Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Guðni Th. Jó- hannesson sagn- fræðingur segir að allir þeir sem áhuga hafi á sög- unni fagni því þeg- ar bætist í heim- ildabunkann. Þetta sagði Guðni þegar Morgunblaðið leit- aði álits hans á frétt á forsíðu blaðsins í gær, um upplýsingaöflun Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, úr röðum sósíalista og kommúnista á kalda- stríðsárunum 1961-1968. „Styrmir á þakkir skildar fyrir að halda áfram að segja sögu sína. Við sagnfræðingar og raunar allir þeir sem hafa áhuga á sögunni fagna því þegar nýjar heimildir bætast í heim- ildabunkann. Nú veit ég ekki meira en það sem kemur fram í forsíðufrétt Moggans í morgun, en fréttin gefur það til kynna að í bók Styrmis sé fróðlega frásögn að finna frá tímum kalda stríðsins, þannig að nú bíðum við bara spennt eftir að bókin komi út,“ sagði Guðni. agnes@mbl.is Bíðum bara spennt  Segir Styrmi eiga þakkir skildar Guðni Th. Jóhannesson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nokkur félög í eigu fjársterkra aðila eru áberandi í uppbyggingu íbúða á þéttingarreitum í miðborg Reykja- víkur og hefur fjöldi eignar- haldsfélaga verið stofnaður um þau verk. Söluverðmæti íbúðanna hleyp- ur á tugum milljarða króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í fyrradag áform um upp- byggingu þúsunda íbúða í Reykjavík á næstu árum. Við þá kynningu komu fram ítarlegri upplýsingar en áður um þá aðila sem munu byggja upp einstaka reiti. Af því tilefni kannaði Morgunblað- ið bakgrunn þessara félaga. Fyrst má nefna að félagið Skuggi 3. ehf. stendur fyrir uppbyggingu 77 íbúða í Skuggahverfinu. Félagið er í eigu Litluvalla ehf. (50%), Ursus Ma- ritimus (25%), Péturs Stefánssonar útgerðarmanns (12,5%) og B15 (12,5%). Litluvellir eru í eigu Skuggabyggðar, sem er í eigu Krist- jáns Gunnars Ríkarðssonar, og Kep- ler ehf. sem er í eigu Hilmars Ágústssonar. Ursus Maritimus er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjár- festis en B15 er í eigu Bjargar Hildar Daðadóttur, sem er eiginkona Jak- obs Valgeirs Flosasonar útgerðar- manns. Hundruð íbúða á þrem reitum Í öðru lagi kemur Þingvangur að nokkrum verkefnanna en hann er í eigu Eignasamsteypunnar ehf. sem er í 100% eigu Pálmars Harðarsonar athafnamanns. Félagið hyggst byggja 142 íbúðir á Grandavegi, 20 íbúðir og verslanir og skrifstofur á Hljómalindarreit og 50-90 íbúðir á Brynjureit. Þá hyggur félagið á upp- byggingu á Vatnsstígsreitnum. Í þriðja lagi undirbýr félagið Blómaþing byggingu 68 íbúða á Frakkastígsreitnum. Það er í eigu Lögvits, sem er í eigu Tenor sem er í eigu Stólpa. Falur fasteignir, Mo- ment fjárfestingar og Ásvellir eiga Stólpa. Gísli Steinar Gíslason á 100% hlut í Fal og er jafnframt meðstjórn- andi í Skerjabraut ehf. sem byggir nú 23 íbúðir á Skerjabraut 1-3. Marta Þórðardóttir á félagið Mo- ment en hún er eiginkona Guðna Rafns Eiríkssonar verðbréfamiðlara. Ásvellir er í eigu hjónanna Hönnu Maríu Siggeirsdóttur og Erlendar Jónssonar. Hanna María er helst þekkt fyrir rekstur apóteka. Í fjórða lagi má nefna Lindarvatn ehf. sem hyggst byggja 19 íbúðir við Ingólfs- torg en Pétur Þór Sigurðsson, eig- inmaður Jónínu Bjartmarz, fv. ráð- herra, á félagið. Umsvifamikill lyfjafræðingur Lyfjafræðingurinn Ingi Guðjóns- son kemur á beinan og óbeinan hátt að nokkrum fasteignaverkefnum. Fyrst má nefna að hann er með- stjórnandi í Rauðsvík sem undirbýr mikla uppbyggingu á svonefndum Barónsreit, á horni Hverfisgötu og Barónsstígs. Rauðsvík er í 100% eigu Landeyjar. Hluthafaupplýsingar um það félag eru ekki til í gagnagrunni Creditinfo. Hins vegar á Arion banki 100% hlut í eignarhaldsfélaginu Landey sem er með sama heimilis- fang og Landey. Stjórnarformaður Rauðsvíkur er Þorvaldur H. Gissur- arson, framkvæmdastjóri ÞG Verks. Í annan stað keypti félagið Stakk- holt-miðbær 48 íbúðir í Stakkholti 2a. Ingi er í stjórn félagsins ásamt Jóni Á. Ágústssyni. ÞG Verk byggir Stakkholt 2-4, alls 139 íbúðir. L28 ehf. sameinar þrjár lóðir Í þriðja lagi er Ingi tengdur félag- inu L28 ehf. sem samkvæmt fund- argerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í fyrravor óskaði eftir því að lóðir við Lindargötu 28, 30 og 32 yrðu sameinaðar í eina. Á lóðinni er að rísa 20 íbúða fjölbýlishús og er Mannverk verktakinn. Íbúðirnar voru auglýstar sl. sumar en voru síð- an fjarlægðar af vef Mannverks. Ingi á fjórðungshlut í L28 ehf. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sýslumann- inum í Reykjavík er félagið Lauga- depla ehf. nú skráður eigandi hinnar sameinuðu lóðar. Það félag er í eigu Comis ehf. og Laxamýrar ehf. Síðar- nefnda félagið er í eigu Hjalta Gylfa- sonar, forstjóra Mannverks. Í kynningu borgarinnar sagði hins vegar að Skuggi 3 muni byggja íbúð- irnar á Lindargötu. Í fjórða lagi hyggst ÞG Verk byggja 245 íbúðir í Bryggjuhverfinu en framkvæmda- stjóri félagsins, Þorvaldur H. Giss- urarson, er sem fyrr segir viðskipta- félagi Inga Guðjónssonar. Þá hyggst Upphaf slhf. byggja 60 íbúðir við Hverfisgötu 96 en félagið byggir nú 20 íbúðir í Skipholti 11-13. Upphaf hefur sama heimilisfang og fjárfestingafélagið GAMMA. Lýður Þ. Þorgeirsson, hluthafi í GAMMA, er varamaður stjórnarmanns í S11- 13 ehf., dótturfélagi Upphafs. Tölvuteikning/Út Inni arkitektar Nýframkvæmdir Fyrirhugað útlit íbúða á horni Frakkastígs og Hverfisgötu má sjá á myndinni til vinstri. Á hægri myndinni má sjá Mánatúnsreitinn. Auðmenn byggja íbúðir  Efnafólk stofnar fjölda eignarhaldsfélaga um uppbyggingu í Reykjavík  Byggja hundruð íbúða á þéttingarreitum  Söluverðmætið er tugir milljarða Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að samþykkja tillögur starfshóps á veg- um mannréttindaskrifstofu Reykja- víkur um aðgerðir sem miða að því að draga úr heimilisofbeldi. Skipan starfshópsins var liður í sérstöku átaki gegn heimilisofbeldi sem unnið er í samvinnu sveitarfélaga og lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólst í tillögu borgarstjóra að til- lögur starfshópsins yrðu sam- þykktar með þeim fyrirvara að að- gerð nr. 13, sem snýr að árveknisátaki gegn heimilisofbeldi verði unnin á vegum upplýs- ingadeildar og mannréttinda- skrifstofu þegar meiri reynsla er komin á verklag og verkefnið, og þá með sérstakri fjárveitingu ef þarf. Heildarkostnaður verkefnisins nam tæpum 47 m.kr og er vísað til fjár- hagsáætlunar 2015. sgs@mbl.is Borgarráð gegn heim- ilisofbeldi Félagsmenn úr umhverfisverndar- samtökunum Landvernd voru áber- andi á kynningu Landsnets og Vega- gerðarinnar um mat á áhrifum háspennulínu og vegar á milli Norð- ur- og Suðurlands, um Sprengisand. Sá hluti gestanna var ekki kominn til að kynna sér málið, hafði mótað sín- ar skoðanir fyrirfram, að sögn Gísla Gíslasonar landslagsarkitekts sem er verkefnisstjóri mats á umhverfis- áhrifum Sprengisandslínu, og lét þær í ljós í samræðum við starfsfólk. Landvernd auglýsti opna húsið, meðal annars með útvarpsauglýs- ingum. Á Facebook-síðu samtak- anna kom fram að þarna myndu Landsnet og Vegagerðin kynna hvernig þau ætluðu að eyðileggja Sprengisand fyrir útivistar- og ferðafólki og var fólk hvatt til að fjöl- menna. Gísli áætlaði að um 100 manns hefði komið á kynninguna, litlu fleiri en komu á samskonar kynningu á Hellu á dögunum. Hann sagðist hafa búist við fleirum, miðað við þá kynningu sem atburðurinn fékk, en tók fram að alltaf væri gott að fá sem flest fólk á slíkar kynn- ingar. Fundur á Akureyri Áður hafa áformin verið kynnt á Hellu og í Ljósvetningabúð í Þing- eyjarsýslu. Síðasta kynningin verð- ur á Akureyri á þriðjudaginn í næstu viku. Frestur til að gera athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandslínu og Sprengi- sandsleiðar rennur út 20. nóvember. Gísli sagði að eftir þann tíma yrði farið yfir athugasemdir og tillagan lögð fyrir Skipulagsstofnun. Þá hæf- ist væntanlega formlegt umhverfis- matsferli. helgi@mbl.is Lýstu andstöðu við Sprengisandsleið  Landsnet og Vegagerðin ánægð með góða mætingu á kynningarfund Morgunblaðið/Golli Samtal Umhverfisverndar- og útivistarfólk lá ekki á skoðunum sínum við starfsfólk Vegagerðar og Landsnets. Í Mánatúni er verið að byggja 90 íbúðir af allt að 175 á svo- nefndum Bílanaustsreit. Mána- tún hf. er í eigu Arks ehf., sem er ásamt Tryggingamiðstöðinni stærsti hluthafinn; bæði félög með 13,9% hlut. Steinunn Jóns- dóttir, fjárfestir og meðstjórn- andi í Byko, á Ark, en faðir henn- ar er Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik. Steinunn á 2,56% hlut í MP Banka sem á 11,5% hlut í Mánatúni hf. Þá hef- ur Morgunblaðið greint frá því að félagið MýrInVest hafi keypt 31 íbúð af 68 í nýju húsi á Mýrar- götu 26. Skráðir eigendur fé- lagins eru Riverside Capital ehf. og Guðmundur Ingi Jónsson. Undantekningin frá því að fjár- festar séu í forystu einka- framkvæmda er að vinahópur bauð hæst í lóðina Tryggvagata 13, við hlið Borgarbókasafnsins, undir merkjum arkitektastof- unnar Hús og skipulag. Arcus ehf., félag sem er í eigu Þorvaldar H. Gissurarsonar, hjá ÞG Verk, bauð 355 milljónir í lóðina, 5 millj. minna en hópurinn. Setur fé í Mánatúnsíbúðir MEÐSTJÓRNANDI BYKO KEMUR AÐ BYGGINGU STÓRHÝSA Mýrargata 26 Fjárfestar keyptu 31 íbúð af 68 í þessu fjölbýlishúsi. Tölvuteikning/Kanon arkitektar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.