Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 35
blossa upp.“ Brynja var í Garðaskóla í Garða- bæ, eins og aðrir unglingar af Álfta- nesi á þeim tíma, fór síðan í Kvenna- skólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi vorið 1994. „Ævintýraþráin rak mig til Mósambík í hjálparstarf á vegum samtaka sem gera ungu fólki kleift að sinna sjálfboðastarfi í Afríku. Þar sinnti ég fullorðinsfræðslu og for- vörnum í hálft ár. Eftir það tók við töluvert flakk um Evrópu, mánuðum saman, með lengstri dvöl í Portúgal þar sem ég vann á veitingastað í nokkra mánuði.“ Brynja hóf nám í mannfræði við HÍ og útskrifaðist með BA próf í febrúar 2000. Hún varð fréttamaður á fréttastofu Skjás eins í ársbyrjun 2000 en sú fréttastofa var lögð niður sumarið 2001. Þá varð Brynja frétta- maður á Stöð 2 og starfaði þar í fimm ár, á fréttastofu og í þættinum Íslandi í dag. Á þeim tíma féll Brynja fyrir hestamennskunni og gerði, ásamt Konráð Pálmasyni, röð 16 sjónvarpsþátta um hestafólk og hestamennsku, Kóngur um stund. Hún gerði síðan aðra slíka þátta- röð fyrir RÚV vorið 2006 og hefur starfað þar síðan, lengst af í Kast- ljósi, en einnig á fréttastofu sjón- varps. Brynja gerði einnig heimildar- mynd, ásamt Agli Eðvarðssyni, Snú- ið líf Elvu, en sú mynd hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á kvikmynda- hátíðinni í Lübeck 2012. Árið 2013 tók Brynja við ritstjóra- taumum Djöflaeyjunnar, en auk þess gerðu Brynja, Konráð og Bragi Valdimar Skúlason sjónvarpsþátta- röðina Orðbragð, sem hlaut Eddu- verðlaunin 2014 sem skemmtiþáttur ársins, auk þess sem þríeykið var til- nefnt fyrir handrit þáttanna. Nú í haust hófust einmitt sýningar á ann- arri þáttaröð Orðbragðs. Þá hefur Forlagið nú gefið út bókina Orð- bragð eftir Brynju og Braga, sem er unnin í anda sjónvarpsþáttanna. Helstu áhugamál Brynju eru bók- menntir og hestamennska. Hún mun ljúka meistaranámi í almennri bók- menntafræði næsta vor, en í rann- sóknum sínum hefur hún einbeitt sér helst að miðaldabókmenntum. Brynja hefur skrifað nokkrar grein- ar um bókmenntir, meðal annars í TMM og nýútkomið hausthefti Skírnis. Fjölskylda Fyrri sambýlismaður Brynju er Örn Úlfar Höskuldsson, f. 10.3. 1973, þýðandi. Sonur þeirra er Jökull Breki Arn- arson, f. 26.3. 1998, nemi. Seinni sambýlismaður Brynju er Atli Guðmundsson, f. 6.3. 1965, tamningamaður. Sonur þeirra er Þorgeir Nói Atla- son, f. 28.8. 2008. Systkini Brynju eru Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, f. 24.2. 1980, við- skiptalögfræðingur, búsett í Sviss; Hálfbróðir Brynju, sammæðra, er Ragnar Hannes Guðmundsson, f. 28.10. 1969, viðskiptafræðingur, bú- settur í Noregi. Kjörforeldrar hans eru Guðmundur H. Garðarsson, f. 17.10. 1928, og Ragnheiður Guðrún Ásgeirsdóttir, f. 5.6. 1931. Foreldrar Brynju eru Erla Guð- jónsdóttir, f. 24.5. 1952, skólastjóri, og Þorgeir Magnússon, f. 28.12. 1951, sálfræðingur. Þau eru búsett á Álftanesi. Úr frændgarði Brynju Þorgeirsdóttur Brynja Þorgeirsdóttir Þorgeir Þórðarson b. í Háteigi Anna Magnúsdóttir húsfr. í Háteigi við Hafnarfjörð Magnús Þorgeirsson vélstj. í Sementsverksm. ríkisins á Akranesi Ingibjörg Þorleifsdóttir húsfr. á Akranesi Þorgeir Magnússon sálfræðingur á Álftanesi Þorleifur Friðrik Friðriksson sjóm. og b. á Gjögri Hjálmfríður Ragnheiður Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfr. á Gjögri á Ströndum Hjálmfríður Sveinsdóttir fyrrv. skólastjóri í Vestmannaeyjum Theodór Guðjónsson kennari, nú á Stokkseyri Guðlaugur Guðmundsson sjóm. í Mundakoti Þuríður Magnúsdóttir klæðskeri og húsfr. í Mundakoti III Guðjón Guðlaugsson b. og sjóm. í Gvendarhúsi Margrét Hróbjartsdóttir b. og húsfr. í Gvendarhúsi í Vestmannaeyjum Erla Guðjónsdóttir skólastj. á Álftanesi Hróbjartur Guðlaugsson b. á Kúfhól Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. á Kúfhól í A-Landeyjum Hestamennska í blóðinu Anna Magnúsdóttir, föðuramma Brynju, á hestbaki um við heimili sitt 1920. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 Ævintýraleg gæludýrabúð kíktu í heimsókn Þórður Jónas Thoroddsenfæddist í Haga á Barða-strönd 14.11. 1856. Foreldrar hans voru Jón Thoroddsen, sýslu- maður og skáld á Haga og Leirá, og k.h., Kristín Ólína Þorvaldsdóttir húsfreyja. Jón var sonur Þórðar Þórodds- sonar, beykis á Reykhólum, og Þór- eyjar Gunnlaugsdóttur húsfreyju. Kristín var dóttir Þorvalds S. Sívert- sen, bónda og alþm. í Hrappsey, og Ragnhildar Skúladóttur Sívertsen. Þórður var einn fjögurra bræðra sem allir urðu stöndugir og þekktir í íslensku þjóðlífi, Þorvaldar dr.phil., eins þekktasta náttúrufræðings þjóðarinnar; Skúla, sýslumanns, alþm. og ritstjóra, og Sigurðar, landsverkfræðings og yfirkennara við MR, föður Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra. Eiginkona Þórðar var Anna Lovísa, dóttir Péturs Guðjohnsen, eins helsta forvígismanns tón- mennta í Reykjavík á sinni tíð, ætt- föður Guðjohnsenættar, og Guð- rúnar Sigríðar Knudsen. Börn Þórðar og Önnu Lovísu sem komust upp voru Pétur, héraðs- læknir á Norðfirði og í Keflavík; Kristín Katrín, móðir Þorvalds Steingrímssonar fiðluleikara; Jón, verktaki í Seattle; Emil, listamaður og tónskáld, og Þorvaldur, forstjóri Tónabíós og einn stofnanda Tónlist- arfélagsins Þórður lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1877, embættis- prófi í læknisfræði frá Læknaskól- anum 1881 og stundaði framhalds- nám í Kaupmannahöfn og Ósló. Hann var héraðslæknir í Keflavík 1883-1904 og síðan í Reykjavík. Þórður var alþm. 1895-1902, bæj- arfulltrúi í Reykjavík 1908-1912, var gjaldkeri við Íslandsbanka, sat í hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps, sýslunefnd Gullbringu- og Kjósar- sýslu og amtsráði suðuramtsins, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suð- urnesja og framkvæmdastjóri Þil- skipafélags Suðurnesja í þrjú ár, sat í stjórn Rauða kross Íslands frá stofnun, 1924, og til æviloka og var stórtemplar IOGT 1903-1911. Þórður lést 19.10. 1939. Merkir Íslendingar Þórður J. Thoroddsen 95 ára Gunnþórunn Björnsdóttir 90 ára Inga Jóna Ingimarsdóttir 85 ára Álfheiður Gísladóttir Fanney Erna Magnúsdóttir Guðfinna Guðmundsdóttir Helgi Guðmundsson Ragnar Þ. Guðmundsson 80 ára Magnús Stefánsson Sjöfn Pálfríður Jónsdóttir Sverrir Magnússon 75 ára Ársæll Jónsson Björn Þorvaldsson Friðrik Valdimar Sigfússon Guðmundur Guðbrandsson Halldór Ingi Hannesson Kristín Georgsdóttir Magnús Sólmundarson 70 ára Björn Bjarnason Guðríður Helgadóttir Hanne Jeppesen Ingunn Ragnarsdóttir Ólafur T. Snæbjörnsson Svavar Kristinsson Þorsteinn Jónsson Þorsteinn Óskar Johnson 60 ára Elaine Marie Valgardsson Guðmundína Sturludóttir Hrefna Hrólfsdóttir Hrönn Pálmadóttir Jan Hirsch Jón Helgi B. Snorrason Kjartan Bjarnason Kristín Sigurðardóttir Logi Ólafsson Steingrímur Steingrímsson Svanborg Eyþórsdóttir Þorgeir Magni Eiríksson 50 ára Angkhana Sribang Anna Linda Halldórudóttir Bogey R. Sigfúsdóttir Dýrleif Jónsdóttir Guðbjörg Erna Erlingsdóttir Jóhanna Gunnlaugsdóttir Jóna Björk Jónsdóttir Jón Ólafur Guðnason Klara Guðjónsdóttir Margrét G. Hannesdóttir Sigríður Ása Bjarnadóttir Sigurjón Stefán Antonsson Svanur Kristjánsson Tryggvi Þorsteinsson Þórður Stefánsson 40 ára Anna Birna Rögnvaldsdóttir Guðmundur Sigtryggsson Guy Gutraiman Haraldur Sigurjónsson Helga Bára Bragadóttir Hlynur Hjartarson Ingibjörg Gunnarsdóttir Joanne Elizabeth Kearney Jófríður Friðgeirsdóttir Kári Björn Þorsteinsson Linda Laufdal Marcin Wojciech Swiecicki 30 ára Aron Örn Ólafsson Berglind Þórðardóttir Elísabet Ómarsdóttir Fjóla D. Guðmundsdóttir Grétar Már Oddsson Guðmundur Hallgrímsson Hafliði Hinriksson Margrét Guðmundsdóttir Stefanía H. Marteinsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ylfa ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófi í læknisfræði frá HÍ 2010 og starfar við Grensásdeild LSH. Maki: Hjörtur Már Reyn- isson, f. 1983, læknir. Börn: Þórhildur Lóa Hjartardóttir, f. 2012, og Snorri Hólm Hjartarson, f. 2013. Foreldrar: Óli Hjálm- arsson, f. 1932, læknir, og Ása Ásgrímsdóttir, f. 1950, hjúkrunarfr. Ylfa Rún Óladóttir 30 ára Inga Rósa ólst upp á Seltjarnarnesi, býr þar og var að ljúka MA- prófi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Maki: Guðlaugur Bald- ursson, f. 1979, rafvirki. Bróðir: Elvar Már Ragn- arsson, f. 1982, rafvirkja- nemi og starfar hjá Öss- uri. Foreldrar: Helga Andrés- dóttir, f. 1959, og Ragnar Bjarki Gunnarsson, f. 1960. Inga Rósa Ragnarsdóttir 30 ára Stefanía ólst upp í Reykjavík, er þar búsett, lauk BA-prófi í listrænni viðburðarstjórnun frá Rose Bruford College í Bretlandi og er verkefna- og viðburðastjóri hjá Snæland Grímsson. Systir: Þuríður Elín Sig- urðardóttir, f. 1990. Foreldrar: Helga Óladótt- ir, f. 1960, snyrtifræð- ingur, og Sigurður Krist- jánsson, f. 1959, fyrrv. sjómaður og verktaki. Stefanía Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.