Morgunblaðið - 14.11.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 14.11.2014, Síða 22
SVIÐSLJÓS Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Býflugnarækt er nú kennd ífyrsta skipti í Landbún-aðarháskólanum á Reykj-um í Ölfusi. Um tuttugu nemendur sitja áfangann sem er skylda á fyrsta ári fyrir nemendur á ylræktarbraut og í lífrænni ræktun. „Áhuginn hefur komið mér á óvart. Stór hluti þeirra sem sitja áfangann stefnir að því að stunda býflugnaræktun,“ segir Úlfur Ósk- arsson kennari námskeiðsins og bý- flugnabóndi. Hann hefur stundað býflugna- rækt undanfarin þrjú ár. Hann segir mörg tækifæri hér til býflugnarækt- ar og segir tvímælalaust að það myndi styrkja greinina að fá fleiri í hana. Þá yrði að minnsta kosti minni hætta á einræktun. Þegar býflugna- fjöldinn nær hámarki á sumrin geta verið 60-80 þúsund flugur í hverju búi og ein verpandi fluga sem kall- ast drottning. Hana þarf að end- urnýja á tveggja til þriggja ára fresti, annað hvort með því að kaupa nýja eða að sjá til þess að býflug- urnar ali upp nýja drottningu. Býflugnarækt frá A til Ö Í upphafi áfangans fengu nem- endur að skoða í býflugnabúin áður en þau voru búin undir vetrardvala á Reykjum. Þar eru fimm bú frá Úlfi. Í áfanganum er farið yfir allt frá sögu býflugnaræktunar, sam- félagsgerð, fóðrun og umhirðu, yfir í helstu meindýr og sjúkdóma sem spillt geta býflugnarækt. Einnig er afurðum lýst, nýtingu þeirra og úr- vinnslu. Til að ljúka námskeiðinu sækja nemendur helgarnámskeið Býræktarfélagsins til að gulltryggja að þekkingin hafi skilað sér. Býræktun tengist garðyrkju nán- um böndum. Það hjálpar að fólk hafi mikla plöntuþekkingu til að fylgjast með að ætíð séu næg aðföng fyrir flugurnar, frá því snemma á vorin og fram á haust. Vilja ekki vera í gróðurhúsi Býflugurnar sem eru ræktaðar hér nýtast ekki í gróðurhús. Búin eru það stór að það þyrfti býsna stórt gróðurhús svo þær hefðu nóg að éta. Einnig líður þeim betur ut- andyra og eru þar góðir frjóberar. Til að frjóvga plöntur í gróðurhús- um eru notaðar humlur, en nokkrir tugir humla duga til að sinna nokk- ur hundruð fermetra gróðurhúsi. Úlfur bendir á býflugur hagi sér með þeim hætti að nokkrar fari út og segi hinum með dansi hvert eigi að fara. „Þær eru forritaðar,“ segir hann. Veðrið er helsti vankanturinn sem býræktendur standa frammi fyrir. Veturinn hér er langur en hann er frekar mildur, en sólarleysið og kuldinn á sumrin hafa verið haml- andi. „Sumrin eru frekar krítísk en þrátt fyrir sólarleysið síðustu tvö sumur þá hefur hunangsframleiðsl- an verið sæmileg.“ Ræktaðar eru rólegri Býflugurnar stinga vissu- lega og því þarf að um- gangast þær á réttan hátt. „Býflugna- stofninn er ræktaður og flugurnar eru miklu rólegri en þær villtu. Margir eru með þær í þéttbýli án teljandi vandkvæða.“ Mikill áhugi á býflugnaræktun Býflugnabúin skoðuð Nemendur í Garðyrkjuskólanum á Reykjum skoð- uðu búið í ágúst áður en flugurnar voru búnar undir vetrardvala. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn blæsfram-kvæmda- stjórn Evrópusam- bandsins til sóknar gegn skattsvikum. Eftir að efnahags- kreppan skall á hafa undanskot undan skatti, svo notað sé kurt- eislegt orðalag, verið ofarlega á baugi. Meira að segja David Came- ron, forsætisráðherra Bret- lands, hefur tekið undir mál- flutning þeirra, sem vilja grípa til aðgerða í málinu, þótt aflönd og skattaskjól séu grundvöllur þess að London er ein öflugasta fjármálamiðstöð heims. Bresk stjórnvöld hafa ávallt varið þetta kerfi. Er Cameron tilbú- inn að fórna því? Skattsvik verða eitt af þeim málum, sem verða á dagskrá á leiðtogafundi G20-ríkjanna í Brisbane í Ástralíu um helgina. Þar verður Jean-Claude Junck- er, nýbakaður forseti fram- kvæmdastjórnar ESB. Hann berst þessa dagana við að halda í trúverðugleika sinn eftir að fram komu upplýsingar fyrir til- stilli ICIJ, alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna með að- setur í Bandaríkjunum, um það hvernig fjármálakerfið í Lúx- emborg hefur hjálpað nokkrum af stærstu fyrirtækjum heims að komast hjá því að borga skatt. Juncker var í 19 ár forsætisráð- herra Lúxemborgar. Juncker fór í felur fyrst eftir að upplýsingarnar komu fram, en á miðvikudag rauf hann viku- þögn og sagði að allt hefði þetta verið „fullkomlega löglegt“, hann væri ekki „arkitekt“ kerf- isins og hét því að berjast gegn „óréttlátum“ undanskotum sem höfuð framkvæmdastjórnar ESB. Áfram birtast þó fréttir um að hann geti ekki svarið kerfið í Lúxemborg af sér. Eins og málum er nú háttað geta ríki Evrópusambandsins haldið samningum við fyrirtæki um skattamál, svokölluðum „skattaúrskurðum“, leyndum. Fyrirtæki geta því farið á milli aðildarríkja og leitað uppi bestu kjörin. Framkvæmdastjórnin hefur nú dregið fram tillögur, sem komu fram 2012, en var fljótlega stungið í skúffu vegna tregðu aðildarríkjanna. Þar var talað um að samræma skattheimtu í aðildarríkjum ESB auk þess sem gagnsæi yrði aukið í skatta- málum. Ein ástæðan fyrir því að tillögurnar mættu andstöðu var sú að ríki ESB vildu ákveða skattheimtu sjálf. Ljóstrað var upp um skatta- samkomulag við að minnsta kosti 340 fyrirtæki og fór skatt- heimtan allt niður í eitt prósent af tekjum einhverra af ríkustu fyrirtækjum heims. Meðal fyr- irtækja, sem nutu góðs af vild- arsamningum í Lúxemborg eru Pepsi, Ikea, Ama- zon, AIG og Deutsche Bank. Framkvæmda- stjórn ESB rann- sakar um þessar mundir ásak- anir um að aðildarríki ESB hafi gert sérstaka vildarsamninga við fyrirtæki á borð við Apple, Starbucks og Amazon. Ýmsum aðferðum er beitt til að nota „vinsamlegt skatt- umhverfi“, hvort sem það er í Lúxemborg, Bresku Jómfrúr- eyjum eða Gíbraltar. Yfirleitt er það þannig að tap og lánakostn- aður er þar sem varan er fram- leidd og/eða seld. Gróðinn er all- ur í skattaskjólinu. Önnur aðferð er að vörumerkið hafi að- setur í skattaskjólinu og rétt- indagreiðslur renni þangað. Þetta þýðir ekki bara að stór- fyrirtæki komist hjá því að borga skatt og taka þátt í að mennta starfskraftinn, leggja vegina, reisa sjúkrahúsin og halda úti löggæslunni, sem þau byggja starfsemi sína á, þau skapa sér einnig forskot á minni fyrirtæki. Hægt er að hugsa sér tvær verslanir, sem standa hlið við hlið. Önnur er hluti af al- þjóðlegri keðju, hin er aðeins rekin á þessum eina stað. Versl- anirnar hafa jafnmiklar tekjur. Önnur nýtur þess að vera í skattaskjóli á borð við Lúxem- borg. Þar sem hin er ekki með alþjóðleg umsvif á hún þess ekki kost að beita slíkum brögðum og verður að borga sinn skatt. Þetta fyrirkomulag er skrum- skæling á frjálsri samkeppni og frekar ætlað til að kæfa hana en verða til þess að hún dafni. Vald hinna stóru, fjölþjóðlegu fyrirtækja er hins vegar mikið. Þau geta hæglega hótað að fara eitthvert annað með viðskipti sín fái þau ekki sérmeðferð. Tony Abbott, forsætisráð- herra Ástralíu og gestgjafi leið- togafundarins, sem hefst á morgun, hefur lagt áherslu á þessi mál í málflutningi sínum og fjármálaráðherra hans, Joe Hockey, var ómyrkur í máli á miðvikudag. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir heiminn að fyrirtæki borgi skatt þar sem gróði þeirra verð- ur til,“ sagði Hockey. „Það er þjófnaður þegar einhver borgar ekki skattinn sem þjóð á heimt- ingu á og það grefur undan getu þeirrar þjóðar til að veita þá þjónustu, sem er nauðsynleg til að draga úr fátækt og minnka ójafnrétti.“ Aflönd og skattaskjól eru líf- seig meinsemd. Ef raunveruleg- ur vilji væri til að loka þeim hefði það verið gert fyrir löngu. Er raunverulegur vilji til þess nú, eða eru yfirlýsingarnar bara gluggaskraut? Afhjúpun á skatta- skjóli stórfyrirtækja í Lúxemborg skapar þrýsting} Enn ein atlaga að skattaskjólum S tundum kallað landsbyggðarremb- ingur, hundraðogeinnhroki og ýmislegt annað. Einhvers staðar heyrðist orðið búsetubelgingur. Hvaða heiti sem fyrirbærinu kunna að vera valin er inntakið það sama: þeir sem búa ekki við nákvæmlega sömu aðstæður og maður sjálfur og á sama stað eru fífl og fávitar, gott ef þeir eru ekki hyski líka, sem hefur ekki hugmynd um hvað lífið og tilveran hjá al- mennilegu fólki snýst um. Eins og það fólk sem hefur valið að búa á öðrum landshluta en maður sjálfur hefur kos- ið verði þá sjálfkrafa allt öðruvísi fólk, með aðrar langanir og þrár og geti ekki með nokkru móti verið sammála manni um nokk- urn skapaðan hlut. Hvað þá að hagsmunir fólks sem býr hvað á sínum landshlutanum geti farið saman. Hrepparígur á sér ýmsar birtingarmyndir. Til dæmis að líta á það sem alvarlegt brot þegar einhver (sér- staklega fjölmiðlafólk) ruglast á staða- eða bæjarheitum. Það virðist vera sérlega slæmt ef sá sem gerir mistökin er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og viðkomandi staður er úti á landi. Stundum mætti ráða af umræðunni að það jaðri við mannsmorð að vita ekki nákvæmlega hvar 50 manna þorp er staðsett. Þessu nátengt er að hneykslast á vankunnáttu fólks á staðháttum. Að hafa ekki á hraðbergi hvern einasta mel, lækjarsprænu og þúfu á landinu er auðvitað ekkert annað en staðfesting á því að vera fyr- ir neðan mörk eðlilegrar greindar. Segja sumir. Það er heldur ekkert óalgengt að agnúast út í fólk sem er búsett á fámennum stöðum úti á landi og fer fram á þau sjálfsögðu mann- réttindi fólks, sem borgar eina hæstu skatta á byggðu bóli, að búa að sómasamlegum sam- göngum þannig að komast megi á milli staða og sinna erindum sínum án þess að leggja sig í bráða lífshættu. Ósjaldan heyrist snilld á borð við: Þeim er nær að búa þarna. Ef þetta lið er svona óánægt, hvers vegna flytur það ekki þangað sem það fær betri þjónustu? Þá er líka vinsælt að gera lítið úr því þegar færð verður slæm á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þar er vont veður. Veðrið sé nefnilega alltaf svo miklu verra annars staðar á landinu. Eins og óveður höfuðborgarsvæðisins séu einhvern veginn ómerkilegri en þau mikilfenglegu hamfaraveður sem mætti stundum halda að æddu yfir allan ársins hring alls staðar annars staðar á landinu. Metingur eða rígur á milli landshluta fyrirfinnst lík- lega í öllum löndum og getur oft verið býsna skemmti- legur. En það er ekkert sérlega skemmtilegt að hlusta á um- ræðu sem snýst um „okkur og þau hin“ í landi þar sem búa rétt rúmlega 320.000 manns. Það eru engin „þau hin“ – það erum bara við. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Hrepparígur og fleira STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að Ísland gæti orð- ið sjálfbært í hunangsfram- leiðslu, að sögn Úlfs Ósk- arssonar býflugnabónda. Til að það gæti orðið að veru- leika þyrfti að koma upp tölu- vert fleiri búum til að auka framleiðsluna. Búast má við að fá um 30 kíló af hungangi úr stóru búi. Stofninn, sem hefur verið fluttur til landsins frá Álands- eyjum, hefur verið laus við sjúkdóma sem herja víða á stofna erlendis. Um 80 virkir bý- ræktendur eru á landinu, sam- kvæmt upplýsingum á vefsíðu Félags bý- ræktenda á Íslandi sem nefnist Bý. Hunangs- framleiðsla 30 KÍLÓ ÚR GÓÐU BÚI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.