og Karlotta Sophie; b) Gissur, maki Flori Fundate- nau; c) Anna Lilja, í sambúð með Halldóri Óskarssyni, dótt- ir þeirra er Ingibjörg Dís. Dóttir Önnu er Arndís Eva Kolbeinsdóttir. d) Eva Björk, maki Styrmir Snorrason. Dótt- ir Evu er Embla Huld Krist- jánsdóttir. 3) Símon Már, f. 9. febrúar 1953, maki Mariam Heydari. Börn með Margréti Ágústsdóttur eru: a) Gissur, maki Tami A Horvath- Símonarson, sonur þeirra er Halen Alexander; b) Sigurður Sveinn, í sambúð með Julie Ta. Sonur Mariam er Omid. 4) Ingibjörg, f. 1. október 1956, d. 17. október 2014, maki Örn Í dag kveð ég elsku yndislegu ömmu mína. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast henni. Amma fylgdist vel með öllu og var því nóg að spjalla um þegar ég kom í kaffi í Bólstaðarhlíðina. Þar var oft mikill gestagangur enda fannst ömmu gaman að fá fólk í heimsókn og alltaf var tekið vel á móti manni með kaffi og bakkelsi. Minnisstæðasta heimsókn mín til ömmu var einn veturinn fyrir 7 árum þegar við mamma ætluðum að kíkja í morgunkaffi. Þegar við komum í Bólstaðar- hlíðina leist okkur ekkert á ástandið þar sem það hafði snjóað svo mikið um nóttina. Þvílíkir snjóskaflar voru á bílastæðinu að við mæðgur lögðum ekki í að reyna að moka eða komast til hennar. Við hringdum og sögðum henni að við værum hættar við en mín hélt nú ekki. 82 ára fór hún ein út að moka og skipaði okkur að snúa við. Þegar við komum aftur var hún búin að ryðja svo vel snjóinn að við komumst inn í innkeyrsluna. Þessi saga lýsir ömmu vel, hún var dugleg, hjálpsöm, sterk og gafst ekki upp þó á móti blési. Hún mun vera mín fyrirmynd í líf- inu og er ég stolt af því að eiga hana sem ömmu. Hennar verður sárt saknað en minningin um hana mun lifa. Bryndís Ásta Bragadóttir. Ég kveð móður mína í dag með miklum söknuði og virðingu. Hún var góð mamma, amma og langamma og fylgdist af miklum áhuga og stolti með okkur börn- unum sínum, barnabörnum og langömmubörnum og var stór hluti af daglegu lífi fjölskyldna okkar systkinanna. Hún var mér mikil fyrirmynd sem ég gerði mér kannski ekki fyllilega grein fyrir fyrr en ég varð mamma og amma sjálf. Allt lék í höndunum á henni hvort sem um var að ræða hann- yrðir eða matartilbúning. Hún var svo dugleg, féll aldrei verk úr hendi og gekk í hvaða verk sem var. Hún saumaði og prjónaði allt á okkur systkinin fram eftir öllum aldri, hvort sem það var sam- kvæmisdress, Álafossúlpa eða apaskinnsjakki, allt gat hún saumað og hannað eftir duttlung- um okkar. Þegar við krakkarnir fórum að tínast úr hreiðrinu fór hún að gera annars konar handa- vinnu svo sem prjóna, sauma út og gera bútasaum „svona að gamni sínu“ en oftast voru það þó nýtilegir hlutir sem hún gerði og liggja mörg listaverkin eftir hana á því sviði. Hún naut þess að ferðast með pabba og þótt margar ferðirnar hafi verið skemmtilegar talaði hún oft um hvað það hefði verið gaman að heimsækja okkur Gunna og fjölskyldur til Tansaníu en hún var hjá okkur þar í tvo mánuði og naut þess að vera með barnabörnunum því þau voru öll þar. Mamma var alltaf með kaffi á könnunni um þrjúleytið – nema á miðvikudögum því þá spilaði hún brids. Það þurfti eitthvað mikið til að hún sleppti úr degi í spila- mennskunni og auðvelt var að heyra á henni hvernig gekk þann daginn því hún var ekki hress með að tapa í þeim leik. En hún hafði spilað brids af miklum ákafa í ára- tugi. Með sama eldmóði talaði hún um Formúluna, hún fylgdist alltaf með Alonso eða hvað þeir nú allir heita og vissi sko alltaf hver stað- an var í þeim kappakstri. Ekki má gleyma Glæstum vonum, hún skemmti sér mjög vel við að fylgjast með þeim þætti og hún mundi allar þær flækjur sem komu þar fram. Ég var löngu týnd þegar hún fékk mig til að sitja og horfa á þáttinn með sér. Mamma og pabbi stund- uðu sundlaugarnar í áratugi, fóru nánast á hverjum virkum morgni og myndaðist mikill vinskapur meðal sundfélaganna og komu þau oft með spennandi frásagnir af þjóðlífinu úr heitu pottunum. Mamma átti gott líf og var alltaf heilsuhraust – lagðist fyrst inn á spítala 86 ára gömul. Hún var stálminnug og klár á öllum hlut- um og við Inga systir hlógum oft að því þegar hún var að minna okkur á eða leiðrétta hluti sem við vorum búnar að gleyma. Það verður erfitt að sætta sig við það í framtíðinni að geta hvorki hringt í Ingu systur né mömmu með spennandi fréttir en ég vona bara að pabbi, Gunni og Inga hafi tekið vel á móti henni með góðri súkkulaðiköku og rjóma. Farðu í friði, elsku mamma mín. Jónína. Haft er eftir Benjamin Frankl- in að dauði og skattar séu það eina sem er öruggt í þessum heimi. Já, dauðinn verður víst ekki umflúinn og á ekki að koma á óvart þegar hann kemur í lok langrar og far- sællar ævi. En málið vandast þeg- ar hann sækir fólk ekki í „réttri“ röð og foreldrar missa börn sín á besta aldri. Þannig var ekki lítið lagt á aldr- aða konu að sjá á eftir manni sín- um og tveim börnum á aðeins sex ára tímabili. Það mátti Bryndís tengdamóðir mín reyna og varð það henni á margan hátt þung- bært. Hefur það eflaust haft áhrif á heilsufar hennar og hvað henni hrakaði skjótt síðustu vikurnar, en dóttir hennar, Ingibjörg, and- aðist 17. október sl., aðeins 58 ára gömul. Lengst af var Bryndís heilsu- hraust og það var aðeins síðustu árin að heilsan fór að gefa sig, en andlegt atgervi var óbilað alla tíð. Hún var glæsileg og vel gefin kona með sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Dugnaður og eljusemi var henni í blóð borið og aldrei féll henni verk úr hendi. Ung fór hún á húsmæðraskóla og um tíma vann hún við saumaskap og var alla tíð ötul við sauma og hannyrðir. Ýmsir nytjahlutir og falleg listaverk sem hún hefur gert eru til vitnis um hæfileika hennar og listfengi á því sviði. Hún var jafnaðarmanneskja í bestu merkingu þess orðs og lét sér annt um þá sem minna mega sín, eins og kom vel í ljós í starfi hennar fyrir Mæðrastyrksnefnd og Rauða krossinn í marga ára- tugi. En fyrst og fremst bar hún vel- ferð fjölskyldunnar fyrir brjósti, var börnum sínum styrk og ástrík móðir og stóð sem klettur við hlið Gissurar í blómlegum og anna- sömum atvinnurekstri hans. Hjónaband þeirra var farsælt og með þeim var mikið jafnræði; þau voru glæsileg og var vel til vina, nutu þess að ferðast bæði innan- lands og utan og tóku þátt í ým- iskonar félagslífi og spiluðu bridge. Bryndís var slyngur spil- ari, þar nutu gáfur hennar sín vel og spilaði hún vikulega þar til yfir lauk. Sem dæmi um fjölbreytt áhugamál hennar má nefna að Bryndís Guðmundsdóttir ✝ Guðrún Emils-dóttir fæddist á Þinghóli í Tálkna- firði 16. júlí 1927. Hún lést á Landa- koti 28. október 2014. Guðrún var dótt- ir Emils Óskars Vestfjörð Sæ- mundssonar, f. 1888, d. 1931, og Kristínar Bjarn- eyjar Guðbjartsdóttur, f. 1901, d. 1971. Fósturmóðir Guðrúnar hét Kristjana Guðmunda Guðmunds- dóttir, f. 1885, d. 1952. Systkini Guðrúnar sammæðra: Laufey, f. 1920, d. 2005, Guðjón, f. 1940, d. 1998, og Þórarinn, f. 1943. Systk- ini samfeðra voru Ásta Lilja Vestfjörð, f. 1913, d. 1947, Val- borg Vestfjörð, f. 1916, d. 2007, Rósa Vestfjörð, f. 1918, d. 1944, og Fjóla Vestfjörð, f. 1920, d. 1945. Guðrún giftist hinn 21.9. 1946 Bjarna Sigurði Andréssyni, f. 1917, d. 1978. Börn þeirra eru: 1) Ásta, f. 1947, m. Einar Árnason, f. 1950, börn þeirra eru: a) Anna Rún, f. 1968, m. Baldur Bald- ursson, f. 1968, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. b) Margrét Ýr, börn þeirra eru: a) Gunnlaugur, f. 1992, b) Arnar Bjarni, f. 1995. Guðrún og Bjarni eignuðust tvö stúlkubörn sem fæddust and- vana. Eftir lát föður síns fluttist Guðrún með fósturmóður sinni til Patreksfjarðar en dvaldist á sumrin hjá Boggu systur sinni á Dröngum á Skógarstönd. Guð- rún fluttist síðar í Stykkishólm þar sem hún kynntist Bjarna eig- inmanni sínum og bjuggu þau þar, á Varmalandi og í Ólafsvík. Árið 1967 fluttu þau í Árbæj- arhverfið í Reykjavík og starfaði Guðrún um tíma sem ganga- stúlka á Landakoti en árið 1971 kláraði hún sjúkraliðanám og starfaði sem sjúkraliði á Landa- koti allt til ársins 1998 þegar hún lét af störfum vegna aldurs. Lengst af starfaði hún á gjör- gæsludeild Landakotsspítala eða allt þar til deildinni var lokað. Guðrún var mikil hannyrðakona, hún prjónaði og heklaði mikið ásamt því að sauma bæði í hönd- um og í vél, einnig stundaði hún postulínsmálun um tíma að ógleymdum bútasaumi. Guðrún flutti á Keilugranda árið 1986 og átti hún mjög góðar stundir í fé- lagsmiðstöðinni á Aflagranda og stundaði hún félagsstarfið þar eftir að hún flutti í Kópavoginn árið 2001. Útför Guðrúnar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 14. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 13. f. 1976, m. Guð- mundur Ásgeirsson, f. 1969, þau eiga tvær dætur. c) Ásta, f. 1981, sambýlism. Hannes Tryggva- son, f. 1982, þau eiga eitt barn, fyrir á Ásta einn son. 2) Andrés Emil, f. 1952, d. 2008, k. Gréta Konráðs- dóttir, f. 1963, börn þeirra eru: a) Hanna, f. 1983, m. Anton Gylfi Pálsson, f. 1976, þau eiga tvö börn. b) Bjarni Sigurður, f. 1988, sambýlisk. Rósa Malinee Saifa, f. 1988, þau eiga eina dótt- ur. c) Fannar Már, f. 1993. Sonur Andrésar og Guðbjargar Sveins- dóttur er Sveinn Ingi, f. 1972, m. Auður Björk Gunnarsdóttir, f. 1973. Fyrri eiginkona Andrésar var Sigríður Sveinsdóttir, þau skildu. 3) Ásdís, f. 1957, m. Vignir Jónsson, f. 1955, börn þeirra eru: a) Borgþór, f. 1974, hann á tvo syni. b) Bjarney, f. 1978, m. Bene- dikt Ólafsson, f. 1975, þau eiga þrjú börn. c) Harpa, f. 1982, m. Ingibjörn Öxndal, f. 1977, þau eiga þrjú börn. d) Jón Hermann, f. 1997. 4) Heiðrún Gróa, f. 1961, m. Örn Gunnlaugsson, f. 1962, Nú hefur þú kvatt okkur, elsku mamma og tengdamamma. Alla tíð varstu til staðar til að létta undir með okkur, ekki síður í seinni tíð. Ef við þurftum að bregða okk- ur frá fluttir þú ávallt inn á heim- ili okkar til að sem minnst rót kæmist á barnabörnin meðan þau voru í þinni umsjá. Það skipti þig aldrei máli þótt þú hefðir einhver áform fyrir þig sjálfa, alltaf varstu tilbúin til að ýta þeim til hliðar ef þurfti að lið- sinna okkur. Eftir að þú hættir störfum á Landakoti og fórst á eftirlaun var mjög gestkvæmt á heimili þínu, sérstaklega þó eftir að þú fluttir í Lækjasmárann. Þar átt- um við með þér margar gleði- stundirnar sem munu lifa ljóslif- andi í minningum okkar um ókomna tíð. Það var oft svo fjöl- mennt heima hjá þér að við köll- uðum heimili þitt í Lækjasmár- anum aldrei annað en kaffihúsið. Undir það síðasta dvaldir þú á deild 4-L á Landakoti, þínum gamla vinnustað, við frábæra umönnun starfsfólksins þar. Síð- ustu dagana sem við vöktum með þér þar, meðan þú varst að kveðja, urðum við þess áþreifan- lega áskynja hve vel gert og ynd- islegt það starfsfólk er sem veitti þér umönnun á deild 4-L. Við viljum færa þessu fólki okkar bestu þakkir fyrir þá hlýju og manngæsku sem það sýndi við umönnun móður okkar. Elsku mamma, þú varst ekki bara móðir okkar, þú varst líka svo góður félagi sem ávallt var hægt að leita til og verður þín sárt saknað. Minningin um þig lifir alla tíð. Megi góður Guð varðveita þig. Ásta og Einar, Ásdís og Vignir, Heiðrún og Örn. Elskuleg tengdamóðir mín, Guðrún Emilsdóttir, er látin, hún kvaddi þennan heim í faðmi dætra sinna á Landakotsspítala 28. október sl. Hún fæddist fyrir vestan, á Tálknafirði. Ég sé fyrir mér móður hennar sem var að eignast sitt annað barn, vinnu- kona allslaus af veraldlegum gæðum en rík af ást og um- hyggju. Hún hafði enga mögu- leika á því að sjá sér og tveimur dætrum farborða þannig að hún gaf nýfæddri dóttur sinni það fallegasta sem nokkur móðir get- ur gefið, skilyrðislausa og óeig- ingjarna ást, hún fól barnsföður sínum og eiginkonu hans umsjá með barninu. Rúna ólst því upp hjá föður sínum og hans konu fyrstu æviárin, faðir hennar dó þegar hún var aðeins fjögurra ára en hún ólst upp með systrum sínum hjá fósturmóður sinni. Ör- lögin höguðu því svo til að hún hittir ekki móður sína fyrr en hún fer norður í Hrútafjörð að hjálpa systur sinni þá fimmtán eða sextán ára. Frá þeirri stundu að þær mæðgur náðu saman á ný varð kærleiksbandið ekki rofið og reyndist móðir hennar börn- um Rúnu einstaklega vel, hjá ömmu Kristínu áttu þau vísan stað á sumrin. Ég kom inn í fjölskylduna að- eins 18 ára og var strax umvafin elsku tengdamóður minnar, hún hefur vísast séð að mér fannst þetta heldur ógnvekjandi staða að vera að koma inn í fjölskyld- una þar sem áður hafði verið önnur kona. Þegar við Addi byrjuðum saman voru u.þ.b. þrjú ár frá því að hann missti pabba sinn og tengdamamma eiginmanninn en hún hélt utan um hópinn sinn þá og gerði það til síðustu stundar. Fjölskyldan var henni allt og það sýndi hún bæði í orði og verki og var óspör á að hrósa fyrir það sem vel var gert en líka að hvetja fólkið sitt áfram. Rúna var listamaður í hand- verki, prjónaskapurinn hennar var eins og vélprjón, hún var fær saumakona og leitaði fólk til hennar utan fjölskyldunnar með saumaskap, hún saumaði út og þegar hún hætti að vinna sneri hún sér að bútasaumi og postu- línsmálun. Allt sem hún gerði í höndum var fallegt og vel unnið. Um hugann fara ótal góðar minningar um samverustundir; laufabrauðsdagarnir á aðventu, hamingjudagar, hversdagslegir dagar, sveitaferðir, bæjarferðir, jólatónleikar í Langholtskirkju og við áttum það sameiginlegt að þola ekki gamlárskvöld og þess vegna fögnuðum við tengda- mamma jafnan nýju ári saman „snemma“ á nýársdag. Það dró ský fyrir sólu í októ- ber 2008 þegar hann Addi minn dó, það var sárt fyrir alla fjöl- skylduna, ekki síst Rúnu. Þá tengdumst við enn sterkari böndum og vorum staðráðnar í að halda áfram. Ég verð að nefna jólagjafirnar sem hún gaf mér eftir að Addi dó, það var eins og þau mæðg- inin hefðu samið um að ég þyrfti að fá persónulegar gjafir líkt og hann gaf mér. Hjarta mitt er fullt af þakk- læti fyrir að hafa átt þá bestu tengdamömmu sem hægt er að hugsa sér, ég þakka vináttu og samfylgd sem aldrei bar skugga á. Guð blessi minningu Guðrún- ar Emilsdóttur. Gréta. Elsku amma okkar. Mikið er erfitt að hugsa til þess að við eig- um ekki eftir að hittast aftur á „kaffihúsinu“ í Lækjasmára, það var yndislegt að líta nær daglega í kaffisopa og gott spjall. Allar eigum við systur dásamlegar minningar um þig sem streyma upp í hugann nú þegar þú ert farin frá okkur. Öll aðfangadags- kvöldin sem við áttum saman, al- veg frá því afi dó fyrir um 36 ár- um. Þú passaðir okkur systur oft og iðulega þegar við vorum litlar, annaðhvort gistum við hjá þér eða þú fluttir á heimili okkar þegar mamma og pabbi fóru til útlanda. Ófáar flíkurnar prjónaðir þú á okkur og síðar á börnin okkar og á langalangömmubarnið þitt. Ef það þurfi að falda buxur, gera við saumsprettur, festa tölur eða laga gluggatjöld var alltaf hægt að koma til þín og málin voru af- greidd í hvelli. Allar eigum við systur falleg bútasaumsteppi eftir þig sem yljar okkur og okk- ar fjölskyldum á kvöldin. Þú varst alltaf boðin og búin að aðstoða alla í kringum þig ef þú mögulega gast og þótti okkur systrum yndislegt að geta að- stoðað þig síðustu árin, til dæmis að fara með þér að versla og að- stoða þig með þá hluti sem við gátum. Þú varst mjög umhyggjusöm, fylgdist með öllu og sýndir okkur og okkar nánustu mikinn áhuga. Þú varst snillingur í því að fá okkur til að sjá hlutina í nýju ljósi og hvernig þú gerðir það er unun að hugsa til í dag. Síðasta vikan sem þú lifðir var ein merkilegasta vika sem við höfum upplifað. Þú sameinaðir alla fjölskylduna á þann hátt að hún verður aldrei söm. Við kom- um, sátum og stóðum saman hjá þér, við töluðum um allt og töl- uðum ekki neitt, við grétum og við hlógum, fórum í kirkju, báð- um upphátt eða í hljóði, en það sem mestu máli skiptir er að við urðum samrýndari en nokkru sinni fyrr. Í hjörtum okkar ert þú komin á góðan stað, loksins búin að Guðrún Emilsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.