Morgunblaðið - 14.11.2014, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.11.2014, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 byrjar að gera sér grein fyrir að þau eru líka fólk. Furðulegt en að mörgu leyti satt. Eftir því sem ég eltist því stærri varð Jóhanna í mínum augum, mér fannst hún flottust, sterkust og jákvæðust. Ég leit upp til hennar. Ég fann að henni þótti vænt um mig og mér ekki síður um hana. Þegar ég bjó í Svíþjóð fannst mér ég tengjast henni og afa á annan hátt því þau höfðu bæði búið í Svíþjóð á einhverj- um tímapunkti í lífinu, og mig dreymdi um að láta hana lesa uppáhaldslagatextann minn, „Du måste finnas“, einhvern veginn hugsaði ég alltaf til hennar þegar ég hlustaði á þetta lag og mun sennilega gera hér eftir. Elsku frænka, það var ein sænsk bók sem mig langaði allt- af að leigja fyrir þig á hljóðbók, en hún var því miður ekki enn komin á bókasafnið síðast þegar ég gáði. Nu skal jag sjunga dig milda sånger verður því að bíða betri tíma, en þegar sá tími kemur mun ég spila hana fyrir þig alveg eins og þú spilaðir Kardimommubæinn fyrir mig. Ég er viss um að þú kemur og hlustar með mér. Þú hvíl í friði, ég mun sakna þín. Þín frænka, Hrafnhildur T. Þórarinsdóttir. Það var eins og gerst hafi í gær að ég talaði við hana Jó- hönnu í símann og eins og alltaf þegar ég hitti hana eða talaði við hana var það það fyrsta sem hún spurði mig um hvernig stelpurnar mínar Hrafnhildur og Andrea hefðu það, hvernig gengi með börnin þeirra og nefndi þau öll með nafni. Spurði mig frétta og hvatti mig áfram. Þegar barnabörnin og barna- barnabörnin hennar bar á góma, sem var ekki svo sjaldan, ljóm- aði hún af gleði og stolti, talaði oft um hvað þeim færi fram í þroska og væru dugleg. Heim- sóknir og nærvera þeirra gáfu henni mjög mikið. Jóhanna fylgdist afar vel með öllu og öllum sem í kringum hana voru. Þessi glæsilega og duglega kona var orðin 93 ára gömul en bar þess engan veginn merki, svo glæsileg var hún, lífsglöð og lifandi fyrir umhverfi sínu. En kallið var komið, hinn 5. nóvember kom símtalið frá Björgu, dóttur Jóhönnu, sem til- kynnti mér að mamma sín hefði kvatt þá um nóttina. Það fylgir því sár og tómleg tilfinning að hún sé farin. Ég sem talaði ný- verið við hana um heima og geima og hefði ekki órað fyrir því að þetta væri mitt síðasta samtal við hana. Við Björg vorum miklar vin- konur alveg frá barnsaldri og vorum mikið saman. Það var ósjaldan sem við gistum hvor hjá annarri, annaðhvort heima hjá mér í Skeiðarvoginum eða í Hófgerði þar sem hún bjó ásamt foreldrum sínum Jóhönnu, Ósk- ari og Jónínu systur sinni. Mik- ill samgangur var milli heimila okkar þar sem pabbi, bróðir Jó- hönnu, mamma, Jóhanna og Óskar voru mjög náin og alltaf kærleiksríkt samband á milli þeirra. Missir pabba er því einnig mikill. Má segja að Jóhanna hafi verið mér sem önnur móðir og þá sérstaklega þegar mamma dó fyrir rúmum fjórum árum. Kærleikurinn og væntumþykjan frá henni var mér ómetanleg. Stundum fórum við á „trúnó“ eins og krakkarnir segja og þá sagði hún svo oft við mig: „Heldur þú að ég viti það ekki Jóna mín, þú þarft ekki að segja mér það.“ Þá var það kannski eitthvað sem lá á mér í sam- bandi við lífið og tilveruna og hún vissi nákvæmlega hvað ég meinti eða vissi hvað ég ætlaði að segja. Jóhanna gekk í gegnum ým- islegt á lífsleiðinni, missti Óskar sinn snögglega fyrir 49 árum. Allt í einu var hún orðin ein með tvær dætur, en reis upp aftur, alltaf jafn tignarleg og glæsileg. Síðar kynntist hún Þorvaldi Steingrímssyni og áttu þau mörg góð ár saman. Ferðuðust mikið og fóru einu sinni til Taí- lands með mömmu og pabba fyrir mörgum árum og áttu góð- ar stundir þar saman, þar sem þeim var öllum vel til vina og Þorvaldur einstaklega prúður og góður maður eins og pabbi segir alltaf. En Þorvaldur dó fyrir tæpum fimm árum og þá var missir Jó- hönnu aftur mikill. Jóhanna varð fyrir því óláni að brotna illa fyrir tveimur ár- um og var vart hugað líf en seiglan og dugnaðurinn í henni var svo mikill að heim skyldi hún aftur. Hún frænka mín var hreint út sagt alveg ótrúleg kona, bar hún sig vel allt fram á síðasta dag. Við fjölskyldan vottum Jón- ínu, Björgu, Andrési og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð. Minning Jóhönnu mun lifa í hjörtum okkar. Jónína Gunnlaugsdóttir. Í yfir 50 ár hef ég þekkt Jó- hönnu Cortes þar sem dóttir hennar Björg og ég höfum verið bestu vinkonur í öll þessi ár. Minningarnar koma upp ein af annarri. Þær eru bjartar, gjöf- ular, góðar og hlýjar. Mér er hugstæð minningin þegar hún og Óskar Torfi, pabbi Bjargar, voru að búa sig á Sinfóníutón- leika Íslands. Fiðlan hans á borðinu. Ég litla fiðlustelpan upplifði afar sterkan ljóma stafa frá þeim. Jóhanna var mikilhæf, dugleg kona og afar listfeng. Ég bar mikla virðingu fyrir henni. Allt varð fallegt í höndum hennar og í kringum hana. Ég man eftir mörgu sem hún saumaði og bjó til sem varð að listaverkum. Fallegi hvíti og gyllti fiðluengillinn sem hún bjó til handa mér á heiðursstað í stofunni minni. Ég hef varið mörgum stundum með henni og fjölskyldunni. Frásagnarhæfi- leiki Jóhönnu var einstakur, t.d. þegar hún lýsti listviðburðum sem hún hafði sótt. Það varð oft til þess að ég keypti mér miða. Hún fylgdist vel með því sem ég tók mér fyr- ir hendur og samgladdist mér. Ég kveð Jóhönnu med söknuði. Ég votta Björgu og fjölskyld- unni allri mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Jóhönnu Cortes. Jórunn Sigurjónsdóttir. langar að segja um okkar frá- bæru tíma saman en ég held að ég þurfi það ekki því þeir eru í huga okkar beggja. Ég mun ávallt sakna þín sárt. Þinn sonur, Kristinn. Elsku afi minn, ég man vel eftir því, þegar ég var lítill, að þú sagðir mér oft sögur af sjálf- um þér þegar þú varst ungur. Ein sagan sem ég man vel eftir er þegar þú varst að reykspóla á bílnum þínum niðri á Hallær- isplaninu og slökkviliðið kom því þeir héldu að það hefði kviknað í. Ég mun aldrei gleyma síð- asta samtalinu sem við áttum. Ég sagði þér þá að mig langaði að kaupa Nóvu og þú sagðir: „Já, gerðu það.“ Elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað þar sem þú átt eftir að vaka yf- ir mér. Í grein Hebu Daggar 2.6. ’06 um afa, Kjartan J. Hallgríms- son, segir: Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.) Þinn Ásgeir Þór. Fyrstu kynni okkar af Tóta voru þegar Hildur systir kynnti hann fyrir okkur sem kærasta sinn þegar við bjuggum á Jörfa- bakkanum í Breiðholtinu árið 1970. Fljótlega kom í ljós að Tóti féll vel inn í fjölskyldu okkar. Fann hann sig vel innan um bræður hennar Hildar, sem höfðu sömu áhugamál eins og bíla, tónlist og sveitaböll. Allar helgar fóru í að vinna í bílum þar sem við vorum ofan í húdd- inu eða lágum undir bílunum að gera við eða bæta. Tóti var ann- álað snyrtimenni og báru bíl- arnir hans vott um það. Fyrir hverja helgi voru bílarnir og hann sjálfur stífbónaðir þannig að hægt væri að fara á rúntinn eða sveitaböll til að sýna sig og sjá aðra. Til eru margar skemmtilegar minningar af Tóta og okkur bræðrum þegar við vorum að skemmta okkur saman. Þar stal hann oft senunni með uppá- tækjum sínum sem oft voru ansi skrautleg. Við yngri systur Hildar litum upp til Tóta hér á yngri árum þar sem okkur þótti hann ein- staklega flottur fyrir Hildi syst- ur. Okkur fannst ekki síður vænt um hversu Tóti hafði alla tíð sýnt hversu ástfanginn hann var af Hildi og erum við systk- ini Hildar honum ævinlega þakklát fyrir það. Tóti var einnig liðtækur smiður, má þar nefna að þegar mamma og Eiki byggðu fyrsta heimilið sitt í Mosfellsbæ og seinna í Reykjafoldinni kom handlagni og dugnaður Tóta sér einstaklega vel. Í febrúar 1995 lenti Tóti í al- varlegu slysi sem breytti lífi hans til muna. Eftir slysið varð hann óvinnufær og átti erfitt með að sinna sínum bílaáhuga. En við tók að Tóti varð hinn besti afi sem barnabörn hans gátu eignast. Hann var ávallt tilbúinn að hjálpa til við að ann- ast þau. Tóti var mikill matmaður og voru þau ansi mörg matarboðin sem við áttum með fjölskyld- unni. Þar var Tóti í aðalhlut- verki þegar kom að því hvernig sósan ætti að vera svo ekki sé minnst á kornfleksterturnar sem honum þóttu einstaklega góðar. Við þökkum fyrir allar þær samverustundir sem við áttum og vottum Hildi, Ástu, Kidda og nánustu ættingjum samúð. Minning um góðan dreng mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Ársæll, Símon, Kristín og Ragnheiður. Elsku Tóti minn. Ég kveð þig nú í hinsta sinn í þeirri trú að nú njótir þú hvíldar og friðar. Far þú í friði elsku Tóti og góður guð þig geymi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Hildur, Ásta, Kristinn og börn, megi Guð styrkja ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Hugur minn og hjarta er ávallt hjá ykkur. Þín nafna, Þórunn Magnea Jónsdóttir (Tóta frænka). ✝ Eiríka KatlaDagbjarts- dóttir fæddist á Velli í Grindavík 18. júní 1920. Hún lést 4. nóvember á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni. Foreldrar voru Dagbjartur Ein- arsson, útvegs- bóndi á Velli og síðar í Ásgarði, f. 18.12. 1876 í Garðhúsum í Grindavík, d. 14. 1. 1944, og kona hans Valgerður Guð- mundsdóttir, f. 12.12. 1885 á Klöpp í Grindavík, d. 4.4. 1967. Systkin Kötlu voru: 1) Vilborg Júlía Kristín, húsfreyja í Reykjavík, f. 26.12. 1911, d. 20.1. 1988, gift Peter Wigelund, skipasmíðameistara. 2) Guðrún, húsfreyja í Grindavík, f. 24.3. 1913, d. 22.2. 1990, gift Gísla Jó- hannssyni sjómanni. 3) Margrét, f. 24.5. 1914, d. 14.1. 1999, hús- freyja í Reykjavík, gift fyrr Þórði Helgasyni bifr.stj., síðar Guðlaugi Guðmundssyni vél- stjóra. 4) Jóhanna, húsfreyja í Grindavík, f. 24.9. 1915, d., gift Óskari Gíslasyni skipstjóra. 5) inni þar til seinni heimsstyrjöld- inni lauk 1949. Hún sigldi heim eftir að skipaferðir voru leyfðar með Esjunni. Heimkomin starf- aði Katla mest við hótelstörf, en 1966 stofnaði hún Veitingahúsið Fjarkann með Árna Haralds- syni og rak til ársins 1979. Fjar- kinn var einn af fyrstu skyndi- bitastöðum Reykjavíkur, annálaður fyrir góðan mat og þjónustu. Katla giftist Valgeiri Magn- ússyni verslunarmanni 30.12. 1948 og bjuggu þau lengst af á Langholtsvegi 10. Valgeir lést 27.8. 1959. Valgeir fæddist á Fossi á Vestdalseyri við Seyð- isfjörð, sonur hjónanna Magn- úsar Sigurðssonar bónda og Hallfríðar Brandsdóttur ljós- móður. Börn Kötlu og Valgeirs eru tvö: 1) Magnús Haukur, f. 16.2. 1949, kvæntur Jóhönnu Stef- ánsdóttur 8. júní 2014. Börn Magnúsar eru a) Stefán Ragnar, f. 28.9. 1972, b) Valgeir, f. 2.12. 1980, c) Áslaug Rún, f. 16.1. 1993, og d) stjúpdóttir, Ágústa Gunnarsdóttir, f. 7.11. 1972. 2) Bryndís, f. 11.3. 1953, giftist Magnúsi Hreggviðssyni, f. 29.5. 1949 (skildu). Börn þeirra: a) Guðbjörg, f. 13.9. 1974, b) Sess- elja, f. 29.6. 1977, og c) Hregg- viður Steinar, f. 24.3. 1982. Útför Kötlu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 14. nóv- ember 2014, kl. 11. Einar Jónsson, skipstjóri í Grinda- vík, f. 24.6. 1917, d. 21.2. 1981, kvæntur Laufeyju Guð- björgu Guðjóns- dóttur. 6) Guð- mundur, vélstjóri í Grindavík, kvænt- ur Aðalheiði Jóns- dóttur, látinn. 7) Valbjört, húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 4.4. 1922, d. 17.12. 1989, gift Herbert Green. 8) Bryndís, f. 16.6. 1925, d. 24.10. 2010, gift John Von Ancken, kokki. Hálf- systir Hrefna Dagbjartsdóttir, saumakona í Reykjavík, f. 3.6. 1906, d. 1.2. 1973. Katla ólst upp á Velli í Grindavík til fimm ára aldurs, en flutti með foreldrum og systkinum í Ásgarð í Grindavík eftir að flóð eyðilagði hús fjöl- skyldunnar. Hún flutti frá Grindavík um sautján ára aldur, fyrst til Keflavíkur og stuttu síðar til Reykjavíkur og starfaði aðallega við þjónustustörf á heimilum. Útþráin leiddi Kötlu til Danmerkur og flutti hún þangað 1939 en lokaðist þar Nú er fimmtíu og fimm ára bið á enda. Já, biðin hans pabba míns eftir mömmu. Mamma vildi líka vera alveg viss að við vissum hvar hún ætti að liggja eftir að hún færi, hjá pabba, þar væri frátekið pláss fyrir hana. Mikið held ég að hún sé glöð núna þótt hún hafi kviðið lokastundinni sem allir þurfa að upplifa, því það var friðsæl og falleg ásjóna móður minnar sem mætti mér eftir að kallið kom. Það sem er eftirminnilegast við mömmu er hvað hún var ávallt vönd að virðingu sinni, mátti ekki vamm sitt vita í neinu, standa sína pligt. Enda gerði hún það alla tíð, sérstak- lega eftir að pabbi dó langt um aldur fram. Mamma byrjaði að baka smákökur til að selja í verslanir, Kötlukökurnar, sem nutu mikilla vinsælda, og aðrar ljúffengar kökur. Hún var sannkallaður listamaður á því sviði. Við rekstur Fjarkans, eins af fyrstu skyndibitastöðum landsins, lagði hún sig alla fram, enda mátti ekkert vera öðruvísi en allra best, og það var það. Ennþá hittir maður fólk sem minnist hversu ljúf- fengar samlokurnar voru og hversu hún og Árni Haralds- son, sem rak Fjarkann með henni, voru einhuga um að reka góðan og nýstárlegan veitinga- stað. Ég starfaði þar öll sumur og frídaga á unglingsárunum og fékk innsýn í skipulag og nákvæmni mömmu. Það er margs að minnast, eins og segir í sálminum, og stundum vorum við mamma ekki á einu máli. Dæmigerð ágreiningsatriði eins og að ung- lingurinn kæmi seint heim á kvöldin voru leyst á þann hátt að dyrnar að svefnherbergi mömmu voru opnar í hálfa gátt og maður varð að gera vart við sig þegar heim var komið. Hún vildi auðvitað fylgjast með. Ég tók þennan góða sið upp eftir henni, en síðar sögðu mínar dætur að þær hefðu nú ekki alltaf haft rétt við og breyttu klukkunni sér í hag, ekki var ég svona úrræðagóð. Eftir að ég hóf búskap var mamma alltaf boðin og búin að aðstoða við matarboð og ýmis viðvik og var hún vel metin af vinum mínum fyrir hjálpsemi og eftirminni- legt viðmót. Stundum gat hún verið hvöss ef henni fannst, eins og sagt er, en það var allt- af sprottið af umhyggjusemi og réttsýni. Ekki verður hægt að minn- ast mömmu án þess að tala um Gauju frænku, föðursystur mína, sem bjó alla tíð á Lang- holtsveginum, líka eftir að pabbi lést. Gauja var okkur systkinunum sem önnur amma, hún var alltaf til staðar og að- stoðaði við uppeldis- og heim- ilisstörfin. Fljótlega eftir að Gauja fór á Hrafnistu flutti mamma í Furu- gerði 7 þar sem hún kynntist ómetanlegum vinum sem fylgdu henni fram á síðasta dag. Mamma átti líka góðar frænkur og vinkonur sem héldu trausti við hana og heimsóttu á Sóltún. Á Sóltúni naut mamma góðr- ar og hlýrrar umönnunar síð- ustu árin sín og veit ég að starfsfólkið minnist hennar sem sjálfstæðrar, skemmtilegrar og stoltrar konu. Þökkum við fjöl- skyldan þann kærleik sem hún naut þar. Nú kveðjum við börnin mín og barnabörn elsku mömmu og ömmu sína og við söknum hennar öll. Bryndís. Í Garðhúsum í Grindavík fæddist Dagbjartur Einarsson árið 1876. Ungur lærði hann sjósókn af föður sínum og gerð- ist mikill sjósóknari og afla- maður, en Einar bróðir hans varð kunnur kaupmaður í Grindavík. Árið 1911 kvæntist Dag- bjartur Valgerði Guðmunds- dóttur frá Klöpp í Grindavík og reistu þau bú á Velli í Járn- gerðarstaðahverfi og bjuggu þar til ársins 1926, en árið 1925 urðu mikil flóð af sjávargangi í Grindavík og fóru mörg hús að hálfu í kaf en önnur flutu af grunni. Flutti Dagbjartur því heimili sitt á hærri og öruggari stað og byggði þar húsið Ás- garð, þar sem hann bjó til ævi- loka. Dagbjartur eignaðist tíu börn, tvo syni og átta dætur. Ásgarðssystkin voru samheldin og bjuggu mörg þeirra áfram í Grindavík, en önnur sem ílent- ust annars staðar héldu ávallt mikil tengsl við æskustöðvarn- ar. Nú hafa allar Ásgarðssystur kvatt hið jarðneska líf. Nú síð- ast Katla sem komin var á ní- tugasta og fimmta aldursár. Katla fæddist á Velli í Grindavík 18. júní 1920 og var því aðeins átján ára er hún sté um borð í Dronning Alexandr- ine í Reykjavíkurhöfn 17. apríl 1939. Ferðinni var heitið til „kóngsins Kaupinhávn“ til að freista gæfunnar, fræðast og vinna. Þar varð hún svo inn- lyksa öll stríðsárin, en notaði vel tímann og vann á veitinga- stöðum og aflaði sér þekkingar í matreiðslu. Við systur vorum aðeins ell- efu og níu ára þegar Katla frænka fór til Danmerkur. Þeg- ar hún sneri aftur sex árum síðar vorum við mjög feimnar við þessa glæsilegu dömu. Það var nú ástæðulaust því hún tók þessum frænkum sínum eins og við værum yngri systur hennar. Tíminn leið og hún kynntist svo Valgeiri Magnússyni versl- unarmanni og gengu þau í hjónaband 30. desember 1948 og stofnuðu heimili á Lang- holtsvegi 8. Svo skemmtilega vildi til að elstu börn okkar allra fæddust öll árið 1949, Magnús, Hrefna og Bobba. Mikill samgangur var alla tíð á milli fjölskyldnanna og þegar börnin fermdust öll þrjú sama daginn var haldin sameiginleg veisla fyrir þau. Ekki má gleyma veislunum hjá þeim á jóladag, sem varð snemma að hefð og var okkur öllum mikils virði. Katla missti mann sinn langt fyrir aldur fram. Hún stóð því ein uppi og þurfti að bjarga sér og það tókst henni afburða vel og var umsvifamikill veitinga- maður um langt árabil. Katla var afar glæsileg og tíguleg kona, sem vissi ávallt hve tískunni leið. Hún var fé- lagslynd og frændrækin og lét sig aldrei vanta ef fagna skyldi í fjölskyldunni og var þá jafnan stutt í hláturinn. Margar skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til Kötlu og þeirra Ásgarðs- systra. Mikið var spilað og um margt spjallað í reykmettuðum herbergjum þegar þær systur hittust. Þó svo að heimsborgarinn Katla hafi ekki sótt slíka fundi til að reykja, sem hún kunni aldrei, var hún mikil félagsvera og lét sig ekki vanta ef hún gat, og hélt ávallt tryggð við hópinn sinn. Þær verma minningarnar um Kötlu frænku og munum við ávallt standa í þakkarskuld fyr- ir ræktarsemi hennar og allan hlýhug gegnum árin. Blessuð sé minning hennar. Erla Wigelund og Svala Wigelund. Katla Dagbjartsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.