Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 vinum og voru þeir alla tíð vel- komnir inn á heimilið. Lauga frænka hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og var oft gaman að spjalla við hana um líf- ið og tilveruna. Hún var ósér- hlífin, dugleg og ákveðin kona og kom til dyranna eins og hún var klædd, hrein og bein og sagði ávallt sína meiningu. Þar var engin sýndarmennska á ferðinni, hún kom eins fram við alla, háa sem lága. Eftir stúdentsprófið voru samskiptin ekki eins tíð en hún fylgdist grannt með mér í leik og starfi. Hún lét sér alla tíð annt um mig og mína fjölskyldu. Fyr- ir allt þetta skal nú þakkað. Guggu, Fíu, Ingu, Rögnu og fjöl- skyldum þeirra sendum við Ár- dís okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðmundur Ingi. Sest ég við sólarlag sátt er við liðinn dag. Svæfir mig, svefni værum, mjúka mildings höndin þín. (Eygló Eyjólfsdóttir) Lífsgöngu sinni lauk hún frænka mín og fóstursystir með þessum hætti, sátt og fullviss um að allt yrði í hendi Guðs. Í síð- ustu samveru okkar ræddi hún, með blöndu af gáska og djúpri alvöru, þessa niðurstöðu sína. Rifjaði líka upp gamlar minn- ingar, um horfnar stundir og horfna vini. Hún var 15 ára þegar ég fæddist í húsi foreldra hennar og alltaf síðan hef ég átt vísan stuðning hennar og væntum- þykju. Hið sama gilti um alla mína afkomendur. Hún fylgdist með og bar alltaf hag okkar fyrir brjósti. Gladdist þegar vel gekk og lagði lið á erfiðum stundum. Fyrir allt þetta þökkum við af al- hug nú við leiðarlok. Blessuð veri minning hennar. Ásta Sigurðardóttir og börn. HINSTA KVEÐJA Til ömmu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Far þú í friði. Ragnar Páll, Ásta Sigurlaug. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð blessi minningu ömmu Laugu, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurlaug Sól og Þór Elí. ✝ Viðar Breið-fjörð fæddist 15. mars 1936 á Hellissandi. Hann lést á heimili sínu, Hátúni 10 A, Reykjavík, 4. nóv- ember 2014. Fósturforeldrar: Pétur Guðbjörns- son, formaður á Hellissandi, f. 12. febrúar 1897, og kona hans, Sigríður Sýrusdótt- ir, f. 7.ágúst 1873 á Hólum, Breiðuvík. Móðir Guðrún Guð- björg Guðbjörnsdóttir, f. 15. október 1894, í Keflavík, Nes- hreppi, Snæfellsnesi, d. 10. júlí 1973. Systkini hans voru Guð- maki Vignir Halldórsson, f. 20. október 1977. Börn þeirra: Víðir Þór, f. 26. júlí 2006, Birk- ir Dagur, f. 21. júlí 2008, Krist- inn Viðar Jónasson, f. 15. ágúst 1984, maki Fjóla Helgadóttir, f. 22. apríl 1983. Börn þeirra: Kristín Helga, f. 29. janúar 2010, Karen Heiða, f. 5. október 2013, Heiða Björg Jónasdóttir, f. 25. apríl 1988, maki Geir Evert Grímsson, f. 23. ágúst 1987, Sigríður Viðarsdóttir, f. 14. febrúar 1963, maki Oddur S. Jakobsson, f. 18. mars 1961, börn: Jakob Oddsson, f. 3. júlí 1990, Viðar Oddsson, f. 15. mars 1995, Harpa Björk Viðars- dóttir, f. 9. apríl 1964, barn Sól- ey Salómonsdóttir, f. 11. júlí 1995. Viðar verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, 14. nóv- ember 2014, kl. 15. rún Hulda Val- geirsdóttir, Guð- ríður Björg Gunnarsdóttir, Lilja Hansdóttir. Fóstursystir: Mar- grét Ingimund- ardóttir. Maki: Guðríður Björg Sörladóttir, f. 9. apríl 1937, Djúpavík, Strönd- um, d. 25. júlí 2001. Þau skildu. Börn þeirra: Pétur Sigurður Viðarsson, f. 20. apríl 1959, d. 20. júlí 2003, ókvæntur. Kristín Viðarsdóttir, f. 23. maí 1960, maki Jónas Rútsson, f. 21. júlí 1958. Börn: Erla Rut Krist- ínardóttir, f. 29. apríl 1978, Elsku afi. Þó við værum ung þegar við fluttum frá Hellissandi þá munum við samt eftir heimsóknunum í Hvamminn í gamla daga þegar við fórum vestur. Man maður þá eftir skrítnustu hlutum eins og háa stóra öskubakkanum sem þú áttir sem maður ýtti niður á þegar fyllt- ist og öll askan safnaðist saman í hólknum, og viðareldhúsbekknum sem var alltaf inni í eldhúsi. Þegar maður er lítill þá tekur maður eftir skrítnustu hlutum. En þetta minnir okkur bara á þig. Þegar þú fluttir í bæinn sáum við aðeins meira af þér. Varst t.d. alltaf hjá mömmu á Þorláksmessu í skötuveislu og fannst þér það nú ekki leiðinlegt, enda fékkstu með þér afgang heim um kvöldið til þess að borða seinna. Þér þótti nú ekki leiðinlegt að tala og segja frá, og voru ófá blóts- yrðin sem fylgdu þeim mörgu sög- um sem þú kunnir. Maður var nú orðinn ansi vanur þessum tals- máta hjá þér en í eitt skiptið yfir jólamatnum þá sagði ég (Heiða) við þig hissa að maður talaði ekki svona á jólunum. Þú tónaðir nú niður orðbragðið en fannst þetta frekar skondið. Ávallt varstu fínn og snyrtileg- ur til fara, með þykkt og mikið svart hár sem varla var farið að grána þó kominn værir á efri ár. Keyptir ár hvert næluna til styrktar brjóstakrabbameins- sjúkum og voru þær orðnar ansi margar á jakkanum þínum. Þú varst nefnilega ekkert að skipta nýju út fyrir þær gömlu heldur safnaðirðu þeim bara saman á jakkanum þínum. Nú er komið að kveðjustund. Við vitum að þú ert kominn á betri stað og líður ef- laust miklu betur. Þó maður viti að allir kveðja á endanum þá er þetta alltaf jafn mikill skellur og alltaf jafn sorg- legt, en við höfum minningarnar um þig hjá okkur um ókomin ár til að brosa yfir og minnast. Öll mun- um við hittast aftur. Blessuð sé minning þín. Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég rata oft á ranga leið sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Hvíldu í friði, elsku afi. Heiða Björg og Kristinn Viðar. Viðar Breiðfjörð ✝ Jón Höskuldssonfæddist á Ból- stað í Bárðardal 7. júní 1938. Hann lést á heimili sínu Kvista- gerði 1 Akureyri 5. nóvember 2014. Hann var sonur hjónanna á Bólstað, Höskuldar Tryggva- sonar, f. 1902, d. 1986, og Guðrúnar Pálínu Jónsdóttur, f. 1904, d. 1985. Systkini Jóns eru Héðinn bóndi á Bólstað, f. 1925, d. 2013, Sigrún Aðalbjörg Höskulds- dóttir kennari á Akureyri, f. 1928, Karl Emil Höskuldsson, f. 1936, d. 1937, og Tryggvi Höskuldsson (tvíburabróðir), f. 1938, bóndi á Mýri í Bárðardal. Fanney Jónsdóttir fjöl- skylduráðgjafi, f. 1968, gift Að- algeiri Hallgrímssyni rafvirkja, f. 1963, dætur þeirra eru Hildur Ýrr, f. 1988, og Hugrún Eir, f. 1993. 4) Hjalti Jónsson málari, f. 1972, í sambúð með Rósfríði Kristínu Áslaugsdóttur viðskipta- fræðingi, f. 1979, dóttir hans er Aníta, f. 1998, dætur þeirra Dagný, f. 2006, og Rakel, f. 2008. Barnabarnabörnin eru níu. Jón var í barnaskóla í Bárð- ardal og Héraðsskólanum á Laug- um. Hann lauk námi í bifvélavirkj- un á Akureyri 1968. Vann síðan hjá Norðurverki og Vegagerðinni uns hann hóf störf hjá Fram- kvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar 1980 og vann þar til starfsloka ár- ið 2003. Útför Jóns fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 14. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 10.30. Þann 23.6. 1963 kvæntist Jón Ástu Dúnu Jakobsdóttur, f. 23.8. 1944, frá Ak- ureyri. Foreldrar hennar voru Jakob Böðvarsson brúar- smiður, f. 1916, d. 1997, og Rósa Krist- jándóttir húsfreyja, f. 1904, d. 1991. Börn Jóns og Ástu: 1) Jakob Jónsson smiður, f. 1962 , börn hans: Krist- inn Heiðar, f. 1981, Björn Már, f. 1981, Sigríður Sunna, f. 1982, og Ásta Dúna, f. 1992. 2) Höskuldur Jónsson tamningamaður, f. 1965, kvæntur Elfu Ágústsdóttur dýra- lækni, f. 1959, dætur þeirra eru Þóra, f. 1997, og Pálína, f. 2000. 3) Elsku pabbi. Nú er þessu veik- indastríði lokið sem þú hefur háð í svo langan tíma. það getur enginn, sem ekki hefur reynt að lifa með takmarkaða öndun alla daga, ímyndað sér hvernig það er, en það hefur þú gert til margra ára með ótrúlegri baráttu og lífsvilja. Upp koma minningar um þau fjöl- mörgu ferðalög og hestaferðir sem við fórum með þér. Alltaf reiðstu fyrir hópnum því þú þekktir umhverfið og leiðirnar manna best, næstum eins og leið- sögutæki nútímans. Öll höfum við heyrt frásagnir þínar frá leiðangri sem þú fórst á landsmót hesta- manna á Þingvelli 1978, þú sagðir svo lifandi frá að okkur fannst eins og við hefðum verið með í ferðinni. Minningar um hvað þú varst alltaf ánægður með fjölskyldu þína, börnin, barnabörnin og mömmu. Þú varst aldrei að spara lýsing- arorðin þegar þú sagðir þeim sem heyra vildu frá því hvað við vorum að gera og hvernig okkur gekk. Þú kenndir okkur margt sem við fór- um með út í lífið, mikilvægt var að vera duglegur, vera iðinn og bruðl var löstur. Þú varst bæði hjálp- samur og gjafmildur. Meðan þú hafðir heilsu varst þú alltaf tilbú- inn að hjálpa hvort sem það var við húsbyggingar eða við það sem þér fannst allra skemmtilegast, að taka afabörnin með í hesthúsið eða hvert sem þú varst að fara. Minningar um laugardagseftir- miðdaga þegar við vorum börn, mamma bakaði og þú sast í eld- húsinu og spilaðir á harmonikk- una og við sungum með og döns- uðum, enda kunnum við hafsjó af söngtextum og erum því gjald- geng í öllum partíum. Oft höfum við farið með öran hjartslátt um miðjar nætur upp á sjúkrahús til að kveðja þig en alltaf komstu heim aftur. Við höfum oft talað um í gríni að þú værir eins og kött- urinn, ættir níu líf en allt tekur enda að lokum. Þín verður sárt saknað en minningar um góðar stundir með þér munu lifa áfram. Þín ástkæru börn, Jakob, Höskuldur, Fanney og Hjalti. Í dag er til grafar borinn tengdafaðir minn, Jón Höskulds- son. Kynni okkar hafa varað í nær aldarfjórðung og aldrei borið skugga á. Jón var glaðsinna, fé- lagslyndur, vinnusamur, skemmtilegur og skjótur til svars. Hann var mikill fjölskyldumaður, hafði óbilandi trú á sínu fólki og sinnti því vel. Hann hafði sterkar taugar til bárðdælsku sveitarinn- ar sinnar og voru alla tíð mikil og góð samskipti við fólkið fyrir aust- an. Hestar og hestamennska var honum í blóð borin og hélt hann hesta hér á Akureyri alla tíð. Hann var afar laginn á hesti og vildi hafa hestana góða. Hann stundaði útreiðar að vetrinum, fór í göngur á Sprengisand að hausti og ferðaðist öll sumur með sínum fasta ferðahóp, gömlu grúppunni. Við Höskuldur og dætur okkar höfum notið margra stunda sam- an í kringum hestana með Jóni og Ástu, fyrstu skref stelpnanna í hestamennskunni voru á gæðing- um hans Platon og Glúmi. Ekki var hægt að fá betri hesta til þess, þægir eðaltöltarar og afi fylgdist glaður með, hvatti þær áfram og var óþreytandi við að ríða út með okkur. Öll fjölskyldan hefur ferðast mikið saman á hestum gegnum tíðina, farið margar ferðir um Þingeyjarsýslur og oft austur í Bárðardal þar sem Jón átti sína góðu bræður á Bólstað og Mýri. Ógleymanlegar stundir og oft kátt á hjalla, börn og fullorðnir saman, þeir tvíburabræður forreiðar- menn, fóru hratt og villtust nú stundum örlítið af leið. Góður mat- ur, gleði, söngur og harmonikku- spil í náttstað, ljúfar minningar. Jón veiktist af lungnasjúkdómi á besta aldri og þurfti að hætta vinnu fyrr en áætlað var. Hann átti nokkur ágæt ár áður en sjúk- dómurinn ágerðist mikið og gerði honum ófært að lifa án tengingar við súrefniskút. Það var átakan- legt að sjá þennan kvika, duglega mann verða algerlega heilsulaus- an og ófæran um að eyða efri ár- unum í það sem stóð hjarta hans næst, snúast í kringum fólkið sitt og eyða dögunum í hesthúsinu. Hans lukka var eiginkonan Ásta, hún sinnti honum af alúð og tak- markalausri þolinmæði og gerði honum kleift að búa heima uns yf- ir lauk. Fjölskylda og vinir reynd- ust honum einnig vel, að öðrum ólöstuðum er hlutur Fanneyjar og dætra hennar ómetanlegur. Jón hefur verið mér besti tengdafaðir og sannur vinur. Við höfum mikið hlegið og gantast og alltaf sam- mála um menn og málefni. Dætur mínar hefðu ekki getað átt betri afa. Hann elskaði þær og öll sín barnabörn takmarkalaust, fylgd- ist vel með öllum og var óspar á hrós og hvatningu. Allur þessi kærleikur er svo sannarlega end- urgoldinn, Jóns verður sárt sakn- að og vil ég þakka allt það góða sem okkar samvera hefur gefið, hann auðgaði líf mitt og okkar allra í fjölskyldunni. Elfa Ágústsdóttir. Mig langar að minnast Jóns tengdaföður míns í nokkrum orð- um. Efst í huga mínum er þakk- læti fyrir að hafa kynnst þessum frábæra lífsglaða manni sem leit ávallt jákvæðum augum á lífið. Jón var mikill fjölskyldumaður og var alltaf í mjög góðu sambandi við börn sín og barnabörn, hann hældi þeim á hvert reipi. Hann vildi alltaf hafa margt fólk í kring- um sig og ekki var það verra ef það væri veisla eða einhver skemmtun í gangi, það var frá- bært. Jón var vinmargur og mjög gestkvæmt hjá honum og Ástu í Kvistagerði. Einn af kostum hans var hversu ánægður hann var með allt og alla hluti. Þegar heimilis- bílnn var endurnýjaður þá var nýi bíllinn langbesti bíllinn sem þau höfðu átt; þegar þau fengu sér tjaldvagn var tjaldvagninn að sjálfsögðu frábær og ekki má gleyma hestunum sem þau áttu; þeir voru að sjálfsögðu allir frá- bærir. Ásta prjónaði fallega lopa- peysu handa Jóni á þessu ári og að sjálfsögðu líkaði Jóni vel við þessa peysu; þetta var langbesta peysan sem hann hafði átt. Þessi orð gætu virkað á einhvern eins og Jón hefði verið montinn maður en það var hann ekki, hann var lífsglaður maður sem leit jákvæðum augum á lífið og vildi hafa það skemmti- legt, honum leið best með fjöl- skyldunni sinni. Það var alveg ótrúlegt að fylgjast með því hversu vel Ásta hjúkraði og ann- aðist Jón í löngum veikindum hans og hversu gott og náið samband þeirra var. Ásta annaðist Jón alla daga hvort sem hann var á sjúkra- húsi eða heima hjá sér, hámennt- aður læknir hefði varla gert það betur. Það er með miklum söknuði sem ég kveð tengdaföður minn, en eftir standa góðar minningar um lífsglaðan mann, ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég og dætur mínar áttu með honum því hann hefur kennt okkur svo margt með jákvæðni sinni og lífsgleði og gert okkar líf skemmtilegra. Þinn tengdasonur, Aðalgeir (Alli). Jón og Tryggvi (Óni og Bibbi) tvíburabræður mömmu voru mín- ir skírnarvottar og þótti mér nokkuð til um það í uppvextinum. Ég minnist þeirra sem sannra gleðigjafa því oft var stutt í hlát- urinn. Þeir voru flottir, hreyfan- legir, ýmist að koma eða fara og sveipaðir lífsþrótti og ævin- týrablæ. Grípandi til harmonikk- unnar í hvert sinn sem tækifæri gafst og segjandi á lifandi og hressandi hátt frá hversdagsleg- ustu hlutum sem væru þeir stór- merkilegir og það urðu þeir líka eftir þessar frásagnir. Oft eitthvað tengt félagslegum hlutum og fólki. Samneytið við þá og fjölskyldur þeirra var mikið í mínum upp- vexti. Ég man svo glöggt eftir þeirra sameiginlega brúðkaupi í Bárðardal. Báðir áttu bræðurnir ásamt eiginkonum sínum hlýlegt og notalegt heimili og eignuðust hvor sín fjögur börn; falleg, vel gerð og farsæl. Vegna búsetu á Akureyri hef ég hitt Jón og Ástu mun oftar og síðustu áratugina komið í glæsilegt jólaboð til þeirra og hitt alla fjölskyldu þeirra. Mikil ástúð og samheldni einkenndi hjónabandið. Veikindi Óna tóku verulegan toll af lífsþrótti og lífs- gæðum hans. Með ótrúlegri natni, ást og umhyggjusemi, sem ekki mörgum er gefin held ég, leiddi Ásta hann í gegnum síðasta ára- tug ævinnar. Óni frændi var ein- staklega farsæll maður þrátt fyrir dapra heilsu síðustu áratugina, mikill fjölskyldumaður, vinmarg- ur, músíkalskur, glaðsinna og öll- um velviljaður. Enginn sem ekki þekkir lungnasjúkdóma af eigin raun veit hvers konar bölvaldur þetta er og fjötur um fót. Síðast þegar ég hitti Óna frænda var í af- mæli mömmu þar sem tvíburarnir voru báðir auk annarra gesta. Það var tómlegt að hafa ekki Héðin, elsta bróðurinn, með en hann kvaddi fyrir ekki svo löngu. Þótt hann væri nokkuð eldri pössuðu þeir bræður alltaf svo einstaklega vel saman og það var jafnan líf og margt spjallað þar sem þeir voru samankomnir og oftar en ekki stutt í hláturinn. Er mér sérlega minnisstæð stúdentaveisla sonar míns því þá voru þeir svo glaðir allir saman, þrátt fyrir gamla, slitna og þjáða líkamana en eins og unglömb í andanum. Mamma var ánægð og heppin með sína bræður og alltaf eitthvað fallegt á milli þeirra. Alltaf var Óni frændi með á nótunum og áhugasamur um líf og hagi okkar í fjölskyld- unni eins og mannvinir gjarnan eru. Við fjölskyldan í Brekkugötu sendum okkar hlýjustu kveðjur til Ástu og barna þeirra, barnabarna og barnabarnabarna. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir. Jón Höskuldsson  Fleiri minningargreinar um Jón Höskuldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát KNÚTS R. MAGNÚSSONAR, fv. dagskrárgerðarmanns, Kleppsvegi 2. Þökkum starfsfólki Hlíðarbæjar og líknardeildar Lsp. Kópavogi einstaka umönnun og hlýju. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Útförin fór fram í kyrrþey. . Guðrún Leósdóttir, Steinunn G. Knútsdóttir, Baldur Einarsson, Kolfinna Knútsdóttir, Sigurður Pálsson, Guðrún Helga Baldursdóttir, Kjartan Baldursson, Daníel Smári Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.