Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 10
LEIÐRÉTTINGIN Í HÖFN Framsóknarflokkurinn boðar til opins fundar á Grand Hótel laugardaginn 15. nóvember klukkan 11:00. Dagskrá: 11:00 Ávarp og kynning á helstu niðurstöðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra 11:20 Pallborðsumræður: • Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra • Elsa Lára Arnardóttir, alþingismaður • Guðbjörn Guðbjörnsson, stjórnsýslufræðingur • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness Fundarstjóri: • Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Elsa Lára Arnardóttir Guðbjörn Guðbjörnsson Eygló Harðardóttir Vilhjálmur Birgisson Vigdís Hauksdóttir 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Fyrirsæta sýnir Brúarstöðu. Malín Brand malin@mbl.is Jógahandbókin kom út fyrir fá-einum dögum hjá Bókafélag-inu. Bókin er rúmlega 220síður og er skipulega upp- sett, rétt eins og handbækur eiga helst að vera. Ljósmyndir eru af öll- um jógastöðum og við hverja þeirra eru leiðbeiningar, umfjöllun um út- færslur á stöðum, ráðleggingar og moli um möguleg hjálpartæki við stöðurnar. Síðast en ekki síst ber að nefna prýðilega útlistun á því hvað hver staða bætir, örvar, styrkir, teyg- ir, kemur jafnvægi á, er góð gegn sem og stöður sem ber að varast. Skrifar allt niður Uppsetning bókarinnar ber þess glöggt merki að skipulagður ein- staklingur hafi komi þar nálægt. „Það er rosalega sterkt í mínu eðli að skrifa mikið niður, vera skipulögð og flokka niður. Ég á margar minnis- bækur þar sem ég skrifa niður hug- myndir og það sem ég læri,“ segir höfundurinn, Guðrún Reynisdóttir. Það sama gilti um allt er viðkom jóga- iðkuninni, sem hún byrjaði að stunda fyrir um fjórum árum. Guðrún var dugleg að skrifa hjá sér fjölmargt af því sem hún lærði hjá hinum ýmsu jógakennurum. „Ég sá mjög fljótt að engir tveir jógakennarar eru eins og hver og einn hefur eitthvað nýtt fram að færa.“ Áhuginn var það mikill að hún fór í jógakennaranám fyrir tæp- um tveimur árum. Að því loknu hélt hún áfram að auka við þekkingu sína. „Til að verða betri jógakennari fór ég að flokka allt það sem ég hafði skrifað niður og setti saman bók fyrir sjálfa mig úr öllum þessum minnis- punktum,“ segir Guðrún sem á jafn- framt sæti í stjórn Jógakennara- félags Íslands. Eftir að hún fór að kenna jóga tók hún eftir að nánast eftir hvern einasta tíma kom einhver þátttakandi til hennar með spurn- ingar. „Til dæmis einhver sem var með brjósklos og spurði hvaða æfing- ar væru góðar fyrir hann, hvað hann ætti að varast og fleira í þeim dúr. Fólk spurði mig gjarnan út frá ein- hverjum kvillum þannig að ég vildi vera með þetta á hreinu,“ segir hún. Eins og góðum kennara sæmir lagði hún sig fram um að veita rétt og ná- kvæm svör. Þegar vinkona Guðrúnar lagði fyrir hana spurningu þessu tengda náði Guðrún í „bókina“ sína og fletti upp. „Þá spurði hún af hverju ég gæfi þetta ekki út og sagð- ist sjálf gjarnan vilja hafa aðgang að slíkum upplýsingum og Bókafélagið samdi nánast strax við mig um út- gáfu bókarinnar þegar ég hafði sam- band.“ Eftirspurn eftir íslensku efni Það var ekki annað að sjá en að töluverður áhugi væri fyrir jóga- handbók á íslensku, enda iðkendur jóga mjög margir hér á landi. „Ætli það hafi ekki verið bókasafnsfræð- ingurinn í mér sem tók svo saman sérhæfða atriðisorðaskrá sem er aft- ast í handbókinni. Þar er í rauninni hægt að fletta upp öllum kvillum og þá er listi yfir stöður sem henta út frá því. Síðan má líka finna æfingar út Með jógabókina til- búna í rassvasanum Á íslenskan bókamarkað er komið uppflettirit fyrir þá sem stunda eða kenna jóga. Höfundurinn er ung kona, bókasafnsfræðingur og jógakennari sem heitir Guðrún Reynisdóttir. Sjálf segist hún hafa tilhneigingu til að flokka upplýsingar og skrifa niður og því hafi hún í raun verið með handrit að jógabók í rassvasanum til að glugga í við jógakennsluna. Eðlilegt framhald hafi verið að gefa bók út. Staða sem nefnist Káta barnið. Guðrún sýnir stöðuna Lófar á augu. Sólarstríðsmaðurinn sýndur. Töfrahurðin auglýsir eftir söng- og leikelskum stelpum á aldrinum 10-12 ára til að taka þátt í nýjum söngleik fyrir börn sem heitir Björt í sumar- húsi, eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns. Efnt verður til prufusöngs sunnudag 23. nóv. og áhugasamar stelpur geta sent um- sókn með upplýsingum um sig, tón- listarnám og eða þátttöku í kór/ leikstarfi á tofrahurd@tofrahurd.is. Þeir þátttakendur úr hópi umsækj- enda sem verða valdir til að koma í prufusöng fá sendar nótur að tveim- ur lögum sem þeir verða beðnir að flytja í prufusöngnum. Umsóknar- frestur er til og með 17. nóvember. Söngvararnir Jón Svavar Jósepsson, Valgerður Guðnadóttir og Gissur Páll Gissurarson fara með hlutverk í söngleiknum og leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Frumsýning á Myrkum músíkdögum í Hörpu 1. febrúar 2015. Vefsíðan www.tofrahurdin.is Gaman Frá einni af mörgum tónlistaruppákomum á vegum Töfrahurðarinnar. Leitað að söng- og leikstelpum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hver man ekki eftir Jör- undi sem kom til Ís- lands árið 1809 og gerðist kóngur um hundadagana? Hann kom frá Danmörku og þótti erfiður drengur og ódæll, prakkari og stríðnispúki og var því snemma sendur á sjó- inn og sigldi með Bret- um í mörg ár. Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur kynnt sér feril kappans og ætlar að deila því sem kemur í ljós með Héraðsbúum og nærsveitamönnum með sýningunni Þið munið hann Jörund, í leikstjórn Hall- dóru Malinar Pétursdóttur. Leikritið er eftir Jónas Árnason með fjölda söngva sem hann samdi. Leikritið var frumsýnt í Iðnó 1970 við miklar vinsældir. Í sýn- ingu Leikfélags Fljótsdalshéraðs verður það karlakór sem syngur lögin undir stjórn Freyju Kristjánsdóttur. Sýningar verða í Valaskjálf, frumsýnt í kvöld kl. 20. Upplýsingar og miðapantanir í síma 867-1604 eða á netfanginu: tid.munid.hann.jorund@gmail.com Endilega … …kynnist Jörundi prakkara Frá æfingu Þessir tveir eru skemmtilegir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.