Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þessi frumraun gekk rosalega vel,“ segir Arndís Halla Ásgeirsdóttir óp- erusöngkona um Íslandskynningu þeirra Emils Þórs Sigurðssonar ljós- myndara í Þýskalandi, þar sem þau fléttuðu saman myndum og tónlist fyrir fullu húsi í Berlín og Köln. Tvímenningarnir hafa verið með svipaðar Íslandskynningar fyrir er- lenda fararstjóra og ferðamenn á Ís- landi, sem hafa sýnt þeim mikinn áhuga. Arndís Halla segir það eðli- legt enda fólkið á Íslandi til þess að upplifa land og þjóð. „Það var hins vegar spennandi að sjá hvernig þessi sýning kæmi út í Þýskalandi, þar sem fólkið er ekki á ferð um Ísland, og það gekk mjög vel, var mjög gaman.“ Bætir við að byrjað sé að undirbúa frekari sýningar ytra. Samspil mynda, sögu og söngs Í sögustundinni byrjar Arndís Halla á því að segja frá Íslandi á létt- an og skemmtilegan hátt samfara myndasýningu á tjaldi. Undir mis- munandi þemum er leikin viðeigandi tónlist. Síðan sýnir Emil Þór eld- fjallamynd, útskýrir hana, tökurnar og fleira. Að loknum upplýsingakafl- anum snúa þau sér að menningunni. Arndís Halla talar til dæmis um álfa- trú, jólasiði og jólasveina. Svo út- skýrir hún íslenska tónlist og syngur nokkur lög í lokin. „Þá heillar hún gestina upp úr skónum og bræðir þá algjörlega,“ segir Emil. Eins og fuglinn fljúgandi „Þetta er nýsköpun,“ segir Arndís Halla. „Við gefum fólki markvisst breiða innsýn í land og þjóð eins og hægt er á einum og hálfum tíma.“ Hún bjó í Þýskalandi í 18 ár, lærði óperusöng í Berlín og var díva í sýn- ingunni Apassionata í mörg ár eða þar til hún fékk nóg og flutti til Ís- lands 2012. Hún segir skemmtunina nú hafa verið allt aðra upplifun. „Þegar ég var í þessari stóru sýn- ingu þvældist ég um alla Evrópu og bjó í ferðatösku í mörg ár. Það var rosalega gaman en ég átti ekkert einkalíf,“ rifjar hún upp. Bætir við að hún hafi fengið nóg af því og vilj- að gera eitthvað annað. Hún hafi gerst leiðsögumaður og hægt og ró- lega fundið ánægjuna í söngnum á ný. Samstarfið við Emil Þór, sem byrjaði 2009, hafi meðal annars leitt af sér metsölubókina Fagurt er frelsið 2011 og það sé spennandi verkefni að setja saman mynd og tónlist. „Áður leið mér eins og ég væri söngfugl í búri án frelsis. Nú kom ég eins og fuglinn fljúgandi frá Íslandi og það var allt annað. Allir skemmtu sér saman. Nálægðin var mikil, nokkurs konar fjölskyldu- stemning.“ Emil Þór og Arndís Halla hafa verið með sýningar á Viking- hótelinu í Hafnarfirði og halda því áfram. Nýlega gáfu þau út geisla- disk með íslensku efni, þar sem þau tengja gamla tíma við nútímann með rímum og ballöðum og bók með efn- inu er væntanleg. Sýning Arndís Halla Ásgeirsdóttir og Emil Þór Sigurðsson slógu í gegn með sýningunni í Þýskalandi. Nýsköpun og frelsi  Arndís Halla og Emil Þór með fullt hús á Íslandskynn- ingum í Berlín og Köln og hyggja á frekari landkynningu Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Já, þegar fólk flettir Bæjarins besta held ég að það fái alveg þokkalega skýra mynd af því hvað er í deiglunni hér vestra á hverjum tíma. Í blaðinu og eins á netinu erum við með stuttar og snarpar fréttir af þessum helstu málum, en stefnan í útgáfunni hefur annars verið sú að auka vægi mann- legs efnis. Koma með viðtöl eða skemmtilegar frásagnir af því sem fólk er að bjástra við. Sú áhersla hef- ur mælst vel fyrir meðal lesenda,“ segir Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri á Ísafirði. Er í kviku samfélagsins Í vikunni var 30 ára útgáfuafmæli blaðsins fagnað, með 64 síðna af- mælisblaði. Fjölmargir lögðu efni til blaðsins, svo sem fyrrverandi blaða- menn, fulltrúar í sveitarstjórnum, þingmenn og fjölmiðlafólk. Í tímans rás hafa fjölmargir komið að útgáf- unni, en stofnendurnir, Sigurjón og Halldór Sveinbjörnsson, hafa þó jafn- an verið í aðalhlutverki. Halldór hvarf til annarra starfa nú í sumar en Sigurjón heldur ótrauður áfram. „Útgáfustarfið er skemmtilegt. Er í kviku samfélagsins og kynnist fjölda fólks og ýmsum málefnum,“ segir Sigurjón sem auk þess að mynda og skrifa, sér um umbrot blaðsins og all- an daglegan rekstur. Gengið er frá blaðinu á þriðjudögum og það síðan sent í prentun hjá Litrófi í Reykjavík. Upplagið kemur svo vestur með póst- inum næsta dag og er síðan dreift ókeypis inn á hvert heimili á helstu stöðum á norðanverðum Vest- fjörðum. Tvö ár eru síðan horfið var frá því að selja blaðið, sem að jafnaði er 16 blaðsíður, í áskrift. Það segir Sigurjón hafa þurft að gera til að mæta nýjum aðstæðum. Tuttugu fréttir á dag „Við höfum staðið ýmsa keppi- nauta af okkur og öflug fréttaveita á netinu hefur eflt starfsemina. Dag- lega eru skrifaðar hér tuttugu fréttir sem fara í ýmsum útgáfum jafnt í blaðið og á netið, miðla sem ég tel styrkja hvor annan,“ segir Sigurjón sem í liði sínu hefur tvo blaðamenn, þau Smára Karlsson og Sæbjörgu Freyju Gísladóttur. Sigurjón segir enga launung á því að útgáfa héraðs- fréttablaðs sé þrotlaus vinna og fréttamenn séu alltaf á vaktinni. „Snjóflóðin árið 1995 voru tími sem tók talsvert á, þá var maður í návígi við hrikalega atburði sem auðvitað þurfti að segja frá. Síðan hafa komið önnur tímabil sem hafa verið ansi töff, til dæmis þegar við gáfum út tvö þykk blöð í viku á árunum 1986 til 1987. En þá voru líka aðrir tímar hér fyrir vestan, þá var Ísafjörður ein stærsta verstöð landsins og fjöldi fyrirtækja hér sem þurftu að auglýsa á stórum markaði. Í dag er þetta tals- vert breytt – og nú sé ég ýmis merki þess að ný sókn sé að hefjast hér á norðanverðum Vestfjörðum. Og með því eflist útgáfan, því fréttir verða alltaf til þar sem fólk er.“ Fá skýra mynd af Vestfjörðunum Ísafjörður Sæbjörg Freyja Gísladóttir er blaðamaður á Bæjarins besta og Sigurjón J. Sigurðsson ritstjórinn.  Ísafjarðarblaðið Bæjarins besta varð 30 ára í vikunni  Myndarlegt afmælisblað sem endur- speglar sögu blaðsins og efni þess sem jafnan er fjölbreytt  Blað og fréttavefur spila vel saman Tryggir fullkomna mælingu á margskiptu gleri Skjár sem sýnir þér nýju gleraugun frá öllum hliðum Fljótlegt og einfalt ferli Skilar þér fullkomnu gleri fyrir þína sjón BYLTINGARKENND NÝJUNG í mælingum á margskiptum glerjum HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 LAUGARDAGA 11:00- 14:00 TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 18 ÁR Við kaup á nýjum Essilor glerjum* færðu önnur frítt með. *Á við um öll venjuleg og margskipt gler. Gildir til 20. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.