Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 VIÐTAL Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Ég hef verið að þróa efni sem ég kalla „Lærum og leikum með hljóðin“ í árafjölda og hefur þróast í starfi með börnum og fjölskyldum á Ís- landi. Um er að ræða aðferð sem sér- staklega er sett fram þannig að auð- velt er fyrir foreldra og fagfólk að hjálpa öllum börnum að ná réttum framburði og undirbúa rétta þætti fyrir læsi. Auk kennslubókaefnis er búið að setja efnið í smáforrit og verið er að kynna námsefnið erlendis með aðstoð bandarískra talmeinafræð- inga,“ segir talmeinafræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir en hún er á leið til Bandaríkjanna til að taka þátt í árlegri ráðstefnu heyrnar- og tal- meinafræðinga í Bandaríkjunum. Þar mun hún að auki kynna rannsókn á árangri þess að nota aðferðafræði „Lærum og leikum með hljóðin“ sem sýndi að börn sem nýta þessa aðferð í upphafi lestrarnámsins geta skilað árangri talsvert umfram hefðbundari kennsluaðferðir. Góður árangur Þetta eru niðurstöður mælinga sem fram fóru á öllum 1. bekkjar nemendum í fjórum skólum undir Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar árið 2012-13 og var úrvinnslu að ljúka. Rannsóknin er hluti af sér- stöku átaki sem Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar stóð fyrir, m.a. til að jafna stöðu allra nemenda í sveitarfé- laginu gagnvart læsi og náms- framvindu síðar meir. Átakið var sér- staklega sett upp fyrir hóp nemenda sem voru í áhættu gagnvart lestr- arörðugleikum í upphafi skólagöngu. Mælingar leiddu í ljós að þegar markvisst var unnið með hljóða- vitund, umskráningu bókstafs og hljóða, réttan framburð, hljóðgrein- ingu og aðra hljóðkerfisþætti eftir þjálfunaraðferðinni „Lærum og leik- um með hljóðin“, í stað þess að nota eingöngu hefðbundna stafainnlögn, skilaði hópurinn sem stóð höllum fæti í upphafi markvert betri árangri en samanburðarhóparnir sem komu mun betur undirbúnir í fyrsta bekk skv. stöðluðu prófi, „Leið til læsis“, sem var lagt fyrir alla nemendur. Í prófun á hópunum sex mánuðum síð- ar náði hópurinn sem stóð höllum fæti í upphafi marktækt betri árangri en allir viðmiðunarhóparnir þrír í stöðluðu eftirfylgniprófi. Umrædd aðferð nýtir m.a. sam- nefnt íslensk smáforrit sem styður aðferðina og gerir þjálfunina áhuga- verðari og meira spennandi fyrir börnin. Nú er verið að gefa út fleiri smáforrit sem leggja enn meiri áherslu á læsi fyrir öll börn; Froska- leikina sem hafa m.a. verið forpróf- aðir af nemendum í leik- og grunn- skólum í Reykjanesbæ. Íslenski markaðurinn lítill „Fyrsta forritið kom út í fyrra. Ís- lenski markaðurinn er hinsvegar mjög lítill og ber ekki uppi þann þró- unarkostnað sem liggur að baki svo vönduðu verkefni svo ég freistaði þess, meðal annars fyrir hvatningu erlendra samstarfsaðila, að setja efn- ið líka í enska útgáfu, sem ber nú nafnið Kids Sound Lab. Það er gam- an að segja frá því að Apple er að gefa núna út á App Store Froskaleik- ina svokölluðu sem taka einnig á þáttum sem undirbúa læsi. Þessi for- rit vinna mjög vel saman. Þar erum við að tala um þrjá leiki fyrir barna- fjölskyldur þar sem hægt er að æfa og leika með stigvaxandi þyngd hljóða. Svo verður sérstök skóla- útgáfa,“ segir hún. „Það er mikil þörf á svona forritum hér á landi. Það eru engin önnur ís- lensk smáforrit sem kenna hljóðin eða læsi með þann bakgrunn sem tal- meinafræðiþekkingin hefur upp á að bjóða. Þetta er nýsköpunar- og frum- kvöðlaverkefni hvað það varðar,“ segir Bryndís ennfremur. Fær þakkir daglega Bryndís hefur verið í samstarfi við erlenda fræðimenn, sem eru leiðandi sérfræðingar í heiminum á sviði hljóðkerfisvitundar að hennar sögn, og því sé meðal annars vel hugað að öllum þáttum aðferðafræðinnar. „Það er mjög hvetjandi að fá daglega þakkir frá foreldrum og kennurum sem ná góðum árangri með smáfor- ritið og „Lærum og leikum með hljóðin“. Ég hef sjálf gert eftirfylgni- athuganir á mínum skjólstæðingum og veit að skipulögð og stigvaxandi vinna með hljóð á réttan hátt und- irbýr alla nauðsynlega þætti fyrir læsi um leið. Góðu fréttirnar koma alls staðar að og nú nýlega fékk ég einstaklega góðar fréttir frá foreldrum drengs sem ég vann mjög náið með í mark- vissri heyrnar- og talþjálfun eftir að- ferðafræði „Lærum og leikum með hljóðin“ í samstarfi við foreldra, leik- skólann Sólborg og HTÍ,“ segir Bryndís og bætir við: „Ég skynja það alltaf sterkar og sterkar hversu mikilvægt það er í þessum tæknisamfélögum sem við og börnin okkar erum að stíga inn í, að við bjóðum upp á gott íslenskt efni sem byggist á faglegum grunni. Þar er ég að leggja mitt lóð á vogaskál- arnar.“ Talmeinafræði komin í útrás  Kennsluefni og aðferðir Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings vekja athygli erlendis  Stórbætir árangur nemenda í framburði og lestri  Smáforrit Bryndísar gefið út á App Store Morgunblaðið/Styrmir Kári Kennsluefni Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur (t.h.), ásamt dóttur sinni Védísi Hervöru Árnadóttur, við námsefni sem hjálpar börnum með framburð og lestur. Kennsluefni Bryndísar er farið að vekja athygli erlendis. „Það er ein- staklega ánægjulegt að hér sé bú- ið að þróa svo sterka aðferð sem styður alla grunnþætti sem vinna þarf með til að stuðla að læsi,“ segir Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri í Reykjanesbæ, um kennsluefni Bryndísar tal- meinafræðings. „Hér hafa yngri stigin náð eftirtektarverðum árangri, m.a. í íslensku. Við höfum sett okkur skýra framtíðarsýn og vinnum markvisst að henni. Við leitum allra leiða til að skapa öllum börnum jöfn tækifæri. Öflugir leikskólar og góðar samþættar kennsluaðferðir skila ótvírætt þessum árangri.“ Styður alla grunnþætti FRÆÐSLUSTJÓRI Gylfi Jón Gylfason Forrit Skjámyndir af Froska- leiknum svonefnda sem Apple er að gefa út á Apple Store. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rauði krossinn á Íslandi undirbýr átaksverkefni til að „sporna gegn vaxandi fordómum gegn innflytjend- um í íslensku samfélagi“. Ætlunin er að ýta verkefnunum úr vör á nýju ári. Hundruð sjálfboðaliða og starfs- manna Rauða krossins munu koma að þessu starfi um allt land. Taki í taumana Nína Helgadóttir, verkefnisstjóri fyrir málsvarastarf innanlands hjá Rauða krossinum, segir aðspurð mikilvægt að taka í taumana til að Ís- land falli ekki „í sama pytt“ og mörg nágrannalönd okkar í innflytjenda- málum. Fyrsta kynslóð innflytjenda láti ýmislegt yfir sig ganga. Nú sé hins vegar önnur kynslóð að vaxa úr grasi sem geri meiri kröfur. Láta sér þetta ekki lynda „Fyrsta kynslóðin rís ekki upp þótt henni líki ekki fordómarnir. Henni líður illa undan þeim. En önn- ur og þriðja kynslóðin mun ekki láta sér þetta lynda. Ef við bætum ekki úr og verðum með skýrari stefnu- mótun um það hvers konar fjölmenn- ingarsamfélagi við viljum lifa í og hvað við ætlum að gera til að koma til móts við það fólk sem velur að koma hingað – og auðga þar með okkar samfélag – getum við lent í sama pytti og lönd í kringum okkur sem hafa miklu lengri sögu af innflytj- endum. Það er gullið tækifæri núna.“ – Hvernig verður átaksverkefnið? „Við ætlum að auka málsvara- störf, þróa ný og bæta núverandi félagsleg verkefni sem mæta þörf- um þessara hópa. Með málsvara- störfum er átt við að við ætlum að tala máli þessara hópa og vekja um leið athygli almennings og stjórn- valda á högum innflytjenda. Það skiptir miklu máli að þessi verkefni séu unnin í samráði við þá sem málið varðar. Þá munum við hvetja stjórn- völd til að bæta stefnumótun og laga- umhverfi í því sem snýr að innflytj- endum, þannig að þeim sé ekki mismunað.“ – Hvernig er þeim mismunað? „Það er mjög víða. Innflytjendur fá miklu síður vinnu þótt þeir séu jafnhæfir Íslendingum. Þeir fá síður leigt húsnæði og þurfa jafnvel að borga tryggingar fyrirfram sem þeir fá kannski ekki einu sinni til baka, þegar þeir yfirgefa húsnæðið.“ Fordómar á vinnustöðum „Síðan eru margir sem ekki tala íslensku. Það er ekki sjálfgefið að túlkar séu til staðar og stundum verða börnin að túlka fyrir foreldra sína. Þannig að þeir verða fyrir mis- munun á ýmsan hátt. Ýmsar sam- bærilegar rannsóknir, sem styðja við könnun okkar, leiða m.a. í ljós for- dóma á vinnumarkaði, að innflytj- endur finni fyrir mestum fordómum á vinnustöðum sínum.“ Óttast andúð á innflytjendum  Verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum varar við að Ísland falli í „sama pytt“ og hinar Norðurlandaþjóðirnar  Önnur kynslóð innflytjenda sætti sig ekki við fordóma  Rauði krossinn undirbýr átak gegn fordómum Nína Helgadóttir Spurð um þau ummæli Árna Páls Árnasonar, form. Samfylk- ingar, nýverið að hingað flytjist „útlendingar með litla skóla- göngu“ en að Íslendingar með „meiri menntun“ flytji burt seg- ir Nína að „allir sem hér búa leggi sitt af mörkum, hvort sem það er hámenntað fólk eða fólk með grunnmenntun“. „Það eru allir jafn mikilvægir.“ „Allir jafn mikilvægir“ UMDEILD UMMÆLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.