Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Tíu hljómsveitir hafa bæst við á listann yfir þær sem koma fram á rokkhátíðinni Eistnaflugi á næsta ári, níu íslenskar og norska þunga- rokkssveitin Enslaved sem hefur ekki leikið áður á Íslandi. Enslaved var stofnuð árið 1991 í Haugasundi og var í framvarðarsveit norska svartmálmsins á upphafsárum hans en hefur í seinni tíð orðið mun framsæknari án þess að tapa alveg tengingunni við svartmálminn og spilar nú það sem kalla mætti proggað víkingaþungarokk, eins og segir í tilkynningu. Þar segir einnig að Enslaved hafi ávallt hrifist af Ís- landi, textar fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar, Vikingligr Veldi, frá árinu 1994, hafi verið á íslensku og myndir frá Íslandi prýtt aðrar útgáfur Enslaved. Af þeim ís- lensku sveitum sem bæst hafa við lista flytjenda á Eistnaflugi má nefna Sólstafi og HAM. Aðrar sem leika á hátíðinni eru m.a. Behe- moth, Brain Police, Godflesh, Grísalappalísa, Inquisition, Kont- inuum, Momentum, Muck, Rotting Christ, Saktmóðigur, Severed, Sin- mara, Skálmöld og Vampire. Íslandsvinir Enslaved heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi á Eistnaflugi. Enslaved á Eistnaflugi Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er ógeðslega skemmtilegt, fyndið og gleðilegt verk með biti í sem gerir það extra gott,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, en hann fer með tit- ilhlutverkið í leikritinu Útlenski drengurinn eftir Þórarin Leifsson í leikstjórn Vigdísar Jakobsdóttur, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói nk. sunnudag kl. 15. „Sýningin er hugsuð fyrir stálpaða krakka, þ.e. tíu ára plús, en sá hópur er yfirleitt afskiptur í leikhúsunum.“ Útlenski drengurinn fjallar um Dóra litla sem er vinsælasti strák- urinn í bekknum. Þegar skólastjór- inn fer í frí og aðstoðarskólastjórinn tekur við er bekkurinn látinn þreyta próf í lesskilningi, svokallað Pítsa- próf, sem leiðir í ljós að Dóri litli er líklega útlendingur. Í framhaldinu sviptir aðstoðarskólastjórinn Dóra litla ríkisfanginu sem og öðrum grundvallarmannréttindum og lætur hann bíða örlaga sinna innilokaður í myrkvaðri skólastofu í skugga stóru upplestrarkeppninnar sem senn brestur á. Ádeila á lesáherslur „Þetta er líka ádeila á hvernig við komum fram við innflytjendur. Sem og ádeila á þessi lestrarpróf, les- áherslur og það sem við köllum við- urkenndan, góðan og ærlegan lest- ur. Þar undir heyrir lestur á bókum og fornum íslenskum texta,“ segir Dóri og tekur fram að hann sé þeirr- ar skoðunar að fáránlegt sé t.d. að láta grunnskólabörn lesa ljóð Einars Benediktssonar sem dæmi um fág- aðan og vandaðan texta. „Þetta er verk sem fólk á að sjá af því að það er svo gaman að sjá það, en ekki af því að það verður að sjá það sökum þess að skilaboðin í því eru svo mikilvæg,“ segir Dóri. Spurður hvort áhorfendum verði boðið upp á umræður með leik- hópnum að loknum sýningum svarar Dóri því játandi. Þorsteinn Bachmann fer með hlutverk aðstoðarskólastjórans, Arndís Hrönn Egilsdóttir leikur skólastjórann, Benedikt Karl Grön- dal og María Heba Þorkelsdóttir leika foreldra Dóra auk þess að leika bekkjarsystkin hans ásamt Magneu Björk Valdimarsdóttur. „Það er búið að vera ótrúlega gaman að vinna þessa sýningu með svona frábæru fólki og alvöru leikurum.“ Frábært tækifæri Í fréttatilkynningu frá leik- hópnum Glennu, sem setur verkið upp, kemur fram að Dóri litli sé nokkurs konar ýkt útgáfa af Dóra DNA sjálfum 12 ára sem var á sín- um tíma stór eftir aldri, frekur en þó heillandi. Dóri segir fjölskyldutengsl við höfund verksins, sem er giftur Auði Jónsdóttur, náfrænku Dóra, meðal annars hafa leitt til þess að hann hafi fengið hlutverkið. „Tóti hefur áður skrifað bækur um Dóra litla fyrir Námsgagna- stofnun og þar er Dóri litli óþarflega líkur mér,“ segir Dóri og hann segir allar líkur á að höfundurinn hafi skrifað hlutverkið með sig í huga. „Ég tók upphaflega þátt í leiklestri á verkinu á Barnamenningarhátíð og svo þegar við fengum styrk til að setja verkið upp þá lá beint við að ég gerði þetta. Þar með má segja að langþráður draumur um hlutverk á sviði hafi ræst,“ segir Dóri sem í Út- lenska drengnum leikur sitt fyrsta stóra hlutverk á sviði. Dóri er þó alls ekki ókunnur leik- húsinu, enda er hann útskrifaður af sviðshöfundabraut Listaháskólans og hefur komið að ýmsum verk- efnum bæði á sviði og í sjónvarpi. Hann er hluti af uppistandshópnum Mið-Íslandi og hefur komið fram með honum um land allt frá árinu 2009, auk þess sem hann hefur leikið í Steindanum okkar og fleiri sjón- varpsþáttum. Þá hefur hann verið dramatúrg og aðstoðarleikstjóri í nokkrum sýningum í Þjóðleikhús- inu. „Ég hef haft mikinn áhuga á að leika og hef sótt leiklistarnámskeið hjá m.a. Þorsteini Bachmann, Magn- úsi Jónssyni og Agnari Jóni Egils- syni. Ég hef lengi verið að spá í leik- hús og langaði til að leika og því er frábært að fá þetta tækifæri núna.“ „Ógeðslega fyndið verk með biti í“ Ljósmynd/Eddi Grannskoðun Þorsteinn Bachmann í hlutverki aðstoðarskólastjórans skoðar Dóra litla, sem Halldór Halldórsson leikur, gaumgæfilega í verkinu Útlenski drengurinn sem Vigdís Jakobsdóttir leikstýrir í Tjarnarbíói.  Glenna frumsýnir Útlenska dreng- inn eftir Þórarin Leifsson í Tjarnarbíói Hljómplata með tónlistinni úr söng- leik Ívars Páls Jónssonar, Revolu- tion in the Elbow of Ragnar Agn- arsson Furniture Painter, sem sýndur var í New York í sumar, er nú fáanleg á Íslandi og er dreift af fyrirtækinu Kongó. Tónlistina samdi Ívar og hefur hún hlotið jákvæða gagnrýni almennt í Bandaríkjunum. Á plötunni eru 18 lög sem segja sögu Olnbogavíkur, lítils bæjar í líkama miðaldra húsgagnamálara, sem að öðru leyti hefur ekkert með söguna að gera. Sagan greinir frá risi og falli samfélagsins í olnboganum og örlögum íbúa bæjarins á storma- sömum tím- um, eins og því er lýst í tilkynningu. Á plötunni syngja, ásamt Ívari, Stefán Örn Gunn- laugsson, Sigríður Thorlacius, Valdimar Guð- mundsson, Ásdís Rósa Þórðardóttir, Hjalti Þorkelsson, Soffía Björg, Arnar Guðjónsson og Liam McCor- mick úr bandarísku hljómsveitinni The Family Crest. Olnbogabyltingar- diskur á Íslandi 7 BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal-H.S., MBL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 L DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 4-5-8-10:20 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 8 - 10:30 JOHN WICK Sýnd kl. 10 BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 6 - 8 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Töff, naglhörð og dúndurskemmtileg hefndarmynd sem ætti alls ekki að valda hasarunnendum vonbrigðum. -T.V. - Bíóvefurinn.is Hörku spennumynd Keanu Reeves

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.