Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 „Mínir uppáhalds standardar“ er yf- irskrift tónleika Sigurðar Flosason- ar og félaga hans í tónleikaröðinni Jazz í hádeginu í Gerðubergi í dag, föstudag, kl. 12.15. Tónleikarnir verða endurteknir á sunnudag kl. 13.15 og er aðgangur ókeypis. Með Sigurði leika Agnar Már Magnússon á píanó, Leifur Gunn- arsson á kontrabassa – en hann er jafnframt listrænn stjórnandi tón- leikaraðarinnar – og Einar Scheving á trommur. Þeir leika nokkra af eft- irlætis-„standördum“ Sigurðar og leitar hann þar í gamlar minningar frá upphafsárum sínum sem tónlist- armaður. Morgunblaðið/Eva Björk Blásarinn Sigurður Flosason blæs í saxófóninn í Gerðubergi í dag. Eftirlæti Sigurðar Hlíf Sigurjóns- dóttir fiðluleik- ari og Árni Heið- ar Karlsson píanóleikari leika á þrennum tónleikum í Þing- eyjarsýslu og á Akureyri nú um helgina. Í kvöld, föstudag, klukk- an 20.30 í Þorgeirskirkju að Ljósa- vatni, í Skjólbrekku í Mývatnssveit á morgun, laugardag, kl. 15 og í Galtalæk á Akureyri á sunnudag kl. 13. Á efnisskránni eru leikandi létt tónverk fyrir fiðlu og píanó, flest eftir eða útsett af Fritz Kreisler. Hlíf og Árni Heiðar leika á Norðurlandi Hlíf Sigurjónsdóttir Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikhópurinn Skýjasmiðjan frum- sýnir á morgun kl. 14 barnasýn- inguna Fiskabúrið í Kúlunni í Þjóð- leikhúsinu og er hún samstarfs- verkefni hópsins og leikhússins. Sýningin er eftir leikhópinn og ætl- uð ungum börnum, frá 18 mánaða aldri til yngstu grunnskólabarna. Skýjasmiðjan hlaut mikið lof fyrir leiksýningu sína Hjartaspaða í fyrra og var hópurinn tilnefndur til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar fyrir hana. Fiskabúrið er fyrsta barnasýning Skýjasmiðjunnar og líkt og Hjarta- spaðar er hún leiksýning án orða og því mikil áhersla lögð á látbragð, leikmynd og leikmuni, grímur, brúður, hljóðmynd og ljósahönnun. Leikarar í sýningunni eru þrír: Auður Ingólfsdóttir, Stefán Bene- dikt Vilhelmsson og Aldís Davíðs- dóttir og sjá þau auk þess um gerð leikmyndar, leikmuna, grímu- og brúðugerð og hljóðmynd en ljósa- hönnun er í höndum Magnúsar Arnars Sigurðarsonar. Töfrapottur og furðuverur „Þetta er í grunninn um lítinn dreng sem er að leika sér í her- berginu sínu og hann er með heil- grímu í sýningunni. Hann er með svona dótaeldhús eins og margir krakkar eru með og þar er stór pottur. Hann dembir ofan í þennan pott þremur fígúrum, sem hann bjó til á leikskólanum, áður en hann fer að sofa og veit ekki af því að þetta er töfrapottur. Þessi pottur stækk- ar allt sem fer ofan í hann og þegar drengurinn fer að sofa koma upp þrír skrítnir og trúðslegir karakter- ar og við þrjú leikum þá. Þá fer nú að gerast ýmislegt skemmtilegt í barnaherberginu,“ segir Aldís um verkið en auk þess að leika í því hannaði hún grímur og brúður. Hinar trúðslegu verur, Pikk, Pukk og Pipp, finna snuð í herbergi drengsins, stinga þeim upp í sig þó þær eigi að vera hættar með snuð fyrir löngu og ná þeim ekki út úr sér aftur, að sögn Aldísar. Ver- urnar leiða svo áhorfendur í gegn- um fjórar stuttar sögur þar sem fuglabrúðan Bíbí kemur m.a. við sögu, risastórt fiskabúr með þrem- ur gullfiskum og köttur. Aldís segir mörg börn tengja við það að erfitt sé að hætta á snuði. „Það er nánast eins og það sé fast uppi í þér,“ seg- ir hún kímin. Tungumál ekki fyrirstaða Líkt og í Hjartaspöðum bera leikarar heilgrímur í sýningunni og segist Aldís halda að Hjartaspaðar hafi verið fyrsta sýningin í íslensku leikhúsi þar sem leikarar báru slík- ar grímur frá upphafi til enda og sögðu ekki eitt aukatekið orð. „Við erum að vinna áfram með þetta konsept því það er svo áhugavert, að trufla ekki söguna með því að tala of mikið,“ segir hún. Fiskabúr- ið sé alþjóðleg sýning því hún krefj- ist ekki tungumálakunnáttu. Aldís segir lítið í boði hér á landi þegar komi að sýningum fyrir börn sem tala litla eða enga íslensku, t.d. börn sem nýflutt eru til landsins og sýningin sé m.a. gerð með þau í huga. Þá sé hugmyndin einnig sú að systkini getið notið sýning- arinnar saman þó þau séu á ólíkum aldri. -Þú gerðir grímurnar og brúð- urnar í sýningunni. Var það ekki mikið verk og tímafrekt? „Þetta er búin að vera rosalega mikil vinna og ástæðan fyrir því er sú að ég eignaðist barn 10. júlí,“ segir Aldís kímin. Hún hafi því sinnt nýfæddu barni samhliða því að gera grímur og brúður. „Þetta er búið að taka langan tíma, alveg frá því í sumar,“ bætir hún við. Aldís sá einnig um grímugerð fyrir Hjartaspaða og spurð að því hvort hún eigi nám að baki í grímu- og brúðuhönnun segir hún svo ekki vera. Hún hafi einfaldlega prófað sig áfram og m.a. sótt sér upplýs- ingar á netinu. „Ég var í Brúðubíln- um í þrjú ár og lærði kannski svo- lítið af Helgu Stephensen, af því að vera í kringum hana og spyrja hana út í þetta,“ bætir Aldís við. Fiskabúrið verður sýnt um helgina og næstu helgi og verða tvær sýningar á dag, kl. 14 og 16. Sagan ekki trufluð með tali Morgunblaðið/Þórður Á æfingu Leikarar og höfundar Fiskabúrsins tóku sér hlé frá æfingu í gær fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins. Í bakgrunni má m.a. sjá töfrapottinn sem stækkar allt sem sett er ofan í hann með ævintýralegum afleiðingum.  Barnasýning án tals, Fiskabúrið, frumsýnd í Kúlunni  Furðuverurnar Pikk, Pukk og Pipp stinga upp í sig snuðum og ná þeim ekki út úr sér Fjórir rithöfundar koma saman í IÐU Zimsen við Vesturgötu í kvöld og lesa upp úr nýútkomn- um verkum sínum. Jónína Leós- dóttir les upp úr samtímasögu sinni Bara ef …, Guðrún Guð- laugsdóttir upp úr Beinahúsinu, sögu tveggja vinkvenna sem glíma við dularfulla ráðgátu, Kristín Steinsdóttir les úr Von- arlandinu, sögu nokkurra alþýðu- kvenna í Reykjavík á seinni hluta 19. aldar, og Magnús Sigurðsson les úr ljóðabók sinni Krummafót- ur, þar sem lagt er út af orðum Eyrnaslapa um að bókmenntir séu „ofmetinn kjánaskapur“. Systkinin Ásgerður, Kristinn og Guðlaugur Júníusbörn munu flytja nokkur lög og heitt verður á könnunni. Dagskráin hefst klukkan 19.30 og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Kynnir er Sjón. Morgunblaðið/Golli Fjórir höfundar Magnús Sigurðsson, Kristín Steinsdóttir, Guðrún Guð- laugsdóttir og Jónína Leósdóttir lesa upp úr verkum sínum í kvöld. Upplestur og ljúfir tónar í IÐU Zimsen Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land! Upplestur Þróttarinn, rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason kemur í heimsókn og les upp úr nýjustu (og síðustu) bókinni um fótboltastrákinn Jón Jónsson: Gula spjaldið í Gautaborg. Af því tilefni bjóðum við upp á 20% afslátt af bókinni á laugardaginn 15. nóvember. Kíktu við, hlustaðu á frábæran upplestur og fáðu áritað eintak. Opið laugardag 11-16 20% afsláttur 15. nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.