Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Sjöfn Sveinsdóttir, ferðaþjónustubóndi með meiru, ólst upp íHafnarfirði þar sem hún gekk í skóla. Hún fór síðan íKvennaskólann á Laugum í Eyjafirði og lærði þar þær listir sem þóttu nauðsynlegar ungum stúlkum á þeim tíma. Námið kom líka að góðum notum því ung að árum stofnaði hún heimili í Grindavík en þangað hafði hún flutt með foreldrum sínum á ung- lingsaldri. Sjöfn býr í Borgargerði í Ölfusi þar sem hún rekur og starfar við hestaleiguna Sólhesta ásamt eiginmanni sínum, Sól- mundi Sigurðssyni. Sjöfn er margt til list lagt, hún er listfeng og hefur í mörg ár málað postulín og myndir sér til skemmtunar. Hún hefur líka gam- an af hestum og hefur á síðari árum farið í hestaferðir á hverju sumri. Hún hefur líka sérstaka ánægju af heimilishaldi og að snú- ast í kringum sinn eiginmann. Það er oft margt um manninn í Borgargerði þegar fjölskyldan kemur í heimsókn, en Sólmundur á fjóra syni og ellefu barnabörn og Sjöfn á tvö börn og sex barnabörn. Svo það má segja að hús- mæðramenntunin gamla komi að góðum notum. Sjöfn dvelur á Tenerife á Kanaríeyjum á afmælisdaginn ásamt eiginmanni sínum. Sjöfn Sveinsdóttir er sextug í dag Afmælisbarnið Sjöfn á brúðkaupsdegi sínum og Sólmundar 30. ágúst 2008, en þau voru gefin saman í Kotstrandarkirkju í Ölfusi. Ferðaþjónustu- bóndi í Ölfusi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hjónin Elsa J. Elíasdótt- ir og Guðmundur Tóm- asson eiga í dag, 14. nóvember, 50 ára hjú- skaparafmæli. Hjónin áttu Hótel Mælifell í 30 ár. Þau eru búsett á Sauðárkróki. Þau eiga fjóra syni og ellefu barnabörn. Gullbrúðkaup B rynja fæddist á Akra- nesi 14.11. 1974, en bjó fyrstu æviárin í Lundi í Svíþjóð þar sem for- eldrar hennar voru við nám. Fimm ára flutti hún með þeim aftur til Íslands og þá í Kópavoginn. Hún fór í Álftanesskóla þar sem móðir hennar var kennari og í kjöl- farið byggðu foreldrar hennar hús á Álftanesi. Þá voru systurnar orðnar tvær, en Þóra Margrét fæddist í febrúar 1980: „Heldur var ólíkt um að litast á Álftanesinu þá, kúa- og fjárbúskapur stundaður á nokkrum býlum, víðáttumikil tún og malar- vegir. Tvö sumur var ég í sveit á Syðstu-Fossum í Andakíl hjá Sigríði Guðjónsdóttur og Snorra Hjálm- arssyni, en Sigríður og fjölskylda hennar voru vinafólk og nágrannar föðurforeldra minna, Magnúsar og Ingibjargar, sem bjuggu lengi í Andakílsárvirkjun þar sem Magnús var vélstjóri. Á Syðstu-Fossum kviknaði áhugi á hrossum sem síðar átti eftir að Brynja Þorgeirsdóttir, dagskrárgerðarmaður á RÚV – 40 ára Náð í jólatré Brynja og synirnir, Jökull Breki og Þorgeir Nói, búin að ná sér í jólatré í Hólaskógi í Hvalfirði. Konan með Orðbragðið Á hestbaki Brynja hefur gert tvær sjónvarpsþáttaraðir um hestamennsku. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Þú hringir ekki í miðil þegar tölvukerfið hrynur Hádegismóum 4, 110 Reykjavík | Sími 547 0000 | premis.is • Traustur rekstur tölvukerfa • Örugg hýsing gagna •Vandað verkbókhaldskerfi • Sérsniðnar forritunarlausnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.