Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014
Flutningur aflamarks jókst verulega
á nýliðnu fiskveiðiári en það er öfugt
við þróun undanfarinna ára. Fjallað
er um málið á vefnum kvotinn.is, en
þar kemur fram að veruleg aukning
og hátt hlutfall flutnings aflamarks í
uppsjávartegundum veki sérstaka
athygli. Flutningur varð á 29,4%
aflaheimilda í norsk-íslenskri síld á
fiskveiðiárinu 2013/2014. Sambæri-
legt hlutfall fyrir íslenska síld er
27,5% og rúmlega 20% fyrir bæði
loðnu og kolmunna.
Mesta tilfærsla þorsks í áratug
Í þorski jókst flutningur afla-
marks milli skipa úr 62 þúsund tonn-
um á fiskveiðiárinu 2012/2013 í 80
þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári,
sem er það mesta í um áratug. Þetta
gerðist samhliða auknu aflamarki í
tegundinni.
Fiskveiðiárið 2013/2014 var þriðja
árið sem úthlutað aflamark til skipa í
öllum kvótategundum var skert til
þess að mæta sérstökum úthlutun-
um og strandveiðum. Skerðingin
nam 4,8% á nýafstöðnu fiskveiðiári.
Handhafar aflamarks höfðu for-
gang við að færa aftur til sín skerð-
inguna í skiptum fyrir aðrar tegund-
ir. Enn fremur gátu menn fengið til
sín aflamark á svokölluðum skipti-
markaði. Markmiðið með þessum
skiptum var að fá inn aflamark í
þorski, ýsu, ufsa og steinbít til sér-
stakra úthlutana.
brynja@mbl.is
Tilfærsla aflamarks eykst
Eigendaskipti urðu að um 80 þúsund tonnum aflamarks í þorski á fiskveiðiárinu
Aflamark Mikil tilfærsla hefur verið á aflamarki í síld á fiskveiðiárinu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Dræm velta og litlar verðbreytingar
hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn
það sem af er ári og hefur K-90 hluta-
bréfavísitala Greiningar Íslands-
banka lækkað um 2% frá áramótum.
Í Morgunkorni Íslandsbanka segir
að heilt á litið komi lækkun hluta-
bréfa á innlendum hlutabréfamarkaði
á óvart, þar sem fá félög hafi skilað af-
komu sem sé til þess fallin að stýra
væntingum um framtíðararðsemi í
neikvæðan farveg. Hugsanlega sé í
sumum tilfellum um verðleiðréttingu
að ræða eftir mikla hækkun í fyrra.
Þá hafi árferðið verið erfitt sumum
félögum, til að mynda trygginga-
félögum, sem liðið hafi fyrir óhag-
stæða þróun á fjármagnsmörkuðum.
Velta á hlutabréfamarkaði hefur
numið um 23 milljörðum króna að
meðaltali á mánuði fyrstu tíu mánuði
ársins. Veltan hefur verið í kringum
4,2% af markaðsvirði hlutabréfa á
Aðallista Kauphallarinnar en í fyrra
var þetta hlutfall 5,1%. Að sögn
Greiningar Íslandsbanka er þetta
talsvert lægra hlutfall en í kauphöll-
um sem íslenski markaðurinn ber sig
saman við.
Sveiflur hafa verið töluverðar í um-
fangi hlutabréfaviðskipta innan árs-
ins. Stór einstök viðskipti hífa veltuna
upp í sumum mánuðum þar sem stór-
ir hluthafar hafa selt eignir. Skrán-
ingar HB Granda og Sjóvár náðu hins
vegar ekki að hafa þau veltuhvetjandi
áhrif sem væntingar voru um.
Tvö félög standa upp úr þegar
kemur að hækkun hlutabréfaverðs á
árinu en það eru Össur og Nýherji.
Bæði þessi félög hafa hins vegar mjög
óskilvirka verðmyndun á markaði, að
því er fram kemur í Morgunpunkt-
um.
Kauphöll Viðskipti á hlutabréfa-
markaði hafa verið dræm í ár.
Neikvæð ávöxt-
un hlutabréfa
Markaðurinn daufur það sem af er ári
Fjármálaeft-
irlitið (FME)
hefur staðfest
að Straumur
fjárfest-
ingabanki hf.,
Sigla ehf. og
Arkur ehf. telj-
ist hæf til að
fara með virkan
eignarhlut í MP banka sem nemur
25%. Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá keypti Straumur um 20%
hlut í MP banka fyrir skömmu.
Sigla, einn stærsti hluthafi
Straums, á tæplega 1% hlut í MP
banka. Félagið er m.a. í eigu Finns
Reyrs Stefánssonar, stjórnarfor-
manns Straums. Arkur fer með
2,56% hlut í MP banka en það félag
er í eigu Steinunnar Jónsdóttur,
eiginkonu Finns. brynja@mbl.is
Straumur
hæfur eigandi
● VÍB hefur kynnt til sögunnar smá-
forrit þar sem viðskiptavinir geta fylgst
með verðbréfum sínum í snjallsímum
og spjaldtölvum. Að sögn VÍB er það
fyrst íslenskra eignastýringarfyrirtækja
til að bjóða upp á aðgang að verð-
bréfum í appi. Um er að ræða yfirlit
verðbréfaeigna og verðbréfahreyfinga.
VÍB með verðbréfaapp
!
" !
"#$
#$$
%%
#
"%!#
#
!!"
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$
!"
" $
"%"
#!!
%#
#
"
#$
!!
$
!
" $
"%%
#$"
%%
#!#
"%%
###
!!#
"# $
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is
Síðan 1986
Sendum hvert á land sem er
Spilaðu tónlistina í gegnum WiFi um allt hús.
Styður allar gerðir hátalara.
Til hvers að kaupa rándýra þráðlausa hátalara ef þú
átt góða fyrir!
Helstu eiginleikar
• Hljóðtengi: 3,5mm jack eða S/PDIF digital
• Þráðlaust: Wireless-N með öflugu loftneti
• Styður Apple iOS, Android, PC og MAC
Verð 8.900 kr.
ICYBOX WiFi
hljóðmóttakari
König 500 Mbps
rafmagnsnetkort
Komdu myndlyklinum fyrir hvar sem er
með þessu rafmagnsnetkorti.
Engin uppsetning. Audio-Video vottað,
styður HD myndefni, tveir í pakka.
Helstu eiginleikar
• Hraði: 500 Mbps
• Tengi: RJ45 nettengi
• Tvær einingar, netkaplar og leiðbeiningar fylgja
Verð 9.500 kr. parið
Verð frá 2.79
5 kr.
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
Hátt kjötinnihald
Ekkert kornmeti
Hágæða hunda- og kattafóður