Morgunblaðið - 14.11.2014, Side 23

Morgunblaðið - 14.11.2014, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Álftaheldur ís Þótt flestar íslenskar álftir hafi vetursetu á Bretlandseyjum kjósa sumar að vera um kyrrt á Íslandi og á Reykjavíkurtjörn eru venjulega nokkrir tugir álfta á veturna. Ómar Við bankahrunið 2008 losnaði um margt ungt og hæfileikaríkt fólk sem unnið hafði í fjármálafyrirtækjum. Fyrir marga voru það einfaldlega bestu laun í boði sem löðuðu fólk til bankanna, en einnig mikið atvinnuöryggi – að því er talið var á þeim tíma. Nokkrir þessara einstaklinga hafa síðan stofnað eigin fyrirtæki eða gengið til liðs við sprotafyr- irtæki. Þannig nýtir fólk frum- kvöðulskraft sinn og þekkingu til nýsköpunar og mikilvægrar verð- mætasköpunar. Framtíðin á þessu sviði skiptir þjóð okkar miklu. Hugvitið næsta stórvirkjun Ungt og vel menntað fólk sem býr yfir hugviti og verkviti er helsta auðlind þjóðarinnar. Sumir telja jafnvel að hugvitið verði næsta stór- virkjun landsins. Þessi auðlind er, enn sem komið er, vannýtt og kom- inn tími til að virkja hana betur. Munum bara að hafa siðvitið í bland til að útkoman verði góð og farsæl. Við Íslendingar erum mjög hug- myndarík og skapandi þjóð. E.t.v. er það hið mikla frelsi á flestum svið- um sem örvar okkur. Þeir sem gagnrýna menntakerfið segja samt sumir að skólarnir fari illa með sköpunarkraft nemenda og steypi alla í sama mót. Það kann að vera eitthvað til í því. Einnig heyrist að agaleysi og lítil staðfesta séu líklegri skýringar á að okkur verði oft lítið úr verki og náum ekki settu marki. Auðvitað skiptir agi miklu máli. Það er þó mín skoðun að ef venjulegt barn getur ekki lært með þeim kennsluað- ferðum sem beitt er, þurfi oftast kennarinn að læra aðrar kennslu- aðferðir – leitast við að kenna þannig að nem- andinn læri. Með góðri og gagn- legri menntun búum við okkur undir lífið, að standa á eigin fótum fjárhagslega og helst viljum við geta unnið vel launuð störf sem veita okkur lífsfyllingu. Við kjósum að fá tækifæri til vaxtar og þroska í störfum okkar, og að auki vonum við og viljum að líkami okkar og heilsa endist vel fram á efri ár. Lífaldur fólks er jú stöðugt að lengjast. Hvers konar atvinnulíf býður upp á slík lífsgæði og lífskjör? Þeirri spurningu er ekki auðsvarað og raunar ekki víst að til sé uppskrift að slíku atvinnulífi. Eitt er þó víst, að tækniþekking og hagnýting hennar er mikilvæg forsenda bættra lífskjara. Þegar menntun fólks á Ís- landi er borin saman við önnur Evr- ópulönd kemur í ljós að mun færri útskrifast með tæknimenntun hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Þetta höfum við vitað nokkuð lengi en ekki tekist að breyta. Í mennta- stefnu núverandi ríkisstjórnar kem- ur fram skýr vilji til að efla raunvís- inda- og tæknimenntun í skólum. Hvítbók menntamálaráðherra, Ill- uga Gunnarssonar, er ítarleg um- fjöllun um markmið og aðgerðir sem miða að þessu. Stefna Vísinda- og tækniráðs og þau fjárlög sem nú eru til umræðu á Alþingi sýna að rík- isstjórninni er alvara með að auka nýsköpun og efla tæknigreinar. Þetta vekur vonir. Nýsköpun er boðorð dagsins, því þannig sækjum við fram. Hún er mikilvæg í öllum fyrirtækjum og alls staðar í samfélaginu. Í eðli sínu er hún mismunandi eftir því hvort um algert frumkvöðlastarf er að ræða eða framþróun og endurbætur hjá aðilum sem þegar standa traust- um fótum. Það getur verið mikill munur á því hve mikla áhættu ein- staklingar taka með sitt daglega líf og ævisparnað í nýsköpun – en þar er áhætta frumkvöðlanna oft mest. Áhættan og hugrekkið Mikið hugrekki þarf til að stofna fyrirtæki og stunda vöruþróun af einhverju tagi. Algengt er að það taki 10 ár að ná svo langt í tækni- legri vöruþróun að hægt sé að setja vöruna á markað, hvort sem hún er áþreifanleg eða í rafrænu formi. Það sér hver heilvita maður að enginn getur starfað launalaust árum sam- an, eða boðið fjölskyldu sinni upp á slíkt harðræði og streð. Vegna þess hve mikilvægt er fyrir hvert sam- félag að eiga hugrakkt og bjartsýnt fólk, sem er tilbúið að taka áhættu í lífi sínu, velja stjórnvöld þróaðra samfélaga því að byggja upp stoð- kerfi fyrir frumkvöðlastarf. Stoð- kerfi sem ætlað er að aðstoða frum- kvöðla á ýmsa vegu, m.a. við fjármögnun og alþjóðlegt markaðs- starf. Því mynda opinberir aðilar svonefnda samkeppnissjóði sem ætl- að er að styrkja bestu verkefnin á hverjum tíma. Þannig er samhliða hvatningu til dáða stuðlað að því að áhætta einstaklinga og fyrirtækja haldist í sem mestu hófi. Á Íslandi eigum við einn slíkan sjóð, Tækniþróunarsjóð. Ríkis- stjórnin hefur nú tekið ákvörðun um að efla sjóðinn á næstu árum til að geta stutt betur við frumkvöðla í nýsköpunarfyrirtækjum. Öllum er frjálst að sækja um fjárstyrk til ný- sköpunarverkefna en það eru þó að- eins bestu verkefnishugmyndirnar sem hljóta styrk, allt að 15 m.kr. að hámarki árlega í þrjú ár. Þetta eru ekki mjög háar fjárhæðir. En þær geta skipt öllu fyrir unga frum- kvöðla og fyrirtæki þeirra. Starfi frumkvöðulsins fylgir sem fyrr segir oft veruleg persónuleg áhætta. Þau fjármögnunarlíkön sem mest eru notuð byggjast ennþá á starfsvenjum áhættufjárfesta í Bandaríkjunum fyrir hrun fjár- málakerfisins 2008. Það hefur tíðk- ast að áhættufjárfestar komi inn í sprotafyrirtæki með fjármagn og fái fyrir það forgangshluti í fyrirtækj- unum. Best er fyrir frumkvöðulinn að fjárfestirinn þekki vel til tækn- innar eða iðngreinarinnar sem fjár- fest er í – og að hann setjist í stjórn fyrirtækisins. Ef vel tekst til verður fjárfestirinn öflugur bakhjarl frum- kvöðulsins, færir meira en féð inn í starfsemina. Til mikils að vinna Hlutverk fjárfestis í sprota- fyrirtæki verður þannig afar þýð- ingarmikið. Hann nýtir tengsl sín og sambönd, ekki síst á erlendum mörkuðum, til að greiða götu fyr- irtækisins. Skuggahlið þessa viðskiptasambands er sú að oft gera fjárfestar kröfu til að njóta meiri réttinda en frumkvöðullinn og tryggja sinn hlut betur, t.d. með kröfu um forgangssölu á sínum hlut. Afar mikilvægt er að traust ríki milli aðila og fjárfestirinn sýni frum- kvöðlinum sanngirni. Það hefur komið fyrir mörg sprotafyrirtæki að taka inn, vegna brýnnar nauðsynjar, fjárfesta sem síðan taka að vinna gegn frumkvöðlunum og er slíkt til vansa. Best er fyrir frumkvöðulinn að fjárfestirinn fjárfesti til lengri tíma, leggi fram það sem kallað er „þol- inmótt fjármagn“. Markmiðið er oft- ar en ekki að koma fyrirtæki á markað eða sameina það öðru góðu fyrirtæki, hraða vexti og ná fram enn meiri slagkrafti. Góðan árangur slíks samstarfs frumkvöðla og fjár- festa eigum við í fyrirtækjum eins og Marel, Össuri, Actavis, CCP, Marorku, ORF-líftækni og nú síðast Meniga, Primex og Plain Vanilla – svo nokkur dæmi sé nefnd. Fyr- irtækið DataMarket, sem virkjað hefur íslenskt hugvit og var nýlega selt erlendum aðilum, er nýjasta dæmið um þá verðmætasköpun og árangur sem íslenskir frumkvöðlar geta náð. Ef vel tekst til um menntun og áræði komandi kynslóða – og við náum að efla frumkvöðulinn í ungu fólki, þá getum við horft bjartsýn til framtíðarinnar. Aldrei verður til nein ein rétt uppskrift að árangurs- ríkri nýsköpun – og það er í raun gott því sjálfur sköpunarmátturinn verður að fá að þróast ófjötraður. Við ættum þó ávallt að reyna að gera okkur grein fyrir hvaða þróun á sér stað í heiminum og um leið hvaða gildi eru eftirsóknarverð. Til að nýta tækifærin þurfum við fleiri frumkvöðla, konur og karla. Með frumkvöðlastarfi tökum við þátt í að gera Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki á komandi árum – betra land til búsetu. Eftir Svönu Helen Björnsdóttur »Við Íslendingar erum mjög hugmyndarík og skapandi þjóð. Svana Helen Björnsdóttir Höfundur er verkfræðingur, stofnandi Stika og fv. formaður Samtaka sprotafyrirtækja og Samtaka iðnaðarins. Við þurfum fleiri frumkvöðla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.