Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslendingar þurfa að vera reiðubúnir til þess að geta brugðist skjótt við og mælt ösku í andrúmsloftinu til að tryggja að halda megi uppi öruggum flugsamgöngum verði hér öskugos. Reynslan sýnir að reiknilíkön sem segja fyrir öskudreifingu á stórum svæðum eru ekki alltaf nógu sannspá, einkum þegar nær dregur gos- stöðvunum. Þá reynast beinar mælingar á ösku í lofti eða frá gervi- hnöttum best. Þetta kom m.a. fram á málstofu sem haldin var á vegum Verk- fræðistofnunar HÍ og tækni- og verkfræði- og raun- vísindadeildar HR 11. nóvember s.l. undir yfirskriftinni Flugmælingar á mengun frá eldgosum. Samstarfshópur um flugmælingar á gosefnum tók til starfa eftir Eyja- fjallajökulsgosið 2010. Aðalmarkmið hans er að leita leiða til að draga úr áhrifum eldgosa á flug. Samanburður á mælingum í lofti, niðurstöðum reiknilíkana og mæling- um á jörðu niðri stuðlar að því að hægt sé að koma áreiðanlegum skila- boðum til almennings um ástand mengunar frá eldgosum hverju sinni. Einnig er mikilvægt fyrir flugsam- göngur að bestu upplýsingar um magn gosösku í lofti séu fyrirliggjandi við ákvarðanir um flug. Í málstofunni greindi Jónas Elías- son, prófessor, frá rannsóknum sem gerðar hafa verið við gosstöðvarnar í Holuhrauni og úrvinnslu gagna. Gylfi Árnason, vélaverkfræðingur, fjallaði um mælitækni sem beitt er við rannsóknina og birti sýnishorn af niðurstöðum og Ólafur Rögnvaldsson veðurfræðingur fjallaði um dreifilík- an fyrir mengun. Þorgeir Pálsson, prófessor og fyrr- verandi flugmálastjóri, hélt erindi um eldgos og flugsamgöngur. Hann sagði að eldgosið í Eyjafjallajökli hefði skapað mikla umræðu um áhrif eld- gosa á flugið vegna öskunnar sem þaðan barst. Umræðan hefði leitt til þess að nú væri búið að gera umtals- verðar breytingar á alþjóðlegum reglum og viðmiðum, sem farið væri eftir í flugi á eldgosasvæðum. Eldgosið í Holuhrauni er allt ann- ars eðlis en Eyjafjallajökulsgosið. Þaðan hefur borist lítil aska en mikið af brennisteinsdíoxíði. Þorgeir kvaðst ekki vita til þess að alvarleg flugatvik hefðu orðið vegna brennisteinsmeng- unar. Dæmi eru aftur á móti um að aska hafi kæft þotuhreyfla þegar flugvélum hefur verið flogið inn í gos- mekki. Það gerðist 1982 yfir Indónes- íu og 1989 yfir Alaska. Enn eitt atvik varð á liðnu vori þegar vél á leið frá Ástralíu til Indónesíu flaug inn í gos- mökk frá nýbyrjuðu eldgosi. Ekki drapst á hreyflunum og tókst að lenda flugvélinni. Einhverjar skemmdir munu þó hafa orðið á henni. Treyst um of á reiknilíkön Þorgeir sagði að Jónas Elíasson hefði átt frumkvæði að því að farið var að mæla öskumagn frá Eyjafjallajök- ulsgosinu í andrúmsloftinu hér á landi. Notaður var lánsmælir frá Vinnueftirlitinu. Síðan hefur starfið þróast í samvinnu við erlenda háskóla sem hafa lánað mælitæki og sent hingað mælingamenn. Þorgeir sagði að í Grímsvatnagosinu 2011 hefðu öskumælingarnar skipt miklu máli við að halda Keflavíkurflugvelli opn- um meðan á gosinu stóð. „Því var spáð að mikil aska yrði yfir þessu svæði. Svo reyndist ekki vera þegar farið var að mæla. Flugmæl- ingarnar gerðu kleift að halda flug- völlunum á suðvesturhorninu að mestu opnum þótt þeir væru að vísu lokaðir í tvo daga í byrjun gossins,“ sagði Þorgeir. Hann sagði í fyrirlestrinum að ýmsar ástæður hefðu valdið því að Eyjafjallajökull kom flugheiminum jafnmikið á óvart og raun bar vitni. Búið var að taka upp nýjar aðferðir og menn treystu mjög mikið á flókin reiknilíkön til að spá dreifingu ösku. Jafnframt höfðu verið teknar upp nýjar starfsaðferðir vegna flugs við aðstæður sem myndast í eldgosum. Þorgeir sagði að margir væru þeirrar skoðunar að menn hefðu treyst um of á reiknilíkönin en ekki lagt næga áherslu á mælingar. „Það var ofmetið hve mikið var af ösku í loftinu. Eins voru viðmiðin, sem notuð voru um ytri mörkin á ösku- dreifingarsvæðinu, allt of lág. Það leið ekki nema u.þ.b. ein vika þar til þau voru hækkuð um heila stærðargráðu. Þetta varð til þess að nokkur lausn fékkst á því ástandi sem varð á fyrstu viku Eyjafjallajökulsgossins þegar flugsamgöngur í Vestur-Evrópu löm- uðust,“ sagði Þorgeir. „Ef aftur kem- ur stórt öskugos hér þá er líklegt að áhrifin á flugsamgöngur verði ekki jafn alvarleg og í Eyjafjallajökulsgos- inu.“ Mæla gosösku vegna flugsins  Samstarfshópur um flugmælingar á gosefnum tók til starfa eftir eldgosið í Eyjafjallajökli  Reiknilíkön sem segja fyrir um öskudreifingu á stórum svæðum eru ekki alltaf nógu sannspá Ljósmynd/Úr einkasafni Fljúgandi verkfræðingur Gylfi Árnason flaug fisflugvél sinni nokkrum sinnum þvert í gegnum gosmökkinn frá Holuhrauni. Um borð voru margvísleg mælitæki sem greindu efnainnihald gosstróksins og öskumagnið. Þorgeir Pálsson Gylfi Árnason, vélaverkfræðingur og áhugaflugmaður, hefur flogið nokkrum sinnum í gegnum gos- mökkinn frá Holuhrauni til að mæla efnainnihald gosstróksins. Styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) fór yfir 90.000 míkrógrömm á rúmmetra inni í stróknum um 13 km frá eld- gígnum. Gylfi og félagi hans voru báðir búnir gasgrímum. „Ég er með bakgrunn í agnadreif- ingu frá því ég tók doktorspróf í Am- eríku. Það snerist einmitt um hvern- ig smáagnir dreifast í iðustreymi. Þegar maður er áhugaflugmaður er best að eiga eitthvert erindi í loftið,“ sagði Gylfi. Hann prófaði búnað til að mæla ryk eða fíngerða ösku í lofti á liðnu vori og flaug ásamt fleirum á fisflug- vélum frá Reykjavík, yfir Bárð- arbungu, í Öskju, yfir Herðubreið- arlindir og til Húsavíkur. Mælarnir gengu til að fá bakgrunnsstyrk ryks þegar ekki var eldgos. Lítið sprungugos kom upp í Holu- hrauni 29. ágúst s.l. Gylfi flaug þá í góðu veðri allt í kringum gossprung- una og mældi ryk í lofti. Það reynd- ist vera lítið en vel mælanlegt. Flug- vél Gylfa er knúin bulluhreyfli líkt og algengt er með litlar flugvélar. Þeir eru ekki eins viðkvæmir fyrir ösku og þotuhreyflar. Hitinn í þeim er minni og bulluhreyflarnir draga minna loft í gegnum sig en þotu- hreyflar. Gylfi kvaðst ekki óttast að fljúga nálægt gosinu ryksins vegna. Yfir 90.000 míkrógrömm Eftir að Holuhraunsgosið hófst svo af fullum krafti var farið aftur á lítilli flugvél og síðar á tveggja hreyfla flugvél. Maður frá Tæknihá- skólanum í Düsseldorf, sem hefur verið í samstarfi um gosefnamæling- arnar auk háskólanna í Cambridge og Heidelberg, var þá kominn með fleiri mælitæki. Flogið var þvert í gegnum gosmökkinn og mælt. Kostnaðarsamt var að fljúga á svo stórri vél svo Gylfi ákvað að fljúga meira á litlu fisvélinni sinni með Þjóðverjann og tækin. „Það þurfti að fljúga inn í gos- strókinn. Við reyndum að velja stað svo langt frá eldfjallinu að við töld- um okkur ekki vera í neinni hættu. Við vorum með gasgrímur enda kom í ljós að inni í stróknum rákumst við á mjög mikið af SO2 eða yfir 90.000 míkrógrömm á rúmmetra,“ sagði Gylfi. Þá voru þeir um 13 km frá gígnum og um 1.000 metra frá jörðu. Hæð landsins þarna er um 750 metr- ar yfir sjávarmáli. Þessi hái styrkur brennisteins- díoxíðs varaði stutta stund eða í mesta lagi hálfa mínútu. Nefna má að fari styrkur gassins yfir 14.000 míkrógrömm á rúmmetra telst kom- ið hættuástand. Gas í þeim styrk eða meiri getur valdið alvarlegum ein- kennum í öndunarfærum sé fólk óvarið. Þeir flugu í Nýjadal og bættu bensíni á vélina áður en farin var önnur ferð í gegnum gosmökkinn. Svipaðar niðurstöður fengust úr seinni ferðinni og þeirri fyrri. 40.000 tonn á sólarhring Á grundvelli þessara mælinga hef- ur verið reiknað út að um 40.000 tonn af SO2 komi upp úr gígnum á sólarhring. Fleiri mælar bættust svo við og hafa þeir verið notaðir til að mæla m.a. styrk koltvísýrings (CO2) og vatns sem kemur upp úr gos- sprungunni. Einnig kom mælir til að mæla brennisteinsvetni (H2S), nít- uroxíð (NO) og óson (O3). Gylfi sagði að hann hefði flogið alls fimm sinnum í gegnum gos- mökkinn frá Holuhrauni í allt frá 10 til 30 kílómetra fjarlægð frá sjálfri gosstöðinni. Hann hefur einnig flog- ið til móts við gosstrókinn til að kanna hvernig samsetning hans breytist þegar fjær dregur gosstöð- inni. Það hefur hann gert t.d. uppi á Arnarvatnsheiði og víða á Suður- landi. Einnig fékkst leyfi til að mæla yfir Reykjavíkurflugvelli 10. október s.l. þegar öskumistrið var í kringum borgina. Flogið var upp úr mistrinu þar sem voru skörp skil í um 1.500 metra hæð yfir Reykjavík. Gylfi sagði að um 5-10 kg af smá- gerðri ösku kæmu á hverri sekúndu frá eldgosinu í Holuhrauni. Ösku- magnið er það lítið að það ógnar ekki flugi. Gylfi sagði að hvorki hann né félagar hans í hópi fisflugmanna hefðu séð öskuna frá Holuhrauni stíga hærra en 6.000 fet. Flaug í gegnum gosmökkinn  Gríðarlega mikil brennisteinsmengun Afsláttarsprengja afsláttur af öllum vörum fimmtudag – mánudags 20% Kringlan Sími 533 4533

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.