Morgunblaðið - 14.11.2014, Page 14

Morgunblaðið - 14.11.2014, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta hefur verið ótrúleg upplifun,“ segir Steve Leifson, bæjarstjóri í „Ís- lendingabænum“ Spanish Fork í Ut- ah í Bandaríkjunum, eftir við- burðaríka viku á Íslandi. Þekkingarsetur Vestmannaeyja bauð Steve Leifson til Íslands til þess að kynna hátíðarhöldin í Spanish Fork að ári í tilefni þess að þá verða 160 ár frá því Íslendingar settust fyrst að í Utah. Í þessari fyrstu heim- sókn til Íslands hitti hann ráðamenn, m.a. forseta Íslands, og heimsótti staði þar sem forfeður hans bjuggu. „Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, sýndi mér hvernig á að spranga og hann er góður í því en ég lét það vera að reyna. Þakkaði honum samt fyrir að bjóða mér,“ segir Steve Leifson. Íslensku dagarnir mikilvægir Vesturheimsferðir Íslendinga hóf- ust þegar fyrstu Íslendingarnir lögðu af stað frá Íslandi til Spanish Fork 1854 og komu á áfangastað um ári síðar. Þetta voru hjónin Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og Helga Jónsdóttir, vinkona þeirra úr Landeyjum. Síðan hefur upprun- anum verið vel við haldið í bænum, þar sem nú búa um 39.000 manns. „Íbúarnir í Spanish Fork eru af misjöfnum uppruna og íslenska arf- leifðin lifir góðu lífi,“ segir bæj- arstjórinn. „Ég ólst upp sem Íslend- ingur í íslensku umhverfi og fólk af íslenskum uppruna er enn áberandi í norðurbænum. Það er þarna eins og annars staðar í íslensku umhverfi – hittirðu annan Íslending endist vin- áttan alla tíð.“ Í þessu sambandi bendir hann á mikilvægi íslensku hátíðarhaldanna sem hafa verið árlegur viðburður síð- an 1897 og verða næst í september 2015. „Íslensku dagarnir eru eft- irminnilegir og þeir styrkja tengslin. Ég lærði sem barn að vera hreykinn af íslenska upprunanum og vel fer á því að minnast hans árlega með ís- lensku dögunum.“ Íslenska félagið í Utah, IAU, held- ur úti öflugri starfsemi og skipulegg- ur meðal annars íslensku dagana. Kirkjugarðurinn í Spanish Fork skartar íslenskum fánum á hátíð- arstundum, nýtt minnismerki um ís- lensku landnemana í Spanish Fork var afhjúpað á 150 ára afmælinu 2005 og íslenska ættfræðisafnið í bænum er einstakt í sinni röð, jafnvel stærra en ættfræðisafnið í Salt Lake City. Steve Leifson segir að safnið sé í raun sprungið og hann hafi hug á að finna stað fyrir nýtt íslenskt safn í bænum. „Mig langar til þess að reisa safn í Spanish Fork og tileinka það íslensku landnemunum,“ segir hann. „Langafi minn bjó til sín eigin verkfæri og mörg þeirra eru enn til. Saga Íslend- inganna í Utah er merkileg og vel færi á því að hafa hana aðgengilega með Safni dætra landnema í Utah, sem er líka sprungið, undir einu þaki í Spanish Fork.“ Smíðar og stjórnmál Steve Leifson hefur verið bæj- arstjóri síðan í ársbyrjun eftir að hafa verið í bæjarstjórn í tvö kjörtímabil eða átta ár. Hann segir að hann sé ekki aðeins Íslendingur kominn af landnámsmönnum – „langamma mín í 26. lið var gift bróður Leifs Eiríks- sonar“ – heldur sé hann lærður smið- ur rétt eins og faðir hans hafi verið, afi og langafi. Og jafnvel fleiri í bein- an karllegg. „Smiðir eru algengir í ís- lenska samfélaginu í Utah og í minni fjölskyldu hafa fimm ættliðir unnið við eina byggingu í Aðalstræti í Span- ish Fork,“ segir hann hreykinn. Mormónar settust fyrst að í Span- ish Fork í Utah-sýslu 1851. Bænda- samfélagið hefur þróast og tækniiðn- aðurinn þar hefur eflst mikið. Steve Leifson segir að miklar bygginga- framkvæmdir hafi verið í ár og verði jafnvel enn meiri á næstu tveimur ár- um. „Uppgangurinn er mikill á mörg- um sviðum og ekki síst í heilsugeir- anum.“ Mikilvæg tengsl við Eyjar Árið 2000 var afhjúpaður minn- isvarði við Mormónapoll í Vest- mannaeyjum til heiðurs 410 Íslend- ingum og þar af um 200 frá Vestmannaeyjum, sem fluttu til Utah 1854-1914. Steve Leifson skoðaði minnismerkið í ferð sinni nú. „Þar drakk ég í mig andann og það hafði mikil áhrif, enda er ég mormóni.“ Hann bætir við að það hafi verið sér- stök upplifun að sjá hvar Sigurður Þorleifsson (síðar Sigurður Thor Leifson), langafi hans, og Hjálm- fríður Hjálmarsdóttir (Freda), langamma hans, bjuggu áður en þau fluttu til Spanish Fork. „Það var stutt á milli heimila þeirra og ég velti því fyrir mér hvort þau hafi þekkt hvort annað, þegar þau bjuggu í Vest- mannaeyjum, því þau hittust síðar í Spanish Fork og gengu þar í hjóna- band.“ Steve Leifson flutti erindi í Vest- mannaeyjum þar sem hann greindi frá því hvernig það hefði verið að alast upp sem Íslendingur í Spanish Fork. Áður heimsótti hann Núp undir Eyjafjöllum, bæ forfeðra sinna. „Mér leið eins og ég væri kominn heim,“ segir hann. Bæjarstjórarnir undirrituðu vina- bæjasamning milli Vestmannaeyja og Spanish Fork til að árétta mikilvægi samstarfsins og efla það. „Þá sagði Elliði mér að við værum skyldir og ég svaraði að bragði: „Það hlaut að vera! Það er ástæða þess að ég kann svo vel við þig“. En málið er að ég elska Ís- land og fólkið sem ég hef hitt. Allir hafa verið mjög vingjarnlegir. Engu máli skiptir hverrar trúar fólk er eða hvað það starfar við. Aðalatriðið er að ef þú ert Íslendingur ertu alltaf Ís- lendingur.“ Upplifunin eins og að koma heim  Steve Leifson, bæjarstjóri í „Íslendingabænum“ Spanish Fork í Utah í Bandaríkjunum, í fyrsta sinn á Íslandi  Vill reisa nýtt íslenskt safn í Spanish Fork  Undirritaði samstarfssamning Morgunblaðið/Ómar Mormónar í Reykjavík Steve Leifson, bæjarstjóri í Spanish Fork, og Fred Woods, prófessor við BYU. Fred Woods, prófessor við Brigham Young-háskólann í Ut- ah, hefur í samvinnu við BYU, Íslendingafélagið í Utah og bæjaryfirvöld í Spanish Fork skipulagt ráðstefnu í BYU, m.a. með þátttöku Íslendinga, í september 2015 til að minnast þess að þá verða 160 ár frá flutningi Íslendinga til Utah. Kynntar verða niðurstöður fimm ára rannsóknar sam- starfsverkefnis BYU og Þekk- ingarseturs Vestmannaeyja um afdrif frumherjanna 400, sem fluttu til Utah. Bændaferðir í samvinnu við Þjóðræknisfélag Íslendinga efna til hópferðar á hátíðina. Ráðstefna og skemmtun AFMÆLISHÁTÍÐIN 2015 Samtök sykursjúkra hafa um árabil haldið hátíðlegan alþjóðadag syk- ursjúkra, hinn 14. nóvember. Þenn- an dag eru stórhýsi um allan heim lýst upp með bláu ljósi, en blár er litur IDF, Alþjóðasamtaka syk- ursjúkra. Á Íslandi verður Harpa lýst upp í fyrsta skipti og Höfði eins og undanfarin ár. Merki dagsins er blár hringur, sem táknar einingu allra þjóða í baráttunni við þann vá- gest sem aukin tíðni sykursýki er, segir í tilkynningu. Samtök sykursjúkra munu mæla blóðsykur ókeypis hjá viðskipta- vinum Smáralindarinnar laugar- daginn 15. nóvember milli klukkan 13-16. Áætlaður fjöldi þeirra sem greindir hafa verið með sykursýki hér á landi er um 10.000 manns. Morgunblaðið/Ómar Harpa Tónlistarhúsið verður lýst upp í fyrsta sinn í tilefni af degi sykursjúkra. Þekkt hús lýst upp á degi sykursjúkra „Í fréttum er þetta helst“ er heiti málþings til heiðurs Margréti Indriðadóttur, fyrrverandi fréttastjóra Út- varps. Málþingið verður haldið á Markúsartorgi í Útvarpshúsinu í Efstaleiti, laugardaginn 15. nóv- ember klukkan 13-15. Í upphafi flytur Margrét stutt ávarp en síðan verða flutt fjögur erindi og mynd- band sýnt um fréttamannsferil Margrétar. Í lokin verða kaffiveitingar og að því loknu verður þátttakendum boðið í skoðunarferð um Útvarps- húsið. Málþingið er öllum opið. Málþing til heiðurs fyrrv. fréttastjóra Margrét Indriðadóttir Borgarbúar settu samtals 690 hugmyndir að verkefnum í hverf- um Reykjavíkur árið 2015 á sam- ráðsvefinn Betri Reykjavík. Er þetta nýtt met. Íbúar geta nú skoðað allar hugmyndirnar inni á vefsvæðinu Betri hverfi 2015 á www.betrireykjavik.is og tekið þátt í rökræðum með eða á móti þeim, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgarbúar sendu inn 690 hugmyndir STUTT Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is baðljósa Mikið úrval

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.