Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Mörgum að óvörum leiddi óháð rann- sókn á meintri spillingu í atkvæða- greiðslu um að halda heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu í fyrstu til ásakana á hendur Englendingum, sem sagðir eru hafa greitt götu Jack Warner, fyrrverandi varaforseta Al- þjóða knattspyrnusambandsins, FIFA með því að veita fé til uppbygg- ingarstarfs í Trinidad og Tobago, heimalandi Warners. Enska knatt- spyrnusambandið neitaði öllum ásök- unum en Warner sagði af sér árið 2011 eftir að upp komst um fjölmörg spillingarmál kappans. Einungis fjór- um klukkustundum eftir að skýrsla um rannsóknina hafði verið birt sendi Michael Garcia, bandarískur lögfræð- ingur sem fenginn var til þess að vinna skýrsluna, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að skýrslan, sem skrifuð var af Hans Joachim Eckert, sem fer fyrir siðferðisnefnd FIFA, væri uppfull af staðreyndavillum auk þess sem niðurstöðurnar væru vill- andi og margt hefði ekki komið fram í henni sem komið hefði fram við rann- sóknina. Bendlað við íslamista Upphaf rannsóknarinnar má m.a. rekja til ásakana um að mútur hefðu spilað inn í niðurstöðu atkvæða- greiðslu 24 manna framkvæmda- stjórnar FIFA sem leiddi til þess að ákveðið var að halda HM 2018 í Rúss- landi og í Katar 2022. Það sem þó birtist í skýrslunni sýndi að tölvur sem Rússar notuðust við í umsóknarferlinu höfðu allar ver- ið eyðilagðar og því ekki hægt að rekja samskipti þeirra við fram- kvæmdastjórnina. Báðar þjóðir segj- ast þó hafa sýnt fulla samvinnu við gerð skýrslunnar. Þá þóttu orð Sepp Blatters, forseta FIFA, á fundi í Ósló á mánudag at- hyglisverð þar sem hann gerði því skóna að HM 2022 yrði ekki haldin í Katar, m.a. vegna meintra tengsla landsins við samtökin Ríki íslams. Vonir sumra hafa staðið til þess að önnur atkvæðagreiðsla verði haldin. Spillingarkeimur af skýrslu um spillingu  Niðurstöður í skýrslu FIFA um um- sóknir til að halda HM sagðar rangar AFP Katar 24 manna framkvæmdastjórn FIFA ákvað í atkvæðagreiðslu að heimsmeistaramótið í knattspyrnu yrði hald- ið í Rússlandi árið 2018 en í Katar árið 2022. Margir hafa sakað framkvæmdastjórnina um mútuþægni. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Áfram er búist við minnkandi eftir- spurn eftir olíu á næsta ári. Spár gera ráð fyrir því að heimsmarkaðs- verð á olíutunnu muni að meðaltali verða 77,75 dollarar eða rúmar 9.600 krónur á næsta ári samanborið við 95 dollara meðalverð á yfirstandandi ári eða rúmlega 11.800 krónur. Spáin er unnin af Orkumálastofnun Banda- ríkjanna en fleiri spár hafa verið í svipuðum dúr. Þannig hefur bankinn Goldman Sachs spáð því að á næsta ári muni lægsta verð falla niður í 75 dollara á tunnu. Svipaðar spár hafa komið fram hjá fleiri bönkum, þó að engin þeirra geri ráð fyrir svo mikilli lækkun. 92 krónur fyrir bensínlítrann Goldman Sachs-bankinn er þekkt- ur fyrir nokkuð nákvæmar spár þeg- ar kemur að heimsmarkaðsverði á hrávöru, samkvæmt frétt Reuters- fréttastofunnar um málið. Spáði hann því meðal annars að verð myndi hæst fara upp í 130 dollara, eða það sem nemur rúmum 16 þús- und krónum, á tunnuna árið 2012 og reyndist sú spá nærri lagi. Meðalverð á bensíni í Bandaríkj- unum féll undir þrjá dollara á gallon- ið í vikunni. Er það í fyrsta skipti síð- an árið 2010. Samkvæmt spá Orkumálastofnunar Bandaríkjanna mun meðalverð í desember vera 2,80 dollarar fyrir gallonið. Gallon jafn- gildir 3,78 lítrum. Ef sama verðlag væri á Íslandi mætti fá bensínlítrann á rúmar 92 kr. AFP Verðlækkun Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað ört undanfarið. Minnkandi eftir- spurn eftir olíu  Áframhaldandi lækkun á næsta ári H-Berg ehf | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is Nýjar vörur Sætuefni Vöfflumix Agave síróp dökkt Agave síróp ljóst Kókosolía FRÁBÆR T VERÐ ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.